Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Qupperneq 12
Ford Torino
Torino er í milliflokki amerískra bíla, hvað stærð snertir og útlitið sver sig
mjög í ætt við Mustang og verður allmjög á kostnað útsýnis, en bíllinn er í sjálfu
sér fallega teiknaður. Lengd er 5,20 m, breidd 188 cm, hæð undir lægsta punkt
er 15 cm og þvermál krappasta snúningshrings er 11 m. Þyngd: 1325 kg. Skipting
við stýri eða í gólfi, 3 gírar áfram, eða sjálfskiptur. Bremsur: diskar að framan
en borðabremsur að aftan. Sé Torino með 8 strokka, 300 hestafla vél, verður við-
bragðið í 100 km hraða 10,5 sek, en hámarkshraðinn 185 km á klst. Umboð á
íslandi: Fordumboðin, Sveinn Egiisson h.f. og Kr. Kristjánsson. Verð: 514 þús. kr.
Ford Falcon
Árum saman hefur Falcon verið meðal þeirra bíla, amerískra, sem mest
hafa selzt. Hann er sterkur og nægilega rúmgóður fyrir miðlungs fjölskyldu, en
þar sem lengdin er aðeins 4,68 m, þykir hann ekki alltof fyrirferðarmikill. Út-
litið ber talsverðan keim af Mustang. Öll uppbygging er venjuleg. Völ er á 6 eða
8 strokka vél. Skipting við stýri, í gólfi eða sjálfskipting. Standard í Falcon
er 6 strokka vél, 100 hestafla. Hámarkshraði er g'efinn upp 145—160 km á klst.
en um viðbragð liggja ekki tölur fyrir. Borðabremsur eru á öllum hjólum, tvö-
falt kerfi. Umboð: Fordumboðin, Sveinn Egilsson h.f. og Kr. Kristjánsson. —
Verð: 474 þús. kr.
Gremlin, nýr amerískur smábíil
American Motors, sem framleitt hefur Ramblerbíla, hefur nú lileypt af
stokkunum bíl, sem minnstur er allra amerískra bíla, og raunar aðeins örfáum
sentimetrum lengri en Volkswagen. Eftir útlitinu að dæma gæti hér fremur verið
nýr franskur eða ítalskur smábíll, og ef hann verður ekki látinn vaxa upp
úr öllu valdi á næstu árum, er ekki að vita nema hann geti orðið Volkswagen
skeinuhættur. Allavega skortir hann ekki aflið. Gremlin verður búinn 128 hest-
afla, 6 strokka vél, en fáanlegur með 145 liestafla vél. Hann «r með heilu fram-
sæti, en tveim nokkuð aðskildum bökum og höfuðpúðum, en fáanlegur með að-
skildum stólum. Aftursætið virðist eftir myndum vera fremur þröngt, en það er
hægt að leggja fram og myndast þá eitt samfellt rými, aftur í skottið, en hina
stóru afurrúðu bílsins er hægt að opna upp á við og myndast á þennan hátt mjög
gott farangursrými. Með stærri vélinni verður viðbragðshraði í 100 km hraða 15,3
sek. en hámarkshraði um 150 km á klst.
Rambler-umboðið, Jón Loftsson, gat ekki sagt nákvæmlega til um verð,
en taldi að það yrði frá 300—350 þúsund.
Maverick, smábíll frá FORD
Það er ekkert leyndarmál, að hinn nýi smábíll frá Ford, sem nefndur er
Maverick, er fyrst og fremst settur á markaðinn til höfuðs Volkswagen. í fyrsta
lagi er miðað við að Maverick kosti um 100 dollurum minna en Volkswagen í
Bandaríkjunum, en livort það dugar er ekki gott að segja um. Auðvitað varð að
gera Maverick stærri en Volkswagen; hann er nálægt 20 cm lengri, og fyrir
bragðið gstur herbragðið mistekizt. Þar með er Maverik orðinn viðlika stór og
miðlungs Evrópubíll. en a.m.k. í sínu heimalandi verður liann merkilega ódýr.
Maverick verður fáanlegur með tveimur vélum, annars vegar 105 hestafla,
hins vegar 120 hestafla. Báðar eru 6 strokka og vatnskældar. í útliti minnir
Maverick einna h-elzt á Vauxhall Viva; sem sagt hreint ekki ólögulegur bíll, en
þakið lækkar mjög aftur á við og gæti af þeim sökum verið lágt til lofts í aftur-
sæti. í standardútgáfu er heill bekkur að framan, en aðskildir stólar fáanlegir.
Sömuleiðis er hálf-sjálfskipting fáanleg, svipuð eins og Citroen notar. Mælar í
mælaborði eru kringlóttir, og mælaborðið er að minnsta kosti talsvert íburðar-
meira en í Volkswagen og þótt útsýnið aftur úr bílnum sé ef til vill eilítið skárra
en í Volkswag-en sýnist það vera óþarflcga takmarkað. Samkvæmt upplýsingum
frá Fordumboðunum hér, mun Maverick kosta um 410 þúsund krónur.
Cortina 1300 De Luxe
Ef einhver bíll verðskuldar sæmdarheitið „Bíll ársins“ hér á íslandi, þá
er það helzt Cortinan, sem upp á síðkastið hefur selzt meira en nokkur annar
bíll, enda með ódýrustu bílum miðað við stærð. Cortina er framleidd hjá útibúi
Ford í Englandi. Lengd bílsins er 4,27 m, breidd 165 cm hæð 139 cm, þyngd 858
kg, en hæð undir lægsta punkt er 13 cm. Dekkjastærðin er 560x13 og þvermál
krappasta snúningshrings er 9,10 m. Cortina er fimm manna bíll, tveggja eða
fjögurra dyra. Vélin er að framan, fjögurra strokka, vatnskæld, þjöppun 9:1,
drif á afturhjólum og hestöflin 61,5. Diskabremsur eru að framan, en borðar að
aftan. Skipting er í gólfi. Hámarksliraðinn «r 131 km á klst., en viðbragðið frá
kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. er 19,6 sek. Umboð á íslandi hafa Sveinn Egils-
son h.f. og Kr. Kristjánsson og verðið er 239 þús. krónur.
Ford Zephyr
Stærstu gerðirnar frá enska Ford eru Zephyr og Zodiac, þar af er sá síðar-
nefndi dýrari. Þessar gerðir hafa ekki selzt til muna hér á landi, af hverju sem
það stafar. Zephyr er 4.70 m á Isngd, breidd 181 cm, hæð 143 cm, þyngd 1333
kg og hæð undir lægsta punkt 15 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er
11.5 m, og dekkjastærð 670x13. Bíllinn er 6 manna, fjögurra dyra með vél að
framan og drif á afturhjólum. Vélin er 4ra strokka, vatnskæld, 118 hestöfl, en
skipting í gólfi og fjórir gírar áfram. Fáanlegur er hann með sjálfskiptingu.
Diskahrcmsur eru bæði að aftan og framan, tvöfalt kerfi, servoknúið. Há-
markshraði er 156 km á klst. >en viðbragðið í 100 km hraða er 14.1 sek. Umboð
á íslandi: Fordumboðin: Sveinn Egilsson og Kr. Kristjánsson. Verð er 365 þús. kr.
1;2 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
18. apríl 1970.