Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Síða 2
hallast ég fnekar að síðari kost inum. Um þær mundir, er ég ætlaði að byrja á skáldsögunni „Anna (ég) Anna“ veturinn 1968—69, var nokkurs konar vinnuhlé hjá mér. Bókin „Lonni og Karl“ var nýkomin á markað- inn, og ég sat með prófarkir að smásagnasafninu „Rejs- ende“. Og nú átti ég að fara að skrifa skáldsögu, bæði af því að mig langaði til þess og af því að ég hafði verið beð- inn um það. Og hvað gerir mað ur, þegar svo er ástatt? Ég skal reyna að rekja atburða- rásina. Upphaflega ætlaði ég mér að skrifa bók, sem átti að fjalla um fyrsta stríðsárið í Dan- mörku — sumarið 1940 .Hún átti að gerast í Tisvilde Hegn. Sjónarhornið átti að vera þröngt, og sýna sæluríka og ör- ugga tilvemi, sem sprengjuflug vélar vörpuðu skyndilegum skugga á öðru hvoru, hún átti að fjalla um snögg og ofsafeng- in þrumuveður, fælna loftvarn arsírenu í kaupstað í grennd- inni, um vináttu, sem stofn að er til, um foreldra sem hjól- uðu fram og aftur um skógar- stíga á háum reiðhjólum, um geitajarm og mosailm. En svo hringdi síminn, og það var bók mennbadeild danska útvarpsins, sem spurði, hvort mig langaði ekki til að skrifa sögu fyrir út- varp. Og um leið var ég grip- inn mínum venjulega tauga- óstyrk og sektarkennd. Getur maður svarað svona nokkru ját andi? Hverju mynduð þér svara, ef allt í einu hringdi til yðar maður og segði: „Eftir svo og svo marga mánuði, áttu að vera búinn að skila svo og svo mörgum síðum. Við ráðum leikara, setjum hljóðnemana í SEtmband og látum svo lesa upp söguna þína?“ Það fór hrollur um mig, og auðvitað höfðaði þetta líka til hégómagimi minnar. En eitthvað fór sam- stundis á hreyfingu og ég held, að ég megi segja, að ég var byrjaður að skrifa um leið og ég hafði lagt símtólið á. Nú langar mig, áður en lengna er haldið, að leiða ykk- ur í sannleika um einn hlut. Það er ekkert dularfullt við svona pantanir. Mér falla þær vel, ef ég á að segja eins og er, og þegar ég minnist á tauga- óstyrk og sektarkennd, þá er það ekki sakir þess að ég trúi á hinn mikla, guðdómlega inn- blástur sem eina hreyfiafl skáldsins. En ég hef stöðugt slæma samvizku, og ef til vill er það ein af ástæðunum fyrir þvi, að ég skrifa svona mikið. Strax á bernsku- og unglings- árum er lagður grundvöllurinn að starfsáráttu og ástæðan er ósköp einföld: sé maður latur að eðlisfari og laginn við að komast áfram með því að not- færa sér aðstæðumar hverju sinni með því að vera dálítið fyndinn og dálítið hrífandi, þá firrnst manni óneitanlega, að maður hafi á einhvem hátt rangt við. Aldrei hafði maður lesið nóg (hvað er nóg?) alltaf hafði maður verið að dunda við eitthvað annað en það sem var þýðingarmikið (hvað er þýð- ingarmikið?), og nú kemst mað ur að því með jöfnu millibili, að það, sem maður lætur frá sér fara á bók, ætti helzt að vera eitthvað annað en það er, annað hvort styttra eða lengra, efnismeira eða efnisminna, en umfram allt, eitthvað annað. Sjálfum finnst manni — og guð má vita hvers vegna — að það sé ekki nóg að vera fynd- inn og hrífandi og kunna lagið á öðrum. Þetta er manni inn- rætt með uppeldinu og svo situr maður uppi með slæma sam- vizku fyrir lífstíð. Ég vil svo gjarnan vera góður drengur. Þess vegna skrifa ég og þess vegna byrjaði ég líka á „Önnu“. Jæja, sagði ég við sjálfan mig, þegar maðurinn frá út- varpinu hafði kvatt. Útvarps- saga, hvað er nú það? Síðasta sagan, sem ég hafði heyrt lesna, var „Lygarinn“ eftir Martin A. Hansen, og hún var góð. Ég mundi nú ekki meira en svo, 'hvort ég hafði hlustað á hana. En ég hafði þó lesið hana, og hún var góð. Ekki bara sakir þess að söguþráður- inn hélt athyglinni vakandi, heldur einnig vegna þess að hún var tæknilega byggð upp á þann hátt, að