Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Page 9
EFTIRMÆLI UM ANDREA DORIA EFTIR DON WUDENMAN sónulegum skartgripum og loð- feldum farþeganna. í aðalsam- komusalnum er stór skjöldur úr SkírasilMíri, sem virtuir er á meir en hundrað þúsund sterl- ingspund. f peningaskap bryt ans eru hundrað þúsund sterl- ingspund í amerískum pening- um, þrjú hundruð þúsund pund í ítölskum lírum. f skipinu eru 200 þúsund stykki af pósti til Ameríku og fengi skilvís finn- andi greiddan shilling hjá Bandaríkjastjórn fyrir hvert stykki. Þar eru einnig 12 þús- und flöskur af ítölskum vínum og vermút og fimm lestir af provolone osti. Enda þótt að- eins örfá hinna 11 vatnsþéttu hólfa hefðu gegnt hlutverki sínu þegar áreksturinn varð, ætti meginhluti þessa miklafjár sjóðs að vera óskertur enn — og unnt að bjarga honum þegar skipinu verður náð upp. Við þetta allt bætist, að koparskrúf- urnar tvær eru hvor um sig tíu þúsund sterlingspunda virði og brotajárn er virt á um tvær og hálfa milljón punda. Kviksögur komast á kreik um öll sokkin skip og er „And- rea Doria“ þar engin undan- tekning. Sagt hefur verið að í kössum í lestarrúminu leynist offjár í smygluðum gullstöng- 'Um. Alliur þessi fjiáffBijóður „Amidr ea Doriia" er harla icnkkafnidi fyr- ir ævin/týraigjairma kafara. Til (þessia hefuir einin toafari iátið lífið, og ef frá er talin ein stytta, sem flokkur kafara náði úr skipinu fyrir nokkrum árum, er fjársjóðurinn ósnertur enn. Bruno Vailati, sem fyrstur manna gerir gaumgæfilegar at- huganir á flakinu, hefur ekki áhuga á fjársjóðnum. Hann er sérfræðingur í köfun og neðan sjávarrannsóknum, samtíðarmað ur Cousteaus, og hefur stjórn- að leiðöngrum til rannsókna á ráðgátum sjávardjúpsins víðs- vegar um heim. Vailati var áð- ur kvikmyndaleikstjóri og kvik myndagerðarmaður á Ítalíu, en hætti því til að geta varið meiri tímia til nieðiairasjávanranjnsótonia. Hann er tæplega fimmtugur piparsveinn, vel á sig kominn, og hefur oftar en einu sinni kafað niður á dýpi, sem yngri kafarar telja ógerlegt að ná, — og tekið kvikmyndir af ferðum sínum um leið. „Ég hef alltaf haft áhuga á „Andrea Doria“, “ segir hann „vegna þess að þar bíðuir óleyst ein erfiðasta skipabjörtgiuinarþraut síðaniitíimia. Engar breytingar hafa orðið á skipabjörgun síðustu 100 ár; hún hefur ekki fylgzt með í þeim framförum sem átt hafa sér stað á öðrum sviðum neð- ansjávartæknivísinda." Vailati hefur enga trú á leyndum fjársjóðum „Andrea Doria". „Hin dýrmætu málverk eru auðvitað öll eyðilögð af sjóniuim, og eifitiir að hiafla istooð- að flakið gaumgæfilega, er ég þeirrar skoðunar að öll vatns- þéttu hólfin hafi fyllzt af sjó. Það þýðir, að allt, sem er ein- hvers virði, er eyðilagt eða horfið með straumnum. Eftir er aðeins brotajárnið — og heiðurinn af að hafa unnið erf iðaista bj önguinaiiTVieirk ailllina tíma.“ Búinn neðansjávarljósum og myndavélum, sem hann hafði teiknað sjálfur kafaði Valiati frá togara ásamt tveimur öðr- um köfurum — og varð annar þeinra að lieitoa iírfivörð fyrir hina þarna í hákairlagerinu. Þeir notuðu venjulega kafara- búninga og hylki við sjálfa köfunina, en „afþrýstu" sig neð ansjávar með því að anda að sér hreinu súrefni, sem dælt var til þeirra gegnum slöngur úr togaranum. „Hafdjúpið er ótrúlega hættulegt á þessum slóðum. Við dýpið og sjávarhitann, sem er um 7 gráður á Celsíus, bætist hin sífellda hætta af hákörl- um. Við vöndumst því eftir nokkurn tíma, að hafa þá synd andi kringum okkur, en vorum þó alltaf á verði.