Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Side 13
mewan naumösa vinðsveiplr héldu áfram að hvirflast um bændaþorpin pískaðir áfram af eigin glóandi sársauka án afláts raulandi váboða. Á flesta lesendur mun þessi lýsing orka sem tilgerðarlegt og hátíðlegt skáldamál, í stað- inn fyrir að vekja þann mann- lega geig, sem skáldið hlýtur að hafa ætlað lesendum. Orðalag álíka því, sem kemur fram í Víetnamljóðinu, er aumur blett- ur á ljóðagerð Hannesar Sig- fússonar; það opinberar tóm- leika sinn með bægslagangi. Þegar Hannes talar um eld- tungur og hvæsandi slöngur, flaumósa vindsveipi raulandi váboða, er hann fallinn í gryfju mærðar, sem á sér að skálka- skjóli nýtískulegt yfirbragð, en er jafn innilega gamaldags og hefðbundinn skáldskapur getur verið. Baráttuskáldið Hannes Sig- fússon hefur að vonum upp- götvað, að gagnlegt er að grípa til hefðbundins forms þegar á að ná til fólksins. í kaflanum Fréttaskeyti, eru nokkur slík kvæði, sem fjalla m.a. um fé- laga Batitskí, Víetnam, bróður- höndina bandarísku, skálkinn Ký og Sovétis bióimiatíð. Af þess uim Ijóðom má diraiga þá ály'kt- un, að Hannes sé mun róttæk- ari en leiðtogarnir í Kreml. Hann deilir til dæmis á 23. flokksþingið og segir: Því meðan Brésnéff lyftir skærri skál og skálar fyrir Sovéts blómatíð á herðum austræns vinar brennur bál sem böðulshöndin kynti langa hríð Hann berst við ofurefli meðan þið af auðsins böðulveldi kaupið grið fyrir ykkur sjálfa, ykkar frændalið 'En að hinn snauði sigri, vonið þið! I fyrsta kafla Jarteikna, Hringar og teikn, eru ljóð, sem fjalla um „nýtt tákngildi reik- ulla mynda“ á mun hófstilltari hátt en ljóðin í Návígi og Fréttaskeytum. í ljóði, sem nefn ist Fallhlífar ljóðs míns, lýsir Hannes skáldlegri reynslu sinni á eftirfarandi hátt: Eitthvað mjúkt féll á hönd þína Einhver mildur blær flökti þér í vitum Á miðjum vetri byrjuðu lækirnir að snökta og losa um klakaböndin. Þú heyrðir í f jarska léttan vængjaþyt sem af aðvífandi fyrirheitum Þér flaug um myrkvaðan huga fleyg hending úr týndu viðlagi sem vakti hjartslátt þinn — hina voldugu hrynjandi blóðs þíns. Þetta eiriinidi lieið'ir huigainn að Vetinarimyinid'Um úr liífi skiáttlda. Ljóð Hannesar Sigfússonar fjalla um fyriirheit, þau lýsa því sem gerist í huga nútíma- manns, sem þrátt fyrir efa- hyggju reynir að trúa að úr einhverju geti rætst. Skáldi á borð við Hannes hlýtur að reynast slík afstaða erfitt hlut- skipti, en kannski er hún einmitt lífsnauðsyn skáldskap hans? Ó vissuiega er ég sem skipreika maður er skimar eftir bjargráðum. Þessi orð úr ljóðinu Hinir framliðnu, getur Hannes gert að sínum, enda þótt mörgum hljóti að koma í hug „líkneski af manni“ þegar allt er skoðað niður i kjölinn, eins og frá er hermt í ljóðinu Kopar. Upphafsljóð Jarteikna, sem er nafnlaust, var fyrst prentað í Birtingi sem minningarljóð við lát Steins Steinarrs. Sjald an hefur Hannes ort jafn stutt ljóð, en grunur minn er sá að þetta ljóð verði furðu ending- argott: Er líf mitt hálfnað eða hefur mælzt heilt iíf (sem sandkorn?) Ei býður mér í grun nær ber ég skugga minn í mið af djúpri næturauðn Þó dylst mér ei við dauða mun sú vitrun liinzt: Það var ein svipstund Einhvern veginn virðist tónn þessa ljóðs Hannesi Sigfússyni eiginlegri en margt af því, sem hann hefur sent frá sér í seinni tíð. Lokaljóð Jarteikna er Eld- flaugin, af ýmsum ástæðum at- hyglisverðasta ljóð bókarinn- ar. Þar segir frá geimfara, sem „vitrast Jörðin.“ Og sumarhvít ský greiddu tómlátan efa hans sundur Eldflauginni er ætlað það hlutverk að vera siguróður mannsins. En á hana má líka líta sem vitnisburð skáldsins Hannesar Sigfússonar, skýrslu um vegferð hans úr myrkvuð- um skógi undirvitundarinnar til nýs skilnings. Og ástrík hönd strauk myrkrið af augum hans Enda þótt undirritaður hafi litla trú á því að stjórnmála- leg sannfæring Hannesar Sig- fússonar geti orðið hið frels- andi afl skáldskapar hans, er mikils virði að honum hefur „vitrast Jörðin“, svo að ekki verður lengur um deilt! Hver veit hvað af því kann að leiða? I Eldflauginni falla ljóðmál og yrkisefni hvort að öðru þann- ig að betur verður ekki á kos- ið. Ljóðið minnir mig töluvert á íkarusarljóð Eriks