Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1969, Blaðsíða 1
i Einar Ólafur Sveinsson JT Jón Arnason 1819-1969 Jf ón Árnason er mestur allra íslenzkra þjóðsagnasafn- ara. Þó að í suimum öðruim lönd um væru menn töluvert fyrr á ferð að draga þjóðsögur ogæv iintýri fram í dagsljósið, var hann þó svo farsæfl að koma tiil skjalanna, meðan hvers kon- ar alþýðlleg fræði voru í full- um blóma hér á landi. Og hon- um auðnaðist þá líka að skapa eitt af hinum milklu verkum ís- lenzkra bókmennta, Þegar Jón Árnason hóf söfn- un sína, hafði rómantíska stefn- an drottnað því sem næst í hálfa öld, og hún hafði gefið skráningu og útgáfu þjóðsagna og ævintýra byr í seglin. Með ævintýrabók bræðranna Jakobs og Willhelms Grimm 1812 og síðar höfðu ævintýri þessa tíma fengið það mót á bók, sem menn þess tíma felldu sig við: þau tóku nú við af hinum frönsku contes des fées og austurlenzkum ævintýrabókum eða staelingum þeirra, sem mik- ið kvað að á 18. öld. Kinder — und Hausmárchen varð nú að fyrirmynd mörgum öðrum þjóð- sagnasöfnum, sem spruttu upp víða um lönd. Sum þessara safna urðu næsta fræg. Hér á landi kunnu menn fljótlega skil á ævintýrasafninu norska, sem Asbjörnsen og Moe gáfu út, og miun það hafa verið hvað fræg- ast á Norðurlöndum um miðja öldina. Þjóðsögur og ævintýri voru nú í hávegum höf ð um all- ar jarðir. Hér á landi hafði þjóðleg- ur fróðieikur lifað í sambýli við skráðar bókmenntir allt frá fornöld, ©n þó vanalega þann- ig, að þess konar efni voru tek- in, en breytt svo sem þurfa þótti og færð í búning bók- sagna. Þó eru til reglulegar þjóðsögur á safni frá 17. öld (Skrif Ólafs gamla), og Árnd Magnússon lét skrá ævintýri og galdrasögur um 1700. Á síð ara hluta 18. aldar og fram á hina 19. lifði Eiríkur Laxdal, og safnaði hann bæði þjóð- sögnum og ævintýrum og flétt- aði sögur saman og breytti, eft- ir því sem honum bauð við að horfa. Upp úr 1830 Skrifaði Ól- afur Sveinsson í Purkey rit um álfa. Tilgangur hans var að færa rök fyrir tilvist þeirra, og var hann einfaldur í trú sinni á þá. Allt þetta,og raunar margt annað, sem minna fór fyrir, en laut að alþýðútrú og sögum, varðveittist í handritum til síð- ari tíma. Á fyrra hluta 19. aldar lögðu menn þó nokkra stund á söfn- un íslenzkra þjóðsagna, enþað var þó ekki fyrr en 1852, að fyrsta safnið var premtað: „ís- lenzk æfintýri" hét það, og þeir sem að þvi stóðu voru tveir ungir menntamenn, Magnús Grímsson og Jón Árnason. Báð- ir áttu þeir eftir að vinna meira að þessum efnum, en þó varð Jóni lenigra líf auðið þeiirra tveggja og miklu meiri verka. Skal nú segja nokkur deili á honum. n. Jf ón Árnason er fæddur 17. ágúst 1819. Hann var norð- lenzkur, sonur Árna prests 111- ugasonar á Hofi á Skagaströnd. Kunni hann vitanlega full skil á lífi og fræðum alþýðu manna í heimahögum sínum. Árið 1837 settist hann í Bessastaðaskóla, og stúdentspróf tók hann það- an 1843. Síðan var hann heim- iliskennari hjá Sveinbirni Eg- ilssyni, hinum m-ikla málfræð- ingi og þýðanda Hómers á is- lenzku, og fiuttist hann með honum til Reykjavíbur. Þar varð hann bókavörður við Stiftsbókasaf nið (nú Landsbóka safn), kennari og síðar umsjón- sjónarmaður við Latínuskólann, skrifari biskups, og á margt annað lagði hann gjörva hönd. Hann vatr lieilsiuveiíll á efri ár- um: fór hann utan sér til heilsu bótar, til Skotlands, og kynnt- ist þar ýmsum merkum mönn- um. Hann andaðist 1888. Félagi hans við söfnunar- starfið var Magnús Grímsson, fæddur 1825, bóndasonur úr Borgarfirði; hann varð stúdent 1848, nam guðfræði í Presta- skólanum í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1851; stundaði kennslu, var ritstjóri um tíma, síðan prestur og andaðist 1860. Hann var fjölhæfur maður, hafði gaman af mörgu og dreifði kröftum sínum í mörg störf, skáld lipurt, hafði hug á náttúrufræðum og dálítill uppfinningamaður. Aftur á móti var Jón Árnason iðinn og stefnufastur, og þó gamansam- ur, þegar hann vildi það við hafa. Hann notaði hverja tóm- stund til fræðiiðkana, var rið- inn við bókasöfn og dvaldist yfirleitt á þeim stöðum, þar sem unnt var að sinna vísind- um. Báðir höfðu þeir setið á skólabekk, en Jón að minnsta kosti hafði áfram samband við skólapilta, og varð þetta söfn- uninni að miklu liði, því að marg ir þeirra urðu embættismenn (einkum prestar) héir og þar um landið og höfðu því ágæt skilyrði til að kynnast góðum og fróðum sögukörlum og kerling- um. Um söfnun þeirra félaga Magnúsar og Jóns er lítið vit- að fyrstu árin. Hugmyndina höfðu þeir fyrst og fremst frá Ævintýrum Grimms, sem þeir höfðu lesið og orðið hrifnir af, og vitneskju höfðu þeir um þær vinsældir, sem þess kon- ar alþýðuskáldskapur hafði þá fengið á Norðurlöndum. í f jórða árgangi Fjölnis er talað nokk- uð um gildi hans, og rit Jón- asar Hallgrímssonar og síðan sögur Jóns Thoroddsens sýna, hve mjög slíkt lá í loftinu á þessum áratugum. Eins lík- legt má þykja, að Magnús með sínum mörgu áhugamálum og fjöri hafi kveikt í Jóni (hvor þeirra sem annars hefur komið fyrr auga á þetta verkefni). Söfnun þeirra hófst 1845. Fyrst í stað skiptu þeir svo með sér, að Magnús tók fyrir t/f/////Aí0j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.