Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1969, Blaðsíða 2
Vi3 uppgröft á búðum Doretmanna langt norður eftir DavRJssundl, anrt norður til Kingigtorssuaq. (72° 55’ norð laegrair br.) Þar hefur fundizt rúna- steinn í vörðu, dagsettur 2. maí 1333, klappaður nöfmmn þriiggja landkömin- uða norrænna, þar sem þeir tilgreina sjálfa sig sem höfunda téðrar vörðu. B úsæld var mikil í Grænlandi og landið auðugt af ýmsum gæðum. Sauð- fé gekk sjálfala að mestu, enda er talið að loftslag hafi um 1000 verið allmiklu vinsamlegra þar en nú. f ám og vötn- um var ógrynmi af siiumgi og laxi, og landveiði var teljandi. Hús voru gerð með svipuðu sniði eins og hús þeirra tíma á íslandi, úr torfi og grjóti og kýmar nýttar til upphitunar. í upp- hafi landnáms voru byggðir (a.m.k .í Eystribyggðl gjarnan vaxnar viði, en landnemar þar eyddu skóginum með sama fyrirhyggjuleysi og hér á íslandi litlu fyrr. Landnámsmenn voru sjálfum sér nógir um flesta hluti, en þó voru þeir háðir skipakomum frá Evrópu um nokkrar nauðsynjavörur, svo sem stór- viði til skipasmíða (þó er jafnvel talið að þeir hafi sótt sér timbur suður til Marklarads), kornvöru og jám til á- hálda og vopna. Framan af voru evr- ópskir kaiupmerun ólartir að leiggja upp í þá löngu og ógnsömu för til Græn- lands, sakir þess að þarlendir buðu verðmæti stór í stað farmsins, en þau voru: skimn og tenn/ur náhvala og rost- unga. Tennur þessar vora síðan seld- ar sem einhymingstennur til lækninga við öllum meinum, með góðum hagnaði suður í Evrópu og þóttu gersemar mikl- ar. En sdglingm yfir Grænlandsála var löng og ströng, og því var það, að þeg- ar fílabein fór að berast á evrópska markaði sunnan úr heimi, dapraðist áhugi kaupmangara á háskasömum sigl- ingum til Grænlands. Þeim fór mjög fækkandi svo Grænlendinigum varð ljósrt að reisa vair'ð rönd við. Sjálfviljug- ir gengust þeir því Noregskonungi á hönd og játuðust undir skattgreiðslu til hans, gegn því að hann tryggði þeim að ár hvert yrði Grænlandsfar í förum millum landanna. Þetta gerðist árið 1261, eða ári fyrr en íslendingar seldu sig undir Noregskonung með svipuðum skilimákum af, að nofckTU, skyldum ásrtæð um. Framan af gekk samband þetta að óskum en síðan tóku siglirugar að sitrjál- ast. Þá hneig ógæfan yfir norræna landsnámsimenn á Grænlandi. Hún fylgdi þeim æ siðan, magnaðist og hverf ur okkur loks sýnum inn í myrkur ó- vissunnar og gátunnar Loftslag breyttist upp úr aldamótun- um 1300 til hins verra, svo búskapur varð hvorki eins auðveldur viðfangs eftir né gaf jafnan arð. Uppbliáisitur lands tók að hrjá bændur. Þeir höfðu eytt skóginum og guldu þess. En kóln- andi árferðis gætti víðar en í Græn- landi. Suður í Noregi þireinigduist og kjör manna, svo þarlendir höfðu öðrum hnöpp um að hneppa en þeim, að sendia sikip norður á heimshjara árlega, stofnandi skipi og áhöfn í voða. Árið 1369 verður svo sá atburður að Grænlandsfarið ferst, og leggjast þá hinar árvissu sigl- ingar niður með öllu. Tveimur áratug- um síðar kemst Noregur undir danska stjórn og sú þóttist ekki bundin af meira en aldagömlu heiti Noregskon- ungs um siglingar til eylendisins Græn- lands. Fílabein streymdi nú inn í Evrópu eftir leiðum þeim, er upp höfðu lokizt við fcrosstferðiinnar. Yið þa'ð féllu grænlenzkar rositungstenmur í verði, svo kaupmenn sáu sér ekki sama ábata og fyrrum í því að verzla við Grænlend- inga. Svarti dauði hrjáði Bergenarbúa, en þar höfðu setið þeir, sem nákunnug- astir voru Grænlandssiglingunum og nokkru síðar verður borgin fyrir árás þýzkra, svo hún lamast að heita má. Samband Grænlands og Evrópu er þá að mesrtu rotfið. En einiangrunin var ekki einia hættan, sem að srteðj aði. Eftir þvi sem loftslag fór kólnandi í Suður- Grænlandi leituðu ýmis veiðidýr, þau sem bezt undu áður í kuldum Norður- Grænlands suður á bóginn. í kjölfar þeirra fylgdi ný hætta. Ný þjóð, Thule- þjóðin, hafði numið Norður-Grænland um svipað leyti og norrænir menn stigu fæti á Suður-Grænland. Norrænir höfðu rekizt á þessa nýju ininflytjend- ur á veiðiferðum sínum í norðurhluta Grænlands. Sagnir eru til frá fyrsta fundi þeirra og höfðu norrænir menn ekki aðra vitneskju heim að færa um hann, en þá, að blóð þessa smávaxna fólks rynni með einkar sérstæðum hætti. Em þetta var ekki einihlítt, og öir- ugga vissu þykjast menn hafa fjrrir því, að þó nokkur vimaaimleg siaimi.