Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Blaðsíða 8
ítalska farþegaskipið „Andrea Doria“ sekkur eftir að hafa rekizt á sænska farþegaskipið „Stock- holm“ 200 sjómílur frá New York. Skipið hallaðist strax mjög mikið, og varð engum björgimar- bátanna bakborðsmegin komið við. Frá því skipið sökk árið 1956 hafa gengið sögur al' fyrirætlunum um að ná því upp. Hér fer á eftir frásögn af hættulegum köfunarferðum ítalsks leitarfloklcs niður að flakinu og þeim niðurstöðum sem hann hefur komizt að. „Við vorum staddir tæpum 75 metrum undir yfirborði Atlants- hafs. Úfinn sjórinn var ískald- ur og kolsvartur, hendur mínar voru dofnar af kulda. Ljósin sem við höfðum meðferðis, lýstu dauflega og ömurlega gegnum myrkrið. Skyndilega urðum við varir við hákarl, sem synti framhjá okkur í 4—5 metra fjarlægð. Hann horfði á okkur forvitnislega og kom nær, en snerist svo hugur og hvarf í dimman sjóinn". Bruno Vailati, ítalskur kvik- myndaframleiðandi og sjávar- rannsóknamaður strýkur fingr- unum gegnum hárið og ónota- tilfinning fer um hann. Minn- ingin um þessar rúmlega tutt- uigu böfunaTferðir 45 míiiur undan ströndum Nantucket eyj- ar gerir rólega rödd hans und- arlega og óstyrka. „Við vorum mitt í sterkum neðansjávar- straumi. Fiskar og önnur sjáv- ardýr virtust fljúga framhjá okkur eins og gríðarlegar snjó flygaur í sitormi. Okkur farunst eins og við værum að synda í ískaldri svartri súpu. Við átt- um sífellt á hættu að vera svipt burt með straumþungan- um. Við togarann fyrir ofan vorum við aðeins festir með einni mjórri taug. Ef hún losn- aði eða slitnaði frá skipinu, vær um við týndir um alla eilífð í djúpi Atlantshafsins. Allt í einu grilltum við í heljarmikinn skugga fyrir neðan okkur. Við beindum ljósum okkar að þessu ferlíki en gátum aðeins séð nokkur fet af því í einu. „Við gátum greint beyglað járin og hluti gerða af maníraa- hönduim; gínandi kýraugu og mannlaus þilför. Allt var þak- ið .þéttum sjávargróðri en þó mátti þekkja að þetta var skip. Við daufa og draugalega ljós- skímuna réðumst við með vír- burstum á nafnið á skutnum og tókst að hreinsa stafina. Fyrst kom í Ijós „A“, síðan „N“ og svo „D“. Við höfðum fund- ið það sem við vorum að leita að. Við vorum staddir á flak- inu af „Andrea Doria“ sem leg- ið hafði á hafsbotni í 12 ár“. Þegar ítalska farþegaskipið „Andrea Doria“ sökk þann 25. júlí 1956 aðeins 200 sjómílur frá New York spannst óðara um það goðsögn í siglingaheimin- um. Um atvikin, sem lágu að árekstri þess við sænska skip- ið „Stockholm" er enn allt á huildiu. Hvers vegma höfðu tvö risaskip, bæði búin nýjustu og fullkomnustu radartækjum, rek izt á lengst úti á auðu hafi? Hvers vegrna hafði hvoTiuigt skip ið neina aðvörun fengið, af hverju heyrðust engin merki áð ur en áreksturinn varð? Veður var kyrrt að kvöldi 25. júlí og „Andrea Doria“ sem átti að leggjast að hafnarbakkanum í New York daginn eftir, sigldi lygnan sjó. Klukkan var 11 e.h. og kvöldið heitt og mollulegt kýraugun stóðu upp á gátt. í sumum klefunum voru fjölskyld ur að ganga frá farangri sín- um; aðriir sváfu og enn aðrir héldu hátíðlegt síðasta kvöld- ið í hafi með gleðskap í einka- íbúðum eða í samkomusalnum. Skyndilega beygði ítalska skip- ið á bakborða og farþegar á þilfari sáu í svip risavaxinn svartan bóg „Stockholm" gnæfa út úr þokunni en rekast síðan á „Andrea Doria“ á fullri ferð og rífa tólf og hálfs metra breiða glufu í sjö af ellefu þil- förum skipsins. Skipið nötraði stundarkorn en hallaðist síðan nærri 45 gráður á stjórnborða. Frásagnir.af skelfingaræðinu og tortímingunni sem á eftir fylgdi stanigast ailills isitaðar á. Karlmenn og konur