Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1971, Blaðsíða 4
víkur og stolið þar blómkáls-
höfði og rófum og tekið undan
nokkrum kartöflugrösum, ágæt
is grænmeti, nema hvað rófurn
ar voru dálítið trénaðar.
Eftir því sem Óli komst næst
hafði kokkurinn slæðzt í þetta
hús fyrir tveimur árum að selja
líftryggingu. Honum hafði ver-
ið boðið upp á glas og strax
kunnað svona Ijómandi vel við
sig og orðið innlyksa. Filipus
sá að hér var snyrtimenni á
ferð og þess vegna var hann
settur i matseldina.
Óli hafði líka sitt embætti í
þessu húsi, en það var að varpa
mönnum á dyr, ef þeir gerðust
baldnir eða gjömmuðu frammí,
þegar Filipus var að segja
mönnum undan og ofan um líf-
ið.
1 Umferðarmiðstöðina voru
annars allir velkomnir. Þar
komu fylliraftar i lörfum, ungt
fólk að puða i ástársorg, fylli
raftar með hvítt um hálsinn,
soltnir vesalingar, giftir menn í
þann véginn að skilja, smáþjóf
ar að koma af Litla Hrauni og
búa sig undir að fara þangað
aftur. Kynvillingur kom líka
stundum og var gjaman með
blátt auga eða blóðrisa í and-
liti, en það spurði hann enginn
af hverju. Einu sinni hafði
slæðzt þarna inn dómari, en
það var fyrir misgáning, hafði
ætlað í næsta hús. Þó stóð
hann við smástund, svona til
þéss að sýna að hann væri
mannlegur og að dómarastarfið
væri ekki nema eins og hvert
annað skitverk, sem einhver
yrði að taka að sér. Og hann
skálaði við smáþjófinn, sem
hann myndi kannski dæma
næsta dag eða hinn.
Svona var hópurinn sundur-
leitur, en mestir aufúsugestir
voru peningamenn. Þeim fylgdi
skemmtileg atburðarás. Hjólið
tók aftur að snúast, óðara var
komin kjötsúpa í pottinn og
leigubilar voru hafðir í förum
eftir áfengi og öðrum nauð-
veskinu og Filipus hafði glöggt
auga fyrir siiku. Við þá sagði
hann ef til vill.
„Þetta grey,“ sagði hann,
„þetta grey er að faja á sjó-
inn, en vantar fyrir stakk og
stígvélum." Og væru þeir sadd
ir og svolítið meyrir, eftir að
hafa gert allt vitlau3t heima
fyrir létu þeir oft eitthvað af
hendi rakna. Þannig fengna
peninga tók Filipus ávallt í
sina vörzlu og það voru lögð
meiriháttar plön fram í tímann
og þegar gullkálfurinn var far
inn sína leið, voru peningarnir
drukknir út.
Annars var það alveg rétt,
Óli ætlaði á togara. Það var
einungis tímaspursmál hvenær
úr því yrði. Hann var orðinn
langþreyttur á þessu svalli, já
úrvinda og það var ekki nema
um tvennt að velja, drykkju-
mannaspítali eða togari.
En hvernig hafði hann dott-
ið svona herfilega í það,
tveggja mánaða stanzlaust
fylliri? Stundum þegar hann lá
vakandi seinni part nætur eða
á morgnana, rtfjaðist það upp
fyrir honum. . . Jú, það hafði
byrjað með smá fingurmeini.
Hann hafði langað að breyta svo
lítið til, hætta á sjónum um
tíma og ráðið sig sem glugga-
pússara. Nema hvað einn dag-
inn var hann að klifra upp í
stiga við Reykjavíkurapótek og
fékk þá flís í löngutöng, agnar
lítil flís og hann náði henni
fljótt úr. 1 fyrstu virtist þetta
ekki ætla að verða neitt, en um
kvöldið var puttinn orðinn
rauður og svo kom ígerð.
„Hafðu hægt um þig i nokkra
daga,“ hafði læknirinn á slysa
stofunni sagt, þegar hann var
búinn að binda um fingurinn,
„taktu þér fri frá vinnu." Og
hvað var þá hægt að gera
nema drekka brennivín? Ekki
gat hann legið uppi á dívan
alla daga og mælt göturnar
ófullur, þá list kunni hann
ekki. Auk þess átti hann dálít
SJÓSTAKKURINN
Það var einn sunnudagsmorg-
un, að Óli hafði vaknað við
pískur frammi á gangi. Húsa-
leigan fyrir júlímánuð var
ógreidd, og hjónin, sem leigðu
honum voru eitthvað að ræða
það mál sín í milli.
„Láttyjiann hafa það óþveg-
ið,“ haTf'ii hann heyrt konuna
segja og svo var tekið í hurðar
húninn. En dyrnar voru læstar.
„Við vitum, að þú ert þama
inni,“ sagði kallinn.
