Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Side 2
sig hafa fundið hinn fullkomna lífsförunaut, en hann var utan seilingar eins og fyrri daginn. Hann grátbað vin sinn Wilkie Collins að koma á brott með sér og sagði „ . . . hvert sem er . . . til að sjá eitthvað eða allt. Ég verð að komast frá sjálfum mér . . . eymd mín er ólýsanleg." Næstu daga á eftir þaut Dickens upp um fjöll og firnindi og Collins móður og másandi á eftir honum. Dickens var heillaður af því að klífa fjöll; helzt í úrhellis rigningu og hvassviðri. Veð- urofsinn virtist hafa svalandi áhrif á ofsafengnar tilfinning ar hans. mnðu>' >cinni ng systrum. sinnum fóstur. Dickens kenndi henni um allt saman og velti því jafnvel fyrir sér að láta gera á sér aðgerð til að koma í veg fyrir frekari fjölgun. Hann sagði vinum sínum, að hann teldi að hann hefði lagt sinn skerf af mörkum til að fjölga þjóðinni. f>ó að vofa Mariu Beadnell hefði nú verið kveðin niður fyrir fullt og fast, var eirðar- leysi hans og óánægja ekki þar með úr sögunni. Aftur á móti fór vegur hans sem rithöfund- ar stöðugt vaxandi og var þó ærinn fyrir. Sögur hans birt- ust sem framhaldssögur í Household Words við miklar vinsældir. Hann fékk vin sinn og vildarmann Wilke Collins til að skrifa leikritið The Frozen Deep og hjálpaði honuim síðar við að endurskrifa það. Dickens átti að leika von- svikna biðilinn í leikritinu og hann gekk ákaflega mikið upp í því. Leikritið var frumsýnt 6. janúar 1857. Áhorfendur há- grétu í dauðasenunni, sýningin var hinn mesti sigur fyrir þá báða Collins og Dickens. En brátt sótti í sama horfið með sálarókyrrð rithöfundarins. En það er til marks um, hve vegur hans var mikill, að The Froz- en Deep var leikið í konungs- höllinni fyrir Viktoríu drottn- ingu, Albert prins og Belgíu- konung, sem þá var í heim- sókn í Bretlandi. í hléinu ósk- aði drottning eftir að fá að heilsa upp á Dickens, en hann lét sig ekki muna um að hafna því og bar því við að hann væri í gervi. Eins og flest ann- að sem hann fékkst við vakti leiksýníngin hina mestu athygli og hann fékk boð um að koma með leikinn til Manchester og sýna þar. Sá atburður varð til að marka þáttaskil í lífi hans. Hann bað um að fá aðstoð- armann, meðan hann var að kynnast hljómburði í leikhús- inu í Manchester. Mælt var með frú Francis Ternan. Hún var vinsæl leikkona og átti tvær dætur, er voru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu um þær mundir. Þær voru María og Ellen Ternan. Því er hald- ið fram, að Dickens hafi séð Ellen nokkru áður og hann hafi sjálfur lagt drög að Man- chesterferðinni að eigin frum- kvæði. En hvað sem því líður; þarna í Manchester varð hann ástfanginn af Ellen Ternan. Þeir sem ekki vissu betur, héldu að það væri Maria, syst- ir hennar. Maria lék Klöru og grét svo hemjulaust, þegar Dickens „gaf upp andann“ í örmum hennar, að Dickens hvíslaði að henni og reyndi að hughreysta hana. „Væna mín“ hvíslaði hann „reyndu að hafa stjórn á þér. Eftir tvær mín- útur er þetta um garð gengið.“ Hann sagði síðar „Það lá við að ég drukknaði í táraflóð- inu.“ Ekki voru tök á að hafa nema fáeinar sýningar að þessu sinni og Dickens hélt á brott frá Manchester. Flestir aðrir hefðu kært sig kollótta þótt þeir hefðu orðið ástfangnir af stúlku, sem var nær tuttugu og fimm árum yngri. En með Dickens gegndi öðru máli. Hann var maður mikilla öfga og skyndihrifa og miklaði jafnan hvern atburð fyrir sér, hvort sem var í einkalifinu eða á öðrum vett- vangi. Og því er hægur vandi að imynda sér, að þetta varð honum mikið áfall. Hann taldi Catherine var svo erfið í sambúð, að hans dómi, um þess- ar mundir, að honum var um megn að sofa í sama herbergi og lét vinnukonuna setja upp rúmstæði í búningsherbergi hans. Hann var orðinn hund- leiður á fjölskyldu sinni og