Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1969, Blaðsíða 2
Ein af tröllskessuteikningnm Asgríms Jónssonar Jón Árnason sögur, en Jón trú og venjur, þulur og kvæði, „en hvor safn- aði þó fyrir annan og benti hin- uin þangað, sem liðs var að leita“. Arið 1852 gáfu þeir ót sýnishom af því, sem þeir höfðu þá klófest, og hét sú bók, svo sem fyrr var getið, „íslenzk æfíntýri". Eru það nnestmegnis þjóðsagnir. Heimöd armanna er ekki getið né skrá- setjanda, en sjá má, að Magnús hefur átt meiri hlutami.l) LíHegt er, að þeir félagar hafi safnað litlu eftir 1852 lengi vel, enda höfðu þeir enga von um, að meirta yrði prentað. En sumarið 1858 gerðist það, að þýzki vísindamaðurinn Kon- rad Maurer var hér á ferð, og kynntist hann því, sem þeir höfðu í fórum sínum og hefur það vitaskuld ekki verið ónýtt. Þá er óefað, að Maurer hefur heyrt af þeirra munni um sagnamenn og fróðleiksmenn. Hann ferðaðist víða um tand- ið og komst að raun um, að hvers konar alþýðleg fræði óðu hér uppi; skrifaði hann þá allt, sem hann gat hönd á fest og gerði úr öllu saman bók, er út kom 1860 (Islandische Volks- sagen der Gegenwart). Við komu Maurers var sem hlypi nýtt fjör í þá félaga, enda bauðst hann til að fá bókafor- lag í Leipzig til að gefa út safn af þjóðsögum þeirra. Maur er hefur líka sagt Jóni frá ýmsum fróðleiksmönnum hér og þar um land, sem hann hafði kynnzt, en þeir Magnús þekktu auðvitað marga fyrir. J ón Ámason samdi nú haustið 1858 „hugvekju“, þar sem hann taidi upp alls kon- ar aiiþý'ðöieg fræði, sem hann fýsti að vita um og fá uppskrif- uð, og sendi hana yfir 40 mönnum.2) Fékk hann brátt mikið af sögum og öðrum efn- um, og jókst það jafnt og þétt. Aftur á móti verður að telja ólíklegt, að Magnús Grímsson hafi safnað miklu það rúma ár, sem hann átti ólifað, enda var hann þá í kröggum, og hefur hann varla lagt til bókarinnar annað en það, sem hann hafði frá fonrvu fari í vörzlum sín- um, og svo áhuga sinn.3) ,4s- lenzkar þjóðsögur og æfin- týri“, bók sú, sem þeir voru að undirbúa, er þvi réttilega kennd við Jón einan, alveg eíno og „Islenzk æfintýri" eru réttilega kennd við þá Magnús og Jón báða (og með nafni Magnúsar á undan), og ekki á Magnús meira í „Þjóðsögun- um“ en Maurer, sem engum hef ur komið til hugar að eigna bókina. -A þessum stað er ekki unmt að rekja, hvernig söfnun Jóns miðaði áfram; efnið varð meira og meira, og útgáfan dróst þess vegna þangað til 1862; þá kom út fyrra bindið, og var það 666 blaðsíður. En Jón fékk á þessum árum, eftir að það var prentað, allmikið nýtt efni. Tveim árum síðar kom annað bindið út, og var það 604 blað- síður. Heldur var erfitt að eiga við útgáfuna, þar sem bókin var prentuð í fjarlægu landi og ferðir strjálar á milli, en þá hlupu þeir undir bagga Maur- er og Guðbrandur Vigfússon, og unnu þeir sitt verk af trú og dyggð. Guðbrandur varð líka til að skrifa formála, því að formáli Jóns kom ekki í tæka tíð, hefur hann ekki birzt á prenti fjrrr en 1939, í 2. út- gáfu „Þjóðsagnanna", en hann er prýðilegur að efni og orð- færi. Formáli Guðbrands er stórfróðlegur og skrifaður af miklu fjöri og ritsnilld. Þess skal geta, að í handritum (Lbs. 2655 og 540 4to) er til eftir- máli frá hendi Jóns, og má á honum glögglega sjá, að ekki lagði Jón „Þjóðsögurnar“ í þökk við alla í fyrstu, en það breyttist þó nokkuð fljótlega. Langmest af efni „Þjóðsagn- anna“ er sagnakyns, en þó eru þar líka kaflar um hjátrú, kreddur og venjur. Sú var í upphafi tilætlunin að hafa í bók inni fjóra aðra flokka: umlelki, þulur, gátur og kvæði, og var það skaði, að þeir gátu pUki komið frá hendi Jóns, þvi ao þá hefði verið betur frá gengið, og þetta haft meiri áhrif en það hafði. Það hefði að vísu orðið minna að vöxtum, en auðvelt hefði þá verið við að bæta. En tíminn leið, og það var ekki fyrr en veturinn 1885 —86, að um samdist, að Hið ís- lenzka bókmenntafélag tæki að sér útgáfuna. En Jón var þá mjög farinn að