Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 6
Lárus Sigurbjörnsson Frjálslega íneð farin söguleg gleði um danska stórmaktstíð á íslandi í þremur þáttum. Fimmti og síðasti hluti Stutt leikhlé. Þar sem sólskinsbletturinn var fyrr, er nú komin auglýsing rituö með' gotnesku letri: íslenzk tunga á við í íslenzkum kaupstað, hvað allir athugi. Borð við bekk- inn dúkað og fram borin soðning. Það hefur birt verulega á leiksviðinu, enda slökkt á kertunum. Sólin skín nú skáhallt inn um gluggann og geislinn nær fremsta borði til vinstri. Á veggnum fyrir ofan bekkinn bangir nú framhlaðningur Arthurs. Að öðru leyti er alit óbreytt. STEFÁN ....... Situr við borðið og hefur tekið til matar síns. AKTHUR........ Kemur inn og gengur að sínu sæti hjá Stefáni. Bona dies! STEFÁN ....... Bona dies! ARTHUR........ Hvað er til matar í dag? STEFÁN ....... Soðning. ARTHUR........ ídýfulaus utan soðsins til að sötra með eins og vant er. STEFÁN ....... Eins og vant er. ARTHUR........ Sezt. Það er eins með íslendinga og Aþenumenn, sem átu smásíld úr Dardanellasundi, að báðir lifðu á soðningu í tvö mál á dag — urðu loftkastalamenn og lágu í innbyrðis rifrildi ár og síð og alla tíð. Hverjum einasta höfðingja ykkar var á Sturhmgaöld með- fædd landssöluárátta engu síður en Alkíabades í Aþenu. STEFÁN ...... Ungi vinur, og eignuðust Hómer og Njálu. ARTHUR ......... Þrátt fyrir soðninguna vildi ég sagt hafa. Þessi eilífa soðning þynnir blóðið þangað til það seytlar eins og þorskblóð um allar æðar. Einn góðan veður dag situr harður þorskihauis á hverjum manni. STEFÁN ......... Ekki urðu Grikkir hæringar. ARTHUR . . Tekur til matar síns þó meö sýnilegri ólund. Hvað er nú þetta. Auglýsing eða hvað. Bendir á auglýsinguna á v-eggnum. STEFÁN ......... Finnst þér af veita þar sem ein og sama persóna hrærir íslenz.ku og dönsku í óskiljanlega kássu — ARTHUR .. Særöur fyrir hönd Sire. Þú meinar þetta íil matmóður okkar, Sire? STEFÁN ...... Ekki hennar frekar en annarra, sem halda það sé fínt að apa eftir dönskum. ARTHUR . . Beitur. Það hefur hún aldrei gert og mun aldrei gera. Þetta tal hennar er barnsvani frá Danmörk, þar sem hún er fædd. STEFÁN ........ Þér hit.nar í hamsl, vlnur. ARTHUR......... Ég má ekki heyra brigzl um góða konu. STEFÁN ........ Víst er Sire góð kona, en þetta er ekkert bi'igzl í bæ, þar sem annar hver tómthúsmaður og hver búðarloka álítur sig meiri mann ef hann talar mál, sem hann skilur ekki en aðeins fyrir dára og dóna að tala móðurmálið. Komi svo sveitamaður í bæinn, skil- ur hann tæplega landa sína, svo er danskan af vegi færð og ís- lenzkan bjöguð, að útkoman er málleysa. Hvorug tungan hefur nokkurn ávinning af þessum hrærigraut. ARTHUR......... í þessu efni get ég verið þér sammála, en tungutak Sire’s er meinlaust. STEFÁN ........ Hlær við. Þú ert hjartahreinn riddari hennar og forsvarsmaður. ARTHUR......... Aha, ,,forsvarsmaður“ er ekiki íslenzka. Bæjarfógetinm sjálfur bregður fyrir sig illri dönsku. Ekki er von að vel fai'i. STEFÁN ........ Margt er skylt með skyldum. Aldrei hef ég vitað uppstökkari menn og þrætugjarnari en Ira. ARTHUR......... Jú, íslendinga. STEFÁN ........ Sem ég segi. Þeir matast í þögn og báð'um svellur móöur, eiga erfitt aö rjúfa hana. Og hvað á þessi byssa að gera með að hanga uppi á vegg í matsöluhúsi? Ekki er nú vopnabúnaðurinn af lakara tagi. Arthur svarar ekki. Þú hlýtur þó að skilja, að málvöndun er atriði í frelsisbaráttu hverrar þjóðar, ekki sizt smáþjóðar gegn margfalt fjölmennari yfirráðaþjóð. ARTHUR.......... Ég sé ekki neina frelsisbaráttu við Dani. Þeir gína hér yfir þvi sem þeir á nokkurn hátt komast yfir og þið takið öllu með þögn og þolinimæði. Ég reikna ekki með bænarkvaki til kóngs eða lítilfjörlegum