Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Qupperneq 12
Hann kemur íilllílf í bförtu ljósi Framhald af bls. 9 honum er allt, sem við í raun og veru þekkjum ekki, en vit- um óljóst, að er til. Þar er allt, sem er fagurt og mikils vert. Ég held, að viS komum þaðan með afar gott veganesti, en svo er það eins og þegar við erum að búa okkur af stað í ferða- lag eða búa aðra af stað, við gerum það misjafnlega vei. — En hvað um dýrin? — Þau eru sennálega ein- hver hluíi af öiiu þessu stóra og mikla lífskerfi. Það, sem er dýr i dag, hvað verður það svo næst, þegar það faeðist? Veit nokkur það? Ég geri alveg ráð fyrir, að sama lögmál gildi um þau frá guði sjálfum, — um allt, sem lif heitir. — En hvað um hina svo- kölluðu dauðu náttúru? Er hún eins dauð og við höldum? — Er nokkuð dautt? Er ekki alls staðar iíf? — Landið sjálft? — Ég held, að það sé líf í landinu okkar. — Bergið? — Trúað gaeti ég, að það sé líf í síeinunum, eitthvert lif. Ég hef ekki séð huidufólk, en ég rengi ekki, að það sé tiL En ég hef séð þessa litiu skógaráifa eða blómálfa, bæði í Vagla- skógi og HallormsstaðarskógL — Hvernig eru þeir? — Þeir eru plnu-agnarlitlir og afar skrýtnir. Ég hélt fyrst, að þetta væri fugi, og spurði Guðbjart, hvaða fugl þetta væri. „Hvar er hann?_“ spurði Guðbjartur á móti. Ég benti honum á tréð, og hann sagði: „Ég sé ekki neitt.“ Þá fór ég að gá betur að og fylgdi þessu svolítið eftir. Allt í einu snéri þetta sér að mér, og þá sá ég pínulítið andlit, eins og ósköp lítið þarnsandlit, sem brosti þarna við mér. og það var svo- lítil! búkur niður úr því. En þetta hvarf svo fljótt, að ég gat ekki áttað mig á útlimum, höndum eða neinu. Ég hélt fyrst, að þetta væri einhver hugarvilla, því að hún getur nú oft komið yfir okkur öll, en svo þegar ég rak mig á þetta aftur seinna, á sama stað í Vaglaskógi, alveg á sama stað, fann ég, að þetta gat ekki verið nein vitleysa í mér. — Var hann einn? — Það var bara einn. sem ég sá, og einn í Hallormsstaðar- skógi líka. — Var hann svipaður? — Já, mjög líkur. Ég held ég hefði ekki þekkt þá sundur, ef ég hefði séð þá saman. — Fannst þér þeir vilja þér eitthvað? — Nei, ekki gat ég merkt það. En ég veit ekki, hvað þetta er, og get enga skýringu á þessu gefið, en þetta hef ég séð. — En ég hef aldrei séð huldufólk, þó að ég hafi lesið og heyrt margar sögur um það. Einu sinni, þegar ég var 16 ára, var ég lánuð íii sængurkonu frammi í Eyjafirði, og mamma sagði við mig, þegar ég fór að heiman: ..Þú manst það, að þú verður að sjóða allt, sem kem- ur nálægt konunni, og þú átt að muna það.“ — Það var fætt, þegar ég kom, og ég ætlaði að fara að byrja að sjóða. Þá kem- ur Ijósmóðirin til min, — göm- ul kona, dáin núna, blessunin, — og segir við mig: „Hvað ert þú eiginlega að gera?“ „Nú, ég er bara að sjóða kompressurn- ar,“ segi ég. Þá segir hún: „Ég hef aldrei þurft að sjóða neitt, það get ég sagt þér, og ég ætla ekki að gera það frekar hér.