Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Page 9
ls, en vlð getum eMíI byggt upp nema á innlendum rann- sóknum. Annars er óþarfi að rakka skipulag Reykjavíkur niður í svaðið eins og stundum hefur verið gert. Aðalskipulag Reykjavíkur er í sjálfu sér merkilegur áfangi. Það sem að- all'aga vantar er atarfsnefnd, sem ~stöðuigt endurskioðar skipulagið og lagar það að breyttum aðstæðum. Það má líkja skipulaginu við bát, en svo er eftir að sigla bátnum, og það er aðalatriðið, en ekki bát- urinn einn. — Þetta skildi Eyr- bekkingurinn sem var ásakað- ur um að haga seglum eftir vindi. „Hvernig ætti maður að 9igla, ef maður gerði það ekki?“ spurði hann á móti. — Og Tónlistarhöllin? — Teikningin að henni er ekki endanleg, í rauninni eru þetta aðeins frumdrög, og margt eftir að athuga. Það er enginn vandi að teikna fína byggingu; vandinn er að teikna ódýra byggingu, sem er bæði íalleg og góð. Frá sjónanmiði arki- tektsins er slíkt líka miklu áhugaverðara verkefni að glíma við. Þessari byggingu eða fyrirhugaðri byggingu, skulum við segja, því að enginn bygg- ing er á föstum grunni fyrr en búið er að reisa hana — mun ætlaður staður á horni Suður- landsbrautar og Grensásvegar, við áformaða framlengingu hans til norðurs. . — Og hver.nig varð hug- i myndin að forminu til? — Ja, það er nú það. Þegar maður fer að segja frá slíku, orkar það oft heldur tilgerðar- lega. En þessi steinm var kveikja hugmyndarinnar. Og Gestur hampar gráum steini, með skýrt mörkuðum, af- löngum flötum. — Sjáðu hornin á þessum steini og fletina, segir hann, þetta er mjög agað form. Ég fann hann uppi undir Mýrdals- jökli. Ég var alls elkiki ráðinn með form á Tónlistarhöllinni, og ég get ekki sagt, að ég hafi verið að leiita sérstaklega að ís- lenzku formi, en svo kom þessi steinn upp í hendurnar á mér. íslenzk tnáttúra er endalaus uppspretta hugmynda, og við 'hljótum að geta fundið' eittihvert byggingarform, sem hæfir ís- lenzku landslagi og veðri, þó það sé ekki endilega burstir. Og talið berst að hönnun. Segja má, að þar sé sameigin- legur starfsvettvangur hjón- anna. Hönnun er þjóðþrifamál, segja þau og einm liður í þeirri sannfæringu þeirra er sýning, sem nú er raunar nýlokið, á brezkri grafík, auglýsinga- spjöldum, ljósmyndum og bók- um, en Gestur og Stefán Jóns- som, arlkiteíkit og fonmiaöiuir Heim ilisiðnaðarfélags íslands beittu sér fyirir þeirri sýningu. Milli- göngumaður þessarar sýningar var frú Ford, kennari Ernu í Leioeðter College of Art, alveg makalaus kona, segir Erna, og alveg búin að taka ísland upp á arma sírna. Hún var hér um páskana og fór í fyrirlestraferð- ir víða uim land. V ið oruim aiiltaif að tadia uim, iað varan þurfi að vera úrvals- vara, segir Erna, en hér erbara eng'iinin miælitovarðii á Iþað, hvað telst til úrvals og hvað cklti. Það þýðiir ekki að flytja út vörur á þeim forsendum ein- uim, að þær séu ísUanakar, eins og svo margir vh'ðast halda. Fólk spyr fyrst hvort varan sé góð, það skiptir svo minna máli hvaðan hún kemur. Þau eru sammála um, að mik- ið skorti á skilniing bæði fram- leiðenda og hins opinbera á því, hvað hönnun er mikilvæg, til framdráttar sölu bæði innan- lands og ekki sízt utan. — Þegar framboð er meira en eftirspurn, þá skiptir útlit hlutarins igífurlega miklu máli, segir Gestur, það skiptir öllu máli, að gott orð fari af ís- lenzkum vörum, sem boðnar eru fram erlendis, strax frá upp- hafi. Rússar búa enn að því, hvað vörur þeirra voru slæmar og illa hannaðar á fyrstu ár- unum eftir stríð. Enda