Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 7
ARTHUR.......... Leyf mér að smakka. Gerir það. Ekki svo slæmt. Það er þurrt beiskjubragð af f jallagrösunum og sölin eru eiginlega ekki sölt — ekki venjuleg selta, miklu frekar sjávarbragð eins og af skel- fislki eða kúfiski. Hann þykir mér góður, við étum hann í ír- landi. SIRE ............ Guði sé lof. ARTHUR........... Að við étum kúfisk í írlandi? SIRE ............ Nei, að þér skuli loksins þykja eitthvað gott, sem er ekki nautabuff. ARTHUR........... Er seztur og tekur feginsamlega við soðsúpunni. Nautabuff er gott, en það má líka éta ostrur. SIRE ............ Fcr glöð og ánægð, þegar hún sér, að þeir taka hraustlega til súpunnar. Stutt leikhlé gefur til kynna, að það líða 3 stundir. Það er tekið að skyggja aftur. Þó má sjá á glugganum að enn vakir dagur. Kertaljósin loga að nýju. A borðinu er auk þess olíulampi af Ar- gand-gerð með bela á stöng, ótendraður. Það er upp úr nóni og húmið sígur hægt að. Það lítur út fyrir að kvöldið ætli að verða eitt hinna kyrru en niðdimmu vetrarkvölda, þegar veröldin er sem útkulnuð undir svörtu fargi af gosösku, dáin og grafin. Ekkert heyrist nema ómur af fjarlægu brimi, eins og suðuhljóð í jötnapotti eða svartra óvætta. Það er Grótta, sem malar sitt Ægissalt. SIRE og ARTHUR sitja á bekknum. Hann skrifar, hún saumar nafnstafi í lérefts- dúk. Frá vinstri (almenningnum) lieyrist við og við uml í spilandi dönskum kaupmönnum, sem gefa sér ekki tíma til að tala saman af einskærum áhuga fyrir L’ombre, annars þögn, nema hvað stól og stól er ýtt til hliðar. Nærvera kaupmannanna í almenn- ingnum gefur Sire og Arthur iöulega tilefni til að líta til dyra t.v. svo og vera fremur vör um sig en annars. SIRE .......... Við skulum hafa lágt um okíkur. Dönsku kaupmennimir enu að spila frammi í almenningnum. Við verðum V'arla fyrir ónæði af þeim. Brimhljóðið rís. Góð stund líður. Bæði sinna iðju sinni þegjandi. SIRE .......... Það hlýtur að vera að renna á hægur suðvestan kaldi, hljóðið berst með vindinum. Það hvín í Gróttu gömlu. Það veit á út- synning, og hann er aldrei góður hér um slóðir. ARTHUR......... Æ, vertu ekki með hrakspár. Það var svo notalegt hérna, en í útsynningi hvín og hriktir í öllu húsinu í áhlaupurium, sem hann gerir hér ofan af Hólavelli. Aldrei má treysta veðrinu hér á ís- landi stundinni lengur. Skrifar. Ég ætla að skrifa það. SIRE .......... Ertu að skrifa í bókina þína núna? ARTHUR......... Lítur upp. Já, ég hélt ég fengi næði til þess. SIRE .......... Ég skal ekki trufla þig. ARTHUR......... Þú truflar ekki. En stormurinn gerir það, ef hann slbellur á. — Engar áætlanir má gera jafnvel um stuttar gönguferðir út úr bænum, án þess að eiga á hættu að veðrið breytist. Þoka og ótæt- is rigningarýringur komið, þó farið sé út á hjarni í frosti. Allur heimurinn sokkinn í sukk og svað. Skrifar. Þögn. SIRE .......... Bítur úr nálinni. Já, engu er að treysta um veðrið. — Á ég ekki annars að kveikja fyrir þig? ARTHUR......... Jú, þakka þér fyrir, góða. Það dimmir óðum. SIRE .......... Kveikir á kerosen Argand-Iampanum. Birtan er svo sem af 5 kertaljósum. Hún slekkur á kertinu. Það er vistlegra! Lof mér heyra eitthvað, sem þú hefur skrifað! ARTIIUR........ Æ, það er ekkert, þú veizt það allt. Ég lýsti ballinu. Þú ættir að sækja mér kaffi, ef eitthvað er á könnunni. Ég er svangur. SIRE .......... Ja. mikið var. Þetta er í fyrsta sikipti sem þú biður um aukasopa. Guði sé lof! ARTHUR......... Að ég bið efeki oftar um aukasopa? SIRE .......... Þú mátt ekki alltaf snúa út úr fyrir mér. ARTIIUR........ Þú ert steinhætt að hnýta spaugilegu aukasetningunum þínum aftan í. Ég hálfpart sakna þeirra. Fyrr hefðir þú bætt við Gud ske lov og einhverju óféti: Sno mig ud af eða einhvern sfcollann. Hlær og kyssir hana. SIRE .......... Þú kenndir mér að tala, Lætur vel að honum. Hvers vegna sakn- arðu þeirra, þú vandir mig af þeim. ARTHUR......... Æ, það gerði þig svo stelpulega: Yngri! SIRE .......... Þetta máttirðu ekki segja, Arthur. Það er Ijótt að minna mig á, að ég er þér svo miklu eldri. tólf árum. ARTHUR......... Vill bæta fyrir sig. Og reyndari. Þú kenndir mér að elska. Kem- ur upp í honum löngun til hennar. Hann er jú svangur! SIRE .......... Ekki hérna, drengur! Ég átti að sækja þér kaffi! Fer. ARTHUR......... Stendur upp, gengur um gólf. Gáir