“ Mér fór nú ekkert að liða vel og spurði: „Hvemig stendur á því? Mamma sagði, að ég ætti að sjóða allt, sem kæmi að konunnL" — „Ja, ég get sagt þér það,“ segir hún, „þegar ég var ung stúlka, var ég sótt til huldukonu og tók á móti hjá henni. Hún sagðist ekki geta launað mér neinu, en ég skyldi aldrei lenda í neinum vand- raeðum, þótt ég tæki á móti börnum. Svo fór ég og lærði til ijósmóður, og síðan hefur þetta alttaf blessazt, og ég hef aldrei soðið neitt." — Það sögðu þær már, konurnar, að væri alveg satt. — Ég get sagt þér, að mér leið illa þennan tíma, sem ég var þarna með henni, og þegar hún var farin, —- hún var ekki nema fjóra daga, — byrjaði ég að sjóða allt og gerði það samizkusam- lega. Ég var alveg logandi hrædd, þangað til sængurkon- an var komin úr allri hættu og allt var í lagi. En tilvist huidufólksins var þeirri gömlu alveg lifandi veruleiki. — Ég hef sjálf aldrei séð huldufólk eða álfa, en ég hef orðið hrædd á nýársdag, og ég get ekki ver- ið ein þann dag, og það er eini dagurinn á árinu, sem ég get ekki verið ein hér í húsínu. Ég veii enga skýringu á því, en ég ynni það ekki fyrir nokk- urn hlut. — En þegar þú sérð það, sem við köllum annarlegar verur, fylgir því nokkurn tíma hræðsla eða óttatilfinning? Fylgir því ekki oftast góður hugur? — Ég verð ákaflega sjaldan vöx við annað, þegar það kem- ur þarna hinum megin frá, en aftur hef ég fengið hugarsend- ingar frá lifandi fólki, sem mér hefur ekki likað. Ein siík var jafnvel svo sterk, að hún tók á síg mynd. Ég fann strax, að þetta var eitfhvað, sem ég skildi ekki og vissi ekki, hvað var, svo að ég kaliaði strax á Harald. Hann sagði mér að krjúpa niður, og það gerði ég. Þá varð ég hrædd, afskaplega hrædd. Og ég held, að fólk þyrfti að vanda hugsanir sin- ar miklu betur en það gerir stundum, bæði fyrir sjálft sig og hvert til annars, því að heimurinn verður aldrei byggð- ur upp öðruvísi en við reyn- um að hugsa vel hvert til ann- ars og leitum ekki að ókostun- um hvert hjá öðru. Við höfum öll einhverja ókosti, en við eig- um ekki að leita að þeim og ekki hlúa að þeim. Við eigum heldur að reyna að draga úr þeim hvert hjá öðru og hjá okkur sjálfum. — Er þá fólgin orka í hverri hugsun? — Já, geysileg orka. Hver maður hefur yfir þessari orku að ráða og ræður, hvernjg hann beitir henni. Ég tel afar nauðsynlegt, að vísindin rann- saki betur en gert hefur verið þessa hugarorku manns- ins og hvernig hægt væri að nota hana til góðs. Þá yrðl öðruvísi umhorfs í kringum okkur, og þá yrði minna um ógæfu og hörmungar i heim- inum, ef allir gerðu sér far um að temja sér fagrar og upp- byggjandi hugsanir, eins og hverjum og einum er framast gefið vit tiL — Getur nokkuð kallazt yf- irnáttúrulegt, ef það er skoðað í réttu Ijósi? — I raun og veru ekki. Allir vita, að tíl eru margir blutir I okkar heimi, sem þeir geta ekki skýrt eða skilið, en eru þó full- komlega nattúrulegir og lúta viðurkenndum eðlislögmálum. Á sama hátt eru til ýmis fyr- irbrigði, bæði þessa heims og annars, sem við skiljum ekki til fulls og er ef til vill ekki ætlað að skilja og aðeins sum- um okkar er gefið að skynja. Þau kalla margir dularfull, eins og má til sanns vegar íæra, af þvi að þau lögmál, sem á bak við liggja, eru mönnum dulin, en