Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Síða 13
Að halda niðri í sér andanum - og bíða... Katrín Þórðardóttir segir frá dvölinni og biðinni á Sao Tome Miðvikudagur, 7. janúar. DC—8 flugvél lendir á Sao Tome, við erum komin heiin úr fríi. Allir drengirnir okkar eru komnir til að taka á móti „mömmu og pabba”. Hver og einn með sitt litla eða stóra vandamál; já við erum komin lieim. Þetta kvöld á Steini frí. Alvarlegar fréttir be'rast frá Biafra, ástandið hefur versn- að. 8. janúar. Steini fer að fljúga. Eins og svo oft áður kveðjumst við, en eitthvað ligg ur í Ioftinu og ég hef enga ró. Reyni að dreifa huganum með þvi að spila bridge. Eftir að spilinu iíkur: Kemnr hann, kemur hann ekki? BíU- inn stoppar fyrir utan, hund- arnir fá sitt vana kiapp og kjötbita. Hann er kominn heim. Naesta dag er ákveðið að Steini og Krummi fari til Bi- afra til að atliuga Uga flug- völl. Við Sonja, kona Krumma, fylgjum þeim á völlinn með ugg í brjósti, en jafnframt von um að eitthvað gott hljótist af þessari för. Um kvöldið bjóða landarnir út í mat. Umræður snúast um allt annað en flug og Biafra, en undir kátínuyfir borðinu virðast allir halda niðri í sér andanum og bíða. Nóttin er löng og engar fréttir berast. Vakna heldur seint, enda lítið sofið. Ennþá engar fréttir. Fyrstu vélamar leggja af stað til Uli. Ég tek tímann og vona að þeir komi með fyrstu vél. Sonja kemur, hún vill ekki bíða lengur heima heldur úti á velli. Ég hlusta eftir flugvélahljóði. Ðauða- þögn. Komið fram yfir venju- legan komutíma. Ökum út á völl og ég reyni að vera rd- leg en erfitt er það. Nú er mik- ið um að vera, vélar snúa við, ótal sögusagnir á kreiki. Er UIi fallinn? Kvíðinn eykst. Ol- son radíómaður kemur til mín. „Maðurinn þinn er á leiðinni." Léttinum er ekki hægt að lýsa. Svo heyrist í radíóinu: „Sao Tome, Sao Tome. Kapt- einn Jónsson biður um að hafa ólilaðna vél tilbúna. Hann ætl- ar strax aftur til baka.“ Okk- ar vélar höfðu ekki getað lent, en allir vilja strákarnir fara með honum sem sjálfboðaliðar. Bara að ég væri strákur. Þeir fara, og mínúturnar mjak- ast áfram eins og klukkutímar. Sígarettupakkinn er tómur. Opna annan. Bið ... Flóttafólk- inu fjölgar. Attatíu komu með fyrstu vél, níu með næstu. Tak- ist Steina að lenda verður hægt að bjarga fleirum. Húrra. Þeir kalla upp; eru með tuttugu og fimm flótta- menn. Sumir, sem þegar era komnir, sjá ættingja og vini. Aðrir vikna og ganga vonlaus- ir í burtu. Ég er ákaflega ham- ingjmöm, maðurinn minn er kominn heill á liúfi. Það er kominn 12. janúar. Spennan liggur í loftinu. Það er hlustað á fréttir, reynt að hafa samband við Biafra. Þögn ... Steini er á f undi, og öðrum og öðrum. Akveðið að senda eina vél. Hver á að fara? Hann auðvitað. Nú er ég hrædd; ekkert vitað út í hvað er verið að fara. Það á að lenda á Uga, Uli er fallinn. í þetta skipti brosir enginn. Ég veit ekkert um aðra, ég bíð. Þegar fréttin kemur: „Skot- ið hefur verið á vélina”, kemst ekkert annað að en „Nú hefur það orðið.“ í aila þessa mánuði hefi ég, eins og sennilega all- ar aðrar konur í sömu aðstöðu, lifað aðeins fyrir einn dag í einu; óttinn við að endirinn verði vondur, aldrei yfirgefið mig sofandi, vakandi... „A- höfn ósærð en farþegar með skotsár er næsta frétt. Ég þori ekki að trúa fyrr en ég sjálf sé. Svo kemur léttirinn og stoltið yfir afreki drengj- anna minna. Áður fyrr voru mávar taldir til sérstaks ættbálks sundfugla, og áttu þeir að vera skyldir öudum og öðrum fuglum, sem sundfit hafa. Hina síðustu ára- tugi hafa vísindamenn, og er enn að raða niður dýrategund- MÁVAR Úrgangs- og hræfuglar Eftir Árna Waag um eftir skyldieika þeirra ag jarðsögulegu þróunai’stigi. Fer niðurröðun þessi fram sam- kvæmt ákveðnu kerfi og er sér stök fræðigrein. Ef við suúum okkur að fuglunum þá eru t.d. mörgæsir taldir frumstæðastir allra fugla, þ.e.a.s. elztir jarð- sögulega, síðan koma strútar, brúsar, goðar og þannig koll af kolli og eru spörfuglar taldir þróaðastir allra fugla með hröfnunga í fararbroddi og er hrafninn talinn vera æðstur í heimi fuglanna. Nú er það almennt álit sér- fræðinga, að mávar séu skyid- astir vaðfuglum og eru þeir ásamt svartfuglum taldir til sérstaks ættbálks, en þó eru mávar og svartfuglar í sitt hvoruni undirættbálki. Það eru aðeins ytri skilyrði og ólíkir Iifnaðarhættir, sem hafa gert fugla þessa frábrugðna hvor öðrum, en beinabygging og ýmislegt annað í líffærafræði allra þessara fuglategunda er mjög svipað. Innan undirættbálks máva teljast þrjár ættir, kjóaættin með 4 tegundum. Það er skúm- ur, kjói, iskjói og fjallkjói. Svo er það saxnefsættin með þrjár tegundir. Kynlegir fuglar með mjög langan neðra skolt og loks mávaættin með rúmlega 80 tegundum. Til mávaættar- innar teljast auk mávanua sjálfra, þernur, og eru rúmlega 40 tegundir til af þeim í heim- inum. Hinar eiginlegu tegundir máva eru alts tæplega 40 og eru dreifðar um allan heim. Hér á landi verpa 8 tegundir. Það eru svartbakur, hvítmávur, silfurmávur, sUamávur, storm- mávur, hettumávur og rita. AHar tegundirnar nema sú síð- astnefnda teljast til sörnu ætt- kvíslar, en rita er dálítið frá- brugðin hinum m.a. með því, að hún iiefui mjög óþroskaða aft- urtá og cr reglulegur bjarg- Hettumávur. fugl. Ennfremur á ritan aðeins tvö egg, en eggjafjöldi hinna tegundanna er þrjú egg Bjartmávur er mjög algengur hér á vetrum en liverfur til varpstöðva sinna á vestur- strönd Grænlands, þegar á vor ið Iíður. Auk þessa sést dverg- mávur hér á landi næstum því árlega og trjámávur, sem er norður-amerísk tegund, hefur sézt hér í nokkur skipti. Þá sjást stundum hér við Iand Framliald á hls. 11 Saxnefur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 8. marz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.