„Já, ég sé þig í gegnum skrá-
argatið," sagði konan og Óli
breiddi sængina upp fyrir höf-
uð.
„Ef þú borgar ekki húsaleig
una í dag, látum við lögregl-
una fjarlægja þig,“ sagði kall-
inn, „þig og allar þínar brenni
vínsflöskur." en Óli hafði enga
peninga átt og þetta var á
fyrstu hæð og seinni partinn
þennan sama dag, laumaði hann
sér út um gluggann. Flöskurn-
ar skildi hann eftir. Konan gat
kannski notað þær undir saft í
haust, þó auðvitað ekki allar,
því að enginn er svo duglegur
að fara í berjamó.
Svona hafði þetta verið og
nú var Óli kominn á bísann,
það var ekki um að villast.
Þessa dagana, fékk hann að
liggja á gólfinu i „Umferðarmið
stöðinni" svonefndu, tveggja
hæða timburhúsi, uppi á Berg-
staðastræti, járnklæddu að utan
og dálítið óræktarflag fyrir
framan, njóli og arfi, en ekk-
ert gras. Hann lá þar í svefn-
poka og það var svo sem altt
í iagi, nema hvað gólfið var
hart og sundum á nóttunni var
ókunnugt fólk að detta um
hann. Svo var ryk á gólfinu og
í svefnpoka er lítið svigrúm til
þess að hnerra.
1 „Umferðarmiðstöðinni“ réð
húsum Filipus, en hann var i
senn yogi, fylliraftur og and-
ans mann. Hann hafði ekki
gert handartak í sjö ár og var
upp með sér af því. Auk hans
var þama að staðaldri kokkur
inn, en Óli þekkti ekki hans
rétta nafn, enda kallaði Fílipus
hann aldrei annað en kokkinn.
„Hvar er kokkurinn minn?“
öskraði hann stundum svo hátt,
að rykið á gólfinu þyrlaðist
upp og gluggarnir hristust i
faisinu. Þegar búið var að hafa
uppi á honum, sagði Filipus, og
var þá allt annað en blíður á
manninn, „ég hef ekki fengið
neinn hádegismat," sagði hann,
„er ekki eldhúsið þín deild?"
Og ef enginn matur var til,
hristist kokkurinn líka eins og
gluggarnir, því að hann bar
óttablandna virðingu fyrir Fili
pusi og ekki dró úr óttanum,
ef Filipus var mjög svangur.
Fór hann þá ýmist út á götu
og sníkti aura eða hann gerði
sér ferð niður að höfn og fékk
þar gefins fisk. Að sögn hafði
hann í fyrrahaust farið alla
leið suður í Skólagarða Reykja
þurftum. „Bibb“, leigubíll fyr-
ir utan. „Bang“. . tappi úr
flösku. Þetta voru oftar en
ekki . . . flóttamenn.
„Konan skilur mig ekki,“
sögðu þeir kannski eða þeir
áttu fyrirtæki, sem var undir
hamrinum. Þeir voru aldrei
glaðir, en peninga höfðu þeir
umleikis og ef þeir gerðust
hnuggnir um of, tók Filipus þá
afsiðis og reyndi að porra þá
upp, oftast með ljóðum eftir
einhvern Ómar gamla Kaiam,
sem hann nefndi svo. Óli mundi
sérstaklega eftir einni ljóð-
linu og gullkálfarnir dvöldu
kannski í einn, tvo sólarhringa
og þá voru ekki drukknir nein
ir kardemommudropar eða
brennsluspritt. Kokkurinn var
hundrekinn og á þönum í matn
um og gullkálfurinn fékk að
velja sér beztu kjötbitana og
hann fékk hreint glas, til þess
að drekka úr. Sumir voru með
marga þúsund krónu seðla i
ið af peningum og þetta var
um hásumar og það voru marg
ir, sem vildu drekka með hon-
um. Fyrstu dagana rússaði
hann um i prívatbiium, en það
var of dýrt spaug til lengdar
og þá settist hann á bekki með
félögum sínum eða þeir fóru
suður í Hljómskálagarð og lögð
ust þar í grasið. Nóg er hægt
að gera þegar maður er fullur
og veðrið er gott. Þetta voru
áhyggjulausir dagar og hann
var guðsfeginn að þurfa ekki
að hanga uppi í stiga og pússa
glugga. Honum hafði aldrei
fallið það starf, þetta að horfa
á fólk í gegnum rúður, sjá það
hreyfa munninn og vita ekki
um hvað það var að spjalla sin
í milli, vélritunarstelpur að
flissa, alvöruþrungnir menn að
ræða saman kringum stórt borð
og hann með tusku í hendi og
hálfvitinn, yfirmaður hans fyr-
ir neðan og hélt við stigann.
Þá sjaildan sá drumbur opnaði
4 LJSSBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. janúar 1971