Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Síða 4
inni yfirleitt — beinlinis fjötur um fót. Og þegar aldinn heið- ursklerkur kveður auma mann- kind ekki einu sinni fá ráðið sínum næturstað, tekur sá for- framaði skarið af, biður menn heyra og muna, að þessa nótt muni hann gista á sýslumanns- setrinu Stórabakka, þar sem hann telur sýslumannsdótturina bíða sín, en ekki í einhverjum kotrassi, eins og til dæmis Sauð- húsagerði, sem er inni undir af- rétt og byggt tveimur blásnauð- um mæðgum. Af stað leggur hann, þótt úr sé talið, því að leiðin er löng, nóttin dimm og veðurútlit ískyggilegt. Veður- horfurnar halda sín heit, og för oflátains, riðandi úrvalshesti, lýkur ekki í kóngsgarðinum Stórabakka, heldur kotrassin- um Sauðhúsagerði. Hrakinn er hann og kalinn og á svo líf og lækningu að þakka mæðgun- um, sem í kotinu búa. !iinn er það konan, sem bjajrgar, þegar hið sterkara kyn kemst í þrot. Lýsinigin á mæðgurnum er stutt orð, en trú, en hins vegar hefði höfundur mátt lýsa nánar hug- hvörfum oflátans, því að les- andanum hlýtur að finnast það líkara þeim náunga að launa á annan veg líf og líkn en höf- imdur lætur ráða í, þegar hann skihiir við hann. Tiilhugalif er sikemmtilega grá- glettin saga, þó að raunar sé hið reykvíska státmenni óeðli- lega mikill skýjaglópur, þar eð hann virðist hafa hugmyndir um búskaparmöguleika á ís- landi, er gætu verið fengnaæ úr kvikmyndum frá Ástralíu, sem nú virðast vera orðin hið fyr- irheitna land þeirra manna, sem síður en svo mundu taka söns- um, þó að þeim væri sent vin- arbréf á borð við það, sem er að finna í Úr heimahögum. . . . En Bjartmar bætir úr skák, því unnusta þessa skýjgalóps reyn ist bæði raunsæ og sennileg, og það má þó glópurinn eiga, að þegar hún setur honum tvo kosti er val hans skynsamlegt og sannmannlegt. Þá er önnur haglegasta sag- an í þessu bókarkorni. Á ell- eftu stundu. Hún gerist við lax- elfu á fögrum sumardögum. Glæsknenni úr höfuðstaðnum hrífst á sinn hátt af dóttur á fátæku og barnmörgu heimili í næsta nágrennii elfunnar Stúlk- an kemur ríðandi berbakt á ó- temju, sólbrennid, fáfróð, heiimsk en heit og lifandi, máske ólm og óstjórnleg, máske hikandi og feimin og tilbiður hið óþekkta. Hvað er lifið, ef menn eiga ekki að nota sér gæði þess? Að sigra er að lifa, að lifa er að njóta“. Þannig hugsar maðurinn, en kemst fljótt að raun um, að þarna muni hann verða að leita lags eins og við laxinn. Hann kaupir mjólk á býlinu við elf- uina, gefur börnunum góðgæti og stærri bankaseðla en þama hafa sézt. Og stúlkuna hittir hann heillandi og prúður. Hús- freyjan, móðir bamahópsins, sem gjafirnar hlýtur, getur ekki fengið af sér að gruna slíkan mann um græsku, en öðru máli gegnir um föðurinn. Eftir hálf- an mánuð frá fyrstu samfund- um hittast þau á fögru sumar- kvöldi, veiðimaðurinn og stúlk- an, sem reiddi upp við hann svipu, þegar fundum bar saman fyrst. Nú er stundin komin til að beita lagi og leikni ásamt gjafmildi og glæsimennsku — að einu ógley mdu. Og þar kem- ur, að svo lánlega hefur hon- um tekizt, að hann og hún eru lögst á hvílubeð í tjaldi hans. En þá.. . . Stúlkunni hafði virzt hinn slyngi veiðimaður hafa yndi af að þreyta hina fögru fiska meira og lengur en nauð- syn krefði, og nú kemur