“ Þó réðust hákarlarnir til at- lögu, tvívegis, og munaði minnstu að illa færi. í bæði skiptin leituðu þeir á sama manninn — A1 Giddings frá Bandaríkjunum — og létu hina kafarana í friði. í annarri árás- inni stefndi hákarlinn á fót Giddinigs, seim tófcsit alð bægja honum frá sér með því að reka langa stálstöng í tálkn hans, en þau eru viðkvæmasti blett- urinn á þessari skepnu. Há- karlinn varð ringlaður og synti burt eftir nokkur ógnþrungin augnablik. Vailati sagði okkur að hákarlar legðu menn oft þannig í einelti. „Andrea Doria“ liggur sokk- in undir einni fjölförnustu og varhugaverðustu siglingaleið yfir Atlantshaf. Gríðarstór far þega- og flutningaskip eru á stöðugum ferli fram og aftur, þeim fylgir hafrót, sem köcfiuir- unum stafar hætta af. Ogþok an, sem olli slysinu á „Andrea Doria“ tafði Vailati og leiðang- ur hans við störfin. „Togari er smáskel í samanburði við stórt farþegaskip,“ segir Vailati. „í slæmu veðri eða þoku sýnist hann ekki stærri en venjulegt dufl frá skipum, sem framhjá fara. Stórt hafskip gæti siglt hann í kaf án þess að vita af því“. Þá 20 daga sem þeir lágu uradan stiröndium Niaintuok'eteyj- ar, gátu þeir aðeiins nioitað tiíiu til að kafa; hina tíu hindraði þok- an störf þeirra. „Þessi hluti Atlantshafsins er alþekkt veðravíti. Þar geisa stormar og fellibyljir ellefu mánuði ársins. Það er aðeins í júlímánuði, sem hægt er að kafa. Þegar við vor um ekki að kafa, stýrði skip- Stj'óriinin togaranum út atf siigl- ingaleiðinni. Það var of hættu legt að vera kyrr á þeim slóð- um.“ „Ég er enginn heigull," seg- ir Vailati, „en í hvert skipti sem ég kafaði þarna niður, fannst mér ég vera að fremja sjálfsmorð. Ég vissi aldrei hvort ég myndi komast aftur upp á yfirborðið eða ekki. Þeg- ar við vorum á flakinu, urðum við að halda okkur í öryggis- línuna eða handstyrkja okkur áfram eftir skipinu. Ef straum- urinn hrifi okkur með sér myndum við berast langt burt frá togaranum og týnast í haf- ið. Stökkið niður í þennan ís- kalda, svarta sjó, liggur enn á mér eins og mara.“ Vegna dýpisins gátu kafar- arnir ekki hafzt við niðri á botninum lengur en stundar- fjórðung í einu. Til þess að forðast köfunarkrampa urðu þeir að vera heila klukkustund í „afþrýstingu" eftir hverja köfunarferð. „Þetta er hættu- legasti hluti kafarastarfsins,“ segir Vailati. „Við getum ekk- ert gert nema dinglað neðan í færi eins og stærðar beita, sem ærði sultinn upp í hákörlunum. Við höfðum hákarlabúr nokkuð af tímanum — gríðarstórt málm búr, sem við gátum skriðið inn í ef hákarlarnir gerðust of nærgöngulir — og eftir fimmt- ándu eða sextándu ferðina vor- um við alltaf í búrinu. í eitt skipti var sjórinn bókstaflega morandi af hákörlum og við gátum ekkert gert til að kom- ast upp. Það var eins og mar- tröð.