Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Page 14
, ■ SÝRUKLETTUR EFTIR ÁRNA ÓLA Skemmtileg klettaströnd var hér innanbæjar fram til skamms tíma. Hún náði lítt slit- in frá Laugamesstöngum upp að Flugskálavegi og hefði get- að verið bæjarprýði, ef nokkr- um hefði komið til hugar nógu snemma að varðveita hpna. Nú er það um seinan. Tveir hæstu og merkustu klettamir hafa verið brotnir niður í rætur, og grjótið úr þeim notað í uppfyll- ingu Sundahafnar. Annars stað ar hafa olíugeympr og verk- smiðjubyggingar verið settar niður á klettabrúninni og ým- iss konar rusii verið fleygt þar fram af og klettaveggurinn sjálf ur atazt. Einhver stærsti kletturinn, sem þama er eftir, heitir Sýru- klettur, en það nafn er nú flest um gleymt og er hann í dag- legu tali aðeins nefndur Klett- ur, og við hann er kennd Verk- smiðjan á Kletti, því að hún stendur rétt fyrir ofan hann. Klettur þessi er mjög ein- kennilegur. Hann líkist m-est bryggjusporði, er tröll hafi hlaðið úr stórgrýtisbjörgum. Er hann vel hlaðinn og falla steinarnir vel saman, nema fremst, því að þar myndast stampur á milli þeirra. Virðist svo sem hann hafi verið nokk- uð djúpur fyrrum, en einhverj- ir hafi fyllt hann að mestu með lausagrjóti og slett steinlími of- an á. Nafnið Sýruklettur bendirtil þess að þama hafi einhvern tíma verið geymd sýra, og hef- ir geymslustaðurinn þá verið þessi stampur. Hafa þá allar sprungur verið fylltar deiglu- mó, svo að stampurinn gæti ekki lekið. Og ef þetta er rétt, þá þarf ekki að efa hverjir hafi notað þetfa sýruker. Það hafa gert Laugarnessbændur. Þess eru víðar dæmi, að bændur hafa gert sér sýru- geymslur nokkuð frá bæ, lík- lega vegna þess, að þá hefir skort ílát undir hana, því að þar sem var mikil mjólk, var líka mikil sýra. Og sýran var meira metin forðum heldur en nú er. í lýsingu öræfa, sem ísleifur Einarsson sýslumaður ritaði 1712, segir frá því, að skammt frá Hofi sé sýruker, sem sagt sé að taki 18 tunnur. Það sé kallað sýmker vegna þess, „að fyr meir í nú elztu manna tíð hér á Hofi, þá söfnuðu menn I það sýru, hver eftir sínum efn- um, var þá byggt hús ofan yf- ir, -en nú er það af lagt þar fyrir, að þegar fé á vorin var þar á beit, datt það ofan í þessa sýru og dó. Var svo hús- ið fellt ofan í kerið og sést nú á barmana“. Nafnfrægt sýruker er á Bergsstöðum í Biskupstungum. Fylgir því sú sögn að hálftröll- ið Bergþór í Bláfelli hafi klapp að það með broddstaf sínum í móbergsklöpp, og gefið bónda til þess að geyma þar í sýru, „en hundraðsmissir verði það í búi hjans, vilji hann ekki nota kerið“. Ker þetta er enn til og álögin haldast á því. Hafi menn vanrækt að safna sýru í kerið eitthvert sumar, þá hefir bóndi beðið stórtjón í penings- missi. Þess vegna er enn geymd í því sýra og skipt um hana árlega. Ker þetta er 1,40 m. á vídd og 55 cm. djúpt. Sjást enn í því förin eftir járn það, sem notað var til að höggva það. Þessi tvö dæmi sýna, að það er ekkert furðulegt þótt finn- ast kunni sýruker annars stað- ar. Mjólkursýra var í miklum metum höfð meðal fslendinga um margar pldir, enda kunnu menn þá betur með hana að fara en nú er títt. Þá var hún ekki talin fullgerjuð fyrr en hún var tveggja ára gömul. Með aldrinum súrnar hún og verður tær. Borgfirðingar höfðu sérstaka aðferð til þess að hreinsa mysuna. Þeir helltu henni í tunnur svo að þær urðu barmafullar og slógu svo botn í, en á botninn boruðu þeir tvö lítil göt. Þegar gerð kom nú í mysuna tók hún að ólga, en við það leituðu allar skyragnir, sem í mysunni leynd ust, upp á yfirborðið og þrýst- ust af ólgunni upp um götin á tunnubotninum. Var svo sýra eftir hrein og tær í tunnunni. Ef ekki var höfð þessi aðferð og tunnurnar látnar standa opnar safnaðist mauk á yfir- borðið og varð að fleyta það af jafnharðan, en var þó ekki einhlítt, því að syrja settist á botninn. Þeir, sem slógu botn í sýrutunnur, án þess að bora göt á hann, áttu á hættu að tunnurnar spryngi þegar gerð kom í mysuna, og allt færi for- görðum. En þar sem vel tókst að hreinsa sýruna, var hún bæði holl fæða og bezti svaladrykk- ur, sem unnt var að fá. í Búa- lögum segir að hæfilegt sé að bland,a einum hluta af hreins- aðri sýru x 11 hluta vatns. Var það kölluð tolftarblanda. í hreinni sýru voru matvæli geymd tímunum saman og skemmdust ekki. En væru mat- •væli sett niður í mysu eða hálf- verkaða sýru, úldnuðu þau fljótlega. Góð sýra var liöfð í alls konar mat, súpur og grauta, til smekkbætis. „íslendingar voru afar gefnir