Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Síða 1
Klaus Rifbjerg
ANNA
(ég)
ANNA
Höfundur hinnar nýkjörnu
verðlaunabókar segir frá því
hvernig hún varð til
E g verð að viðurkenna, að
ég hef frestað þessu fram á síð
ustu stund. Ég hef nefnilega
ekki vitað mitt rjúkandi ráð.
Maður er beðinn að skýra frá
því, hvernig ein af bókunum
manns varð til. Maðuir verður
við þessum tilmælum, af því að
maður er góður í sér, og líka
vegna þess að maður trúir því,
að útbreiðsla listar sé í þágu
uppfræðslunnar og líka vegna
þess að það hefur visst gildi að
hitta lesendur sína öðru hvoru
augliti til auglitis. En svo
gleymir maður því í lengri
tíma, hvað það er eiginlega,
sem maður hefur lofað að gera.
Og spurningunni: Hvernig
varð „Anna (ég) Anna til?“ er
tæpast hægt að svara. Satt að
segja veit ég það ekki, en ég
skal reyna að rifja þetta upp.
Eiginlega vildi ég helzt
svara þessu á þá leið, að mað-
ur byrji efst í vinstra horn-
inu á pappírsörk og hætti svo
um það bil 200 síðum aftar. Ef
heppnin er með. En þetta er
auðvitað allt of slétt og felld
afgreiðsla á málinu. Maður
verður að varast að láta sem
þetta sé enginn vandi, því að
þá er það auðvitað engin list.
Ég vil heldur ekki loka aug-
unum fyrir því að skriftir,
sjálfur verknaðurinn að skrifa,
feli í sér eitthvað dularfullt og
óskiljanlegt. Manni líður illa
áður en maður sezt við skrif-
borðið, en þegar skriftirnar
eru komnar í gang, þá er full-
nægingin, hvað mig sjálfan
snertir, fólgin í verknaðinum.
Ég byrja aldrei að semja áður
en ég byrja að skrifa, og á
þeim tíma sem líður milli
skrifta, hef ég alls enga hug-
mynd um, hvort ég muni geta
skrifað nokkuð meira eða ekki,
hvort ég hafi þegar skrifað
mírua síðustu setningu eða eigi
eitthvað enn í pokahorninu.
Gagnrýnendur, sem eru eins
konar „frumlesendur", gera sér
oft hugmyndir um, hvernig
höfundur fari að því að skrifa,
og þeir skirrast yfirleitt ekki
við að gefa honum góð ráð. Oft
fær maður að heyra það, að
þeir höfundar, sem hreinskrifa
oftast, strika út, byrja upp á
nýtt, og verja árum og dögum
í sama verkið, séu mestir og
endingarbeztir, að það séu
þeir, sem munu lifa. Afkasta-
miklir höfundar, það eru þeir
sem oftast fá skömm í hattinn.
Eitthvað er ekki eins og það á
að vera. Hann hlýtur að
svindla. f>að er eitthvað bogið
við fólk sem lætur svona mik-
ið frá sér fara. Menn líða önn
fyrir sköpunargáfu slíks
höfundar. Getur það virki-
lega endað nema á einn veg,
þegar maðurinn skrifar tvær,
jafnvel þrjár bækur á ári? Hin
slæma samvizka skólaáranna
fylgir okkur lífið út, og oft hef
ég sjálfur fengið samvizkubit,
þegar ég hef lesið það í blöð-
unum, að ég sóaði gáfum mín-
um, að nú ætti ég að fara að
sjá að mér og semja ekki svona
mikið. Ánægðir í bragði benda
þeir á, að nú sé tími krafta-
verka og ævintýra liðinn, hann
hlýtur að fara að þroskast,
manngarmurinn, og skilja, að
listsköpun er alvarlegup hlut-
ur. Að baki öllu þessu grein-
ir maður lævísa ósk gagnrýn-
enda um að maður ætti helzt
að hætta algerlega að skrifa.
Þá hefðu þeir að minnsta kosti
sannanir fyrir því, að hin góðu
ráð þeirra hefðu komið að not-
um.
Þegar ég hef hagað mér
verulega illa og skrifað „of
mikið“, þá fer ég að hugsa um
Simenon og Mozart. Á sinni
stuttu ævi tókst Mozart aldrei
að sannfæra velunnara sína,
gagnrýnendur eða áheyrendur
um að hann væri snillingur,
sem semdi ekki „of mikið“.
Simenon var öllu heppnari.
Hann er nefnilega búinn að
lifa svo lengi og semja svo mik-
ið og svo mörg góð verk, að
hann hefuir sýnt fram á, að
þetta er hægt, að það er raun-
verulega hægt að vera óeðli-
lega aflcastamikill án þess að
slaka á kröfum um gæði. Mað-
ur virðist því eiga um tvennt
að velja: annað hvort að deyja
ungur og óhamingjusamur eins
og flestir danskir rithöfundar
(og komast kannski aldrei að
því, að maður var snillingur)
eða þráast við og halda áfram
að skrifa í þeirri von, að þetta
muni fara vel. Sem stenduir