“ Flokkarnir köfuðu tvisvar á dag niður á dýpi sem áður var ófært mönnum án útbúnaðar Vailatis og .reynslu, og urðu þeir margs vísari um flakið. Hið 217 metra langa skip ligg- ur á stjórnborðshliðinni eins og fallinn skýjakljúfur. Allir björgunarbátarnir eru horfn- ir og telur Vailati að straum- þunginn hafi svipt þeim burt. Á skipskinnungnum er dular- fullt gat og flakið allt liggur í 6 metra þykku lagi af sandi og leðju. Hið innra liggja víraflækjur og járnkaðlar um allt, og borð, sem áður voru skrúfuð í gólf- in, virðast nú skrúfuð á vegg- ina. Á tólf árum er flakið orðið eins og tröllaukið rif, vaxið alls kynis sjávargróðri og mor- andi af fiski og öðrum sjávar- dýrum. Fiskinet úr óforgengi- legum nælonþræði hanga öfug á skipinu og halda netakúlurn- ar þeim uppréttum og veiði- færum. Dauðir og rotnaðir fisk ar sitja fastir allstaðar í net- unum og voru Vailati og mönn- um hans til mikils trafala. Eft- ir klukkustunda athuganir og mælingar á flakinu, hefur Vail- ati komizt að nýrri niðurstöðu um möguleikana á að ná því upp. „Stærsta vandamálið er dýp- ið,“ segir hann. „Á þessu dýpi yrði að stjórna framkvæmdun- um frá neðansjávarhúsi; ef til vill SeaLab eða kafbáti, sem gerðar hefðu verið viðeigandi breytingar á. Á þann hátt gætu kafararnir starfað marg- ar klukkustundir á dag og þyrftu ekki að venjast þrýst- ingsleysinu í hvert skipti." Hann telur að verkið muni krefjast hundruða vinnustunda og ef til vill samanlagðrar vís- indatækni ítalska og ameríska flotans. Margar fyrirætlanir hafa verið gerðar um að ná „And- rea Doria“ upp — m.a. sú að fylla skipið með ping-pongkúl um og láta það fljóta upp á yfirborðið. „Fjarstæða!“ segir Vailati með fyrirlitningu. „Á 75 metra dýpi verðuir ping- pong kúla flöt eins og pönnu- kaka. Allt loft er kreist úr henni. Við höfum meira að segja reynt það. Þrýstingurinn í sjónum sprengdi boltana áð- ur en við vorum komnir niður á flakið“. Mönnum hafa kom- ið til hugar önnur ráð, svo sem að fylla flakið með plastfroðu eða festa við það gríðarstóra plastpoka, sem síðan væru fyllt ir lofti. Vailati fullyrðir að ek'keirt þessara ráða munii duga. Sú lausn, sem hann hefur í huga, er að hvolfa skipinu með einhverju móti og dæla í það lofti, þannig að það fljóti upp á yfirborðið með kjölinn á und an. En eins og hin ráðin er þetta margvíslegum vanda bundið og er sá minnstur að hvolfa þessum 29.000 lesta far- kosti. Kostnaðurinn við allar aðferðirnar myndi skipta mill- jónum. „Ég gæti náð „Andrea Doria“ upp“, segir Vailati, „fyr ir um tvær milljónir sterlings- punda. Það eru að vísu mikl- ir peningar, en ég held að það myndi fleygja björgunartækn- inni fram um hundrað ár. Á það yrði að líta einungis sem æfingu. Ég efast um, að um fjárhagslegan gróða geti orðið að ræða.“ Þann 25. júlí 1968, réttum tólf árum eftir að „Andrea Doria“ sökk, fóru Vailati og menn hans tuttugustu og fyrstu og um leið síðustu köf- unarferðina. Á brú flaksins festu þeir koparskjöld með á- letrun á ítölsku. Hún glatar óefað einhverju í þýðingunni, en í henni felst vonarneisti fyrir risann, sem sefur á hafs- botni: „Megi hið ómögulega reynast mögulegt, og „Andrea Doria“ líta aftur dagsins ljós.“ Bruno Vailati (til hægri) og A1 Giddings, sem var'ð' tvívegis fyrir árás hákarla. 22. júinii 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.