hún höfðaði beint til lesandans (hlust- andans). Það skapaðist náið samband milli bókarinnar og hlustandans. Tæknileg atriði leituðu því fyrst á hugann. Hvemig nær maður bezt athygli útvarps- hlustenda? Það heyrist rödd, röddin segir sögu, einhver mað ur talar við aðra menn. Ein- hver maður, einhver „ég“. Þannig varð „ég“ fyrst til, án þess að ég vissi þó, hver þessi „ég“ átti að vera. Og þó — hér er ég víst strax kominm út af sporinu, því að mér er núna ógerningur að segja urh það með vissu, hvað varð til fyrst: hugmyndin um þetta „ég“ eða BÖKMENNTIR OG LISTIR „ég“ frásögn Önnu. En ein- hvers staðar var á sveimi hug- mynd, sem ég get gemt grein fyrir á eftirfarandi hátt: Hvers vegna snýr maður alltaf aftur heim? Flestum mun fimnast það sjálfsagt, en mig hefur oft furðað á því. Föð urlandi sínu er maður að vísu tengdur vissum böndum, en er nokkur ástæða til að skipa því svo mikið rúm í hjarta sínu, að maður fái hvað eftir annað á ferðalögum erlendis óstjóm- lega löngun til að rjúka heim? Ég hef skrifað talsvert um fólk, sem ferðast til útlanda, en ég þekki þó vel af eigin raun þær blöndnu tilfinningar ununar og beizkju, þegar heim var kom- ið, hrifninguna sem breyttist í þunglyndi, þegar maður var búinn að heilsa og afhenda gjaf irnar, og svo sat maður þarna og ekkert gerðist. Mig langaði til að skrifa eitthvað um mann, sem kemur heim til Danmerk- ur eftir langa fjarveru. En var þetta hugmynd? Er það frá- sögn, er það skáldsaga? Nei, að minnsta kosti ekki efni í útvarpssögu, sem ég mundi sjálfur nenna að hlusta á. Auk einstaklingsins, sem átti að tala til hlustenda í einræðu formi, leituðu tvö atriði í við- bót á huga minn. Kaflar skáld sögunnar urðu að hafa ákveðna lengd og fjöldi kaflanna var gefinin. Það var nú það. Ætti nú sagan að vera sögð í 1. persónu og fjalla um heim- ferð, varð sjálft ferðalagið að koma við sögu á einhvem hátt. Einmitt, sagði ég við sjálfan mig stórhrifinn, flökkusagan! Þetta var fínt orð til að vöðla upp í sér, það er gott bragð að því, maður finnur keim bók mennta og þekkingar, ævin- týra og sígildira sagna. Ég var kominn á sporið. Ég hafði bók- menntahefðina með mér frá fyrstu stund. Skáldsaga um ferðalang, riddara, ævintýra- mann — hér var fyrsta vís- bendingin um persónuleika Önnu. Hitt atriðið, sem úrslit- um réði var nafnið sjálft. Anna er nefnilega líka komin beiíit úr bókmenntunum — meira að segja úr verki eftir sjálfan mig. Hún fæddist — í bókstaflegri merkingu — og var skírð í leik ritinu „Udviklinger". í síðasta þættinum gengur Jane fram á sviðið með bamið í fanginu og segir: „Við höfum látið barnið okkar heita Önnu.“ Og Robert svarar: „Þá getum við bæði kallað á það“, Jane: „í einu“. Robert: „Bæði afturábak og áfram“. Jane: „Og það mun allt af geta heyrt til okkar og skil- ið okkur." Robert: „Við höfum gefið því heimsnafn.“ Anna, heimsnafn. Anna er tvö- falt nafn. í sögunni talar Anna um bergmálsnafnið sitt og fyrsta setning bókarinnar, — sem @r, að mínu viti, þýðingar- mikil — hljóðar svona: „Enn vaknaði ég of snemma og heyrði nafn mitt, Anna, kveða við.“ Ekkert í heimi hér getur fengið mig til að sverja, hvað varð fyrst til og hvað síðast í þeim hugsanaferli, sem leiddi til samningar sögunnar. Allar út- skýringar verða til eftir á, og líka sú ánægjulega uppgötvun, að Anna er móðir Maríu meyjar, og þannig nokkurs konar frummóðir sakleysisins, hið fyrsta upphaf að upphafi ósnortins sakleysis — það eru engin takmörk fyrir, hvað mað- ur getuir lesið út úr öllu, ef maðuir leggur heilann í bleyti og beitir öllum sínum leynilög- regluhæfileikum eftir króka- stígum bókmenntagagnrýni, kaþólskrar kenningar og há- speki. En söguminnið — annað en ferðalagið — átti sér rætur bæði í persónulegri reynslu og