-ikipti hafi verið á millum landnemanna í Suður- og Norður-GrænlandL Thule-fólkið er álitið hafa stigið fyrst fæti í Vestri- byggð á fjrrri hluta 14. aldar. Það var veiðifólk og hafði því ekki fasta ból- festu, heldur fylgdi veiðidýrunum, sem afkoma þess var háð, eftir. Þegar hið kólnandi loftslag knúði veiðidýrin suð- ur með ströndinni, allt suður til Vestri- byggðair, fylgdi það þeim etftir og setti sig niður í eða við byggðir norrænna. Vafalaust hefur þá vináttan, hafi hún einihveim tímiainn verið nokikur a'ð ráði, farið kólnandi, svo sem þjóðsaga sú, sem hér fer á eftir sýnir. Hún hefur varð- veitzt með Eskimóum, og kjarni sá, sem sögnin spannst um er vafalaust sann- ur, þ.e. að Eskimóar hafi ráðið niður- lögum nonrænna landnámsmanna í við- komandi byggð. DRÁP HINNA NORRÆNU Eitt sinn fyrir mörgum, mörgum árum votu morræmir fjöl/mennir við Qaqortoq. Sá sem fyrir þeim var hét Ungor-to (Nafn þetta er af sumum talið vera nafnið Yngvar, aSlagað mállýzku Eski- móa) og var voldugur höfðingi. I næsta nágrenni var fjölbýlt ból (Eskimóa), en samlyndi grannanna var gott og bar lengi engan skugga á. En einn dag var friðurinn úti. Veiðimaður nokkur var á sjó í kajak sínum og reyndi fuglaspjót sitt, en í fjömnni stóð einn hinna nor- rænu. Greip þann löngun til að gera gabb að veiðimanninum og henda gaman að honum. Maður þessi líkti eftir hljóð- um álku og hrópaði til veiðimannsins, aS hann skyldi kasta að sér fuglaspjót- inu, svo fremi hann héldi sig hitta. Veiðimaðurinn greip spjót sitt og slöngvaði því af kasttrénu, og á sömu andrá féll sá norræni niður dauður með spjót í hjartastað. Litlu síðar gerðist það atvik að ann- ar norrænn maður var drepinn. Þá var þeim nóg boðið, og þeir héldu til ból- staðar Eskimóanna til að leita hefnda. íbúar þess voru margir drepnir, en einn komst óséður undan og leitaði athvarfs hjiá æittiinigjuim síniuim fjanri Qaqortoq. Þar lagði hann stund á þann galdur, sem ræður niðurlögum óvina. Þegar hann áleit sig fullnuma, leitaði hann uppi vænan viðardrumb, gerði af hon- um bát og klæddi hvítum húðum. Er þessi furðufleyta var fullbúin, dró hann að sér lið og hélt aftur til Qaorqtoq. Hann hafði hvítt skinnsegl að húni og fékk skjótan byr. Fjöldi kajaka fylgdi í kjölfar hans. Þeir norrænu komu auga á þann hvíta depil, sem bar undan vindi að strönd þeirra, en þeir greindu ekki hvers kyns vair og hug&u hanin ísjafaa. Kajak- ana fengu þeir ekki séð, því bátinn hvíta bar í milli. En þegar þeir, litlu síðar, sáu menn þyrpast á land greip þá skeltfimig, og þair flúðu til stærsta húss sinis. Bátsiveirjar báiru eld að hús- inu, og ekki leið á löngu áður en hús- ið stóð í björtu báli. Sumir stukku út úr eldhafinu, en örvadrífa varð þeim að grandi. Alleina einum manni tókst að flýja, en það var sá mikli höfðingi Ungqor-to. Hann stökk út um glugga og bar ungan son sinn á handlegg sér. Brennumenn þustu á eftir honum, en srvo vair Unigqor-to frór, að hainn hljóp þá af sér hvern af öðrum, utan báta- smiðinn. Sá var fádæma léttur á fæti og dró saman með þeim tveimur. Þar eð Ungor-to sá, að undankoma væri sér bönnuð, bæri hann son sinn, kyssti hann barnið í kveðjuskyni og þeytti því út í vatn nokkurt, er á vegi hans varð, en engu að síður komst báta- smiðurinn brátt í bogaskotfæri og felldi hann með ör. Þessar urðu lyktir norrænmiar byglgöar við Qaqartoq, c koðanirnar um það hver hafi orð- ið endalok norrænnar byggðar í Græn- liandi eru legíó, ag sanniar það bezt hverja gátu er