Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Page 8
Maðurinn, sem
leikur stórmenni
allra tíma
Heston heima hjá sér. Hann hýr sig vel undir hlutverk sín og
lærði m.a. að mála freskur áður en hann lék Michelangelo.
Heston er lipur teiknari. Hér er
pennateikning af myndatöku-
manni eftir hann.
ungar koparslegnar dyrn-
ar opnast og þarna er Móses
— í fögrum klaaðum. Fyrir millj
ónir manna í fimm heimsálfum
6r maðurinn sem býr í baróns-
heimili í nútímastíl á barmi
Coldwater-glj úfranna á Bever-
lyhæðum ímynd margra mikil-
menna sögunnar, ofurmenna og
snillinga undangenginna 3,500
ára.
Hann er hið hetjulega andlit
E1 Cid, hið særða andlit Ben
Húr, hin skeggjuðu andlit Jó-
hannesar skírara og Michel-
angelo, hin meinlætafullu andlit
Sir Thomas More og Charles
Gordon hershöfðingja, og hin
kunnuglegu andlit forsetanna
Jefferson og Jackson.
En Charlton Heston er eins
nýtízkulegur og Jagúarinn af
E-gerð, sem stendur í hinum
enda garðsins.
Heston vísar leiðina inn í há-
hvelfda setustofuna með stein-
arninum og spegilfagra útsýn
til fjallanna og gljúfranna á
aðra hlið en sundlaugina á
hina. Hann dregur djúpt and-
ann eftir tveggja mílna hlaup-
ið sitt, sem er föst venja fimm
daga vikunnar.
Þ-etta er sá Heston sem hefur
aldrei verið kvikmyndaður, nú
tímamaðurinn í sínum eigin kast
ala. Andlitsfarðinn er horfinn.
Brynjurnar og búningarnir
hafa verið lagðir til hliðar.
Hérna er hann aðeins hann
sjálfur með konu sinni Lydiu,
fjórtán ára gömlum syni sínum,
Frazer, og lítilli dóttur sinni,
Holly Anne. Hendur sem hafa
sveiflað sverði, spjóti, veldis-
sprota og exi halda núna á
kaffikönnu.
— Eins og allir leikarar, þá
er ég samsafn margra hlut-
verka, segir hann fyrst. — En
það er gæfa mín að safn mitt er
fullt af stykkjum og hlutverk-
um um mjög marga eftirtektar
verða menn.
— Lítið þangað og þér mun-
uð sjá að ég er leikari, segir
hann og bendir á hillur með
kvikmyndahandritum og grísk
um hairmleikjum í leðurbandi.
Málverk og bækur eru allt í
kringum hann, þar á meðal dýr
mætt safn bóka Hemingways í
frumútgáfu.
Hann fær sér meira kaffi og
heldur áfram. — Mikilmennið
gerir okkur órólega, af því að
okkur er ljóst, að hann er
okkur meiri.
Tilraunir eru gerðar til að
gera lítið úr mikilmennskunni
— okkur er sagt, að Washing-
ton hafi notað tennur úr tré, að
Miehelangelo hafi reynt kyn-
villu — það er reynt að setja
þá á bekk með hárgreiðslu-
mönnum þeirra.
— En ég trúi á mikla menn.
öll mesitu afrek í heiminum
hafa verið unnin af mikilmenn-
um. Við hinir getum haft ómet-
anlegt gagn af því að rannsaka
sögu þeirra. Þeir gefa okkur
tækifæri til að teygja ofurlitið
úr okkur. Það hefur verið gæfa
mín að þurfa að kynnast hugs-
anagangi þeirra.
Hinn framúrskarandi áriangur
Hestons sem leikara gæti eins
vel átt rætur sínar að rekja til
þeirra nákvæmu rannsókna,
sem hann leggur í hlutverk sín,
eins og meðfæddra leikhæfi-
leika hans.
Cecil B. de Mille sálugi, sem
fékk Heston aðalhlutverkið í
Boðorðunum tíu (ennþá í
þriðja sæti á eftir Gone with
the Wind og The Sound of
Music) mimntist þess einu sinni
að „fyrir allar stórar upptökur
var Heston vanu,r að fara í
gönguferð, aleinn í búningi sín
um, og sökkva sér niður í eigin
hugsanir. Ég spurði hann aldrei
hvað hann væri að hugsa á slík
um stundum, en þegar hann
kom til baka og gekk gegnum
Arabahópinn, sem var í auka-
hlutverkum, hvíldu augu allra
á honum og þeir muldruðu full
ir lotningar, — Moussa! Mo-
ussa! Fyrir þeim, sem allir voru
Múhameðstrúar, þá var hann
spámaðurinn Móses.