heilsu, sjóndap- ur og slæmur af handariðu, svo að þetta var um seinan. Þá gekk í félag með honum frændi hans, Ólafur Davíðsson. Fékk hann Jóni safn sitt af gátum, og sá Jón um þær, en Ólafur tók við hinu. Ólafur var dug- legur safnari, og jók hann mjög við, bæði eftir handritum og munnmælum, en þegar farið er eftir mörgum kvæðahandrit um, eru útgáfur hans þó ófull- nægjandi. Ritið kom út í fjór- um bindum á órunum 1887— 1903 og var kallað íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur.4) III. jóðsögur“ Jóns Ámason- ar skiptast í tíu þáttu. Fyrir- mynd Jóns í þessu er bók Maurers. í henni var efni skipt á þessa leið, I. Mythische Sag- en, sem aftur skiptist eftir ver um þjóðtrúarkmar í 1 Gött- er, 2. Elbe, 3. Wassergeister, 4. Riesen. n Spuksagen, 1 Wid- erganger, 2 Erweckte, 3. Folge geister. — III. Zaubersagen, 1. Úbernatúrliche Gaben, 2. Zau- bermíttel, 3. Einzelne Zauberer. — Þá koma IV. Natursagen, 1. Thiersagen, 2. Pflanzensagen, 3. Steinsagen, 4. Sagen iiber einzelne Örtlichkeiten. — V. Legenden, 1. Gott und Teufel, 2. Heilige, 3. Paradies und Höllle, 4. B'esoiruderie Strafge- ridh/te Gottes, 5. Aberigiaaibein aus der katholischen Zeit. — VI. Historische Sagen, 1. Kirch engeschichtliches, 2. Aus der altien Sagenzeit, 3. Aus der neueren Zeit, 4. Áchtersagen. — VII. Máhrchen. — VIII Schwánke Eins og sjá má í hendi sinni, er ekki um söguir að ræða frá seinni tímum um heiðna guði, heldur aðeins leifar í máli og hjátrú; hefur því Jón Ámason fellt þann flokk niður. Kaflinn um töfrabrögð (III, 2) og sá, sem kallaður er „náttúrusög- ur“, fjalla mest um þjóðtrú, og eru þar heldur fáar sögur, og gegnir sama máli í bók Jóns. En aftain við gamansögumar bætir Jón við „kreddum", og eru þær 37 blaðsíður. Maurer hefur framan við hvam kafla yfirlit um hug- myndir manna um hvert atriði þjóðtrúarinnar eða þann og þann undirflokk sagna, sem þá er komið að. Við þessar yfir- litsgreinar hefur Jón Ámason stuðzt, og veita þessar fræðslu- greinir bók hans miklu meiri yfirsýn en ella hefði verið. Mest efni hefur Jón úr söfn- um þeirra félaga. Maurer var frábærlega glöggur maður, og gerðist hann brátt firna fjöl- fróður um íslenzk efni, en ekki er fjarri lagi það, sem Andreas Heusler segir, þegar hann tal- ar um „Maurers amusischen Blick“. Þegar Jón Árnason tek- ur upp sOmu sögumar og Maurea- hafði, hygg ég hann kosti jafnan kapps um að kom- ast ylir íslenzka frumtextann, enda eru sögur Maurers oft með ágrips svip, skilmerkilegs vissulega, en þó ágrips. En stundum hefur Jón þó orðið að láta sér nægja að þýða sög- uimar hjá Maurer, en svo auð- ugt var safn hans sjálfs að ekki kom að sök. V íða má sjá á því, sem út kom erlendis um þessar mund- ir, að ævintýrin vom birt í sérstökum bókum, og aðrar al- þýðufirásagnir sér. En alveg eins og Mauretr hafði gert, fékk Jón Árnason báðum flokkum, Sagen og Máhrchen, eins og Þjóðverjarnir kölluðu það, stað í sama ritinu. Af þessu leiddi, að minna bar á ævintýrumim en með ýmsum öðrum þjóðum, og er það þó ekki af því, að íslenzku ævin- týrin væiru ómerkari eða fátíð- ari en annara þjóða ævintýri. Þegar Jón Ámason bætir við „kreddum", eir auðsætt, að hann hugsaði sér safn, sem næði yfir hvers konar alþýð- leg efni, og hlaut þá einhverj- um fWdíimtm að verða rúimiflátt í bókinni. IV. Ef spurt er um fræðigildi skráðira alþýðusagna, fer svair- ið vitaskuld eftir því, hve góða spegilmynd hin skráða saga gefur af hinni munnlegu. Hér er tvenns að gæta, ekki efnisins eins, beldur og orðfæris og frá sagnarháttar. Hér skal fyrst hugað að efni. Langoftast tilgreinir Jón Ámason heimildamiann þeirr- ar og þeinrar sögu, — vana- lega þegar á eftir nafni sög- unnar. Hitt ber þó engan veg- inn sjaldan við, að nefnt sé að sagan sé „af Ströndum" „íir Dölum“ eða því um líkt. Hér og þar í þjóðtrúarsögum, t.d. galdramannasögum, má skilja, að fleiri eru heimildairmenn hans en einn, og er þess þá oft getið