þótt gæð- in hafi mikið batnað hjá beim síðan, er álit almennings enn mótað af þessari fyrstu slæmu reynslu. Bretar viðurkenndu á síniuim tíma, að hönniun í Bret- landi væri slæm, og þar riðu opinberir aðilar á vaðið og gerðu stórátak til þess að bæta úr þessu. — Ásamt Stefáni Snæbirnssyni húsgagmaarkitekt og Þóri Einarssyni viðskipta- fræðing, skilaði ég greinargerð um eflingu hönnunar hér á landi til opinberra aðila, en það hefur ekki spurzt til þessarar igreinargerðar síðan. — í Danmörku og Svíþjóð hafa borgaryfirvöld hönnuði til þess að aðstoða fólk við ininkaupin, segir Erna, fólkið fær bæði ráðleggingar og betri greiðslukjör. Með þessu er ver- ið að byggja upp smekk fólks fyrir gæðavörum og gera ungu fólki kleift að eignast þær strax og það hefur búskap. Hugsun- in á bak við þetta er sú, að betri 'grundvöllur skapist fyrir útflutning, ef íbúarnir sjálfir geri meiri kröfur til gæða. í Finnlandi eiga útflytjendur ör- fáum hönnuðum mikið að þalkka; það álit sem þeir hafa aflað sér á heimsmarkaðnum er af- leiðing stórfellds átaks nokk- urra manna. Tökum t.d. Mari- mekkovörurnar sem nú eru eft- insóittar út uim allliain heiiim. Ailit byggist þetta á hugmynd einn- ar konu, sem þverneitaði að gera annað en góða hluti. Nú er hún orðin þjóðhetja í heima- landi sínu. Við eigum marga góða hönnuði hér á landi, en þeir eru lítið nýttir. Hönnuðir hafa ekkert fjármagn, frarr1|eið- endur hafa fjárimaign, en ekki áhuga. — Og þínir eigin stólar? Hugmyndin var að teikna húsgögn, sem mætti taka sund- ur og senda þannig með litl- um tilkostnaði hvert á land sem væri. Þau áttu að vera þægileg en samit það ódýr, að ungt fólik hefði efni á að kaupa þau. Hug mynidin að þessum stólum varð til úti, en ég teiknaði þá ekki fyrr en ég var komin heim. Þeir eru úr gabonviði, og svampi. Það tók mig ákaflega langan tíma að finna hentugt lakk. Púðunum má snúa við. . . — Hafa bæði sunnudagshlið og hversdagshlið, segir Gestur . . . og svo má gera úr þessu rúm með því að raða púðunum á gólf eða flet, það er þykkt svampgúmmí í þeim. Þetta gætu orðið ódýrir stólar í fram- leiðslu, og auðvitað líka ódýr- ir í fluitningi. Ég ímynda mér að þetta gæti verið kjörið fyr- ir ungt fólk. — Hvernig er með fram- leiðslu á þessum stólum? — Þeir húsgagnaframleið- endur, sem ég hef talað við, töldu sig ekki hafa efni á að gera tilraun með hann. Þeir vilja heldur taka teikningar er- lendis frá, sem komnar eru yfir tilraunastigið. Það er hart, að þetta skuli vera sjónarmið þeiirra manna, sem ættu helzit að 'hiafa efini á að firiaimíLeiðia svona hluti. Það er því, enn sem kom- ið er, ekkert endanlega ákveð- ið um framleiðslu á stólunum. Stólarnir og sófinn, sem hér eru, eru sýnishorn, og efnið í þá feinigið siitt úr hvieririi áttiiinini, þeir eru smíðaðir á einum stað, klæddir á öðrum, og svo er svampurinn frá þeim þriðja. — Við eigum afbragðshand- iðnaðarmenn hér á landi, segir Gestur. Það eru karlar í skúr- um úti í bæ, sem skila fyrsta flotoks vinnu. Þeir eru fuillir áhuga og gefa sér tíma til að setjast niður og rabba við mann um hlutina. Erlendis mundu svona menn heimta peningana á boi'ðið áður en þeir eyddu á mann orði. En þessa menn þarf að virkj a í eina keðju. En Ei-na er með fleiri verk- efni. Að loknu námi í innanhús- arkitektúr, lagði hún fyrir sig grafík. Þá voru þau hjón flutt frá Leicester til Liverpool, þar sem Gestur lærði skipuiagsfræði og hún bók eibt ár í grafík, eða „typography" eins og það nefn ist í Bretlandi. Hér er um að ræða til