Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Qupperneq 3
Þó margir sagnfræðingar okkar og leikmenn á því sviði, hafi margt vel unnið, verður að játa að báðir hópar hafa eytt orku um of i bókstafsþræl- dóm og baráttu við vindmill- ur. Nú er t.d. svo komið, að nær fullsannað virðist, að við séum af engum komnir í ættir fram! (þó 33. manni frá Þór- ólfi smjör, gangi illa að trúa því). Er ekki verið að strika Egil skáld út af „þjóð Skránni"? Og hvað um hann Ingólf Arnarson? Líklega feng ist þó samþykkt, að einhver hafi fyrstur numið land í Reykjavik, en ég trúi að nafn þessa gamla, útiloki hann frá heiðrinum, það sé svo sjald- gæft i sögunum. En fyndist þér ósennilegt, að þó drengurinn hefði i bernsku verið „skírð- ur“ öðru nafni af foreldrum, að samtíðarmenn hans, eða afkom endur, hefðu einmitt valið sæ- hetju og frægðarmanni auk- nefni af stofnunum Ing og Hrólf? Væri Arnarson honum ekki nokkuð verðugt einnig? Hugsi þeir málið, er kynnt hafa sér merkingu þessara orða til foma. Við höfum dæmi um auknefni og skáldanöfn, sem algjörlega hafa hrakið frum- nafn i gleymsku. Bóni prinz, Sólon Islandus, Jón Trausti, Þorsteinn Ojallandi, Steinn Steinarr. Hins „rétta" nafns, mætti þó reyna að leita meðal afkomenda, nægi þetta nafn ekki lengur. En hvað um fræði Ara fróða? Gætum við ekki orðið sammála um, að ef um stórar villur væri þar að ræða, þyrfti það ekki að stafa af skorti á heimildum, heldur lægju aðrar orsakir að baki? Ég álít að aaga, ekki sizt svo mikilsverð, geymist hæglega 2—3 hundruð ár, og þurfi ekki að fara nema svo sem þriggja til fjögurra ætt iiða á milli. (Sjá Axel Thor- steinsson og þá feðga). Einnig neita ég að trúa þeirri al- mennu skoðun og fullyrðing, að Islendingar hafi ekki haft stoð að rittáknum fyrr en und- ir 1200. Voru ekki rúnir not- hæf rittákn? Var ekki bók fræði fylgja kristni? Þekktu ekki þessir menn þann hluta kerfisins? Það gleður mig, að fræði þín renna stoðum undir „sann- fræði" sagnanna. Þá grunn- punkta, sem ég ætla að sanna, þ.e. helztu persónur og staðblæ. Ýmsir munu þó annað halda við lestur þeirra. Ég tel t.d. Sögu Bjarts í Sumarhús- um, dagsanna Islendingasögu síns tima. Er hún þó skáldsaga. En hún er sönn þjóðlífsmynd og full af táknum einnig, er samtímamenn geta ráðið. En það kann að taka á vitsmuni sagnfræðinga eftir 1000 ár að ráða þau og sanna nafn hetj- unnar og ætt! Það hlægir mjg að hugsa til allra þeirra fræðirita, sem skrifuð hefðu verið um ferð Þórs til Otgarða-Loka, ef rit- ari hennar hefði ekki verið svo hugulsamur að birta ráðningu hverrar gátu þar: Sigurvegari í hlaupi var mannshugurinn. „Thulinn" í homi Þórs, úthaf- ið, og hin glímna kerling sjálf ellin. Skilningurinn er faðir skynsemi. Þvi meir undrast ég kergju nútímamanna að vtðurkenna týndan hugmyndaheim, sem mér er ijósara, að daglega tök- um við okkur í munn orð og taishætti þaðan, án þess að vita tildrög. Þau nægja okkur þó til tjáningar því menn skilja nútimamerkinguna. Að kalla mig „leirskáld" hittir í mark, þó enginn muni skáldfíflahlut- úr Eddu. Lygamörður, lokaráð. Hver hugsar um forsögu? Hvað er á seyði? „Við skuld- um Asklepiosi hana.