Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Side 23

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Side 23
Volkswagen 1600 L Allar gerðir Volkswagenbíla eru með vélinni a'ð' aftan og drifi á aftur- hjólum en farangursrými að framan. Breytingar á 1970 árgerð eru þær sömu og á Volkswagen Fastback, en að ytra útliti hefur þessi gerð verið óbreytt í allmörg ár. Lengd er 4.37 m, breidd 164 cm, hæð 147 cm, dekkjastærð 600x15, og hæð undir lægsta punkt 15 cm. Þvermál krappasta snúningshrings er 11.2 m og þyngd 925 kg. Skipting er í gólfi og 4 gírar áfram. Sjálfskipting er fáan- leg. Að framan eru diskabremsur en borðabremsur að aftan. Vélin er 65 hest- afla, 4ra strokka, loftkæld. Hámarkshraði er 138 km á klst. og viðbragð í 100 km hraða er 20.8 sek. Umboð á íslandi Hekla h.f. Verð: 280 þús krónur. Volvo 142-144 Þegar Volvo kemur fram með nýja gerð, má óhikað spá því að ekki verðl hróflað við útlitinu heilan áratug. Volvo 144 kom fram 1967 sem endurnýjun á hinum vinsæla Volvo Amason og má búast við að hann verði framleiddur enn í mörg ár óbreyttur. Smávægilegar tæknilegar breytingar eru þó gerðar öðru hvoru og í ár er breyting á loftræstingu, höfuðpúðar á framsætum og upphitun í afturrúðu. Volvo 142 er tveggja dyra sn Volvo 144 er 4ra dyra og nokkuð íburðarmeiri, en boddýstærð er sú sama á þeim báðum, lengd 4.64 m, breidd 174 cm, hæð 144 cm, hæð undir lægsta punkt 21 cm, og dekkjastærð 165x15. Volvo 142 er 1100 kg en hinn 25 kg betur. Vélarstærðir eru 90 hestöfl og 118. Vélin er 4ra strokka, vatnskæld. Allur öryggisbúnaður er í sérflokki, diskabremsur á öllum hjólum, servoknúnar og tvöfalt kerfi. Skipting er í gólfi, 4 gírar áfram, en sjálfskipting fáanleg. Miðað við 90 hestafla vél er há- markshraði 146 km á klst. en viðbragðið í 100 km hraða er 16.0 sek. Umboð á íslandi: Gunnar Ásgeirsson. Verð: Volvo 142: 349.600 kr. Volvo 144: 387.300 kr. Volkswagen 411 Volkswagen verksmiðjurnar í Þýzkalandi færa sig öðru hverju upp á skaftið með stærri og dýrari útgáfur, og 411 er nýjasta og dýrasta útgáfan þaðan. Þessi bíll er 4,52 m á lengd, breidd er 163 cm, hæð 145 cm, þyngd 1020 kg og hæð undir lægsta punkt 14 cm. Dekkjastærð er 155x15 og þvermál krappasta snúningshrings er 11,4 m. Volkswagen 411 er framleiddur bæði tveggja og fjögurra dyra, en eins og í öðrum Volkswagenbílum er vélin að aftan og drif á afturlijólum. Vélin er 4ra strokka, Ioftkæld, þjöppunarhlutfall 7,8:1 en hestöflin 76. Skipting er í gólfi og tvöfalt bremsukerfi, diskar að framan en borðar að aftan. Viðbragðið frá 0 í 100 km á klst. er 18,5 sek. Umboð á íslandi hefur Hekla. Verðið er 350—400 þús. krónur. — Örlygur Framhald af bls. 19 Ameríkana. Þessi ódýra undra- bifreið (miðað við gæði) setti svip sinn og mótaði heila kyn- slóð harðsoðinna, hraðasjúkra og ökuóðra Bandaríkjamanna. Hún varð eiginlega eins konar ímynd hinna liorfnu, hvellandi og svellandi jazzára og gat breytzt í blýspúandi morðvopn hinna hrellandi og mellandi bannára. Það var næstum hægt að láta hana dansa Charleston á sólbökuðu malbikinu, svo vel lét hún að stjórn. Það var í henni, sem Kaninn uppgötvaði aftur-sætið til Amorsbragða og Moonshine drykkju. Það var í einni slíkri, sem mætur borgarstjóri New York City stjórnaði borginni sinni ein- vörðungu í gegnum tal- stöð í framsætinu á fleygi- ferð innan borgarmúranna. Sá varð aldrei rykfallin, óraunsæ skrifstofublók, eins og alltof margir kyrrstæðir og langstæð ir pótentátar þjóðfélagsins. Það var ein slík sitronmáluð Ford- ynja, sem endaði á einu and- artaki eins og sundurskotin og götótt tesía undir glæpahysk- inu Bonnie og Clyde. Það var jafnvel álit manna fyrir vestan, að Henry Ford hefði tryggt sér himnaríkisvist fyrir uppfynd- ingu sína á hinu lieimsfræga bílamódeli sínu sem hann hóf fyrstur manna f jöldaframleiðslu Framhald á bls. 30 Kjörseðill 1970 Ekki vegna jþess að hann hefur nú unnið Safari-keppnir í Afríku 4 skipti í röð. Ekki vegna þess að erlend fagtímarit hafa dæmt hann beztan í sínum yerðflokki! Heldur vegna þess hvernighann hefur reynzt við íslenzkar aðstæður og vegna liins liáa encíursöluverðs. Leitaðu álits hvaða Peugeot eiganda sem er. KOSNING PEUGEOT ER ÞVÍ TRYGGÐ ! 18. apríl 1970. MORGUNBLAÐIÐ — BÍLAR 1970 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.