Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Page 4
SAGA þessi er frumsamin á esperanto. Höfundurinn er júgóslavnesk kona, búsett í Danmörku og gift dönskum manni. Sagan er að stofni til sönn og mun hafa gerzt fyrir fáum áratugum. Stefán Sigurðsson þýddi. Kristmann Guðmundsson Ritgerðasöfn Hilmars Jónssonar Hilmar Jónsson, bókavörð- ur í Keflavík hefur látið margt til sín taka og er orðinn kunn- ur maður fyrir ritgerðir sínar, er segja má að fjalli um allt „milli himins og jarðar”. Hann hefur einnig skrifað skemmti- lega pólitiska skáldsögu, er nefnist „Foringjar falla”, og mjög forvitnilega bók, sem heitir: „fsraelsmenn og íslend- ingar”. í þeirri síðar nefndu er gerður ýtarlegur samanburð- á Móselögum og siðum, háttum og trú íslenzku landnemanna. Höfundur byggir þar á samtöl- um við frænda sinn, Runólf Pétursson, sem mörgum er að góðu kunnur, „en hann vissi ég fróðastan í íslendingasögum og Biblíunni”, segir Hilmar. I bók þessari er margt ákaflega athyglisvert, þótt vera megi að það sé ekki allt eftir kokka- bókum vísindamanna í biblíu- fræðum. En ýmislegt er þó mjög sannfærandi, svo sem samanburður á Hávamálum og Síraksbók. Og það hygg ég, að hverjum þeim manni, sem ekki er beinlínis haldinn lærdóms- hroka, muni þykja fróðlegt og gaman að lesa þessa bók. Árið 1955 kom út fyrsta rit- gerðasafn Hilmars, er nefnist: „Nýjar hugvekjur fyrir kristna menn og kommúnista”. Hann var þá rúmlega tvítugur, hafði verið í Menntaskólanum og gerzt þar kommiúnisti, en horf- ið frá þeirri stefnu aftur og hætt skólanámi. Var hann nú kominn til Parísar og reyndi að finna sér einhverja fótfestu í evrópskri menningu, en það var allt annað en létt í þessari „borg ljósanna”, eins og hún var nefnd í gamla daga. Og það, sem kannske er athyglis- verðast í bókinni, er hin ein- læga leit ungs og stórgáfaðs manns að einhverjum traustum grundvelli undir líf hans og hugsjónir. Það er greinilegt að höfundur hefur lesið mikið í heimspeki og þjóðfélagsfræði, en ekki fundið það, sem hann leitaði að. í bókinni kemur alls staðar fram ungur, óþolinmóð- ur og leitandi andi, sem gerir sér ekki að góðu að aðrir hugsi fyrir hann. Margar af grein- unum eru mjög stuttar, en furðu smellnar, og gætu verið skrifaðar af býsna kjaftforum, «n bráðgreindum skólastrák. En aðrar hafa að geyma mjög víðfeðma samfélagsgagnrýni, eins og t.d. kaflinn um ítalskar kvikmyndir eftir stríð, þar sem htið er með sanngimi bæði til austurs og vesturs. Og ein af veigamestu greinunum í safn- inu er fræðilegt uppgjör höf- undar við kommúnismann. Þar eru tilfærðar helztu kenningar Karls gamla Marx og síðan sýnt fram á hvernig kommún- istar hafa afskræmt þær í fram kvæmdinni. Og höfundurinn talar enga tæpitungu — að því leytinu gæti hann verið verð- ugur lærisveinn Jóns heitins Vídalíns; Hér er á ferðinini þjóðfélagslegur umbótaswmi, sem hefur trúað á „huigsjón" kommúnismans, en orðið fyrir vonbrigðum, og hefur dirfsku og manndóm til að vara sam- borgara sínia við óskapnaðinium á hreiniskilinn hátt. Og það 'hef- ur æ síðan verið aðall þessa unga manns: dirfska og hrein- skilni, hver sem í' hlut á. Hugs- un hans er skír og skörp og dugnaðurinn mikill. Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, og fylgir ekki dæmi hundanna að ráðast að þeim sem fjöldinn ofsækir — hann er, að því er ég bezt fæ séð, drengskaparmaður, en slíkra er oss mikil þörf í nú- tíma þjóðfélagi okkar, sem virðist að ýmsu leyti spilltara en efni standa til. ótt nokkrar af greinum hans séu dálítið „strákslegar”, er oft ljómandi gaman að þeim. Tökum til dæmis glefsu úr „Rismálum”, kaflanum, þar sem lagt er út af ritdeilu þeirra Þorbergs og Kiljamis hér um árið: „Á fyrri hluta þessarar aldar voru kommúnistar hinir vígreifu bardagamenn og gagn- rýnendur. Þeir leituðust meðal annars við að uppræta hið fúna og feyskna í menningu borg- arastéttarinnar. Fyrir það hluitu þeir virðirngu ýmissia merkra borgara, sem að öðru leyti gátu ekki fellt sig við boðskap þeirra. Þessu hlut- verki gagnrýnandans hafa nú rauðliðar að fullu og öllu kast- að fyrir róða. Eða getur nokk- ur ímynidað sér ömurlsigri mynd en þá, sem Þorbergur Þórðar- son, höfundur „Bréfs til Láru”, dregur nú upp af „Rauðum pennum"? Gamall miaður, sem einu sinni kallaði sig spámann, styður sig nú við rotnandi ná, mesta harðstjóra allra anda, tautandi fyrir muimni sér: „Hví ekki heldur gráta syndabyrðir sínar í leyndum, þegar hann sér forna skoðanabræður og vini forðá sér út úr grafhvelf- ingunni í betra og hreinna andrúmsloft. Hinn mikli andi, sem skelfdi Belsasar kcmung forðum, hefur enn á ný skrif- að feiknstafi sína yfir þeim, sem dýrka skurðgoð og falla á kné fyrir harðstjórum. Skip- brot kommúnista á íslandi er innsiglað.” Hann er ekkert hræddur við að segja beiskan sannleika um fræga kollega sína, eins og t.d. Þorberg og Kiljan, en ann þó báðum sannmælis. Og honum flö&rar ekki við að gaigmrýma útlend skáld, sem kommar hafa gert heimsfræga, og hægri menn lagt blessun sína yfir — af ótta við að sýnast ekki nógu gáfaðir. En það er göm- ul og grátbrosleg reynsla að margir íhaldsmenn þora ekki að standa með þeim fáu — og si- fellt fækkandi — skáldum, sem standa með þeim, en reyna heldur að kaupa sér frið hjá kommúnistum með því að styðja þeirra rithöfunda. Af „Nýjum hugvekjum” er Ijóst að höfundurinn hefur reynt að fínna einhver hagnýt mið í evrópskri menningu. Hann er vel heima í lisituim — furðulega vel heima, af svo ungum manni að vera — og þekking hans á bókmenntum er hýsna mikil, og og á almerrn- um stjómmálum. Hinsvegar skortir hann enn rejmslu. Hana er hann aftur á móti bú- inn að heygja sér þegar næsta ritgerðasafn hans kemur út, ár- ið 1964. Sú bók heltir „Rismál”, en í henni er fjallað jöfnum höndum um stjómmál og bók- menntir. Um þetta leyti er höf- undurinn orðinn kristinn mað- ur og mikill aðdáandi Alherts Framhald á bls. 14 Útgefandi: Hj£. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Haraidur Sveinsson. Bitátjórar; Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráö Jónsion. Ritstj.fltr.: Gísli SigurCcsón. Auglýsin^ar: Árni Garöar Krijtinsson. Rditjón: AöjJstraeti 6. Simi IMÍ ér er í barnsminni litla húsið hans Marteins afa. Það stóð í útjaðri þorpsins, þar sem faðir minn var kennari. Hann átti engin barnabörn, aðeins einn son, sem var ókvæntur. Samt var hann af öllum þorps- búum nefndur Marteinn afi og konan hans amma. f húsinu, sem þau bjuggu í var stórt herbergi, og stóðu tvö rúm við einn vegginn. Þau voru full af mjúkum gæsadún- koddum. Stört borð var í her- berginu, bekkur og stólar, enn- fremur eldstó, sem opnaðist inn í litla herbergiskompu. Þessi eldstó var kynt með brenni til upphitunar, og í henni var ofn, sem braúðin voru bökuð í. Milli tveggja lítilla glugga, sem sneru út að rykugri gang- stéttinni, stóð lágt borð alþak- ið trékössum, sem höfðu að geyma alls konar verkfærL Marteinn var nefnilega_ eini skósmiðurinn i þorpinu. Eg ef- ast um, að hann hafi. verið út- lærður í iðninnL og þótt hann gæti reyndar smíðað óvandaða skó, þá átti hann þess sjaldan kost, því að þorpsbúar kusu heldur að kaupa betri skó í næstu borg. En þá skó fékk hann til viðgerðar, og við það var hann önnum kafinn frá morgni til kvölds. Á öðrum enda borðsins stóð ævinlega brennivínsflaska. Án hennar gat hann ekki þolað tilhreyt- ingarleysi lífsins. Hann þjór- aði stöðugt og var aldrei fuH- komlega