“ Rekjum við orðtök siik til róta? Og hugsa margir til þess, að Kristur „samdi" auglýsinguna: „Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá,“ en ekki Silli og Valdi? Og við fremjum athafnir enn í dag, án þess að hugsa um hvers vegna: Af hverju bað gömul kona mig ungan að klippa alltaf neglur í þrennt, en ekki í heilu lagi? Til hvers stungu menn heima, steini upp í munn nautgripa, er hausinn hafði verið skorinn af? Til hvers skáru menn þrjá skurði i milta stórgripa? Hví hafa menn skeifu undan hesti að hamingjutákni, ekki nýja skeifu? Og við mörkum okkur krossi. Hugmyndaheimur fortíð ar seilist ennþá víða inn í heim nútíðEir. Ég er ekki fræðimaður, en les nokkuð, einnig fomsögur. Ég álít þær flestar byggðar á sannfræði í höfuðatriðum og uppgröftur fornminja sanni það nú þegar, og eigi eftir að gjöra betur. Rit þin styðjá þá skoðun og fylla þó ennþá meir í eyður sögunnar. Ég hef aldrei tekið bókstaflega sög una um að Höskuldur Hvita- nesgoði hafi búizt sparifötum snemma dags og farið einn út á akur að sá, leyft húskörlum að sofa. En skýring þin færði mér fullnægjandi syar. Gunnar og Hallgerður hafa alltaf verið hálfgert huldufólk í mínum aug um. Þú fyllir einnig þá mynd viðunandi. En má ég spyrja þig að einu? Er ekki viðurnefni Hallgerðar mislestur eða pennaglöp? „Langbrók." Hvað er það? Var hún ekki kölluð Langbrok? B.R'.O.K. Orðdð brok þýðir þétt- an og hávaxinn votlendisgróð ur, flóa og mýra, rauðbreisk- ing. Var ekki konán sögð hár- prúð? Gæti líkingin ekki stað- izt í raunveruskilningi? En brok þýðir einnig blöð klófífn og hana sjáltfa. Fífa vex i vot- lendi. Og enn þýðir orðið: Noröanvindur. Þau tákn kannt þú að ráða. Eru þá skiljanleg rök fyrir nafninu: Langbrok? Nú, innvigðum mönnum koma ekki á óvart nöfnin: Karl hinn skegglausi og taðskegglingar. Hvað segir þú um það? Ágæti fræðaþulur. Ég er með þessu bréfi að segja þér hve glaður ég er yfir verkum þin- um, hversu margar spurningar þau vekja og fjörga hugmynda flug mitt. Heimspeki Brynjólfs Bjarnasonar, um að tilvilj- un sé ekki til, lögmál orsaka og afleiðinga sé staðreynd, gleður mig einnig og rennir stoðum undir lifsskoðun mina eins og fræði þín. Fræði Sveins Víkings, um kirkjur á Islandi, þykja mér merk og getur hann þar vel í eyður sögu. Þessar bækur og Vaxtarvonir Jakobs Kristinssonar, já, og allar minningabækumar og skáld sögurnar um þessi jól, veita mér sanna gleði og uppörvun. Blindur er bóklaus maður. Að siðustu: Ég vona að þú haldir áfram á sömu braut, að þér verði gert fjárhagslega kleift að gefa verk þín út, að fræðimenn 'ræði þau, hreki rök þín eða viðurkenni gild, eftir bezta viti og án fordóma, því sanngjörn gagnrýni er hverjum manni góð. Til þess eru mínir likar ekki færir. En mundu eitt. Sannleikurinn hef- ur ekki eina stóra stólparót eins og gulrófa. Hann hefur trefjarætur, og þó maður finni átta kann ein að leynast lengi. Teldu þér aldrei trú um að þú haíir fundið allt, þá heíur þú einskis að leita lengur, og átt þvi ekki vonina glöðu um að finna. Þetta hefur hent of marga fræðimenn, afleiðing- ar þekkjum við á alltof mörg- um sviðum fræða. Með þökk og virðingu. Um áramót 1970—71. Kristján frá Djúpalæk. Margrét Jónsdóttir MINNING Jónas Magnússon frá Stardal Fæddur 24. júlí 1890. Dáinn 12. ágúst 1970. Horfimi er einn af sjónarsviði, sterkur maður og stór í sniðum. Höfðimgi sannur, hetja í lund, .minnisstæður og af mörgum dáður. Gekkst þú heill að hverju starfi, hiklaust ávallt, en hvergi deigur, ræktaðir land og ruddir vegi hvarvetna vel til forystu fallinn. Unnir þú ístands fomu fræðum, mannvit áttir og mikið þrek. Fróðari ýmsum, er árum saman skólabekk sátu og skiluðu prófiun. Hjartans þökk fyrir hjálp í raunum, örugga vináttu, er aldrei brást; margar góðar og glaðar stundir með eiginkonu, — minni æskuvinu. Lifðu nú sæll í sölum heiðum meðal garpa og göfugmenna, er Island hefur um aldir borið. Þar munt þú sess þinn með sóma skipa. 10. jaruúax 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.