í hita egypzku eyðimerkur-
innar, þar sem Boðorðin voru
kvikmynduð, minntist annar
meðlimur kvikmyndafélagsins
þess að Heston „vildi ræða um
skapgerð Moses við hvern þann,
sem vildi hlusta, á meðan við
hinir höfðum áhyggjur af því
hvar í fjandanum við gætum
náð í kaldan bjór.“
Þegar Heston var að búa sig
undir að leika Michelangelo í
kvikmyndinni „Sæla og kvöl“
eftir sögu Irving Stone, þá las
hann (eins og Stone hafði áður
gert) mikinn fjölda af einka-
bréfum listamannsins. Hann
kynnti sér einnig tækni freskó-
málara, svo að þegar hann lá á
bakinu á smíðapallinum, þá leit
hann ekki út eins og hann væri
að gena við rúmfjaðrir. Þegar
Stone sá Heston klifra niður úr
eftirlíkingunni af Sistine-kap-
ellunni með málningarslettur á
andlitinu, þá hrópaði hann: —
Þessi maður er Michelangelo í
orðsins fyllstu merkingu.11
En Heston neitar Því. — Allir
leikarar vilja ímynda sér, að
þeir geti í raun og veru orðið
sú pensóna, sem þeir eru að
leika. En ég er hræddur um, að
það geti aldrei orðið. Ég verð
þó að játa, að þegar ég ligg
undir þakinu í eftirlíkingunni
af Sistinie-kapellunni og kalk-
ið drýpur niður á skeggið, þá
finnst mér ég vera líkari Michel
angelo en nokkur annar jarðar
búi.
Hann þagnar og hugur hans
reikar til baka. — Þegar maður
tekur á sig gervi manna eins og
Thomas More, Gordon herahöfð
ingja, Jefferson, Móses eða Cid
— þótt aðeins sé um stundar-
sakir — þá líður manni eins og
maður sé inni í gríðarstónri
bronze-styttu og teygi sig ör-
væntingarfullur í allair áttii- til
að reyna að fylla út í hana.
Heston langaði alltaf til að
vera leikari. — Það er vissu-
lega allt mitt líf. Það er eins og
að anda. Það er mér nauðsyn.
Það er eitthvað, sem ég geiri
aldrei nóg af — og ef þið spyrj
ið hvaða mynd mín sé bezt, þá
verður svarið: Sú næsta. Að
verða betri leikari á hug minn
allan. Mér finnSt ekki leiðinlegt
að leika, en það er ekki heldur
skemmtilegt.
Leikritið getur verið eins
erfitt eins og að reyna að
greiða úr gaddavírsflækju.
þegar þú heyrir ekkert nema
þína eigin rödd. Það er ótta-
legt, hræðilegt. Allir atvinnu-
listamenn, og sérstaklega kvik
myndaleikarar, verða að gera
hænri kröfur til sjálfra sín en
nokkur annar gerir eða er fær
um að gera. Þú átt í eilífri
baráttu við sjálfan þig til að
komast nær settu marki. Ég
býst við, að það séu aðeins
áhugamenn, sem leika ánægj-
unnar vegna.
Leit Hestons að fullkomnun
hófst, þegar hann var fimm ára
og lék sitt fyrsta hlutverk með
skólafélögum sínum, þrettán að
tölu, í einni kennslustofu í litl-
um barnaskóla í Norður-
Michigan. Skírnarnafn hans
var Charlton CaJter (Charlton
var föðuimafn móður hans) og
hann er fæddur árið 1923 í
Evanston, Illinois. Foreldrar
hans skildu seinna, og þegar
móðir hanis giftist aftur tók
hann upp nafn stjúpföður síns
(Heston). Fjölskyldan átti
heima í skógarhéruðum Michi-
gan.
— Þar undi ég mér vel og
geri enn, einkum á vetuma.
Hinn afarstóri Alsatian-hund-
utr við fætur hans lítuir upp
við hinn auðheyrða ákafa í
rödd hans. Launin fyrir fyrsta
stórhlutverkið notaði hann til
að kaupa 1400 ekra landssvæði
innan við 50 mílur frá bernsku
heimili sinu. Hann fer þangað
með fjölskyldu sína, hvenær
sem tækifæri gefst.
Snemma á unglingsárum sín-
um fór hann aftur til Evanston
og Heston minnist þess að hafa
verið „aukagemlingur" og seg-
ist hafa verið mjög óhamingju-
samur. Hann var lítill eftir
aldri, en eftir 16 ára aldur
varð hann fljótt fullvaxta.
Hann hóf að leika fyrir alvöru,
þegar hann fór í Northwestern
University, þar sem hannstarf-
aði með bekkj arfélögum sínum
Patriciu Neal og Balph Meek-
er. Þar hitti hann aðra unga
leikkonu Lydiu Clarke, smá-
vaxna og ærslafulla með meitl-
uð kinnbeiin og glettin augu.
— Ég bað hennar einu sinni í
viku, segir hann brosandi, —
og loks árið 1944, um það leyti,
sem ég var að fairia erlendis
með flughemum, fékk ég skeyti
svohljóðandi: „Hef ákveðið að
taka bónorði þínu.“
Heston-hjónin héldu upp á
silfurbrúðkaup sitt í síðasta
mánuði. — Það er ekki alltaf
auðvelt að vera gift leikara,
viðurkennir Lydia, — sénstak-
lega þegar hann ræðir um
Dauðahafið við morgunverð-
inn eða kemur gangandi inn í
eldhúsið í hringabrynju.
Heston heldur áfram að
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. febrúar 1070