Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Blaðsíða 11
Citroen Dyane 6
Allar gerð'ir af Citroén eru m-eð einhverju móti ólíkar flestum öðrum bíl-
um og auðþekktar. Sökum þess að bílar eru skattlagðir eftir hestaflafjölda í
Frakklandi er frönskum bílakaupendum gefinn kostur á þremur gerðum af
Citroén með mjög litlum vélum. Vinnslan er eftir þvi, en þar fyrir eru ]>essir
bílar a.m.k. mjög vinsælir í sínu hcimalandi. Dyane 6 er 3.87 m á lengd, breidd
150 cm, hæð 154 cm, og hæð undir lægsta punkt 15.5 cm. Þyngdin er 600 kg.
Hér eru borðabremsur að aftan og framan, en gírstöng i mælaborði og 4 gírar
áfram. Vélin er 33ja hestafla, tveggja strokka, loftkæld. Hámarksliraði er 110
km á klst., en viðbragðið í 100 km hraða er 37.0 sek. Umboð á íslandi hefur
Sólfell. Verð: 193 þús. kr.
Citroen DSpecial
Stóra gerðin af Citroén hefur verið óbreytt að kalla síðan 1956. Fyrir 14
árum var talið að þessi bíll væri alllangt á undan sinni samtíð og að ýmsu leyti
má telja, að hann sé það enn. Á ytra borðinu hafa þær breytingar einar verið
gerðar, að ljósunum hefur verið breytt, þau eru nú innfelld og ökuljósin snúast
með stýri. Þessi ódýrasta gerð stóra Citroén er 4,84 m á lengd, breidd er 179 cm
og hæð 147 cm, þyngd er 1260 kg en hæð undir lægsta punkt fer eftir stillingu.
Þvermál krappasta snúningslirings er 11 metrar. BíIIinn er 5 manna, fjögurra
dyra, vélin að framan, fjögurra strokka, vatnskæld. Þjöppun 8:1, 90 hestafla
orka og drif á framhjólum. Diskabremsur eru að framan og borðar að aftan. En
bremsumar eru servoknúnar. Skipting er í stýri, ullaráklæði á sætum og aftur-
rúða upphituð. Með vökvakerfi bilsins er hægt að hækka hann og lækka. Há-
markshraðinn er 160 km á klst. en viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km hraða er
15,0 sek. Umboð á íslandi hefur Sólfell og verðið er 360 þúsund krónur.
Dodge Dart
Dodge er ein af undirdeildum Chrysler og Dart er bæði ódýrasta og mest
selda gerðin af Dodge. Hann er einn af fáum amerískum bílum, sem eitthvað
hafa selzt hér á landi á siðustu árum. Lengdin er 4.98 m, breidd 182 cm, hæð
139 cm, þyngd 1320 kg og hæð undir lægsta punkt 18 cm. Þvermál krappasta
snúningshrings er 11.55 m, en dekkjastærö 695x14. Dart er 6 manna bíll, 4ra
dyra. Vélin er að framan og völ um margar gerðar, 6 eða 8 strokka, allar vatns-
kældar. Drif er á afturhjólum. Borðabremsur eru að framan og aftan. Miðað
við 115 hestafla vél, verður hámarkshraði 150 km á klst. Viðbragð liggur ekki
fyrir. Umboð á íslandi: Vökull h.f. Verð: 486 þús. kr.
Fíat 850
Þessi bíll er með þeim minni, sem hinar geysistóru Fiat-verksmiðjur í Torino
á Ítalíu framleiða. Minni eru Fiat 500 og Fiat 600. Fiat 850 er 3,57 m á lengd,
breidd er 142 cm, hæð er 138 cm, þyngd 670 kg og hæö undir lægsta punkt
12 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 10,2 m. Fiat 850 er fjögurra manna,
og tveggja dyra. Vélin er að aftan og drif á afturlijólum. Vélin er fjögurra
strokka, vatnskæld og þjöppunarlilutfall 8:1. Hestaflatala 40. Skipting er í
gólfi og borðabremsur bæði að framan og aftan. Hámarkshraðinn er 120 km á
klst. og viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km á klst. er 35,3 sek. Umboð á íslandi
hefur Davíð Sigurðsson og verðið er 179.850 kr.
Daf er að tvennu leyti sérstæður bíll. Hann er eini billinn sem framleiddur
er í Hollandi, og hann er eini smábíllinn sem framleiddur er sjálfskiptur í
venjulegri útgáfu. Lengdin er 3,88 metrar, breidd 154 cm, hæð 138 cm, þyngdin
er 785 kg og hæð undir Iægsta punkt er 17 cm. Þvermál krappasta snúnings-
hrings er 9,8 m. Daf er 5 manna, tveggja dyra, dekkjastærðin 135x14, vélin að
framan og drif á afturhjólum. Vélin er 4 strokka, vatnskæld, þjöppun: 8,5:1 og
hestaflatala 50. Daf 55 er búinn diskabremsum að framan en borðabremsum að
aftan og um leið sitt hvort bremsukerfið að framan og aftan. Bremsur eru servo-
knúnar. Hámarkshraði Daf er 136 km á klst. Viðbragð úr kyrrstöðu í 100 km
hraða er 23,3 sek. Umboð á íslandi hefur O. Johnson & Kaaber og verðið er
kr. 238 þúsund.
Fíat 125 Berlina
I útliti er þessi Fiat harla venjulegur og sker sig ekki til muna úr hinni
almennu hjörð, en hvað getu áhrærir, er Fiat 125 á við miklu dýrari bíla og
ekki síðri en margir sportbilar i akstri. Hann er á lengd 4.22 m, brcidd 161 cm,
hæð 144 cm, hæð undir lægsta punkt 18 cm, og þyngdin er 975 kg. Skipting er
i gólfi og 4 gírar áfram en diskabremsur að framan og aftan, servoknúnar.
Vélin er 90 hestöfl, 4ra strokka, vatnskæld. Hún er að framan en drif á aftur-
hjólum. Fiat 125 er fjögurra dyra, fimm manna. Hámarkshraði er 158 km á
klst. en viðbragð í 100 km hraða er 14.0 sek. Umboð á íslandi hefur Davið
Sigurðsson. Verð: 285.395 krónur.
%
lií. apríl 1970
MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 \ ^