hvað eftir annað reis hann úr rekkju klukkan tvö að nóttu og arkaði af stað til Gad Hill, sveitaseturs síns, sem var í þrjátíu mílna fjarlægð. Að lokum skipaði hann svo fyrir, að hann myndi ekki koma aft- ur til Tavistock House, fyrr en konan og börnin væru far- in þaðan. En engu að síður var hann bundinn Catherine, því að á þessum tíma var skilnaður ákaflega erfiður og reyndar óhugsandi. Að vísu voru nokk ur líkindi til þess að nýju hjónaskilnaðarlögin kæmust gegnum þingið áður en langt um liði. En það breytti því ekki að hann gæti ekki sótt um skilnað frá Catherine. Cathe- rine yrði að sækja um skilnað- inn og gefa honum hjúskapar- brot að sök. Fyrir hvern venjulegan mann var það óbærilegt, en fyrir Dickens gersamlega fráleitt. Þetta vonleysi, sennilega blandið sektarkennd, gerði það að verkum, að hann var sífellt að reyna að afsaka og réttlæta framkomu sína. Hann sagði: „Catherine er eina manneskj- an sem ég hef þekkt og hef ekki getað lynt við.“ Tíu börn og tuttugu ára sambúð var gleymt á stundinni. Hann kvartaði sáran yfir Catherine við vin sinn De la Rue, sem einnig var kunnugur Cathe- rine. Hann sagði í bréfi: „Mér gengur ekki betur en fyrri daginn að lynda við ákveðinn kvenmann . . . sönnu nær væri að segja að það gangi verr. Hún getur heldur ekki sætt sig við sjálfa sig. Hún hefur verið sjúklega afbrýðisöm og hefur aflað sér órækra sannana þess að ég hafi haft náin kynni af að minnsta kosti fimmtán þús- und konum.“ Svo bætir Dick- ens við: „ég vona að þér virð- ið mig fyrir þessa geysilega miklu reynslu." Kannski hefur Catherine ver ið þunglynd að eðlisfari og jafnvel stirð í skapi, en þrátt fyrir að Dickens væri elskað- aður og virtur rithöfundur er ekki nokkur vafi á að sem eig- inmaður var hann á þessum ár- um algerlega óþolandi. Auk þess var hann ekki að fara í felur með óánægju sína og ófullnægju og hjá því varð heldur elcki komizt að hún fengi að vita um þann ástar- hug, sem hann bar til Ellen Teman. í næsta leikriti, sem Dick- ens lék í, fékk hann Ellen Teman í hendur eitt aðalhlut- verkið og léku þau þar saman. Dickens lék John frænda, sem verður ástfanginn af Ellen. Á 18. afmælisdegi hennar biður hann hana að giftast sér. Það hefur varla farið framhjá Catherine, að hér hefur engin tilviljun verið að verki. Dick- ens lét síðan smíða dýrindis demantshálsmen og ætlaði að senda það til Ellen, en fyrir misgáning var Catherine fært það. Yarla er því að undra, þótt hana hafi grunað það versta en ásakanir hennar urðu til þess eins að æsa Dick- ens enn upp gegn henni. Dótt- irin Katey heyrði móður sína gráta og fór inn til hennar. Móðirin sat þá við snyrtiborð sitt og var að búa sig til að fara í heimsókn til Ellen. Dick- ens hafði krafizt þess, að hún gerði það til að ganga úr skugga um að Ellen væri sak- laus af áburðinum. „Þú ferð ekki fet,“ sagði Katey við móð- ur sína, en Catherine fór samt. Katey skrifaði siðar um þessa för móður sinnar og lýsti því viðurstyggilega andrúmslofti, sem hún sagði að hefði ríkt á heimilinu þessa mánuði. „Faðir minn skeytti ekki hætis hót um liðan okkar. Aðeins grillur hans og ímyndaðar þrengingar komust að í huga hans. Ég get ekki lýst því, hvernig heimil- islífið var hjá okkur um þess- ar mundir.