hún auga á blóði drifnar ungamæð- ur í tjaldinu, þykist þar kenna önd og rjúpu, sem hún hefur strokið í hreiðrum þeirra, — og svo er þá komið að henni sjálfri! ....Og sannarlega rank- ar hún vfð sér og verður söm og þegar hún reiddi upp svip- una, — nema nú mundi von- laust að nokkru yrði framar um þokað með allri hans eðlis- lægu og áunnu hæfni við veið- ar. . . Bezt gerða sagan í bókinni er Stefnumót. í fyrstu mætti ætla, — og raunar allt aftur á sein- ustu blaðsíður sögunnar, að þetta yrði aðeins hagleg og svo lítið meinleg gamansaga, runn in af rótum snjallrar hugdettu. En hún veaður meira, því að höfundurinn teflir þairna óvæmt fram kannski sinni sérkennileg- ustu og ef til viil bezt gerðu kvenlýsingu — og lætur vits- muni hennar og sikapgerð móta hina hófsömu, snjöllu og hæfilegu tvíræðu sögulok. að er síður en svo nokk- uð nýtízkulegt við þessar sög- ur. Þær eru jafnlátleysislega formaðar og bókarkomið, sem þær birtast í. í þeim eru eng- ar tízkubrellur, heimatilbúnar eða aðfengnar, gerðar fyrst og fremst til áð draga að athygli og oft í bókmenntunum nútímans ámóta fyrirbrigði eins og sú tízka meðal unglinga að hafa sítt og vanhirt hár og rytju- legt skegg og ganga fáránlega búnir. Ekki bnegður heldur fyrir í þessum sögum neinu af þeim subbu- og sóðaskap, sem mjög mörg’um höfundum þykir sér henta til gengis, ekki aðeins hjá unigum og æsilega uppreiisn- argjörnum og vegarvilltum and stæðmgum sikinhelgi og hálf- velgju strandmanna hinna eldri kynslóða, heldur og hjá blaða- snápum og ritdómurum, sem ým- ist eru pólitískir spákaupmenn öfgaflokka, héoundnir þjónar fjárgínugra og samvizkulausra útgefenda bóka og blaða, hé- gómlegir vinsældasnobbar eða beinlínis svokailaðir „nytsamir sakleysingjar“ úr borgarastétt, sem telja sjálfum sér trú um, að þeii séu að þjóna andlegu frelsi og dáðr'kri dirfsiku með fylgi sínu við þá neðan þindar nautnatízku, sem stundum kveð- ux svo rammt að í bókmenmt- unjm, að ég tel að jafna megi við það, að rnenn settu stolt sitt í að ger?. öll sín stykki á almannatæri og jafnvel þjóna þar sinni náttúru. . . En svo kem ég þá að því, sem ekki verður eignað úreltu látleysi og fastheldni við hlá- lega einfait form — heldux hreinum og beinum ásetningi. Ein af hinum níu sögum í bók- arkornmu, sú sem því er sam- nefnd, endar auðsjáanlega í hálfgildings ráðaleysi, en allar hinar, er geta borið smávögu- heitið rneð réttu, fara vel eins og tiitölulega fávís almenning ur hefur kallað það í fyllstu alvöru, en svo sem flestum mætti vera vitanilegt, hefur silíkur end ir skáldsagna nú um alllangt skeið, þótt við háborð bók- menntamanna vitna um ann- að tveggja í fari höfundanna: forkartanlegji og fáránlega til- hneigingu til iífslygi eða fyrir- litlega múgmennsku! Þar eð Bjartmar Guðmunds- son er, sem áður getur, fædd- ur aldimóíaái :ð, var honum nærtæk seni barni og unglingi fræðslan um hin miklu harð- indi á níunda tugi síðustu ald- ar — og náið hefur hann kyninzt Ameríkufaraldr-num, sem óvíða kvað meira að er. í Þingeyjar- sýslum og mi>.ið var ræddur, bæði í blöðuin og manna á milli, en frumorsök hans var áðurnefnd harðindi, ásamt vondri verziun, sem bundin var dönsaum hagsmumum. Hver, sem hefui lesið hina stórmerku ævi- sögu Sigui-jóns skálds