ég tel þessi fyrir- brigði jafn-eðlileg og náttúru- leg og hvað annað í sköpunar- verkinu. Allir hlutir lúta vilja guðs og lögmálum hans, þó að við þekkjum þau ekki nema að óverulegu leyti. Og fyrir mér eru báðir heimarnir, hinn and- legi og hinn efnislegi, jafn- raunverulegar staðreyndir. í janúar 1970. Jónas Haralz „Þetta voru beztu tímar og hinir verstu“ Fyrir rámum hundrað árum var enski rithöfundimim, Charles Dickens, að hyrja á nýrii skáldsögu. Verkið sóítist seínt, og einkum átti hann erfitt með að fimta gott upphaf þess- arar sögu, sem átti að gerast á tímum frönsku stjómarbylt- ingarinnar og hefjast árið 1775. Loks varð uppfaafið þn til, og það var svona, í lauslegri þýð- ingu: „Þetta voru faeztu tímar og hinir verstu, öld vizku og öld heimsku, trúarskeið og skeið vantrúar, árstíð Ijóss og árstíð myrkurs, vordagar vonarinnar og vetur örvæntingarinnar. Við áttum allt í vændum, við átt- um ekkert í vændttm, við vor- um öll á hraðri Ieið ti! hímna, við vorum öll að fara faeint til helvítis. í stuttu máli sagt, tím- amir þá voru svo líkir því, sem þeir eru nú, að sumir þerrra, er mest höfðu sig í framjni, kröfðust þess, að allt væri, til góðs eða ills, látið heita annað hvort í ökla eða eyra.“ Tímarnir þá voru líkir því, sem þeir eru nú, fannst Ðick- ens. Hvað getur okkur þá virzt um okkar elgin tíma, þann ára- tug, sem nú er senn á enda, og þá áratugi, sem á undan honum fóru? Við höfum Iifað tíma mestu framfara og vel- megunar, sem um getur, en við höfum einnig Iifað tíma hung- urs, klæðleysis og hibýíaskorts mikils hiuta mannkyns. Yið böfum lifað öld mikilla upp- götvana og afreka í vísindum og tækni, en jafnframt öld eyð- ingar gróðurs og dýralífs, mengunar lofts og lagar. Við höfum lifað skeið trúar á það, að velmegun færði okkur ham- ingju og öryggi, en jafnframt skeið almennrar angistar. Við höfum lifað árstíð nýfengins sjálfstæðis ungra þjóða og gamalla og árstíð þess myrk- urs, er þær eyddu orku sinni í innbyrðis valdastreita og þegnar þeirra faárust á faana- spjótum. Við höfum Ilfað vor- daga vonarinnar, er frelsið virtist gróa að nýju, og við faöf- um séð þann veika vísi frjósa í hel á vetri örvæntingarinnar. Við faöfum alið unga kynslóð, sem öll veraldleg gæði átti í vændum í miklu rikari mæli en nokkur kynslóð á undan hennl, og við höfum séð þessa sömu kynslóð í vaxandi mæli afneita þeim gæðum, sem að henni voru rétt Já, tímar okkar hafa verið mikilíenglegir tímar tíl góðs og til iiis, og við eigum erfitt með að skilja, að þeir geti hafa verið nokkrum öðrum tímum Iikir. Og þó virðast þeir hafa átt sitthvað sameiginlegt með tímum Dickens og þeim tímum, sem hann var að lýsa í sögu sinni. Því þrátt fyrir allt, sem skilur þessa tíma, okkar tima og alla aðra tíma, eiga þeir eitt sameiginlegt, það, sem mestu máii sfciptir. Þeir eru aHir háð- ir þeim lögmálum mannlegs lífs, sem stjórna vexti ©g þroska, hrórnun og dauða. Við getum ekkí vaxið í all- ar áttir í senn, ekld þróað í einu alla þá hæfileika, sem okkur búa í brjósti. Við erum sífellt að velja og hafna. sem einstaklingar og sem þjóðfélög. I