“ Ekki er út af fyrir sig ástæða til að draga í efa, að samband Dickens og Ellen Ternan hafi verið „vináttusam- band“, eins og hann hélt fram — að minnsta kosti þá. Þegar hann heyrði, að Hog- arthfjölskyldan hefði dreift þeim sögum um sig, að hann hefði verið konu sinni ótrúr, gaus reiði hans upp að nýju. Því hafði verið komið í kring, að Catherine fengi sérstakt hús til íbúðar og 600 pund ár- lega. Nú neitaði hann að hún fengi eyri, nema því aðeins, að Hogarthfjölskyldan gæfi út yf- irlýsingu, þar sem fyrri stað- hæfingar væru bornar til baka. Móðir Catherine þybbað- ist við í hálfan mánuð, en fjár- málavit hennar bar hærri hlut og þann 29. maí 1858 skrifaði hún undir plagg þess efnis, að allar sögusagnir um að Dick- ens hefði verið konu sinni ótrúr væru úr lausu lofti gripnar. En samt var Dickens ekki rótt, og fannst ekki nóg að gert. Hann taldi sig einnig þurfa að gefa út orðsendingu. Á forsíðu Household Words birti hann því illyrta yfirlýs- ingu þann 13. júní, þar sem hann segir allar slíkar gróu- sögur sprottnar af þeim hvöt- um einum að eyðileggja mann- orð saklausrar stúlku. Vitað er að Forster, vinur hans, var stórlega andvígur þessari ráð- stöfun. — Allt, sem uim máig hefur verið sagt í þessu efni, hefur verið rangtúlkað og lagt út á versta veg, af algeru miskunn- arleysi. Ekki hafa þetta ein- vörðungu verið rangtúlkanir, heldur beinlínis falsanir og staðlausir stafir . . . ekki hef- ur þessi orðasveimur aðeins bitnað á mér, heldur og á þeim, sem mér standa næstir og eru hjartfólgnastir. Ég lýsi því hér með yfir . . . ég sver og sárt við legg, að ekkert af þeim gróusögum, sem á kreiki eru um mig og mína, hafa við rök að styðjast. Sá sem leyfir sér að hafa þessar sögur eftir upp frá þessu, hann viti það sjálfur, að hann fer með lygi- mál... — Dickens sendi yfirlýsinguna til fjölda blaða. Sum birtu hana, önnur ekki. Mest áfallið í sambandi við það var að hans eigin útgefandi neitaði að birta yfirlýsinguna í Punch og varð það til þess að hann hætti að skrifa í ritið og hóf útgáfu nýs rits, sem hann kallaði All the Year Around. í fyrsta hefti þess birtist kafli úr bókinni A Tale of Two Cities og síðar Women in White eftir Wilkie Collins. Áður en langur tími hafði liðið var útbreiðsla rits- ins arðin svo mikil, að þrjú hundruð þúsund eintök seldust vikulega. En hafi Dickens með yfirlýs- ingu sinni ætlað að kveða nið- ur sögurnar um samband hans og Ellen Ternan hlýtur hann að hafa orðið fyrir vonbrigð- um, því að þær höfðu skiljan- lega þau áhrif að nú var ekki um annað talað. Hvar sem tveir menn eða fleiri komu saman var ekki talað um annað en einkalíf rithöfundarins, og hafð ar uppi bollaleggingar fram og aftur. Aldrei höfðu Lundúna- búar fengið annað eins góð- meti til að smjatta á. Og ekki bætti það úr skák, þegar sú saga barst út eins og eldur í sinu að Dickens stæði í ósið- legu sambandi við mágkonu sína, Georginu. Vinur Dickens reyndi að leiðrétta þetta en tókst óhönd- uglega: „Það er ekki rétt, það sé mágkona hans. Hún er leik- kona.“ Þetta var eflaust gert í góðri meiningu, en mjög kóln- aði vinátta þeirra Dickens og hans á eftir. Dickens hafði gert aðra yfir- lýsingu og komið henni til um- boðsmanns síns og beðið hann að birta hana síðar og ef nauð- syn krefði. Eins og við var að búast barst sú yfirlýsing eftir krókaleiðum inn á ritstjórnar- skrifstofur The New York Tribune og þaðan aftur til brezkra blaða, sem að sjálf- sögðu tóku málið upp að nýju og skrifuðu nú um það af ólíkt meiri hreinskilni en áður. Eftir að hafa farið lofsamlegum orð- um um mágkonu sína Georginu fyrir að annast heimili hans og börn árum saman bætti Dick- ens við: „Hvað konu mína varðar, get ég ekki látið þess ógetið, hversu furðuleg hún er í eðli sínu, sem sést meðal annars á því, að hún hefur jafnan kom- ið gæzlu og umönnun barna okkar á annarra hendur. Nokkur undanfarin ár hefur kona mín gefið til kynna, að henni hentaði betur að flytja frá mér, þar sem hún á við alls kyns andlega erfiðleika að etja, og telur sig ekki geta uppfyllt þær kröfur, sem til eiginkonu eru gerðar. Tvær andstyggilegar mannverur hafa reynt að notfæra sér þetta til að tengja nafn mitt ungri stúlku, sem ég met mikils og Fraimihald á bls. 10. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. marz 1070

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.