Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1970, Side 12
Skipamyndir, sem fyrir koma í hellaristum, eru nátengdar
sólardýrkuninni.
norðariega. Prokopíus segir frá
þjóðinni í Thule, þar sem sól-
in sást ekki í fjörutíu sólar-
hringa. Hann segir frá hátiðar-
höldum um miðsvetrarleytið,
þegar endurkomu sólarinnar
var fagnað í landinu. Margt
bendir til þess að bronze-aldar
menn hafi álitið sólina ferðast
um himininn í vagni að degi til
og að farkosturinn hafi verið
skip að næturlagi. Skipsmynd-
irnar benda til þess, að menn
hafi viljað hjálpa sólinni á ferð
hennar, að skipsmyndin sé þátt
ur galdurs, til þess að heimta
sólina úr hafi að morgni. Einn-
ig mætti hugsa sér að mynd-
irnar væru nokkurskonar sönn
un þess að hátíð hefði verið
haldin um miðsvetrarleytið til
þess að hjálpa sólinni að lengja
daginn.
Skipsmyndirnar eru sumar
hverjar einnig tákn hinnar
hinztu ferðar. f>að hafa fund-
izt eikarkistur bæði á Englandi
og í Danmörku frá því snemma
á bronze-öld, sem eru gerðar á
þann hátt, að þær hafa á sér
einhvers konar báts eða skips-
lögun. Oft er það í frumstæð-
um trúarbrögðum, að fljót eða
á aðskilur heim hinna lifandi
frá heimi hinna dauðu og því
var ferja eða bátur nauðsyn-
legur, til þess að komast í á-
fangastað. Norrænir menn
verptu hauga yfir skip eða
báta, þar sem hinir framliðnu
lágu.
Helluristurnar á Norður-
löndum, benda til vissra trúar-
bragða, sólardýrkunar. Helztu
guðirnir voru: sólarguðinn,
sverðguðinn, spjótsguðinn og
heimildirnar eru helluristurn-
ar og myndbreytingar þessara
trúarbragða í Ásatrúnni. Skip-
ið, hesturinn og vagninn voru
trúartákn í Ásatrúnni. Tréð og
höggormurinn voru einnig trú-
artákn. óðinn, Þór og Freyr
eiga sínar hliðstæður á heilu-
ristunum og frjósemisdýrkunin
er tengd Vönum. Eitt sýnir
vel hve hún varð langæ á
Norðurlöndum, það er hið
strengilega bann kirkjunnar við
„bestialiteti", sem virðist hafa
tíðkast mjög um það leyti, sem
kristnin er að ná yfirhöndinni.
Önnur leyfð þessara fornu trú-
arbragða er hrossadýrkun og
hrossakjötsát á hátíðum, hest-
urinn var talinn heilagt dýr á
bronze-öld og hófsporið tákn
mánans, skeifan er ennþá talin
hamingjutákn. Ásatrúin virðist
vera arftaki fornrar sóldýrkun-
ar og endurspeglar einnig um-
rótatíma þjóðflutninganna. Trú
bronze-aldar manna á mátt
steinsins sbr. bautasteinanna,
hefur varðveitt síðari öldum
heimildirnar að trúarbragða-
sögu þeirra.
(Þýtt og endursagt úr The
Chariot of the Sun eftir
Peter Gelling og Hilda Ell-
is Davidson)
Sólarvagninn
Framhald af bls. 6.
um ætti eitthvað skylt við Óð-
in eða þá einhvem guð, sem
hefði tekið á sig þá miðalda-
mynd, sem lýst er sem Óðni. Þó
þarf engin breyting á guðnum,
að hafa átt sér stað, það var
ekki neinn eðlismunur á lifnað-
arháttum manna á bronze-öld
og þeim tímum, sem einkum eru
kenndir við Óðins-dýrkun.
Fyrstu öruggu myndir óðins
eru frá sjöundu öld eftir Krist.
Bilið milli þeirra mynda og til
bronze-aldar má brúa með skrif
uðum heimildum. Tacitus segir
frá Óðni í Germaníu og hann
er þá talinn helzti guð Ger-
mana á fyrstu öld e. Krist. Frá
þeim tima og aftur til bronze-
aldar finnast engar beinar heim
ildir um þennan guð. Óðinn er
einkum kenndur við galdur,
vizku og skáldskap í norrænni
trú. Spjótmaðurinn frá Tanum
gæti bent til guðs, sem ætti
margt sameiginlegt Óðni Ása-
trúarinnar.
Sverðadýrkun má marka af
helluristum frá Gautlandi.
Sverðsmyndir sem beinast að
sólartákni eða kynfærum gýltu.
