Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1969, Blaðsíða 7
Preben Gyldenstjerne og kona hans, Mette Hardenberg. íslenzkur lýsislampi í National museet í Kaupmannahöfn. bjó frú Inger Ottesdatter Rpmer, sem með hjálp tengdasona sinna hafði mikil völd í norskum stjómmálum um 1530. Hún er aðalpersónan í Ieikriti Ibsens um frú Inger á Austrat. Gata í Randers, þar sem húsin eru byggð úr bindingsverki. ara bygginga, hvernig staður þeim er valinn með hliðsjón af því að þar sé gott til varnar, fyrst frá náttúrunnar hendi, en síðar með ýmsum varnar- virkjum af mannahöndum, víg- girðingum, síkjum með vindu- brúim, vairðítiumiuim, fallbyss- um og fleiru í svipuðum dúr. Þá lýsiir hanin ytiri gieirð þessara þygginga, múrverki, þaki, nafni og áletrunum, en síðan innri geirð, setrúmum, stof um, herbergjum og sölum. Görð- um og lystihúsum eru síðan gerð skil og að lokum er mikil- vægi byggingaraðferða lýst í nokkrum köflum. Síðari hluti annars bindis er um klæðnað og tízku. Þegar þróun tízk- unnar hefur verið rakin cg dregin fram helztu afbrigði klæðnaðar, segir Troels-Lund: „Áður en skilizt er við klæðnaðinn skulum við enn einu sinni hyggja að þvi, hvem ig fólk klæddist, og hvað átt var við á þessum tíma, þegar sagt var að maður væri full- klæddur eins og vera bar. Hugmyndimar um þetta voru að sjálfsögðu mjög mis- munandi. Mikill munur var á því sem þeir sem hæst voru settir töldu nauðsynlegt og hvað allur þorri manna áleit við þurfa. . . . Kemux þetta bezt í ljós, þegar hreinlætið eir athugað“ Síðan eir þvi lýst, hvernig hreinlæti hafi hrakað smám saman á Norðurlöndum, einkum þegar baðstofur eldri gerðai' voru lagðar niður Þá segir. „í Frakklandi, Þýzkalandi og á Norðurlöndum var gefin ný skýring á þessari þróun, sem var á þessa leið: bað og þvott- ur var ekki lengur nauðsyn- legt fyrir þá, sem hafa tæki- faeri ti' að skipta um föt. Allra- mest hreinlæti er í því fólgið að þvo fötin, en ekki líkam- ann. Líkaminn er innan í föt- unum eins og sálin. Sálin verð- ur ekki hxeinsuð nema í sið- ferðilegum skilningi. Sanna baðið, sönn hreinsun er í því fólgin að hreinsa sálarhulstrið, fatnaðinn. Fyrir undarlega til- viljun náði þessi skýring til Danmeirkur um sama leyti og betri skilyrði sköpuðust fyrir aukið hreinlæti. Vatnsleiðsl- ur aila leið inn í svefnherhergi í höllum og aðalssetrum, tin- eða messingarvaskaföt, og handkiæði, allt var til reiðu til að hreinlætis væri gætt. En þá kom tíðarandinn til sögunn- ar, svo að aftur var dregið úr. Ný tækni í hreinlætisskyni var eldti notuð oig hireiimlæiti fór aft- ur hrakandi hjá æðri stéttun- um.“ Fæðnntegundir tekur Troels- Lund til meðferðar í þriðja binidi verks síns og tekur lýs- ingin á þeim yfir tæpar þrjú- hundruð blaðsíður. í síðari Mluta þessa bindis segir svo frá virkuim dögnm og hátíðum. í köflunum um fæðufegundir er talað um brauð, víin, kaffi O'g te, kjöt, fisk og kryddmeti, salt, srnjör, ost, 51, mjöð, brennivin, matargerð, veiziuhö5d, heilsu- far og margt fleina. í sambandi við hugmyndir þessara tíima' usm heilsufar má geta þess, að það var talið óbrigfSudt hraustieika merki að kasta duglega upp. Og siðareglur eru tiilfærðar: „Tag maden med kniv og ej med hand, skær med kniv, bid ej med tand! Æd af munden, f0r du monne drikke! T0r dine fingre, slik dem ikke!