Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 9
og fremst tvær orsakir. í fyrsta lagi hiiiar miklu fjarlægðir innan prestakallsins og erfiðu eamgöngur. Á sumrin taki messuferð allt upp í 15 tíma, á veturna allt að 5 dögum. í prestakallinu séu 15 ár og sumar þeirra alltaf, sumar stundum, ófærar vetur vor og haust. í öðru lagi séu áhrif sr. Erlends á sióknarfólk sitt minni en efni standa til vegna þess hve fátækur hann sé og lítilsmegandi í efnalegu tilliti, en bændur séu margir fjárrík- ir og vel efnum búnir. En biskup hvetur prest til að láta meira til sín taka til þess að koma á betri uppfræðslu ung- dómsins og halda helgi hvíld- ardagsins í heiðri. — í aldarfjórðung var sr. Erlendur prestur í Hofteigi. En ekki rættist úr með efna- haginn. í bréfi til biskups, 21. apríl 1786, ber hann sig ákaf- lega illa. Hingað til hafi hann barist eftir mætti en biður nú auðmjúklega að sér megi veit- ast hjálp „framar öðrum í þess- um parti, þar ég hefi 5 skyldu- órnagia og veiikia kioniu yfir hverju ég veit ei að neinn minna meðbræðra þurfi að kvarta”. Ekki kveðst hann þó iskrifa þetta vegna þess hann sjái ofsjónum yfir öðrum held- ur af þvl að neyðin kalli að. „Guð er sannleikans Guð og hann vill að það, sem gefið er til fátækustu prestanna á ís- landi það skuli eftir jöfnuði útdeilast.” Á útmánuðum 1790 gríp- ur svo sr. Erlendur til þess ráðs, sem mun hafa verið fá- títt um embættismenn, jafnvel á þetssum erfiðleilka árum, þótt ekki sé það máske dæmalaust. Hann tekur sig upp og ferð- ast alla leið til Reykjavíkur í eins konar fjáröflunarferð og verður allvel ágengt eins og annars staðar kemur fram í þessari grein. Ekki er nú vitað hvaða dag Hofteigsprestur hóf þessa reisu sína en heim kom hann 17. marz eftir „langa mæðu en lukkulega reisu á hverri Guð frelsaði mig úr dauðans kverk- um þann 26. febrúar í því ógnarveðri á Breiðamerkur- sandi,” og heim kominn „naut ég þeirrar gleði, að sjá alla miínia og allar miniar sikiepniur lifðu í góðum hamsi, því vetr- arfæri hefur hér eitt allra bezta verið”, eins og hann orð- ar það í bréfi til biiskups sem hann ritar á pálmasunnudag, 28. marz 1790. — Með því bréfi sendir hann biskupi nákvæma skrá yfir allar tekjur og öll útgjöld ferðarinnar. Er skráin ásamt nokkrum skýringum birt með þessari grein. Tekjurnar af ferðinni, að frádregnum kostnaði, urðu eins og sr. Erlendur greinir frá í skýrslu sinni alls 69 rd. 10 sk. Af verði hestsins (6 rd. 38 sk.), sem sr. Erlendur keypti í ferðinni má gera sér nokkra grein fyrir hvað hann hafði upp úr henni í nútíma krón- um. En enda þótt eittihvað hafi máske greiðst úr um efnahag- inn með tekjunum af Reykja- víkurreisunni bera bréf sr. Erlends til biskups vott um alvarlegar áhyggjur Hofteigs- klerksins, sem stappar nærri andlegri vesöld eða jafnvel geðveilu. Einu einkabréfi hans svarar herra biskup 1795 m.a. á þessa leið: „Upp á yðar prívat-bréf um yðar sálarástand hef ég því minna að svara sem slíkt efni upplýsist lítið eður ekkert með bréfi hversu langt sem væri. Mitt ráð er, að þér biðjið iðulega til Guðs með staðfastri æfingu að fela yður hans for- sjón á vald og gjörsamlega undirkasta yður hans vilja, fullviss um að allir hlutir þéna þeim til bezta sinnis, sem hann elska. Minnist ætíð þess, að Guð hefur gefið manninum þann leiðtoga, sem maður má aldrei tapa úr sigti — skynsemina —, en þar á mót bannað að reiða sig upp á drauma hverjir að eru lygi naestir.” En hvernig sem sr. Erlendur hefur nú tekið þessum föður- legu ráðleggingum biskups, þá er það víst, að andlegur bagur hans var oft erfiður ekki síður en sá efnalegi. Hann segist vera undarlegur og öðruvísi en aðrir og ekki vilja vinna það fyrir angið að verða nokkru ríkari og hafa færri að skipta sér af í.andlegan máta. Um fjölskylduhagi Hofteigs- klerksins er þess annars helst að geta, að hann var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var prests- dóttir frá Hofteigi, Helga Guð- mundsdóttir. Hún var sögð „hóg vær kona, dyggðarík og for- stöndug.