uppsteytum gegn einstökum kaupmönnum. Ætli þeir hafi ekki gott af að hafa hólk úr Napóleonsstríðinu fyrir augum! STEFÁN ....... Við höfum aldrei barizt með vopnum og munum heldur ekki gjöra. Em þjóðin er að vakna. Einm af vökumönnum þjóðarinnar er síra Tómas Sæmundsson, vinur þinn. Fyrsta heftið af Fjölni er komið út — ARTHUR......... Ef þið haldið að þið getið skrifað ykkur frá kóngi og Dönum, þurfið þið að gera dæmið upp á nýjan leik. Ekkert annað en vopn geta skorið úr á milli þjóða. Þið eigið hesta, sem ekkert riddara- lið í heimi getur keppt við og þið eigið seiga og hugdjarfa sjó- menn, sem láta drekkja sér einis og blindum kettlingum í maðk- smognum manndrápsbollum fyrir fáeina fiska. STEFÁN ....... Hart kveður þú nú að, vinur, og keimur upp í þér hermennska ættar þinnar. En mundu hvar þið írar lærðuð hermennsku og hvernig þið hafið beitt henni. í þjónustu annarra þjóða, ökki sízt Breta, kúgaranna, lærðuð þið og í þjónustu annarra, ekki sízt Breta, verndaranna, úthellið þið ykkar dýra blóði — og ég segi með áherzlu: Það er ekki og verður varla nokkurn tíma þors'k- blóð — því þið kunnið elkkert til fiskveiða. ARTHUR.......... Minnist þess, sem hann sagði um þorskhöfuðin, langar til að leita sátta, klaufalega. Auðvitað meinti ég það ekki bókstaflega, að þið íslendingar væruð þorskhöfuð út af blóðinu, sko. Ég meinti — STEFÁN ......... Þú meintir ekki neitt. Þú varst leiður á soðningunni. ARTHUR.......... Allt er betra en soðsúpa með útákastinu — og svo vitanlega kálfakjöt, það má venjast jafnvel hangikjötinu ykkar, en hvern- ig ykkur dettur í hug að éta kálfana svo að segja í burðarliðm- um, það get ég ekki skilið. Mér verður óglatt við að hugsa til sunnudagsmatarins á sunnudaginn var. STEFÁN ........ Sá kálfur var áreiðanlega tekinn með keisarasikurði. ARTHUR......... Stendur upp, verður óglatt. Nei, hættu, Stefán. Ég verð veikur. STEFÁN ........ Þú hefðir átt að gera eins og ég gerði, fá þér væna sneið af skyr- hákarli til að taka úr þér væmuna. ARTHUR......... Snöggt. Ertu vitlaus, maður! Snarast út. STEFÁN ........ Hlær. SIRE .......... Kemur inn í hversdagskjól þó stórlega flegnum. Hún er með eftirmatinn og auövitað er þaö soðsúpa, en útákastiö er ættað frá Landakoti. Hún er brosandi af tilhlökkun að geta gætt þeim á svo fágætri og hollri fæöu. Saknar Arthurs. Nú kem ég með dálítið fágætt og hollt_______ STEFÁN , , . . . Soðsúpu! SIRE .......... Já, en með útákasti úr sölum og grösum! Hvar er Arthur? STEFÁN ........ Hann þurfti að skreppa út. SIRE .......... Er hann veikur? STEFÁN ........ Það mætti segja mér það. SIRE .......... Varstu nú enn einu sinni að kvelja hann með matnum? Hvað var það nú? STEFÁN ... Soðsúpa og kálfur tekinin með keisaraskurði — item hákarl! SIRE .......... Gctur ekki að sér gert aö hlæja. Ég afsegi býfógetann í mat hjá mér, ef það á svona til að ganga. STEFÁN ........ Ég get fengið að éta í Landakoti hjá Mad. Knudsen. SIRE .......... Útákastið er nú frá henmi. En þú ert búinn að eyðileggja allt fyrir mér. STEFÁN ........ Reyndu að búa eitthvað til um útálátið. Ég þyrði ekki að setja soðsúpu fyrir hann núna. ARTHUR......... Kemur inn. Hann sr náfölur. SIRE .......... Arthur, ertu veikur? ARTIIUR........ Ég held ég hafi ekiki meiri matarlyst. SIRE .......... Þú verður að borða, drengur. Og ég sem bjó til alveg sérstakt útá kast handa þér — ARTIIUR........ Stynur. Soðsúpa. SIRE .......... Já, en með sölum og fjallagrösum í útákast. Alveg sykurlaust. Smakkaðu á! ARTHUR......... Óvænt. Sölurn og fjallagrösum. Síra Tómas sagði mér frá fjalla- grösum — Hvað eru söl? SIRE .......... Þau eru sölt — Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. apríl 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.