Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1968, Blaðsíða 6
Gunnar og Hrönn með barnahópinn sinn. ÍSLENZK HEIMILI Halldóra Cunnarsdóttir rœðir við hjónin Guðrúnu Hrönn Hilmarsdóttur húsmœðrakennara og Cunnar Magnússon húsgagnaarkitekt Eitt ár í viðbót — og við hefðum gróið föst ytra Daginn, sem fyrsti snjórinn féll hér í Reykjavík, heimsótti ég Gunnar Magnússon, innan- hússarkitekt og konu hans Guð- rúnu Hrönn Hilmarsdóttur, hús mæðrakennara, á heimili þeirra að Goðheimum 16. Ég hafði ekki séð þau í ein ellefu ár, eða síðan við hittumst í Osló einn góðan sumardag og skoðuðum borgina saman. Gunnar var þá við nám í Kaupmannahöfn og höfðu þau hjónin skroppið til Noregs í sumarleyfi. Síðan hafði ég aðeins frétt af þeim af skotspónum, að Gunnar hefði getið sér góðan orðstír í grein sinni, bæði hér heima og ytra, I herbergi stúlknanna eru leik- húsgögn eftir danska arkitekt- inn Nönnu Ditzel. Borðiö er kringlótt á fæti, stólarnir sömu- leiðis. Hrönn sagði mér, að börnunum þætti gaman að reisa stólana á rönd og rúlla sér eftir gólfinu. Hér sjást börnin spila við borðið, það sézt aðeins í hendurnar á Magnúsi. Drengirn ir sitja á stólum, sem er smækk uð útgáfa af frægum stól eftir prófessor Mogens Koch. og orðinn margverðlaunaður húsgagnaarkitekt, og að fjöl- skyldan stækkaði jafnt og þétt. Gunnar og Hrönn höfðu lítið breytzt á þessum árum. Börn- in komu nú hvert af öðru og heilsuðu gestinum, stúlkurnar Guðfinna Helga og Ragna Mar- grét,- 6 og 3 ára og drengirn- ir Magnús Gamalíél og Hilmar Hafsteinn, 10 og 9 ára. Yngsti meðlimur fjölskyldunnar, Val- gerður Tinna, 5 mánaða hnáta, sat eins og dúkka í barnastól uppi á borði. „Hún er mesta þægðarbarn og hreyfir sig aldrei,“ sagði móðir hennar, „en hún fer nú að komast á þann aldur að ekki má augum af henni líta.“ Og sem við vorum sezt inn í stofu í þægilega stóla hafði ég orð á því við húsmóðurina, hvort ekki væri snúningssamt hjá henni með allan þennan barnahóp. Jú, jú, ekki bæri að ið er þægilegt að eiga dug- ?ar stúlkur, sem hjálpa til á imilinu. Hér er Guðfinna að' fa Valgerði Tinnu aff drekka. neita því, þvottur á hverjum degi fyrir utan allt annað. „Þetta var gífurleg breyting fyrir Hrönn,“ sagði Gunnar, „því hún vann svo mikið úti hér áður fyrr, bæði við kennslu í skó'lum, hafði sýni- kennslur hingað og þangað og gaf út rit og bæklinga. Einnig kenndi hún við Réttarholts- skóla í tvö ár eftir að við kom- um heim, þó að börnin væru þrjú.“ „Og hvernig finnst þér að vera hætt þessu vafstri útífrá?“ „Mér finnst ákaflega gaman að kenna og ég vona að ég eigi eftir að taka upp þráðinn aft- ur. En eins og málum er nú háttað er út í hött að taía um að vinna smávegis með heimil- inu. Mér finnst jafnvel erfið- ara að fara frá nú en meðan krakkarnir voru minni. Þau eru allan daginn að fara í og koma úr skólanum. Svo eru það dans tímar, spilatímar og ýmislegt fleira sem tilheyrir nútímaupp- eldi“. Gunnar spratt á fætur og sagði: „Nú ætla ég fram að laga kaffi, þú spjallar við Hrönn á meðan. Hún er hvort sem er miðpunkturinn á heimilinu.