“ Hún dó 1776, af barns förum, eftir 3ja ára hjónaband, siárþreýð af síiniuim ektaimanni. Hún var jarðsett undir hellu þeirri, sem er fram af syðri kirkjudyrakampi með þessari grafskrift: H.G. vivit 1776 E.G. Umbiðjast alúðlega eftirkom- andi prestar á Hofteigi að henni sé ei-gi rótað. Eitt af börnum maddömu Helgu og sr. Erlends var sr. Guðmundur á Klippstað f. 1774, d. 1853. Hann var „uindarlegur í skapi og óviðfelldinn," segir í Æviskrám. Síðari kona síra Erlends var líka austfirsk prest’sdóttir, Ragn heiður Ólafsdóttir prests í Kirkjubæ í Tungu Brynjólfs- sonar. Meðal barna þeirra var Helga kona Jóns Björnssonar bóruda á Gilsá í Breiðdal. f>aiu áttu 16. börn. Þar af femir tví burar. Eitt af þeim var Jón Austmann síðast prestur að Stöð Sr. Erlendur hélt Hofteig í 25 ár, en hafði áður verið þar 2 ár kapilán tengdaföður síns. En oftar en einu sinni fór hann fram á það við biskup að sér yrði veitt eitthvert betra brauð og þá helst á Suðurlandi, m.a. með tilliti til þess að þá væri hægara fyrir sig að koma Guð- mundi syni sínum í skóla. Þess vegna þáði hann t.d. ekki að taka Hof í Álftafirði er það losnaði eftir sr. Eyjólf Teits- son, „því ég er fátækur að taka við niðurníddum stað og fúinni kirkju, sem ©mga portion hefir og antecessor kann ei vegna fá tæktar upp bæta.“ Tímjnn líður fram undir alda- mót. Á Kolfreyjustað var prest ur sr. Björn Hallason, Ólafs- sonar prests í Þingmúla. Hann var fyrrúm hraustmenni mik- ið en féll nú í slíkt heilsuleysi, ' að prófastur, sr. Jón Högnason á Hólmum, taldi hann ófæran til þjónustu og tók biskup, sem þá var orðinn Geir Vídalín, bréf prófasts þannig, að sr. Björn „hafi formlega resigner- að.“ Og enda þótt sr. Erlendur sækti ekki formlega um Kol- freyjustað leggur biskup til að honum sé veitt brauðið þar sem hann hafi , forestaaet sit Em- bedie mied en rosværdiig Nidkær hed og han har mied Flid dyrk- et sine gode Gaver." Sr. Er- lendi var því veittur Kolfreyju staður 20. ágúst 1799. Vorið eftir, þann 20. maí 1800, tók svo prófasturinn, sr. Árni Þorsteinsson í Kirkjubæ, út stað og kirkju í Hofteigi ásamt af hlutaðeigendum útkjörnum sem granskningsmenn virðuleg- ur hreppstjórinin mir. Finmiur Guðmundsson á Skeggjastöðum og bóndinn mr. Sigvaldi Eiríks son á Hauksstöðum. í úttektinni er kirkju og stað- arhúsum ýtarlega lýst og virð- ast þau yfirleitt í mjög viðun- andi standi. Kirkjan er 5 stafgólf öll und- ir súð þiljuð til beggja stafna með tvöföldu þili en til hliðar einföldu, með fjalagólfi mest- part sæmilegu utan vantar 2 aurstokka í framkirkjunni. Altarið er nýgjört með gráðu fyrir, nú innréttað í skápsformi með hil'lum og hurð fyrir. Öll er kirkjan nákvæmlega skoðuð ásamt bókum hennar, gripum og graftóluim. í sjóði á kirkjan þá 55 rd. 76 sk. sem sá frávíkjandi prestur, rigtuglega betalað hefur. Einn ig er greint frá því, að sr. Er- lendur hafi fyllilega staðið skil á fríðum peningi, sem kirkj- unmi til heyrði. Þá er sagt hvað kirkjunni fylgdi í dauðum mun um samkvæmt gömlum máldög- um og vísitazium. En það voru: 3ja tunnu sár, 4 uppgeiið ker- öld, 9 trog, 1 skjóla, 5 tré-sker- borð, 2 kistuskrifli, 1 hægindi, 1 birða, 2 stofuborð, 2ja skjólna ketill. Þetta var allt virt á 2 hundruð. Upp í þetta svaraði sr. Er lendur ýmsum búsgögnum, þ.á. m. er 2ja skjólna eirketill, sem vóg 8 pund og var metinn á 4 spesíudali eða eitt hundr. á landsvísu, ennfr. 7 trog, 5 bið- ur, eitt 2ja tunnu kerald, lag- artunna og ker í jörðu, hvar með viðkomandi er 'fullkoml. ánægður. Staðarhúsin — bærinn og pen ingshús eru al'ls talin 17, flest stæðileg hús og þurfa ekki álag, sem sýnir að viðhald þeirra hefur verið talið full- nægjandi. Vera sr. Erlends á Kolfreyju stað var hvorki löng né honum ánægjuleg. Sr. Björn átti að halda hluta af tekjum brauðs- inis til lífsuppeldis sér og sín- um. Varð þeim prestunum þessi tekjuskipting mjög að misklíðar efni, enda sjálfsagt erfitt að lifa á þeim rýru inntektum fyr- ir báða. Skrifuðu þeir báðir biskupi og stiftamtmanni um mál sín, ,,og held ég,“ segir biskup í bréfi til prófasts, dags. 9. marz 1801, „að þeir séu báðir skyni skroppnir, þar sá fyrri (sr. Er- lendur) vill nú afsegja sér Kol- freyjuistað og fá aftur Hofteig,, en hinn (sr. Björn) nú uppá- stendur á kröftugasta máta aldrei að hafa resignerað.“ Lyktaði iþessiu óveinjulega brauðamáli svo, að sr. Erlendi var veitt Stöð í Stöðivarfirði, en sr. Björn fékk aftur sitt gamla brauð. En nú var komið að leiðar- lokum því að eins og fyrr er sagt fannst sr. Erlendur látinn í flæðarmálinu við Eskifjarðar- kaupstað þann 25. september haustið 1803. Um eftirlátnar eigur sr. Er- lends skal svo þess getið, að þ. 28. maí 1805 var prófastur- inn á Hólmum staddur á Búð- um „til að skipta þeim litlu fé- munum, sem í sterbúi prestsins, Framhald á bls. 15 5. apríl 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.