Linde- greTiis, sem Hannes Sigfússon hefur þýtt, og er það ekki í fyrsta sinn, sem ég þykist sjá skyldleika með þessum skáld- um. En Hannes verður ekki sakaður um að hafa gengið of nærri Lindegren. Málið á þessu ljóði er „upphafið" í bestu merkingu þess orðs, en nú er túlkunin ekki inmhverf, heldur stefnir hún að því að vera út- hverf, sýna og sanna það, sem öllum á að vera ljóst, sem er sameiginleg eign f jöldans: Svo þöndust augu hans og undrun því óvænt sá hann týndan ■sjóndeildarhringinn flögra Iijá í líki fljúgandi snöru er felldi geislabaug ■ um framandlega jörð Fullt tungl af myrkri með feiknstafi Iogandi himna langt að baki. Flýjandi sprek úr f jarlægum eldsvoða Kynlega nákominn skuggi varð fylginautur hans. Og hann greip fegins hendi þetta haldreipi vonar Þá gerðist undrið: sem af galdri tendraðist glóaldinrauð rönd af nýjum degi mjúklega sveigð sem atlot um augastein hans og von Og ástrík hönd strauk myrkrið af augum hans Honum vitraðist Jörðin! Á skáld, sem þannig yrkir, hljóta þeir að hlusta, sem hafa trú á orðinu, sem vænta þess að íslenskum nútímaskáldskap aukist afl og þroski. Þrátt fyr- ir nokkurn óskýrleika á köfl- um, er rödd skáldsins Hannes- ar Sigfússonar hljómmikii — óvenju sterk þegar best lætur. Leiðrétting Lína hefur fallið niður úr grein Jóhanns Hjálmarssonar- Ef þú ert fæddur á malar- kambi, sem prentuð var í Les- bók 1. júní s.l. Þegar rætt er um Jón úr Vör og sænsku ör- eigaskáldin, á að standa: „Jón átti margt sameiginlegt með þessum skáldum. Þau höfðu ekki notið skólamenntunar að neinu ráði og fjölluðu mest um líf alþýðunnar í verkum sínum.“ f greininni Átthagar hvítra söngva, í Lesbók 29. júní, stendur „Málarinn Snorri Hjart arson, skáld hinna litríku og hljóimmiklu mynda, er ekki síð ur áberandi í Laufi og stjöm- um og í tveim fyrstu bókunum." Þarna á að standa: „er ekki jafn áberandi í Laufi og stjörn- um o.s.frv.“ Lubilin, 1969 Lewi — Mamiastemáki Hinn nýbaíkaði pó-lski skák- meistairi Lewi filéttair nú akeimimrt.ilega: 1. Rxd5! Bxd5 2. Hxd:5 Rxd5 3. Rgö (Hótar saimtiimijs máti á h7 og R á d5) 3. — g6 4. Bxd5 Ha7 5. Dc4. Gefið. Sigrún Guðjónsdóttir: Líffil sagea frá Reykjalimdi Senn er þá sumarið liðið; því sumur við köUum kuldann, sem kemur á eftir kaldlyndum vetrum. Ekki kom Hanna í heimsókn. í hriðunum vorlangt sagði hún af svæflinum hvíta „í sumar, þá kem ég. Metrana hundrað á milli mins húss og ykkar ek ég sem ekkert í stólnum. Þið ýtið mér bara. Það er slík hátíð að heyra hjólin við veginn, sigTast á sérhverri örðu, sérhverjum bratta. Og kannski, er sitjum við saman, fer sólin á gluggann og lýsir upp herbergi og hjörtn. Ég hlakka til, mikið.“ Einn dag sat hún dagstund við gluggann. Dimmt yfir sumri. Rigningin hvíslaði á rúðu. „Röðull, guðs auga“ huldi sig mannanna hugum sem hjörðum og grasi. Hrimbleikt var andlitið unga, augun regnskýjuð. Iiaddurinn höfgi og dökki hrundi um vanga. Undur! I sortanum undi einsömul hæra. Helfölar varirnar hreyfðust: ,4 liaust skal ég koma. í haust kemur lieiðríkur dagur, hægur og lognvær. Þá verður loftið svo ljóstært og lyngangan þrungið. liOginn í laufinu á haustin! Ég lít ekkert fegra. Og kannski, er sitjum við saman, fer sólin á gluggann, mild, eins og móðir að kvöidi mjúkhent við rúmstokk.“ Þar kom, að hann kom, þessi dagur; kyndill á lofti. Fjöliin flutu í tærleik með fannir á ennum. Lyngið logandi, ilmandi, ljómaði í sólu. Birkið sem brennandi runnar benti tii himins. Hún kúrði svo kyrrlát við vegginn með koldimma lokka. En hæran sú eina var ekki einmana lengur. Svo brosti hún svo birti yfir ranni. „Ó, blessaöa sólskin! 0, er ekki yndislegt veður, eimunadagur! Nú veit ég það verður um jólin, — því veðrið hjá okkur er oftast svo indælt þann tíma — þá ek ég í stólnum metrana hundrað á milli mins húss og ykkar frosthála, gljáandi götu í gæruskinnspoka. Það verður slík unun að aka í úlpu, með trefil sem krakki á kýrleggjum forðum;“ hún hvíldi sig nokkuð. Svo bjarmaði af brosi að nýju í blikandi augum. Það stimdi á dálitla dropa í drifhvítum lófum. „Og kannski, er sitjum við saman, fer sólin á gluggann, sólin jólanna sjálfra.“ — 5. oikitöber 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.