Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Síða 11
Hanna Kristjónsdóttir
LJÓÐ
Ljóð,
sem hvarf mér í nótt
hefur skilið eftir tóm í hjarta mínu.
Ég reyndi að rifja það upp,
en fann aðeinis þögn,
dýpri en orð fá tjáð.
Nú býr þetta ljóð í þögninni
og nístir mig.
Björn Stefánsson
Landsins heill
er hjá þeim ungu
SÍÐUSTU misseri hefi ég í starfi mínu sem erindreki hjá áfeng-
isvamaráði og með heimsóknum í marga skóla víðs vegar um
landið, eignazt í huganum svipmynd af yfirbragði og framkomu
nokkurs hóps æskufólks. Og þegar ég lit til Ibaka um nokkra
áratugi og ber saman fas og framkomu ungs fólks þá og nú, virð-
ist mér að unga fólkið einkennist nú meira en áður af frjáls-
legri og djarfri framkomu. Og mig langar til að trúa því, að meira
sjálfsöryggi samfara vaxandi möguleikum á almennri fræðslu,
hjálpi mörgu ungu fólki til þess að taka skynsamlega afstöðu til
ýmissa ríkjandi venja, sem reynslan hefir sannað að valda marg-
háttuðu tjóni.
I desembermánuði sl. sat ég aðalfund Félags áfengisvarna-
nefnda Suður-Þingeyjarsýslu á Húsavík. Þar Ikom meðal annars
fram í skýrslu stjómar félagsins frásögn af árangri í ritgerðar-
samkeppni, sem félagið gekkst fyrir í skólum sýstunnar á Iiðnum
vetri, um efnið tóbak og skaðsemi þess. Þátttaka í skólunum var
mjög almenn og margar ritgerðir nemenda voru á einhvem hátt
atliyglisverðar. En lesnar voru upp á fundinum þær tvær ritgerð-
ir eldri og yngTi nemenda, sem stjóm félagsins dæmdi fyrstu verð-
laun, og fylgja þær hér með í þeirri von, að ýmsum fleirum en
mér þyki forvitnilegt að kynnast því, sem þetta unga fólk hefir
að segja um sígarettureykingar.
Gunnlaugur Sveinsson
LJOÐ
Ég og þú: tvö andstæð skaut
hlaðin öllu sem má ekki segja.
Raflost einnar nætur
grafið í einangrunarplast daganna.
Hugsamir um endurtekningu
haldið aftur
af vingjamlegu brosi stóreignarmanns.
Samt óttast ég nálægð þína
óttast að verða staðinn að verki
og á milli okbar slái
ærandi gneista
svo við stöndum í björtu báli.
Tvær þingeyskar verðlaunaritgerðir
um tóbak og skaðsemi þess
Gísli Haraldsson
Gagnfræðaskóla
Húsavíkur
Þýðingarmest
að byrja ekki
að reykja
Tóbaksjulrtin er upprunnin
frá Suður-Ameríku, og tóbakið
framleitt úr þurrkuðum blöðum
hennar. Indíánar urðu fyrstir
itil að byrja á reykingum. Nú
er tóbaksjurtin iræktuð víða í
heitum löndum, t.d. sérlega mik
ið í sunnanverðum Bandaríkj-
unum og í Kína. Ýmsum ilm- og
bragðefnum er venjulega bland
að í tóbakið til þess að gjöra
það eftirsóknarverðara.
í tóbakinu er eitt mesta eitucr,
sem heitir nikotin. En auk þess
er talið að fleiri efni í tóbak-
inu séu hættuleg heilsu mannia.
Nikotinið er talið hafa sér-
staklega skaðleg áhrif á æða-
og taugakerfið. Tvær slagæðar,
sem kallaðar eru kransæðar
næra hjartað. Hjarta mannsins
og þar með líf hans á allt sitt
undir þessum æðum. Lokist þær
og jafnvel ekki nema önnur —
er klippt á lífsþráðinn. Þessum
æðum hættir miklu meira til að
kalka og lokast hjá þeim, sem
reykja en hinum sem reykja
ekki. Talið er algengt, að æðar
þessar byrji að kalka hjá mikl
um reykingamönnum fljótlega
eftir að þeir komast yfir þrí-
tugsaldurinn, en varla fyrr en
um sextugt eða sjötugt hjá
þeim sem ekki reykja. Þannig
verður sígarettan til þess að
gjöra þá gamla, sem ættu að
vera ungiir.
Hver sá, sem reykir mikið,
fær langvinna berkjabólgu, þ.
e. bólgu í lungnapípurnar.
