Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 16
Renault 6
Þetta er milligerð af Renault, mitt á milli R 4 og R 16, þó nær þeim fyrr-
nefnda. Bíllinn er án alls íburðar, einfaldur í sniðum og þykir góður brúkunar-
hestur. Eins og í öðrum bílum af þessari gerð og raunar í öllum frönskum bílum
er fjöðrunin mjög góð. Lengd er 3.85 m, breidd 154 cm, hæð 150 cm, þyngd
750 kg. Þvermál krappasta snúningshrings er 10,1 m. Renault er 6 og 5 manna,
og 5 dyra, en vélin er aðeins 38 hestöfl, 4ra strokka, vatnskæld og drif á fram-
hjólum. Borðabremsur eru í bak og fyrir. Skipting er í gólfi, fjórir gírar áfram.
Hámarkshraðinn er 129 km á klst., og viðbragðið í 100 km hraða er 30,3 sek. Verð:
220 þúsund krónur.
Hillman Hunter
Hillman Hunter vakti athygli í fyrra með því að vinna hinn ierfiða|
kappakstur frá London til Sidney í Ástralíu. Útlitið er hreinlegt en fremur
hversdagslegt og þessi bíll er hvað verð snertir neðarlega í milliflokki. Lengdin
er 4.30 m, breidd 161 cm, hæð 142 cm, þyngd 936 kg, og hæð undir lægsta punkt
17 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 10.2 m. Skipting er í gólfi og 4
gírar áfram en sjálfskipting fáanleg. Að framan eru diskabremsur en borða-
bremsur að aftan, vökvaknúnar. Vélin er 80 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld.
Hámarkshraði er 144 km á klst. og viðbragðið í 100 km hraða er 16.2 sek.
Umboð á íslandi: Egill Vilhjálmsson li.f. Verð: 270.300 krónur.
Renault 12
Áður auglýsti Renault „allt að aftan“, þ.e.a.s. vél að aftan og drif á aftur-
hjólum en nú er þessu öfugt farið: nú er „allt að framan“. Vélin og drif á fram-
hjólum. Þessi nýi Renault er miðlungsbíll að stærð eða tæplega það, lengd 4,34
m og breidd 163 cm. Hámarkshraði er rúmlega 140 km á klst. Renault 12 f jaðrar
á gormum bæði að aftan og framan. Gagnstætt því sem g-erist um marga aðra
bíla, virðist þak bílsins hæst aftan til, og þar sem afturrúðan er stór, verður ágætt
útsýni aftur úr. Umboð: Kristinn Guðnason h.f. Verð: 260 þús. kr.
Sceptre er lúxusútgáfa af hinum venjulega Hillman. Stærðin er svo að
segja nákvæmlega eins, lengd 4.31 m, breidd 163 cm, hæð 142 cm, og liæð undir
lægsta punkt 17.1 cm. Dekkjastærð er 600x13, en þvermál krappasta snúnings-
hrings er 10.2 m. Sceptre er innréttaður nokkuð á gamla brezka vísu; í mæla-
borðinu er valhnota og margir kringlóttir mælar. Þegar litið er inn í þennan
bíl, verður ljóst að hann getur aðeins verið bnezkur. Hvarvetna er að sjá
góðan frágang og hreinar línur. Vélin er 94ra hestafla, 4ra strokka, vatnskæld.
Skipting er í gólfi, 4 gírar áfram og sjálfskipting fáanleg. Sceptre er þó aðeins
með diskabremsum að framan. Að aftan eru borðabremsur en servoknúnar.
Hámarkshraði er 150 km á klst., og viðbragðið í 100 km hraða 11.9 sek. Umboð
á íslandi: Egill Vilhjálmsson h.f. Verð: 368 þús. kr. Með sjálfskiptingu: 378 þús.
krónur.
Renault 16 SL
Þetta er ein dýrasta og vandaðasta útgáfan af R-enault. Hún er fáanleg í
j>rem mismunandi útgáfum með mismunandi sterkum vélum. SL er þeirra
ódýrust. Þessi franski bíll hefur livarvetna vakið athygli fyrir framúrskarandi
mjúka fjöðrun en vélarorkan er tæplega eftir því. Vélin er 4ra strokka, vatns-
kæld og drif á framhjólum. Með 63ja hestafla vél verður viðbragðið í 100 km
hraða 18.0 sek. og hámarkshraði 139 km á klst. Lengdin er 4.23 m, breidd 165
cm, liæð 145 cm, þyngd 980 kg og hæð undir lægsta punkt 11.5 cm. Þvermál
krappasta snúningshrings er 10,6 m. Bíllinn er 5 manna, 4ra dyra. Að framan er
hann búinn diskabremsum en borðabremsur «ru að aftan. Skipting er í gólfi en
einnig er hann fáanlegur sjálfskiptur. Umboð: Kristinn Guðnason li.f. Verð: 310
þúsund.
Rambler Hornet
American Motors Corporation, þriðja stærsta verksmiðja Bandaríkjanna
liefur ekki tekið þátt í kapplvlaupinu um hinar miklu yfirstærðir og nú hefur
verið hleypt af stokkunum bíl, sem á að geta keppt við Volkswagen í Banda-
ríkjunum og -e.t.v. ekki siður hinn nýja keppinaut Volkswagen frá Ford,
Maverick. Þessi nýi Rambler er kallaður Hornet, og verður ódýr hér á mæli-
kvarða amerískra bíla. Lengdin er 4.54 m, breidd 180 cm, liæð 130 cm, þyngd
1160 kg, hæð undir lægsta punkt 18 cm. Þvermál krappasta snúningshrings
er 11.20 m, og dekkjastærð 695x14. Ilann er tveggja dyra, 5 manna. Vélin
145 ha. og 6 strokka, vatnskæld. Fáanl-sgur með stýrisskiptingu og þrem gírum
áfram eða sjálfskiptingu. Borðabremsur eru bæði að aftan og framan. Hámarks-
hraðinn er 150 km á klst., en viðbragðið í 100 km liraða er 14.2 sek. Uinboð á
íslandi: Jón Loftsson li.f. Verð 430 þús. kr.
16 MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970
18. apríl 1970.