favert skiptí, sem við veljum, lokum við leiðum, sem hefðu getað leitt til þroska. í þeim skilningi deyjum yið daglega. Og sérfaver leið, sem valin er, hversu þroskavænleg, sem hún reynist, ber jafnframt þroskan- um í sér upphaf hrömunar og endaloka. Okkar tímar hafa valið sín- ar Ieiðir eins og allir aðrir tím- ar. Við höfum valið leið hrað- fara tækniþróunar og velmeg- unar. Sú leið hefur fært þeim hluta heims, sem vlð Iifum í, veraldlegar allsnægtir. Enginn, sem af eigin raun eða lýsing- um annarra þekkir skort og hörmungar fyrri tíma, — tíma, sem aðeins eru nokkra áratugi að faaki okkar, — getur talið, að sú leið hafi verið illa val- in. í einhliða sókn að þessu markmiði höfum við hins vegar lítið sinnt afdrifum meðbræðra okkar í heilum heimsálfum, og við vitum nú, höfum við ekki vitað það áður, að við höfum valdið' spjöllum á náttúrunni umhverfis okkur, sem fyrr en varir geta grafið undan alls- nægtunum. Tímar okkar liafa hafið þjóð- ina og þjóðernið til vegs og byggt á þeim grunni riki nú- tímans. Það var á sínum tíma rétt leið, og va! hennar hefur borið ríkulegan ávöxt í bætt- um efnahag og blómlegri menn- ingu. En þessi Ieið fól jafn- framt í sér að verulegu marki afneitun mannlegs bróðurþels og mikilvægis alþjóðlegra sam- skipta. Þegar verst gegndi fól hún í sér styrjaldir og hryðju- verk. Við vitum nú það, sem við alltaf hefðum átt að vita, að allsnægtir færa ekki hamingju, að öryggi býr ekki bak við steinveggi. Aðrir tímar sem Iakari aðstöðu höfðu til að sækjast eftir veraldlegum gæð- um, vissu betur en við, að „hamingjan býr í hjarta manns”, og öryggi finnst aðeins í því að skilja lögmál þeirrar tilveru, sem við lifum í, og í því að játast undir þau lögmáL En þrátt fyrir allt, þrátt fyr- ir öfgar og einsýni, þá var val okkar tíma, áherzlan á tækni- legar framfarir og velmegun, á mikilvægi þjóðar og þjóðernis, eðiilegt og rétt val við þær aðstæður, sem ríkjandi voru. Ekkert, sem við nú vitum og sjáum betur en áður, getur haggað þeirri skoðun. En su leíð, sem þá var valin, er nú bersýnilega að nálgast kross- götur, liafi þeim krossgötum ekki þegar verið náð. Því líf okkar sem einstaklinga, kyn- stofns, og þjóðfélags hýr ekki aðeins yfir vexti og hrörnun, heldur mætti endurnýjunar, sjálfu undri mannlegrar til- veru. Öðru hvoru eigum við nýrra kosta vöL Og þá skipt- ir öllu máli, að við eigum þrek til að velja réttar leiðir, að í okkur búi hæfnin að taka okk- ur ný verk með höndum. Hæfi leikinn til skapandi endurnýj- unar ræður úrslitum í lífi ein- staklinga jafnt sem þjóða og þjóðfélaga. Likt og höfundur Völuspár sá jörð rísa öðru sinni úr ægi iðjagræna, heyrði spámaður fsraels orð Jahves: „Rennið eigi huga til hins umliðna og gefið eigi gætur að því, er áður var. Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni, það tekur þegar að votta fyrir því — sjá- ið þér það ekki?“ í meginatriðum samhljóða rœðu á árshátíð Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, 30. janúar s.l. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. marz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.