við að glíma. Sumir hallast að því að Eskimóar hafi útrýmt henni, aðrir telja sjúkdóma og úrkynjun orsökina, og enn aðrir til- greina harðæri og jafnvel skordýra- plágur. Til eru þeir, sem ætla íbúa alla hafa flutzt með tölu til Vínlands og setet þar að, og aðrir lýsa ábyrgð á hendur enskum sjóránsmönnum. Vitað er, að ráðsmaður biskupsseturs- ins á Görðum gerir för sína norður til Vestribyggðar um miðja fjórtándu öld Samgöngur milli byggðanna voru a3 vísu sjaldnar, en ekki alllöngu áðui en för ívars ráðsmanns Bárðarsonai var gerð, bárust heimildir til Eystri- byggðar, þar sem engrar þeirrar óáran- ar var getið, sem ógnað gæti tilveru manna í Vestribyggð. En þegar fvai þessi kemur þar, litlu síðar, finnui hann enga sálu. Búfénaður var á beit i óslegnum túnum og hús öll mannauð. Hvað átt hefur sér stað í Vestribyggð, litlu fyrir för ívars, verður vísast seint skýrt með öllu. Sultur hefur ekki ráð- ið íbúunum niðurlögum, því búfénaður var nógur á lífi. Sjúkdómar hefðu að minnsta kosti skilið eftir sig lík og bar- dagar við Eskimóa sömuleiðis. Ennfrem- ur hetfðiu Ve.-iitiribúar tæpasit sigl/t hjá Eystribyggð, án þess að kveðja, hefðu þeir flutzt búferlum til Vínlands. Gömul munnmælasögn Eskimóa, sem Níels Egede skrásetti um það bil 400 árum jíðar, gæti bent til, að sjóránsmenn, sem um þessar mundir gerðu víða strand- högig, hafi hatft Vesiturbúa á brott með sér. Auk heldur er ekki útilokað ,að Eskimóarnir hafi smám saman stytt þeim aldur, öllum eða eftirlifendum annarra áfalla. Engin skýring er til hlítair tæmiainidi á giáitiu þesisairL og vis- ast munu fleiri orsakir en ein vera þar við riðnar. Ég vil benda á að riitlhöfuind- urinn Helge Ingstad gerir fyrir tilgát- um þessum góða grein í bók sinni „Landet undir Leidarstjarnen og setur þar fram trúverðugar kenningar frá eigin brjósti. Vestribyggð byggðist aldrei eftir þetta norræmiuim lanidnámsmöinniuim. Þeir áttu eins og áður er sagt, við ýmsa örð- ugleika að glíma í Eystribyggð. Þór og Óðinn eignuðust á nýjan leik áhangend ur í afskekktum byggðarlögum, þar eð h'viti Krisitiuir reyndnst hairðnieskjummi vart vaxinn. Árið 1407 var auk heldur maður brenndur fyrir galdra. Eskimó- arnir, sem af norrænum voru nefndir Skrælingjar, létu ekki í Vestribyggð staðar numið, heldur þrengdu sér æ lengra suður og 1379 hittust í fyrsta skipti norrænir og Skrælingjar í Eystri byggð. Þá féllu átján menn. Árið 1410 voru nokkrir íslendingar viðstaddir brúðkaup í Hvalseyjar- kirkju. Þar var vegleg veizla og gleði, svo sem í brúðkaupum er siður, og ís- lendingarnir ýttu skipi sínu kátir á flot eftir gleðilega viðdvöl, sigldu til ís- lands og sögðu fréttir. Þær fréttir höf- um við seinastar, beinar, af íbúum Eystribyggðar, því næst þegar vitað er til að þar hafi komið menn eftir hundr- að ár, voru hús auð og menn allir horfniir En við höfum ýmsar upplýsingar úr annarri hendi, sem gera mannhvarf þetta enn dularfyllra. í páfagarði hef- ur ekki fy'riir aHllöinigu fumidizt bréf írá árinu 1484 til íslenzku biskupanna, þar sem Nikulás páfi biður að grænlenzka söfnuðinum sé rétt hjálparhönd „þar eð fyrir 30 árum hafi komið þar heiðinn floti og herjað á menn og helgar kirkj- ur með eldi og vopnum, svo eftir lifði einvörðungu fólk í afskekktustu byggð- um. Ennfremur segir í þessu bréfi, að fólkið, sem á brott var numið í þræl- dóminn, sé nú (1448) margt leyst og hafi snúið heim á nýjan leik til að reisa aftur brotna bæi. Bréf þetta gæti haft sannleik að geyma, en því þegja hér um annálar og allar heimildir aðrar? Annað bréf, riibalð aí Alexamideir pátfa árið 1492, bemd- ir einnig til að páfastóll viti til ein- hvers lífs á Grænlandi, sem okkur, næstu nágrönnum, var með öllu ókunn- ugt um. Baskar og Portúgalir í förum gætu hafa borið boð til páfa frá þessum Fraimíh. á bls. 4 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. ágúst 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.