Friðjóns- sonar, sem Arnór, sonur hans hefur ritað os birt er í bók- inni Ljóð og æviágrip, er út kom í hittiðfyrra, getur geng- ið úr skugga um það, að þeir Sandsrnenn he'.fa haft óvenju- lega góð skilyiði til staðgóðr- ar og rækiiegi ar fræðslu um þær hörmungar, sem harðindi ollu Þingeyingum allt frá því að Móðuharðmdin dundu þar yfir. Og auðsætt er af sögum Bjarbmiars frá 18. og 19. öld að honum hafa orðið mjög hugstæðar þær þrautir, sem urðu iilutskipt! fólksins í átt- höguim hans á þeim fiimm aldar fjórðunguim, sein hann hafði af óyggjandi og gieinilegar sagn- ir, og trúlega hefur hann svo kynnt sér allrækilega af prent- uðum heimildum þær eldraunir, er á þjóðina voru lagðar á nauðöldum hennar. Þá hefur og Bjartmar þekkt ýmis dæmi þess, að jafnvel ftam á þessa öld háðu einyrkíar nærfellt ó- mennska, en oft með ólíkind- um sigursæla baráttu fyrir lífi síniu og sinna á afskekktum og nytjalitlum kovbýlum heiða, af- dala og útskaga Og eins og hann hefur fundið hjá sér ríka hvöt til að gera sér grein fyrir því, hvað bjargaði þeim tiltölu- lega snauðu t-ða að minnsta kosti af opinberum aðilum ó- tryggðu bændum, sem lifðu af hvers konar þrautir á liðnium öldum, jafnvel án þess að þeir yrðu bónbjargarmenn, hefur hann hugleitt. hvað fyrst og fremst dugði til oft sigursæll- ar baráttu hinum afskekktu og um llcst afskiptu smábændum siamtíðar hians og nálæigrar for- tíðar. Að sjálfsögðu hafa örv- að hann til hessarar ábyrgu og alvarlegu viðleitni hinar al- meonu umræður á uppvaxtar- ártun hanis um vandamál nýs tíma með þjóðinni heima í hér- aði og Uiii land allt, bæði manna á milli og í öllum blöðum, sem þá voru hér gefin út — og vit- anlega þá ekki sízt hin um- deildu viðhorf hins málsnjalla kjarnyrta, skoiinorða og oft vig reifa föður huns við marghátt- uðum og sívaxandi breyting- um á þjóðféiags- og menningar- háttum, — og við lofsungnwm framförum og umbóbum og í ýmsu, breyttum hugsiunarhætti og þá ekki sízt gaignvart því, sem meirfcur íslenzk- ur rithöfiundur fynri alda kall- aði „tragleika á siðbreytni“. Hver viar svo sú niðurstaða, sem Bjartmar komst að? Mundi hennar ekki að leita í sögum hans? í sögunni Þrír í hliut segir Siguirigeir bóndi: „Við megjm engu færi sleppa engu. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálf ur.“ Þegar Mcðuharðindahús- freyjan á Fjalli í seinustu sögu bókarinnar sér opnast leið til bjargar, knýr hún bónda sinm til langs og erfiðs ferðalags yf- ir heiðar, fiöi! og vatnsföll, þótt hann sé orðinn hai'tnær þróttlaus af la'.gvarandi hungri Hún segir: „Þú hefur þetta af. Ég finn það. Ég veit pað Við verðum að hafa okkur fram úr þessu með guðs hjálp.“ Sá, ei höfur.dur gerir að sögu manni í sogunni Stuðningur, hefui meðal annars þessi orð eftir Gunnihildi húsfreyju.: „Það er aðeins eitt, sem gild- ir, og þó tvennt, þegar öllum hégóma er í burtu sópað og aukaatriðum. — að biðja og liggja aldrei á liði síniu. Því eins og menr útmæla öðrum, svo mun þeim og sjállfum vebða útmælt. þó að seinna verði máske“ Laks segir gamli maðurinm, faðir húsfreyjumniar á Vegg, í sögunmi Blessuð glóðin, þegar hann er að hughreysta dóttur sína: „Allt er undir því komið að missa ekki kjarkinn. Á þrek- inu hefur þjóðin lifað, hug- rekkinu, hreystinni, seiglunni og jafnaðargeðiniu. Það eru guðs gjafir. Bili þebta eða dvíni, bregðist, þá er voðinn sjálfur á ferðinni. Okkar land elur ekki kveifarskap og deiglyndi Það þurrkast út.