Sverðið getur því hafa verið
sólartákn, frjósemi og sólar-
dýrkun áttu saman, sólin var
lífgjafinn og lögun sverðsins er
„phallusar“-tákn eins og spjót-
ið. Þetta hvort tveggja heyrir
hugimyndaheimi bronze-aldar-
manna. Sverðið er einnig sýnt
á helluristum tengt skipi eins
og spjótið. Heródótus segir, að
Skyþar hafi dýrkað fomt jám-
sverð sem herguð sinn. Herföng
um var fórnað og blóði þeirra
hellt yfir sverðið, og átta hundr
uð árum síðar segir Ammianus
Marcellínus frá þvi að Alanar
hafi dýrkað nakið sverð og
haft það sem sinn herguð. Þrátt
fyrir þetta, er ekkert sem bend
ir til þess að bronze-aldar
menn hafi dýrkað sverðið, sem
herguð. Síðar birtist Freyr,
frjósemis og gróðrar guðinn í
norrænni goðatrú. Vopn hans
var sverð, eins og Þór átti ham-
ar og Óðinn spjót, hann átti
einnig gullgölt. Sverð og gölt-
ur eða gylta em tengd á hellu-
ristunni frá Gautlandi. ýmsir
hafa viljað álíta Frey aðkom-
inn í norrænan goðaheim, en
ætla mætti að helluristan með
báðum táknum Freys sýndi ein-
hvers konar undanfara hans á
norrænum slóðum.
Fótaför em oft mörkuð í
klappir með öðmm helluristum.
Oft minna þessi för mjög á sól-
arhringinn, sólartáknið. Fóta-
förin em stundum sýnd yfir
skipum á ristunum. Þegar för-
in fylgja sólartáknum, mætti
ætla að þetta væru fótaför guð-
anna sbr. hófför Sleipnis.
Höggormurinn er markaður í
kletta og hellur og virðist hafa
verið talinn heilagur eins og
mjög víða annars staðar á
þessu tímabili. Ormurinn gat
orðið voldugur sbr. Miðgarðs-
orm og dýrkun hans var mjög
oft bundin frjósemisdýrkuninni
í einhverri mynd. Síðar má
finna ormstáknin í fornnor-
rænni skreytilist.
Skipsmyndir em mjög al-
gengar i helluristum og era ná-
tengdar sólardýrkuninni. Ótt-
inn um að sólin gengi algjör-
lega til viðar og kæmi ekki upp
aftur virðist hafa verið magn-
aður meðal þjóða, sem bjuggu
Þýðingarmest
að byrja ekki
að reykja
Fraffníhald af bls. 11.
ámm að kaupa flestar heimilis
vélar og gjöra heimilið vistlegt
Gamalt máltæki segir: Eng-
inn veit hvað átt hefir, fyrr
en misst hefur. Þetta sannast
ekki sízt á þeim, sem eyðileggja
heilsu sína á reykingum. En
betra er seint en aldrei, þess
vegna ættu allir, sem reykja að
hætta sem fyrst eða hvenær,
sem þeir tneysta sér til þess.
Til dæmis er faðir minn nú
hættur að reykja og móðir mín
líka, en þau höfðu bæði reykt
í mörg ár. Einu sinni áður hafði
pabbi reynt að hætta að reykja,
en byrjaði skömmu seinna aft-
ur. En í vetur skrifaði hann til
Danmerkur, ég held einhverri
stofnun, sem er með heilsu-
vemd fyrir reykingamenn, sem
sendi honum töflur, sem hann á
að taka inn, þegar hann langar
í sigarettur. Töflurnar hafa það
mikil áhrif, að löngunin liður
frá.
En það er þýðingarmest, að
unglingar byrji ekki að reykja.
Hvað er hægt að gjöra til þess?
Barnastúkumar stuðla að því,
að halda bömum frá því að
reykja. Og ég held það sé laer-
dómsrikt að sýna áhrifamiklar
kvikmyndir, sem sanna á ljós-
an hátt heilsuháskann, sem
sígarettureykingar geta valdið.
Við, sem emm ung, virðumat
geta átt fyrir okkur glæsilega
framtíð í þessu landi. Eldri
kynslóðin hefir búið vel í hag-
inn fyrir okkur, lyft hverju
grettistakinu af öðru til að
gjöra landið okkar sem byggi-
legast. Heilbrigði er orðin góð
hér á landi, en engin auðæfi
jafnast á við góða heilsu. Þeir,
sem lagt hafa gmndvöllinn að
velmegun okkar og heilbrigði,
vænta þess af okkur, að við
brjótum ekki niður þá heilbrigði
sem með miklum erfiðismunum
hefir verið byggð upp, brjót-
um ekki niður framtíðarvonir
okkair með því að gerast þræl
ar hins illa vana, sem grefux
undan heilsuinnL
Og þess vegna held ég að við
eigum að hlífa okkur við áhætt
unni af sígarettunni.
Gyðíngafuglinn
Framihiald af bls. 5.
með níusinnum töfluna og
komst að raun um, að hann
kunni um það bil helmínginn
af henni. Um vorið, þegar vetr-
arsnjóinn leysti i asahláku,
gelck drenigurinn um nágrenn-
ið rekinn af minningu og leit-
aði að Schwartz.
Hann fann svantan fugl,
dauðan í urð nálægt ánni;
báðir vængir vom sundraðdr,
hálsinn genginn úr liðuim oig
bæði augun kröfsuð út
— Hver hefur gert þér þetta,
Herra Schwartz? spurði dreng
urinn grátandL
— Gyðíngahatarar, sagði
Edie síðar.
12 LESBOK morgunblaðsins
22. febrúar 1970