neðanmáls, hver smásag- an sé frá þessum eða hinum manni, en stundum er þess get- ið neðanmáls, ef um missagnir er að ræða um það eða það atvik. Loks ber það við, að nefndir séu í einu fleiri en einn heimildarmaður að sömu sögunni. En þetta mega þó heita undantekningar. Taka má eitt ævintýri eftir annað, eina útilegumannasögu eftir aðra, þar sem hvert tilbrigði er út af fyrir sig, og ekkert er Jón þá hræddur að taka upp 2—3 til- brigði sömu sögu, hvert eftir annað. En ef að er gaett, er þessi aðferð Jóns, að blanda ekki saman tilbrigðum, aigeng- ust í öllum flokkum sagnanna. Það má greina ástæður, sem ollu því, að hann vék frá þess- ari venju, svo sem þegar marg- ar sögur gengu af sama manni, en langoftast fór hann hina leiðina, að greina sundurr til- brigðin. Á síðari timum hafa verið gerðar ýmsar rannsókn- ir á aðferðum annarra manna, sem gáfu út fræg söfn þjóð- sagna eða ævintýra á fyrra hluta síðustu aldar, og hefur þá oft komið í ljós, að þeir tóku iðulega minni úr einu til- brigði og settu það í það hand- ritið, sem þeir fóru helzt eftir í prentuðu útgáfunni. Hygg ég, að Jón Ámason hafi um þetta efni staðið langt framar en þonri annaira útgefenda þjóð- sagna á þeim tíma. Varðveittiir eru alla jafna frumtextar þeir, sem hann fór eftir, t.d. frum- textar ævintýranna, og ber allt að sama brunni: Jón Amason varast að bneyta efninu. Hann kann að geta missagna, og þá helzt neðanmáls, en þá án þess að breyta efni textans. V. Þ eir Jón og Magnús munu fyrst hafa safnað sögum meðal skólapilta, eins og fyrr var getið. Vair þá tvennt til, að skrifað væri eftir frásögn pilt- ainmia aif þeim Jóniog Maigniúsii, eða að heimildammenn skrifuðu sjálfir upp sögur sínar. Síðan fóru þessir ungu menn til sinna heimahaga, eða til þeinra staða, þar sem þeiir hlutu verkahring að námi loknu, og kom þá til þeirra kasta að skrá sögur eft- ir karlum og kerlingum handa þeim félögum. Síðan breiddist þessi starfsemi út, og nú komu baendur og búalið líka inn í veirkið. En mjög snemma varð mönnum ljóst mikið vandamál í þessu skráningarverki. Átti að halda efni hinna munnlegu sagna eða bneyta því? Mennt- aðir menn hafa farið nærri um, að erlendis muni menn löng- um hafa farið heldur frjálslega með það. Þetta va<r tími róman- tísku stefnu'nnar: hvers vegna skyldi ekki fegra söguefnið, sem nærri því bauð mönnum að gera það? En hvað um orð- færið? Menn voru þá aðreyna að sigrast hér á fslandi á hin- um dansk-þýzkuskotna kan- sellistíl, og fyrsta úrræðið sem menn sáu var að farnskirúfa stílinn. Eins og Gísli Konráðs- son og margir aðrkr gerðu. Eða átti að gera stílinn skáldlegan og rómantískan, lýriskan: þar gat still ævintýra Grimms- bræðra vel verið lokkandi að líkja eftiir. Ólafur Davíðsson segir, að skáldið Magnús Grímsson hafi viljað hafa stílinn skáldlegan, rómantískan, og væntanlega hefur hann viljað fegra efnið um leið, þegar það þótti rudda- legt. Hann hefur birt eina sögu skreytta að orðfæri, og Ólafur bendir á, að líku máli gegni um fyrstu söguna í „íslenzkum æv- intýrum;“ báðar eignar hann MagnúsL 5) Jón Ámason var af bragðs ritfær og gæddur mikl- um næmnileik á orðfæri, en hainin var ekki það sem kallað er rómantísk sál, og allt of náin voru kynni hans af hinum klassiska þýðanda Hómers til þess að haim kæmist framhjá áhrifum frá honum. En eins og skáldið Jónas Hallgrímsson elskaði hann munntaman stíl, þann sem lifði á tungu þjóðar- innar sjálfrar. Krafa hans var því, að leitað vaari eftir hinum beztu sagnamönnum og konum, en síðan kostað kapps um að fara sem næst frásögn þeinra. Auðskilið var öllum, sem skráðu þjóðsögur að mikil prýði var að halda vel til haga öllum fastmótuðum orðtökum, hnyttnum tilsvörum eða þulu- kenndum runum En það var honum ekki nóg: á allan hátt skyldi reyna að varðveita svip Fnaimlh. á blls, 11 C 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. ruóveanber 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.