Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1970, Page 25
Peugeot 204
Peugeot 504
Peugeot 404
Valiant er nokkurs konar Fólksvagnsútgáfa frá Chrysler-verksmiðjunum
ogf sökum v-erðlagsins er hann einn af fáum amerískum bílum, sem eitthvað hef-
ur verið seldur hér á landi að undanförnu. Hann er traustur og rúmgóður og
allt sem heitir íburður liefur verið af honum sneitt. Lengdin er 4.79 m, breidd
182 cm, hæð 139 cm, þyngd 1220 kg, og hæð undir lægsta punkt 18 cm. bvermál
krappasta beygjuhrings er 11.5 m, og dekkjastærð 695x14. Valiant telst venju-
lega 6 manna bíll, en minnsta fáanlega vélin er 115 ha., 6 strokka og vatnskæid.
Hún er að framan og drif á afturhjólum. Skipting er við stýri, þrír gírar
áfram, en sjálfskipting fáanleg. Hámarkshraði er 140 til 150 km á klst., en
viðbragðið í 100 km hraða er 14.1 sek. Umboð á íslandi: Vökull h.f. Verð: 465
þús kr. Auk þess er framleidd tveggja dyra gerð, Valiant Duster, sem kostar
440 þús. kr.
Hér er á ferðinni ný útgáfa af Peugeot, miðlungsbill að stærð með fram-
hjóladrifi. í rauninni er þetta lítið eitt breytt útgáfa af Peugeot 204 með 10
hestöflum sterkari vél. Hún er 70 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Að framan
eru diskabremsur, en borðabreinsur að aftan, servoknúnar. Lengdin er 4,14 m,
breidd 157 cm, hæð 141 cm, þyngd 870 kg og 12 cm undir lægsta punkt. Hámarks-
hraði cr 150 km á klst. og viðbragð í 100 km hraða er 15,6 sek. Umboð á íslandi
hefur Hafrafell. Verð: 310 þús. kr.
Hollenzka tækniritið Autovisies kaus í fyrra Peugeot 504 sem bíl ársins,
en það var einmitt í fyrra, sem þessi nýi Peugeot sá dagsins ljós. Útlitið
hefur Pininfarina hinn ítalski teiknað og sver það sig í ættina, en að öðru
leyti er þessi dýrasta útgáfa af Peugeot í beinu framhaldi af öðrum bílum
verksmiðjunnar, aðeins betur búinn að flestu leyti. Hann er álíka mjúkur og
hljóðlátur og 404, en íburðarmeiri og rúmbetri. Lengdin er 4.49 m, breídd 169
cm, hæð 146 cm, þyngd 1150 kg, og hæð undir lægsta punkt er 16 cm. Þvermál
krappasta snúningshrings er 10.9 m. Diskabremsur eru bæði í bak og fyrir,
servoknúnar. Sjálfstæð fjöðrun er á öllum lijólum og dekkjastærð 175x14.
Peugeot 504 er með aðskildum stólum og höfuðpúðamir dregnir upp úr bök-
unum þegar þui-fa þykir. Hann er 5 manna, vélin að framan og drif á aftur-
hjólum. Vélin er 87 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Fáanlegur er hann
með beinni innspýtingu, einnig sjálfskiptur. Hámarkshraði er 158 km á klst.
og viðbragð í 100 km hraða er 15.4 sek. Umboð hefur Ilafrafell. Verð: 390 þús. kr.
Plymouth Valiant
Af gerðum Peugeot-verksmiðjanna í Frakklandi er 204 ódýrust og í saman-
hurði við keppinautana hefur þessi bíll það einkum sér til ágætis, að hann
er með framhjóladrifi og sérlega mjúkri fjöðrun. Lengdin er 3.99 m, breidd
156 cm, hæð 140 cm, þyngd 835 kg, og hæð undir lægsta punkt 14 cm. Peugeot
204 er búinn 60 hestafla vél, 4ra strokka, vatnskældri. Skipting er við stýri
og 4 gírar áfram. Að framan eru diskabremsur, borðabremsur að aftan, servo-
knúnar. Hámarkshraði er 140 km á klst., og viðbragðið í 100 km liraða er 18.8
sek. Umboð á íslandi, Hafrafell. Verð: 275 þús. kr.
Peugeot 304 Berline
Peug«ot 404 er nú orðinn 10 ára gamall í þeim klæðum, sem hann er nú,
og nýtur jafnvel vaxandi vinsælda. Einkum þykir hann framúrskarandi fyrir
hljóðan gang og mýkt. Breytingar á árgerð 1970 eru mjög litlar; ögn grennri
stuðari að aftan og að framan, krómhringir utan um framljós og svo hefur
bakkljósi verið bætt við. Lengdin er 4.45 m, breidd 162 cm, hæð 145 cm, þyngd
1050 kg og hæð undir lægsta punkt 15 cm. Þvermál krappasta snúningshrings
er 10,8 m. Diskabremsur eru að framan en borðar að aftan, servoknúnar.
Peugeot 404 er 4ra dyra, 5 manna, vélin að framan og drif á afturhjólum.
Vélin er 80 hestafla, 4ra strokka, vatnskæld. Hámarksliraði er 155 km á klst.
cn viðbragðið í 100 km hraða er 17.7 sek. Umboð hefur Ilafrafell. Verð: 327
þús. kr. '
Plymouth Fury
Plymouth Fury er einn hinna stóru amerísku, sem fáir aðrir en leigubíl-
stjórar kaupa nú orðið hér. Þar vestra er Fury einn mesti seldi bíllinn frá
Chrysler. Lengdin er 5.46 m, breidd 2.02 m, hæð 141 cm, þyngd 1770 kg og liæð
undir lægsta punkt 19 cm. Þvermál krappasta beygjuhrings er 13 m, en dekkja-
stærð 825x15. Fury er með venjulegri uppbyggingu á allan hátt, hann er 6
manna, 4ra dyra, vélin að framan og drif á afturhjólum. Völ er á nokkrum
vélastærðum, sem allar eru vatnskældar, en miðað við 6 strokka 145 ha. vél
verður liámarkshraðinn 155 km á klst. og viðbragðið 0—100 km á klst. verður 14,4
sek. Umboð: Vökull h.f. Verð: 562 þús. kr.
18. apríl 1970
MORGUNBLAÐEB — BÍLAR 1970 25