Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Qupperneq 1
Helztu hrað-
aksturskeppnir
heimsins
• Hvaða bíll er
fallegastur?
e Tseknilegar
upplýsingar
um 70 teg-
undir nýrra
bíla
wm
: . 'y*i
■ •‘iti
m ii S /Tf //SaaÉSöLVSssMfl1
• tjTj ■> mmmÉÍ
i Tj y. • 1P tff MÓO
BÍLAR
OG
MENN
Á dögunum ílutti kunnur, ís-
lenzkur menntamaður erindi í
útvarpið undir heitinu „bækur
og menn“. Á sama hátt má tala
um bíla og menn. Bílar eru orðn
ir þáttur í lífi flestra manna,
ómissandi tæki til að komast
frá einum stað til annars og
stundum til nokkun'ar ánægju
þar að auki. Eins og menn eru
ólíkir hverjir öðrum frá hendi
náttúrunnar, þannig eru bílar
einnig óliikir hver öðrum að
útliti og skapferli. — Bílafraim-
leiðsla heimsins er svo fjöl-
þætt, að til eru bilar fyrir
ólíkustu þarfir. Sumir eru bara
einföld farartæki á fjórum
hjólum. Aðrir eru í ætt við há-
þróuð listaverk. Bílar virðast
hafa mismunandi skapgerð;
sumir heilla við fyrstu sýn, en
falla við nánari kynni. Aðrir
láta lítið yfir sér í fyrstu, en
sanna kosti sína í daglegri
notkun, þegar frá líður. Sumir
eru duttlungafullir og óvarlegt
að treysta þeim, sumir eru lat-
ir og sumir eru viljugir. En
umfram allt, eins og öll mann-
anna verk, eru bílar meira og
minna ófullkomnir.
Af hverju sem það stafar,
þá hafa menn aðra afstöðu til
bíla en til annarra véla og
hjálpartækja yfirleitt. Flestum
mönnum stendur nákvæmlega á
sama um hluti eins og kæli-
skápa, eldavélar, samlagningar-
vélar eða uppþvottavélar. Þó
eru það allt þarfir og ágætir
hlutir. En flestir líta öðruvísi
á bíla. Það liggur við að sumir
geti bundizt biluim, einhvers
konar tilfinningaböndum. Þeir
dekra við þá á alla lund, eyða
tómstundum sínum í að þvo þá
og bóna þá og dást að þeim.
Sumir taka tryggð við ákveðna
gerð og láta sér ekki koma til
hugar að kaupa neitt annað.