Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 11
all. Sú athöfn var alger and- stæða svipaðra kosningasigra í Bandaríkjunum, þar sem ný- kjörinn forseti hefur sér við hlið brosandi, velklædda eigin- konu og snyrtileg börn. En þegar á reynir er frú Pompidou manni sínum sá bak- hjarl, sem ekki bregzt. Á óeirða tímabilinu í fyrra, þegar það var svo að segja undir forsæt- isráðherranum einum komið, hvort stjórnin héldi velli, vék hún ekki frá hlið hans. „Það var hræðilegur tími”, segir hún, „það mátti heita, að við vaírum gersamlega ein”. Skömmu áður en Pompidou var kjörinn forseti, var hann að því spurður, hvert hann teldi hlutverk forsetafrúar í þjóðlífinu. „Hún á tveimur hlutverkum að gegna”, svaraði hann. „Hún á fyrst og fremst að vera fulltrúi Frakklands bæði heima fyrir og erlendis. í öðru lagi á hún að hjálpa til að leysa ýmisleg félagsleg vandamál, sem heyra beint undir forsetaembættið. Það er ekki ætlun min að hlaða lofi á konuna mína”, bætti hann við, „en ég er viss um, að hún muni gegna sínu hlutverki af sams konar háttvísi og frú de Gaulle og frú Coty hafa gert”. Menn velta því fyrir sér, hvernig hún muni móta hlut- verk sitt sem forsetafrú Frakk lands. „Fyrirmyndina er ekki hægt að sækja til Ameríku”, segir hún sjálf. Framkoma og viðhorf Jacqueline Kennedy Onassis sem forsetafrúar yrði talið of „áberandi” í Frakk- landi. Á hinn bóginn mundi hún aldrei geta tileinkað sér sjálfsaga frú de Gaulle. En einhvers staðar mitt á milli lífsstíls þessara tveggja, gæti hún kannski fundið sér stað. Forsetafrúin er enn grönn og ungleg, og næstum drengja- leg í útliti með stuttklippt ljóst hár. Hún fylgist mjög vel með nýjustu tízku í klæðaburði. Frú Pompidou er kaþólsk og rækir kirkju reglulega. Hún hefur stutt góðgerðastarfsemi fyrir fötluð börn og lamaða, og mun án efa halda því áfram sem forsetafrú. Hún hét Claude Cahour áð- ur en hún gifti sig. Faðir henn- ar var héraðslæknir i Mayenne héraði í Suður-Frakklandi, en móður sína missti hún þriggja ára gömul. Hún og Jacqueline, systir hennar, ólust upp hjá föður sínum, sem umgekkst þær meira sem stráka en telpur. Þær voru undir allströngum Frú Pcimpi' ,iu ásgimt floreistanuim í Elyséeihöll 5. aipnil 1'970 aga og áttu vísa refsingu, yrði þeim eitthvað á. „Líklega hef ég þess vegna tileinkað mér þessa „drengja- legu” framkomu, segir hún, „og ég hef alltaf. dáð iþróttir, svo sem sund, hestamennsku og skíðaíþróttina. Faðir hennar lagði henni lífsreglurnar, sem voru í rauninni allar fólgnar í spakmælinu: Heilbrigð sál í hraustum líkama. „Og ég tók það eftir föður minum að vera svona opinská í tali. Stundum veldur það eiginmanni mínum áhyggjum, en oftast hefur hann bara gaman af því ” Bæði hjónin eru einlægir náttúruunnendur. Þau eiga sumarhús í Cajarc í fögru um- hverfi í Suðvestur Frakklandi. Húsið var upprunalega bú- garður, sem þau hafa látið gera upp, og þar unna þau sér hvíldar með bók eða spil. Þau eiga sér annað sveitahús nær París, í Orvillers. Það hús var upphaflega krá, og rúmar enn bæði billiard-herbergi og dans- sal. Georges Pompidou, sem er fæddur 1911, var kennari í bókmenntasögu í París, þegar hann kynntist konu sinni, en hún var við laganám í Sor- bonne-háskóla. Þau giftu sig 29. október, 1935. íbúðina á I)e Saint-Louis i París höfðu þau á leigu hjá Helenu Rubinstein, en heimilið einkennist af stóru og fallegu bófkaisiaifin/i, þar sieim mikiið fer fyrii' ljóðabókum. Georges Pompidou hefur séð um útgáfu á safnriti franskra Ijóða, svo og útgáfu af sýnibók nútíma- myndlistai-. Sjálf hefur frúin ekki eins mikið dálæti á ljóð- um og maður hennar, en kýs fremur að