áhuga á tvíklofningi eða tvö- feldni, á togstreitunni miSHi geð- heilsu og brjálsemi. í smá- sagnasafni mínu „Rejsende" er saga um konu, sem ferðast ein til Rivíerusitrandar með þeim afleiðingum, að hún missir allt vald á vitsmunum sínum og skynjar umhverfi sitt af súnreal ískri brjálsemi, sem virðist dynja á henni utan frá. Spum- ingin er því þessi: hvað er ut- an við okkur og hvað innra með okkur? Er hægt að vera hvort tveggja í einu, heill á sönisum og viti firrtur? Anna, bæði afturábak og áfram, árekstur milli sérhljóða, eitt- hvað dynjandi með innbyrðis rími, afar kvenlegt, jú, en líka dálítið tryllt. Nafn, sem kveð- ur við. Anna er hvorki kæringarlaus né alvarlega bundin af höml- um — hún er eitthvað mitt á milli. Hún þjáist einfaldlega af taugaveiklun (hún er haldin þeinri þráhyggju að vilja drepa barnið sitt) — en hvern- ig stendur á því, að slík þrá- hyggja sezí að i fólkl? Er það eðlilegt eða sjúklegt eða er það bara þrá hugsun? Af eigin reynslu veit ég, að þráhyggja getur verið óhemju þjakandi. Hún getur orðið þess eðlis, að maður spyrji sjálfan sig: hvemig geitur maður verið svona gáfaður, þegar maður er ekki með réttu ráði? Og svarið getur vafizt fyrir manni, vegna þess að maður er farinn að velta því fyrir sér af fullri al- vöru, hvort brjálsemin hafi ekki náð yfirhöndinni. Ég hafði áhuga á þessu vandamáli og þar sem ég hef líka áhuga á konum, þurfti ekki mikið átak, til þess að koma hugmyndinni í verk. Nafnið hlýtur að hafa verið þarna frá byrjun, því að það hrindir sögunni af stað, og um leið og ég var búinn að sjá Önnu fyrir mér, lá ekki annað fyrir en hefjast handa og sjá hvað úr þessu yrði. Það hvílir einhver örlaga- þmnginn blær yfir þessum fyrsta degi við ritvélina. Mað- ur verður svo sansaður og ákveðinn og lítillátur og stolt- ur og auðmjúkur og jafnlynd- ur og lýðræðislegur og ein- beittur og svo laus við alla til- finningasemi, að það ligguir við að lítilþægnin og sjálfbi-rgingsskapurinn þunrki mann gersamlega út. En svo sezt maður niður og byrjar að skrifa, og allt er komið af stað, og ég hugsa um Mozart og Simenon og Ejler Jörgensen og sendi ofurlitla bæn upp til Guðs um að ég fái haldið þetta út, og svo hætti ég ekki fyrir en ég er búinn. Innblásturinn fæ ég við það eitt að skrifa. Ég veit ekki alltaf með vissu, hvað muni gerast næst. Afstaðan í bók- inni, og hér á ég fyrst og fremst við afstöðuna til máls- ins, eða stílsins, ræðuir úrslit- um. Ég held því fram, að inn- gangur bókar, jafnvel fyrsta blaðsíðan, gefi tóninn og ráði jafnvel gæðum hennar. Hafi maður byrjað rétt, er von til þess að maður geti skrifað góða bók. Allar útlínur, áherzlur, meginþræðir bókar eru fy ’ir hendi strax í upphafi, og mað- ur verður að haga sér ettir því; í rauninni gerir maður samning við sjálfan sig, og maður hlýtur, jafnvel neyðist til að hlýta honum, inntaki hans og meginatriðum. Ég átti því allt mitt undir Önnu, hún réð, svo að segja, örlögum mínum, engu síður en ég henn- ar. Hún mátti ekki verða tilfínn- ingasöm, ef ég átti að geta þol- að návist hennair, og til þeas að gena hana að aðlaðandi konu, varð ég að hafa hana fallega, rauðhærða, velvaxna, vel- klædda, hún varð að vera full kynþokka og ilmandi og tala dönsku með Kaupmannahafnar- hreim. Til þess að persónuleik- inn öðlaðist dýpt, varð hún að höfða til tilfinninga manna, vera bamsleg, afar hugrökk og þroskuð, orðsnör og hjálp- arvana. Og umfram allt varð hún að hafa kimnigáfu. Hún varð að vera ævintýrakona, en standa báðum fótum á jörðinni. Aðra tegund ævintýrafólks kæri ég mig ekki um. Geti ég ekki teragt ævintýrið og raun/vem- Framlhald á bls. 13,. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. febrúar 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.