í náttklæð- um og veizlufötum veltust hjálp arvana um þilförin. Vegna þess hve skipið hallaðist mikið var ógerningur að koma bakborðs- björgunarbátunum í sjóinn. Síð- ar staðhæfðu farþegar það skrif lega að engar skipanir hefðu verið gefniar á ensiku; að ít- alski skipstjórinn og áhöfn hans hiefðu sýnit vaimræksiu og kæru leysi og verið illa búnir undir aðsteðjandi hættu. Aðeins ein mjó taug tengdi kafarana við togarann uppi á yfir- borðinu. Þegar veður hamlaði- köfun flýtti togarinn sér út af siglingaleið stóru skipanna. Skipstjórinn, sem hafði ver- ið í brúnni, bar það fyrir rétti að honum hefði í fyrstu ekki verið jafn brugðið og farþeg- unum. Skipið var smíðað á sér- stakan hátt með 11 vatnsþétt- um hólfum sem lokuðust sjálf- krafa og myndu halda því á floti. Jafnvel þótt vitað væri að þrjú hólfanna hefðu rifnað og fyllzt af vatni, var skipstjór- inn sannfærður um að skipið myndi ekki sökkva. Skyndi- lega kastaðist skipið aftur til og seig nú enn geigvænlegar níðuir á sitjórniboirðia; skipstjór- inn, sem hafði verið að senda neyðarmerki, skynjaði nú loks hættuna og sagði fólki að yfir- gefa skipið. Ofboð greip um sig. Fáir af farþegunum vissu hvar björgunarvestin voru; enn færri kunnu að fara í þau. Helmingur björgunarbátanna hékk í reiðileysi á annarri skipshliðinni, og fólkið hljóp í örvæntingu fram og aftur í leit að undankomuleið. Allt í einu létti þokunni og björgunarskip, sem verið höfðu á vaikki krilmgum „Amdrea Dor- ia“, sáu lijósin á sökkvamidi skip- inu. í batnandi skyggni barst nú hinu nauðstadda hafskipi óðfluga hjálp. Sjálft tók „Stock holm“ yfir fimm hundruð far- þegar úr „Andrea Doria“; önn- ur skip sendu út björgunarbáta. Árangurinn var sá að 1672 manns var bjargað. Skipstjór- inn og áhöfnin voru kyrr um borð þar til aðrir voru farnir, þá yfirgáfu þau einnig skipið. Ellefu klukkustundum eftir að áreksturinn varð, sökk það á 34 faðma dýpi. Fimmtíu manns týndu lífi í þessu mesta sjó- slysi, sem orðið hefur á friðar- tímum síðan Titanic sökk. En „Andrea Doria“ liggur ekki friðsöm í sinni votu gröf heldur hefur hún komið af stað deilum, sem ekki hefur tekizt að útkljá enn þann dag í dag. Strax tók að rigna ásökunum um að „Andrea Doria“ hefði ekki haft nægilega marga björg uniarbáta; að mynid aif bjöngMn- arbát, sem birtist í tímaritinu Life væri fölsuð. Ráðgátan varð æ flókniari þagar sikipafélögim höfðuðu mál hvort á hendur öðru, og hvort um sig taldi hitt eiga alla sökina. Að endingu höfðu yfir 20 milljónir sterl- ingspunda verið greiddar í tryggiinigar og sikaiðabæibuir og þó höfðu einigiin þau trygginig- arfélög sem í hlut áttu sent kafaira niður til að athuga flak- ið og skemmdirnar á því. Sigl- ingafræðingar veltu fyrir sér ástæðunni til árekstursins. Rat- sjársérfræðingar athuguðu veð- urskilyrði og tækjaútbúnað, settu jafnvel fram tilgátu um að eitthvert afbrigðilegt, veður farslegt fyrirbæri hefði valdið því að ratsjár beggja skipanna bruigðuisit. Hvens vegma var „Stockholm“ 20 sjómílur af venjulegri skipaleið? Hvers- vegna sveigði ítalska skipið allt í einu þvert í veg fyrir hitt? Að lokum var þetta dæmt óút- skýranlegt sjóslys, sem orðið hefði vegna óhagstæðra veður- skilyrða og yrði engin lagaleg sök fundin hjá hvorugu skip- anna. f augum björgunarsérfræð- iniga og ævinitýraimiaonia er „Andrea Doria“ sokkin gull- kista. Þetta ítalska farþegaskip sem var sómi skipafélags síns hafði að geyma óbætanleg mál- verk og höggmyndir á við með- al listaverkasafn. Einnig voru óhemju verðmæti fólgin í per- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. júnií 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.