lesa skáldsögur og leikrit. Smekkur hennar á tón- list er nokkuð alhliða. Hún kann að meta nokkra af nýj- ustu pop-söngvurum ekki síð- ur en Bach. Hún hefur yndi af innan- hússkreytingum og mun brátt snúa sér að því að breyta til í forsetahöllinni, en André Malraux, rithöfundur og fyrr- um menntamálaráðheri-a, líkti höllinni einu sinni við her- mannaskála. Frú Pompidou er ljóst, að hún muni engan veg- inn hafa frjálsar hendur um innanhússkreytingu hallarinn- ar — þar þarf opinbert sam- þykki að koma til — en hún hefur í hyggju að kaupa þang- að nútímalegri húsgögn. Hún viU gjarnan hafa skæi’a liti um- hverfis sig og nóg af þægileg- um hægindastólum. Frú Pompidou velur sér föt hjá helztu tízkufrömuðum Par- ísarborgar, svo sem Chanel, Laroche, og Cardin, en hún er alls ekki frábitin því heldur að að kaupa sér föt í stóru vöruhúsunum. Hún er þekkt fyrir öruggan smekk og kann að haga klæðaburði sinum eftir aðstæðum. Hún hefur gaman af að prjóna og laga mat. Og eitt af því, sem hún ætlar að gera, er að umbylta matargerðinni i fi-önsku fox'setahöllinni. „Mat- argerðin eins og hún er nú, er svo flókin, og nöfnin á réttun- um svo hástemmd, að maður missir matai’lystina”, segir hún. „Við eigum marga einfalda og góða, þjóðlega rétti, uppi'unna í hinum ýmsu héi'uðum Frakk- lands, sem munu njóta sín vel í forsetahöllinni.” Björn Jónsson í Bæ Alagaklettur að Hofi ígi Syðst i garnla túndnu að Hofi, undir allhárri brekku er klett- ur, sem kallaður er Skundi eða Skundaklettur. Hjá þessum kletti er grösugur hvammur og lækur rennur meðfram brekk- unni þar sem klettui’inn er. Gamlar sagnir hei’ma að í þess- um kletti búi einbúi, sem Skundi heiti, sé honum illa við alla áreitni manna og hefni sín gi’immilega ef híbýli hans eða hvammurinn er á einhvern hátt nytjað af mönnum. Nokkrar sagnir eru til frá núlifandi mönnum sem styðja þjóðtrúna um þau öfl, sem við þennan stað eru buindin. Um og eftir aldamótin síð- ustu bjó á Hofi dugnaðai’bóndi sem mikið hafði umvélis. Hann byggði stói’t hús á jörðinni og var á ýmsan hátt framarlega í hreppsmálum. Eitt sinn tók bóndi þessi sig til og gii’ti á brekkubi’úninni þar sem Skundi er og niður að læknum niður af klettinum. Þurfti hann að grafa fyrir staurum niður á klettinn og jafnvel niður í hann. En eftir þetta fór bónda að ganga allt á móti, lenti hann í ýmsum vandi’æðum og hrökkl aðist seinast burtu af jörðinni. Núverandi eigandi og ábú- andi Hofs sem er viðurkennd- ur oi’ðvar maður, segir: Stuttu eftir að ég kom að Hofi, breytti ég áðui’nefndri girðingu, girti af hvamminn við Skundaklett og hafði þar kvía- ær um nætur 30 að tölu. Ekki vissi ég neina ástæðu til þess að vorið eftir voru allar þessar ær lamblausar. Eitt sinn var það, er ég að hausti til þóttist hafa slegið það sem nýtilegt var en nóg gras í Skundahvammi datt mér í hug að bera niður þar, hafði þó sögnina um Skunda í huga, en hugsaði sem svo, að aðvör- un myndi ég fá ef viðurlög lægju við þessu. Ég fór nú með oi-f og ljá og hafði slegið u.þ.b. 3 ljáför, er ég heyri hróp og köll handan yfir Hofsána. Er þar kominn bóndinn frá Hofs- gerði að biðja um hjálp því að kviknað sé í fjósheyinu. Þá datt mér í hug að þarna kæmi aðvöi’unin. Síðan hefi ég ekki ónáðað Skunda. Lítil stúlka, sem einu sinni var á Hofi og sem oft sá fleira en almennt gei’ðist hjá fólki, hrópaði eitt sinn er fólkið var við heyskap á túninu sunnan við Skunda klett. „Nei, sjáið þið gamla manninn sem stendur þai’na við klettinn, hann er snöggklædd- ur og er alltaf að teygja sig.“ Skráð 1958, eftir Jóni Jónssyni, Hofi. ■ laBiuiii LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.