Þessu fylgir stöðug óhreinindi
fyrir brjóstinu, og hósti, sem
gjörir sérstaklega vart við sig
á morgnana, þegar berkjurn-
ar hafa fyllzt af slími yfir nótt-
ina. Þessi hósti er viðvörunar-
mcrki lungnanna gegn því að
búa við reykjarmökkinn. En
flestir taka ekki tillit til þess
ara viðvörunarmerkja sinna eig
in lungna. Þeim, sem háðir eru
orðnir reykingum hættir mörg-
um við að auka stöðugt reyk
ingar fremur en að draga úr
þeim.
Þegar ménn hafa reykt lengi,
árum og áratugum saman, fer
knabbameinshættan að gjöra
vart við sig. Hættan er mest
hjá þeim, sem reykit hafa einn
pakka af sígarettum á dag eða
meira áratugum saman. Við-
kvæmni fyrir afleiðingum sígar
ettureykinga er mismikil. En
sá, sem byrjar að reykja um
fermingu og heldur því áfram,
getur átt það á hættu að veikj
ast af krabbameini í lungum
um fertugsaldurinn, einmitt á
því skeiði ævinnar, sem flestir
eru búnir að vinna sig upp, og
hafa áríðandi eða mikilsverðum
störfum að gegna, og eru stoð
fjölskyldu sinnar.
Allir, sem reykja mikið fá
ljótari húð af því, ekki aðeins
á fingrum, sem oft verða gulir
eða brúnir af reyknum, heldur
einnig í andliti, sem fær á sig
grá- eða gulleitan blæ.
Hver sem reykir innanhúss,
óhreinkar andrúmsloftið fyrir
öðrum, og margir reykinga-
menn sýna þeim, sem ekki
reykja litla tillitssemi.
Áhrifin á fjárhaginn er stór-
kostlegt við að reykja. Þegar
hjón reykja bæði eins og oft á
sér stað, t.d. einn pakka af sígar
ettum hvort á dag, þá kostar
það um þrjátíu þúsund krónur
á ári. Fyrir það fé, sem getur
orðið til þess að reykja í sig
krabbamein, væri hægt á fáum
Fraimihiald á bls. 12.
Elín Hróarsdóttir
Barnaskóla
Reykdæla
Enginn ætlar
í byrjun
að verða þræll
tóbaksins
Tóbak getur verið mjög
hættulegt. í því er sterkt eiitur,
sem heitir nikótín. Sá, sem neyt
ir tóbaks í fyrsta sinn finnur
'glöggt fyrir eituráhrifunum.
Flestir fá svima og ógleði, eða
jafnvel uppsölu, en hægt er að
venjast tóbakinu smám saman
og þola þá miklu meira en í
fyrsta skipti. Langoftast byrja
unglingamir að reykja, af því
að þeir sjá að pabbi eða mamma
og félagamir nota tóbak og
vilja þá líkjast þeim. Enginn
ætlar í byrjun að verða þræll
tóbaksins. Bara að reykja til
þess að vera ekki mintni en hin
ir eða öðru vísi. Ýmsir hætta
líka, en þeir eru fleiri, sem
finnst eftir að hafa reykt
nokkurn tíma í svo mikið ráð-
izt að hætta notkun tóbaks, að
þeir treysta sér alls ekki til
þess. Þeir eru vissir um það
fyirirfnam, að ef þeir fái enga
sígarettu, verði þeir svo skap-
vondir og ómögulegir, að þeir
geti ekki haldið það út. Af þess
um sökufm byrja líka margir aft
ur, sem næstum höfðu vanið
sig af notkun tóbaks og nota
þá alltaf meira og meira, unz
það er orðið stórhættulegt
heilsu þeirna. En allir vilja-
sterkir menn geta vanið sig af
tóbaksneyzlu á tiltölulega stutt
um tíma, bara ef nægur vilji
er fyriir hendi.
Tóbakseitrið lamar ýmis líf-
færi svo að þau geta ekki unn-
ið störf sín eðlilega og hefur
það einkum áhrif á vöxt og
þroska unglinga. Allir, sem
reykja eitthvað að ráði, verða
mæðniir og sljóir með tímanum
og margir, sérstaklega konur
fá ljótan litarihátt.
Sígarlettureikingair eru tald-
ar ein helzta orsök lungna-
kinabba og skemmda á fleiri líf
færum. En lungnakrabbi er
mjög hættuleg meinsemd. Það
er líka dýrt að nota tóbak.
Mörgum finnst það ekki skipta
máli, þó þeir eyði allt að 50
krónum á dag fyrir sígarettur,
en kvarta svo sáran yfir verði
á ýmsum nauðsynjum. En það
er ekki mest um vert að pen-
ingum er þannig fleygt á glæ,
því að heilsutap verður aldrei
metið til peninga. En flestir,
sem á annað borð eru byrjaðir
að reykja, viðurkenna ekki
nægilega fyrir sjálfum sér hve
miklum skaða tóbakið veldur
þeim.
Það er því langbezta og ör-
uggasta ráðið að reykja aldrei
fyrstu sígarettuna.
22. febrúar 1970
iia
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11