“ Þarna er það, sem Bjartmar fann 1 langri leit að þeim verð- mætum manndóms og siðræns þroska, sem fornar erfðir heið- inna norrænna drengskapar- hugmynda, heilbrigð kristni og margvíslegar reynsluraunir höfðu kynfest svo hjá allmikl- um hluta þjóðarinnar, að þau björguðu henni — ef til vill frá algerri tortímingu á tímum um- komu- og öryggisleysis, þá er harðlynd náttúra hins veglausa torfæra og einangraða lands lagðist á eitt með erlendri kúg- un, arðráni, tómlæti og van- þekkingu stjórnarvalda. Og eru það ekki einmitt hinar marg- umræddu og af ýmsum marg- spottuðu „fornu dyggðir", sem fram koma í þessusm tilvitn- unum? Ég hef áður á það drep- ið, að svo litla áherzlu, sem Bjartmar hefur lagt á rithöf- undarstörfin um ævina, muni hann ekki hafa ætlað sér mik- inn hlut sem rithöfundur, en þegar hann hefur verið orðinn sannfærður um gildi hinna „foirmu dyggða" og hefur gert sér grein fyrir því, að þær voru virkastur verndari og í raun- inni hin einasta örugga trygg- ing veraldlegs velfarnaðar og andlegs þroska jafnvel þeirra, sem þóttust af að afneita ýms- um þeirra meira og minna í orði, þá virðist hann hafa fundið hjá sér köllun til að staðfesta nið- urstöður sínar í einmitt eins lif- andi myndum atburða, mann- gerða og aldarfars og aðstæður hans, mannþekking, lífsreynsla og formgáfa gerðu hiomiutm fram ast fært. Og svo mætti þá vera orðið ljóst, af hverju Bjartmar lætur siögUT sínar fara vel. Hann er knúinn til þess af innri þörf og tilgangi sinnar sagnagerðar, þeim tilgangi að leiða í ljós, hvaða manndómsleg og siðræn Framihald á blts. 12. Þorsteinn Antonsson SMÁSAGAN SMÁ- SÍLD Gúanóreykur lá yfir firði og kaupstað. Smáfuglar flögruðu tístandi í reyknum yfir neta- hjalli og þrettán ára gamalli stúlku. Hún gólaði og dansaði á möl við hjallinn. Hver hreyf- ing hennar knúði aðra fram. Það var kallað: „Dóra“. í hjallagættinini birtist and- lit, fléttur, augu, sem urðu spyrjandi, maður stóð álenigd- ar. Dóra var kyrr og afkára- leg með uppréttan handlegg- inn, niðurlút og stofckrjóð. Maðuriran steig fram, spurði: „Hvernig liði mömmu ykkar ef ég hrekkti ykkur? “ Haran gekk burt. Það var spurt: „Hvað meinti maðurinn eiginlega?“ Hendi Dóru lyppaðist niður; „Það ... ég ... “ Hún tók upp stein, rétti úr sér, hristi sig, hækkaði rómiran: „Hanin er asni, hamin er asni,“ kreisti steininn og leit upp eftir, hróp aði: „asni“, og fleygði steinin- um af öllum kröftum í hjall- inn. Fuglarnir flugu upp með offorsi. —• „Komdu og sjáðu hreiðrið." „Æ, raei, það er ekkert gam- an leragur. Ég er farin heim.“ Hún gekk út úr kvöldsólinmi. Inmi á ganginum voru viranu- föt á trésnögum. í eldhúsirau fékk hún sér fisk upp úr potti. Á hlemminn var fallið hreist- ur úr gufunni. Hún borðaði við borð með bláköflóttum dúk, sem lykt var komin af. Það var opið iran til mömimiu henm - ar. Hún sat við snyrtiborð á nærfötunuim. Hún var breiðari uim mjaðmimar en barminn. Hún sagði við spegilmynd dótt ur sinnar: 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. iúra; 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.