fyrir súrmeti fyrr á tímum, og hefir það að- allega stafað af matarhæfi“, segir í íslenzkum þjóðháttum. Sýran var líka verzlunarvara og f-engu bændur gott verð fyr ir hana. Var það ekkert smá- ræði af sýru sem flutt var ár- lega úr sveitum til verstöðv- anna. Fengu bændur hana venjulega goldna með fiskæti. Venjulegt verð fyrir tunnuna var 15 fiskar í verstöðvunum, en 12 fiskar heima. Annprs segja Búalög sama verð á ný- mjólk og sýru. Þrátt fyrir mikla framförhér á landi, hefir þó orðið aftur- för á sumum sviðum. Það er stórkostleg afturför að nú skuli aldrei lireinsuð sýra hér á landi, og að notlcun hennar skuli li.afa lagzt niður. Gömlu bændurnir, sem geymdu sýru í steinkerjum úti á víðavangi, hafa vel kunnað að meta hana. Það hefir aldrei hvarflað að þeim að hella lienni niður. Og hafi Laugar- nessbóndi geymt sýru í Sýru- kletti, þá er kerið eða stamp- urinn þarna í klettinum sá merkisgripur, að réttmætt væri að athuga hann nánar. Hann mundi þá sýna, að einhvem tíma hafi verið allstórt bú í Laugarnesi og að sýra hefir verið verzlunarvara bóndans þar. Mætti þá þetta ker ef til vill geymast sem merkur forn- gripur. SMÁSACAN Fraimlh. .atf bills. 5 ég — ég stend þá berfætt fyr- ir dyrum himnaríkis11. Beatrice sagði auðvitað for- eldrum sínum og jafnvel prest- inum frá álhyggjum Fíu. Hann sagði, að við yrðum fyrst og frernst að tala við trésmiðinn, sem mundi einhvern tíma kistu leggja Fíu, allt væri undir því komið, að hann lokaði ekki kist unni, fyrr en Fía væri komin í spariskóna. Dag nokkurn var barið að dyrum hjá okkur, og úti fyrir sat Fía á tröppunum. Hún sagði okkur, skömmustuleg og með hönd fyrir augum, að ræn ingjarnir hefðu stolið skónum hennar, eiginlega skildum við ekkert annað en: „ræningjarn- ir“ og „skórnir". Við buðumst til að skrifa Ettore, áreiðanlega kæmu bráðum nýir skór, enn fallegri en Jósu skór. Þá tók hún höndina frá andlitinu og hróp aði skelfingu lostin: „En ef ég dey á morgun eða hinn dag- inn? Skólaus eins og ég er núna. Og hvað þá? Ég get ekki ... “ Köddin brást, þegar hún hugleiddi þessar ömur- legu horfur, berfætt á líkbör- unum, og það sem meira var: fyrir dyrum himnaríkis! Við töluðum strax við prest- inn. Skór aumingja gömlu kon- unnar fengu 5 slg svo mlklnn himinljóma og þjófnaðurinn svo mikinn helvítissorta í þrumandi predikun næsta sunnudags, að strax næsta morgun voru skórnir komnir að dyirum Fíu. Sama morgun kom hún til okkar til að fá lánað skóhorn. Beatrice fór með henni heim og hjálpaði henni í skóna. „Það er tími til kominn fyrir mig að fara í skóna“, sagði Fía. „Bezt að vera í þeim, því að ræningjarnir þarna niðri segja annars, að fæturnir á mér hafi verið svo þrútnir, að þeir hafi ekki getað látið mig í skóna“. Með grettum gekk hún eitt skref og með stunum annað. „Á himnum verða þeir mátu- legir“, sagði hún og reyndi að brosa. Eftir nokkra daga sá Bea- trice trésmiðinn fara með lík- kistu í gamla brúna húsið. Hún sótti okkur og síðan var hald- ið til Fíu. Gamla konan lá í líkkistunni og brosti á svipað- an hátt og systir hennar hafði gert. Skórnir gljáðu og Bea- trice hvíslaði einhverju að tré- smiðnum. Hann kinkaði kolli og tók líkkistulokið: „Þú hef- ur rétt fyrir þér, Beatrice, prest urinn sagði það líka. Við lokum á stundinni.“ Við brostum öll og hugsuð- um til Fíu, ég vissi loks til hvers skór væru. — ERLENDAR BÆKUR _______________ v Treblinka. Jean-Francois Steiner. Steiner.Preface by Simone de Beauvoir. Translated from the French by Helen Weaver. Gorgi Books 1969. Frá miðju ári 1942 til miðs árs 1943 voru áttahundruð þúsund Gyðingar fluttir til útrýmingarbúð- anna Treblinka og eftir þrjá stund- arfjórðunga. frá þvi að lestirnar komu til Treblinka, var búið að myrða og grafa komumenn. í búð- unum unnu auk Þjóðverja og Úkraínumanna eitt þúsund Gyðingar og það voru þeir, sem gerðu uppreisn, drápu þýzku mann dráparana og hjálparkokka þeirra, kveiktu í búðunum og flúðu. Sex hundruð komust undan og af þeim lifðu aðeins fjörutíu, þegar styrj- öldinni lauk. Þessi hryllings- og hetjusaga er sögð hér, eftir frá- sögn þeirra, sem lifðu. Þessi bók er ein þeirra, sem lýsir þv hve tuttugasta öldin sker sig úr liðn- um tímabilum fyrir sakir forblind- aðs satanisma og illsku og er jafnframt göfugur minnisvarði um þá, sem risu upp þrátt fyrir yfir- þyrmandi kúgun, vinnuhagræðingu og stjórnun. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. oikitóbsir 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.