út um Iitla gluggann. SIRE .......... Kemur með kaffi á bakka og hveitibollu. Gjörðu svo vel, vinur. Ætlarðu að lofa mér að heyra eitthvað, sem þú hefur skrifað? ARTHUR......... Veiztu það, Sire. Ég sfcrifaði móður minni með póstskipinu í nóvember og sagði henni, að ég væri að hugsa um að setjast að á fslandi. SIRE .......... Æ, því varstu að því. ARTHUR......... Fellur þér það miður? Nálgast hana aftur en nú á miðju gólfi. Ég bað hana að senda mér 500 £ og yngsta bróður minn, Con- stantine, bað ég að panta á mig föt og frakka frá Liverpool. SIRE .......... Æ, ég veit efeki. Hún sendir bara eftir þér, eða skipar þér heim. ARTIIUR........ Og þú verður að hætta mömmuleiknum við mig? SIRE .......... Það er enginn mömmuleikur að eignast barn, vinur minn! ARTIIUR........ Sérðu eftir kvöldinu á ballinu, þegar við földum gullið í rúminu þfnu? SIRE .......... Nei, Arthur, og þúsund sininum nei. Þykir þér pínulítið vænt um Sire þína? ARTHUR......... Það veiztu, þú ert fyrir mér konan í allri sinni reisn og öllu sínu mjúklæti. Þú tókst mig ekki bara úr kuldanum í ofnlausu komp- unni hjá Johnsen kaupmanni og inn í hús til þín, heldur gafstu mér ylinn frá marmarahvítum og hvelfdum brjóstum þínum. Sá ylur hefur brennt mig upp, svo ég þekki ekki sjálfan mig framar. SIRE ........... Þú ert stundum svo mikill drengur, að mér finnst ég nærri því verði að ganga þér í móðurstað. ARTHUR.......... Póstduggan, sem fór í nóvember, kemur ekki aftur fyrr en í marz. Fyrr get ég ekki vænzt að heyra frá móður minni. SIRE ........... Og fyrr fáum við ekki leyfisbréfið frá cansellíinu ARTHUR.......... Hvort sem okkur líkar betur eða verr, erum við algerlega ein- angruð frá umheiminum frá því í miðjum nóvember og fram í marz eða jafnvel apríl, þegar póstduggan kemur aftur. Það er engan veginn þægilegt og heldur ekki heppilegt fyrir áform okk- ar að gifta okkur með vorinu. Ég verð alla vega að fá peninga frá móður minni til að kaupa hús eða byggja, því auðvitað hættir þú að standa fyrir klúbbnum og búa hér. SIRE .......... Það eru nógir peningar, þó þú fáir ekki skilding frá henni. ARTHUR......... Fyrir venjulegu kaupstaðarhúsi, já, en varla fyrir húsi við þitt hæfi. SIRE .......... Þú vilt hafa svo mikið umleikis, en við þurfum ekki að byrja stærra en annað fólk hér í kaupstaðnum. ARTHUR......... Það er allt útlit fyrir, að við verðum að sætta o'kkur við það. Timburfarmurinn, sem ég fékk í haust frá Christiansen á Bakk- anum nær skammt, þó ég hafi fengið afgangstimbrið úr Apótek- inu, sem ætlað var i pakkhús. Fyrir smíði á sliku húsi eigum við hæglega, en það verður ekki eftir mínu höfði. Þú átt að fá lykl- ana að stóru húsi og þar skaltu fá að veita forstöðu stærsta gisti- húsi landsins og samkomustað allra bæjarbúa, ekki aðeins þessara vindlareykjandi kaupmanna með sinn eilífa L’ombre. Kannski það geti orðið gleðileikhús bæjarbúa í ferðinni. Gleðin á hvergi inni í þessuan bæ. SIRE ........... Það er gaman að heyra þig reisa loftfcastala, en drekktu nú kaff- ið þitt á meðan það er volgt — ef það er þá ekki orðið kalt. ARTHUR.......... Sezt. Hún skenkir honum kaffi. SIRE ........... Og borðaðu hveitibolluna með. ASSISTANT . . Ungur maður með digran vindil, ókunnugur í klúbbnum drepur á dyr. Undskyld, jeg vilde gerne pá lokum — Hvor har De hemmelegiheden hen ad? SIRE ........... G&rdsdören til höjre. ASSISTANT . . Tak. Mange tak. Undskyld at jeg forstyrrede. Fer. SIltE .......... Við Arthur. Nýr maður. Þekkir eikki til húsa í klúbbnum. Hann vildi á kamar, á fínustu dönsku er það Hemmeligheden, annars lokuim. Alveg eru þeir kostulegir þessir dömslku kaupmenn, koma saiman einu sinni í viku og spila L’ombre fram á rauða nótt af svo miklum ákafa, að þeir gefa sér ekki tíima til að tala saman, varla að kveikja í vindli, svo svolgra þeir í sig púns, sem Hendrich sen serverar fyrir þá. Þeir velta útaf hver í sínu sæti og Hendrich- sen setur upp pólitíkollinn og flytur þá heim á handvagni ef með þarf. Þú ættir að lesa eitthvað fyrir mig. ARTHUR.......... Ég ætla að lesa úr kaflanum um ballið. SIRE ........... Með umvöndun. Arthur þó! ARTHUR.......... Les. Lífið er tilbreytingarlaust yfir veturinn á íslandi. Verður naumast hugsað sér tilbreytingarlausara líf frá því póstduggan Framhald á bls. 12 5. apríl 1(970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.