algáður en mjög sjald- an fuliur. „Ég er bara að væta kverk- arnar” var hans venjulega skýring á nærveru flöskunnar. í húsinu var lítilfjörlegt eld- hús og þar var rúm sonarins. Milli þess og herbergisins var kompan, sem áður er nefnd, og þar voru geymdir nauðsynlegir búshlutir. Bak við húsið var garður, þar sem amma ræktaði alls konar grænmeti milli ald- intrjáa og berjarunna. Þau höfðu engan jarðarskika eins og aðrir þorpsbúar, en lifðu á því, sem Marteinn afi fékk fyr- ir skóviðgerðir og kaupi sonar- ins, sem vann sem daglauna- maður hjá hinum ríku þorps- búum. Ég hafði yndi af að heim- sækja Martein afa, sitja þar á vetrarkvöldum vð stóru eld- stóna ásamt malandi kettinum og ömmu, sem var að sauma. Marteinn afi sagði sögur enda- Iaust og svaraði spumingum okkar með stgurhreim í rödd- inni. Venjulega rann frásögn- in upp úr honum jafn eðlilega og reykurinn úr pípunni hans liðaðist upp að lofti. Kærasta umræðuefni Mart- eins afa var áform hans að heimsækja bróður sinn, lög- manninn. Kona hans var því mótfallin. Hún sagði, að það yrði honum bara tii leiðinda, fátækum og óbreyttum alþýðu- manni, og sonur þeirra tók í sama strenginn. En Marteinn afi tók aðvaranir þeirra ekki til greina. Mörg ár var hann búinn að fresta förinni. En nú, á gamals aldri, fannst honum að tími væri til kominn að fram kvæma hana. Hann ákvað að fara um páskana. Heilt ár sner- ist allt hans tal um ferðina. Konan hans trúði ekki, að þetta kæmist í framkvæmd, því að mörgum sinnum á undan- förnum árum hafði hann ráð- gert förina, án þess að nokkuð yrði úr henni. Hún tók þetta sem marklaust hjal. En hann fann eins og cif eðlisávísun, að nú var stundin að nálgast. Ég smitað- ist af áhuga hans, og loks var þetta orðið sameiginlegt leynd- armál okkar. Hann hafði til að bera sömu barnslegu eiginleika og ég, einfeldni, trúnaðar- traust, trú á einlægni annarra manna og forvitni. Ef kjarkur- nn ætlaði að bila, þá saup hann á flöskunni og vínand- inn smaug inn í blóðið og jók honum áræði. Ég fékk að vita nákvæmlega, hvað hann ætlaði að hafa meðferðis til að gefa bróðúr sínum, dætrunum og frúnni hans „bróður míns, lög- mannsins.” Að lokum vissu allir þorps- búar, hvað til stóð. Það var ýtt undir hann að lýsa ferða- laginu nákvæmlega aftur og aftur. Og loksins gafst eigin- konan upp við að halda aftur af honum, og fór að trúa því, að nú mundi þetta verða að veruleika. Brottfarartíminn nálgaðist óð um og amma bakaði alls konar kökur og góðgæti og lagfærði skárstu fötin hans (þau einu fyrir utan hversdagsfötin). Mér fannst Marteinn afi mjög til- komumikill. Og hann hafðl sömu hugmynd um sjálfan sig. Amma bað hann að drekka ekki of mikið áður en hann legði af stað, en það var nú einmitt eina ráðið til að hleypa í sig kjarki. Því meira, sem tíminn nálg- aðist, því óttaslegnari varð Marteinn afi. Síðustu dagana kom hann sér ekki að því að vinna, og það voru einu dag- arnir, sem ég hafði ekki séð hann við vinnuborðið. Á hverjum degi vildi hann í bamslegri einfeldni vera að máta á sig ferðafötin, þar til konan hans útskýrði fyrir hon- um, að þau yrðu ónothæf, ef hann væri að þvælast svona með þau. Hann hætti þá að máta fötin, því að hann óttað- ist, að það kynni að verða för- inni til hindrunar. Mörgum sinnum útlistaði hann fyrir mér með miklum ákafa undrun bróður síns, sem ekkert hefði fengið að vita um væntanlega komu hans. Eftir áratugi mundi hann hitta bróður sinn, Iög- manninn, sem varla hafði haft nokkurt samband við fjöl- skyldu sína síðan á stúdents- árunum. Hann setti sér fyrir sjónir endurfund þeirra eins og hann bjóst við og óskaði, að hann 4 LESBOK MOffGUNBLAÐSINS 8. rnarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.