“ Nú kunna margir lesendur að vera forvitnir að vita, hvernig innanhússarkitektar hreiðra um sig og sína. Búa þeir eitt- hvað svipað og sýnt er í blöð- um og tímaritum, stólí hér og borð þar, púðar, vasar og mynd ir á ákveðnum stað? — Það sem ég rak fyrst augun í, þegar ég kom inn, var gamall strokkur og rokkur, sem stóðu í stofunni, og að einn veggurinn var þak- inn bókum, sem þykir víst frem ur fátítt hjá ungu fólki. Gunn- ar sagði mér seinna, að hann hefði gaman af að safna göml- um bókum, en það væri heldur dýrt gaman, Þó hefði honum tekizt að krækja í nokkrar sem komnar væru til ára sinna. Einnig hefðu þau hjón augun opin fyrir göm'lum þjóðlegum munum og sýndi mér hagldir úr horni, reizlu sem mælir í kvintum og fleira smádót. Ég fór að svipast um eftir stólnum, sem Gunnar fékk verðlaun fyrir á húsgagnasýn- ingunni í Iðnskólanum í haust, en gat hvergi komið auga á hann. „Þa'ð er ekki von að þú sjáir hann,“ sagði Hrönn, sem hafði lesið hugsanir mínar. „Það eru engin húsgögn hér á heimilinu teiknuð af manninum mínum, utan þessi litli stóll með sjógrassetunni, sem er skóla- vinna frá Danmörku. Flest okk- ar húsgögn eru frá þeim tíma þegar við bjuggum í Kaup- mannahöfn og eftir danska arkitekta. Borðstofuhúsgögnin eru eftir Borge Mogesen.sem er einn af færustu húsgagna- arkitektum Dana ..." „Ég þyrfti ekki að kvíða fram tíðinni, ef ég hefði teiknað þau“ sagði Gunnar um leið og hann kom fram úr e'ldhúsinu, hefur líklega ekki staðizt mátið þegar hann heyrði umræðurnar. „Þau hafa runnið út eins og heitar lummur, enda einföld og stíl- hrein. Setan í stólunum er vaf- in sjógrasi, eins og í stólnum mínum þarna, en munstrið og formið annað. Hvort ég sé hlynntur léttum húsgögnum? Þarna notaðirðu orð, sem ég hef oft rekið mig á að fólk mis- skilur. Þegar ég tala um létt húsgögn á ég við að formið sé létt en ekki að þau séu létt í vigt. Húsgögn mega ekki vera það létt að þau séu á fleygi- ferð um alla ibúðina og ég tel að sófaborð þurfi að vera þung. Þó húsgögn séu þun.g í vigt, þarf ekki endilega að vera erf- itt að þrífa undir þeim, og það er atriði sem húsmæður kunna vel að meta. Stólarnir við sófaborðið eru einnig eftir Mogesen og hafa selzt vel, einkum á Ameríku- markaðnum, þar sem dönsk húsgögn eru hvað vinsælust. Það er eiginlega synd hvað vi'ð íslendingar höfum lítið að segja á alþjóðlegum hús- gagnamarkaði. Ég er sannfærð ur um að við gætum látið mikið ti'l okkar taka á þeim vettvangi, ef aðstæðurnar hér væru aðr- ar en þær eru. En við skulum ekki fara nánar út í þá sálma, annars eyðilegg ég bara viðtal- ið fyrir þér.“ Og þar með var hann horfinn aftur. Ég spurði Hrönn hvað þau væru búin að búa hér lengi. „Við byggðum íbúðina áður en við fórum utan,“ sagði hún, „og leigðum hana í þessi fjög- ur ár sem við vorum í Dan- mörku. Við höfum búið hér ó- slitið frá því við komum alkom- in heim fyrir fimm árum“. „Svo þetta er ekki drauma- húsið“. „Draumahúsið, það á nú langt í land, býst ég við,“ svaraði Hrönn og hló við. „Ann ars reikna ég með að við þurf- um að stækka við okkur áður en langt um líður, því börnin eru orðin svo mörg og barna- herbergin aðeins tvö. Á sumr- in höldum við til í sumarbú- staðnum okkar í Varmadal . . . nei, nei, ég sakna ekkert þaeg- indanna í borginni, enda hef ég bæði rafmagn og vatn. Stund- um sakna ég ef ti'l vill þvotta- vélarinnar, en Gunnar fer oft- ast með óhreina þvottinn og stingur honum í vélina hér heima um leið og hann fer í vinnuna og kemur með hann á kvöldin. Hann þarf hvort sem 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóvember 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.