Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1968, Qupperneq 11
um mannl. KeyRJavnt var eins og dauð- ur bær, en allt í einu heyrði ég í kirkju kiukkunum. Þarð var verið að jarða. Það var verið að jarða alla daga. Sorg- arþungi hvíldi yfir öllum bænum. Eftir þessi ósköp öll kom svo þessi óviðjafnanlega frétt, að stríðið væri bú- ið. Það voru engin hávær fagnaðarlæti, íiðeins þögul gleði og hið sama má segja um 1. desember. Ég man, hvað það var undarleg til- finning að vera allt í einu orðinn glað- ur. Bjarminn, sem roðaði austurhimin- inn og hafði verið mér tákn eyðilegg- ir/garinnar, var nú allt í einu orðinn vonarbjarmi, tákn nýs dags. Manninn minn sá ég aldrei jafnglaðan og vopna- hlésdaginn. Hann var sannfærður um að slík eyðileggingarstyrjöld gæti aJ.drei komið aftur, og við vorum mörg, sem trúðum því, að friðurinn yrði var- anlegur. En öll vitum við nú, hvernig það hefur farið. Við höfum lifað aðra heimsstyrjöld, enn lengri og enn hcrmulegri, við höfum lifað það að sjá tæknina tekna í þágu styrjalda og út- rýmingar. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd, að fyrir mennina er engin framtíð nema þeir læri að um- gangast hverir aðra, að hver ma'ður skilji -að honum ber að gæta bróður síns. 1. desember verður ekki slitinn úr tengslum við aðra atburði þessa hausts og er ekki skiljanlegur nema á þessum grunni Sjálf var ég ekki viðstödd at- höfnina, hún var ekki mannmörg, ekki einu sinni á þeirra tíma mælikvarða. Við mundum segja nú á dögum, að þar hefðu verið fáeinar hræður. Haraldur, maðurinn minn, fór, því að hann var rektor Háskólans þá. Og fyrir okkur var þetta mikið fagnaðarefni, en þessi dæmalausa sorg, sem hvíldi yfir bænum, gerði að verkum, að það bar ekki á miklum fögnuði. En vitanlega var gleði manna samt sem áður ákaflega sterk. sv. j. fsiendingar hafa hvorki styrk af auði né fjölmenni. Það eina, sem veitir þeim sjálfstætt gildi og sjálfstæðan til- verurétt meðal þjóða hcims, er menningarframlag þeirra og svo það hversu þeim tekst að skipa málum í mannfélagi sínu á heilbrigðan og skvnsamlegan hátt. Sigurður Líndal, 1. des. 1965. Ha£Iö þér 1 athugað! j að gengisbreytingin hefur toreytt verðmæti eigna ydar Munið eftir aö HÆKKA til samræmis viÓ raunverulegt verðmæti 0£ lágt vátryggt-of lágar bætur ALMENNAR TRYGGINGAR HE PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 Nafn herra tizkunnar í dag VERKSMIÐJAN FÖT H.F. 1. desember 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.