“ Gaffal er ekki farið að nota á Norðurlönduim fyrr en við byrjun 17. aldar samkvæmt Troels-Lund. Og þá breiðist notkun hans aðeins út hjá hærri stéttunum. Langt fram á 19. öld voru gafflar enn óþekkt ir hjá almúgafólki á Jótlandi og sumuan dönsku eyjumum. Kaflarnir um virka daga og hátíðir hefjast á frásögnum af því, hvernig fólk reyndi að notfæra sér dagsljósið til hins ýtrasta á 16. öld. Þá segir frá þeim Ijósaútbúnaði, sem tíðkað- ist, koium, blysum, kertum og loks Ijósakrónuim. Ein af myndunum, sem fylgir þessum lýsimgum, er af ísienzkum lýs- islannpa. Þegar fjal'lað hefiur verið um fátæideg ljós þessarar aldar kemur að því að lýsa mætti myrkursins. Lýsti hann sér í því að allar abhafnir lágu meira og minna niðri þegar dagsljóssins nauit ekki lengur, en hitt var þó enn alvarlegra, hvernig vaid myrkursins birt- ist í gáfurlegri myrkfælni og út breiddri hjátrú. Þá leiddi það af útbreiðslu siðhótarininar, að trú á djöfla og ára magnaðist um allan helming. í Þýzkalandi gekk þetta svo langt að menn reyndu að kasta tölu á þessa óvini og taldi guð'fræðingU'r nokkur að honum hefði tekizt það, segir Troels-Lund. Sam- kvæmt niðurstöðum hans voru alls til tvær trilljónir, 665 biU- jónir, 866 milljónir, 746 þús- und 664 smádjöflar. Tinir Tro- els-Lund til nokkur dæmi um áhrifamátt djöfulsins í Dan- mörku á þessutm tíma og segir frá mönnum, sem töldu sig haldna af djöflinum: „Sem dæmi um mianneskju, sem var haldin af djöflinum án þess að til kæmu ytri aðgerðir svo sem formælingar bönn eða þvíM'kt, má nefna Mettu Hard- enberg, sem var gift Preben Gyldenstjerne ríkisráði og þannig bæði við fæðingu og gift ingu tengd fremsbu ættum landsins. Hún hefur ásamit manni sínum gefið skrifiL'ega - lýsingu á því sem kom fyrir hana. Samkvæmt þeirri játn- ingu þjakaði djöfuillinn hana mikið árið 1597. Hann fyligdi henni eftir í meira en sex vik- ur og dvaldist stöðugt hjá henni, sló hana og dró hana hvenær sem hún nefndi Guð, svo að líkami hennar var blár og marinn." Og þegar hún var á lieið til Vallþ, þar sem Guð hafði gefið í skyn að hún myndi freisast, þá fylgdist djöfullinn enn með henni og hún sá hann stöðugt hlaupa eftir veginum og stökkva yfir garða og læki. Og í Vall0 heyrði fólk hana eiga orða- skipti við djöfuilinn, hún svar- aði honum með orðum Biblí- unnar. Guð kom henni líka til hjáilpar, djöfullinn hvarf þess- ari ógæfusömu korau, hún kormst tál sjáiifrar sín og varð aftur heilbrigð og falleg. Á sunnudögum var brýnast að ganga til kirkju og lýsir Troels-Lund í ítarlegu máli kirkjugöngum, kirkjusiðum og trúrækni. Þó fylgir kafli um veraldlegar skemmtanir, söngva, dans og spil. Lýsir hann því hve útbreidd spila- mennska hafi verið á Norður- iöndum, daglega hafi verið spilað á spil í Finnlandi og sé það ekki að undra, þvi að spil hiafi jafnvel verið send í tylfta- tali til Vestmannaeyja við ís- land. Þannig mætti langi rekja, því að þetta mikla ritverk Troels- Lunds er hafsjór fróðleiks og upplýsinga. Þar við bætiist að framsetning hans er einkar lif- andi og hann gerir sér far um að draga fram í skýrum mynd- um hvaðteina, sem hann fjallar um. Einis og lauislega hefur verið drepið á kamuir hann annað veifið að ísl-enzkum efn- um, en margt íslenzkt var nor- rænt á þessum tíma eins og endranær og stendur þvi flest það sem um_ er fjallað í þessu verki O'kkar íslendingum nærri. Myndirnar, sem fylgja þessari úbgáfu á Dagligt Liv í Norden, gera efnið enn aðgaingilegra en ella og á sama hátt er formáli Erilcs Kjersgaards ómetanleg- •ur hverjum þsim, sem vill setja sig vel inn í þetta mikla verk. Þá fylgix þeissari útgáfu einnig skrá vísinda- og fræðirita í menningarsögu, sem Lilli Friis hefur gert. Einnig það gefur verkinu aufkið gildi. J.H.A. 30. nióvemibeir 1909 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.