dæmis uppsetningu og hönnun bóika, auglýsinga- spjalda, bréfhausa og vöru- merkja. Við gæbum kannslki sagt, að starf grafíkerans væri að sætta hið listræna og hag- nýta, gefa hlutum smekklegt og aðlaðandi útlit og aðhæfa það sem bezt innihaldi eða tilgangi þeirra. Erna hefur aðallega feng izt við gerð bókakápa, og það kemur í rauninni ekki á óvart. Hún er nefnilega dóttir Ragnars í Smái'a, og því ekki ótrúlegt, að hún hafi eimhvern tíma hbynt á bækur minnzt í uppvextinum. Á borðinu fyrir framan hana liggur endanlega gerð bóka- kápu og titilblaðs á 3. útgáfu íslandsklukkunnar, sem von er á firá Helgafelli á næstunni. Það kemur líka iðulega fvrir, að fólk, sem býr í hinum mý- mörgu íbúðum og húsum, sem eru ekki teiknuð af sérfróðum monnum í húsagerðarlist, leita aðstoðar Ernu. — Það er helzt, að fólk vant- ar skápa og hirzlur, og það kemur og leitar úrlausnar, þeg- ar það er orðið alveg mát. Eld- húsum kem ég helzt ekki ná- lægt, — það vita allir á íslandi meira um eldhús en ég. En annars er ekki æskilegt, að inn anhúsarkitekt vinni að því að reyna að bæta úr mistökum anmarra. Hús á að hugsa innan- frá og allir verða að samræma verk sín og vinna saiman strax firá upplhafi. Erna hefur nýlokið við að teikna sérstakt merki fyrir Smjörlíki h.f., sem á að vera ímynd fyrirtækisins út á við. Hún sýndi mér þrjár tillögur að merkinu, allar sýna þær gulan hiriing kiinian í fierihyriniinigii. — Það er mikil vinna í ein- földustu hlutum, segir Erna, ég geri marigar tilraunir í öllum hugsanlegum litum og gerðum. Það getur verið erfitt að ná firam í einu merki öllu því, sem fyrirtækið vill,að það komi á framfæri út á við. — En fyrsta skilyrðið fyrir svona verkefni er að fá það skýrt fram hjá viðskiptavinin- um, hvað hann vilji fá fram, og þá fer það auðvitað eftir því, hvaða vöru hann hyggst selja og hvers konar viðskipta- vina verið er að höfða til, og þá líka hvernig hugmyndir hann vill, að viðskiptavinir fái um vöruna. Ef við tökum smjör líkið sem dæmi, þá er fyi-sta spurningin sú: hvað er smjör- líki? Hingað til hefur smjör- líki haft slæmia ímynd í hug- um fólks. Sjálft orðið bendir til þess, að það sé eftirlíking af smjöiá, eða gei'vismjör, sem það er auðvitað ekki. Vandinn er sá að skapa smjörlíki nafn sem sjálfstæðri vöru, sannfæra fólk um iað það sé eftirsókn- arverð og spennandi vara. Mér var að detta í hug, hvort ætti ekki að fella orðið smjörlíki niður í auglýsingum, og aug- lýsa það undir einhverju sér- stöku sjálfstæðu nafni. En merkið á í raundnni að koma í stað allra útskýringa. Merkið þýðir smjörlíki. Mai'kmiðið er að skapa bein hugsanatengsl milli mei'kisins og hugtaksins. Þegar ég spyr um framtíðina, þ.e.a.s., þá framtíð sem bíður, þegar búið er að skila Selfoss- áætluninni, þá brosa þau bæði og yppta öxlum: — Afríka er niáttúrlega á sínum stað. En báðum kemur saman um að þau vilji síður flytjast úr landi, því iað hér í okkar fá- menna og óskipulega þjóðfélagi séu stórkostlegir möguleikar, og mér heyrist á Gesti, að að hann vilji helzt ekki fara fyrr en hann sé búinn að koma lengra áleiðis hugmynd sinni og félaga sinna um opinbert hönnunarhús, því að hér vant- ar betri hönnun á allt, allt frá myntinni okkar nýju og upp í opinberar byggingar. Hönnun er þjóðþrifamál, því eins og Gestur segir: Læknar geta graf ið miísiböik sín,, en það geta arki tektar ekki“. Líkan af nýrri Tónlistarhöll, sem Gestur er að vinna að fyrir Tónlistai'félagið. 5. októbar 1069 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.