Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1971, Blaðsíða 9
Svana Valdemarsdóttir, kona Páls lieitins Aðalsteinssonar, í Karðinnm lieima lijá sér. Kins or j>essi Krein öll ber með sér er liún rituð áður en dauðinn kvaddi sér dyi-a 21. nóvember sl. að Humstone Avenue nr. 10. Ilið fflaða bros húsfreyjunnar er nú liorfið og l>að cr skusriri sorerarinnar yfir liessu húsi, sem var svo hjart yfir í vnr, Þegar lífmikið fólk ferst í miðri önn, verða umskiptin erfiðust jieim sem eftir lifa. vexti, að eins og margir Islend ingar, uppaldir á afskekktum stöðum er ég íeiminn og upp- burðarlítill, en á móti kemur að ég er alinn upp við sjómennsku þar sem kjarkurinn er æðsta boðorð. Það geta á stundum orðið hörð átök milli þessara uppeldisþátta með sigrum og ósigrum á víxl. Oftar en hitt reyni ég að bjarga mér á lens- inu, en fyrir kemur, að ég sé enga björgunarvon í þeirri að- ferð og bít á jaxlinn sný upp í og keyri á fuilu í sjó og vind. Ég var í þannig aðstöðu i um rætt skipti, að ég gat ekki snú- ið undan og þá ekki um annað að gera en keyra uppí. En það var fleira, en Heklu og kvennaklúbbfundur, sem steðjaði að. Ég hafði lagt drög að viðtali við John Burgess heimsfrægan rithöfund um sjómennsku, en hann er búsettur í grennd við Ipswieh. Þennan morgun fékk ég skilaboð um, að Burgess vildi að ég kæmi síðar um dag inn. Ég segi þá við Pál Aðal- steinsson, en hiá honum var ég staddur á skrifstofunni í Bost on Deep-Sea. — Nú slapp ég billlega við kvennaselskapinn. Páll leit raunamæddur á mig og sagði: — Ég þekki þessar konur. Þær hafa gert ráð fyrir, að þú mættir hjá þeim í klúbbnum i dag, og það skaltu gera, nema þú ætlir að pakka niður og fara á morgun. Það varð að ráði að hringt var aftur til John Burgess og honum tilkynnt að þvi miður gæti ég ekki mætt til að ræða við hann um sjómennsku og veiðitækni, þvi að ég ætti að mæta í kvennaklúbb. Það var Mclnnes einn af framkvæmda stjórum Boston Deep-Sea, sem talaði við þessa gömlu sjóuglu og hann sagði að Burgess hefði orðið alveg trítilóður og spurt hvort það væri yfirleitt nokk- ur ástæða til að tala við mann, sem téti kvennaselskap sitja fyrir viðtali við sig um sjó- mennsku og þessu fylgdu hæpnar athugasemdir um úr- kynjun og leikarahátt hinna yngri manna.. . Ég varð að sitja uppi með þetta í bili og sá ekki eftir því . . . Það er gömul speki að raunveruleikinn sé aldrei jafn- bölvaður og kvíðinn og stund um er það, að ýmislegt sem menn kvíða mest verður þeim ánægjulegast. Húsmóðirin tók á móti mér við útidyrnar, brosandi og elskuleg að vanda og leiddi mig til fremri stofu. í anddyr- inu heyrði ég klið innan úr húsinu. Ég hinkraði við í fremri stofunni og gerði nokkr ar jóka öndunaræfingar, sem vinur minn, Óskar Friðbergs- son kenndi mér fyrir löngu og ég gríp jafnan til við jarðar- farir og aðrar meiriháttar Framh. á blis. 14 Ögn um íslenzk horn Eftir Christian Westergaard Nielsen, prófessor Dr. phil. Chr. Westergárd- Nilsen prófessor segir í þessari grein frá íslenzkum drykkjarhornum, sem eiga það sammerkt með .íslenzk- uim hajndrliltiuim, að saiga þeirra er sérstæð og áhuga- verð. 1 Árbók Listiðnaðarsafnsins i Osló 1968—69 lýsir frú Elien- Magerþy útskornu íslenzku drykkjarhorni frá því um 1600, sem Vinir Listiðnaðarsafnsins i Osló keyptu á frjálsum mark- aði árið 1950. Frú Magerþy er kunn fyrir bækur sínar um plöntuskreyti i íslenzkri tré- skurðarlist, sem Árna Magnús- sonar stofnunin hefur gefið út. Hornið er 34 sentimetrar að lengd, en stærsta þekkta ís- lenzka drykkjarhornið er hins vegar 86,5 sm. Samslunginn og flókinn útskurðurinn er séris- lenzkur, auðþekktur frá hand- ritaskreytingum í íslenzkum handritum frá 14. öld og siíðar, sem á rætur að rekja til skraut listar á Englandi og megin- landi Evrópu á 12. öld. Tvennar ristur á horninu taka af allan vaía um uppruna þess. Bókstafirnir eru hið sér- kennandi íslenzka höfðaletur. Neðri ristan er þannig: mines/ hom/heil: Minnishom, heill! Efri ristuna les frú Magerþy þanmiig: ail'lliot/ii/iír.ia/feir/siuo ad/ei/m/?/a/uer, en svo und- arlegt sem það kann að virð- ast, er frúin í nokkrum vafa um merkinguna, enda þótt henni sé ljóst, að um sé að ræða tvö hálf vísuorð með höf- uðstöfum og rími. Lesháttur- inn er ugglaust þessi: Alljótt i illa fer, svo að ei má verr, og merkingin er mjög auðsæ: „Al- slæmur (ekki ,,forljótur“ eins og frú Mageróy telur) verður illur, svo að það (ástandið) getur ekki orðið verra.“ Þetta eru uppbyggiieg orð til þess, sem reynir að drekkja sorgum sínum yfir mótlæti heimsins í huggunarríku innihaldi horns- ins. Setningin er l'íklega fynd- in umritun á þekktum máls- hætti: „Allt er ljótt, sem illa fer.“ íslenzk dryikkjarhorn eiga sér sína eigin sögu engu siður en t.d. islenzk handrit. Einn þeirra fræðimanna, sem unnið hefur að þvi að varpa ljósi á þennan þátt sögunnar, er for- seti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fyrvum þjóðminja- vörður. Drykkjarhornin eiga sér langa sögu. Hana má m.a. lesa i norrænni goðafræði, þar sem kappdrykkju Þórs er lýst, en einnig segir frá hornunum í há- tiðarsamsætum víkinga. 1 skandinavísku löndunum þok- uðu hornin snemma fyrir hrús- unum, sem oft voru fagurlega silfraðar, en á Islandi varð- veittust þau — ásamt norræn- um fornbókmenntum, rituðum á skinn. Siðurinn að bergja af hornum við festar og brúð- kaup betra fólks var mjög út- breiddur í pápisku og hélzt við lýði langt fram á 18. öld, er heittrúarstefnunni tókst að út- rýma honum. Haglega silfur- skreytt drykkjarlhorn voru stöðutákn veraldlegra höfð- ingja á 14. og 15. öld. En þessi stöðutákn voru ekki óþekkt í kaþólskum klaustrum og á ís- lenzkum biskupsstölunum. I hátíðarveizlum miðalda tíðkaðist sá siður einnig með munkum og prelátum, að drekka skál Guðs föður, Guðs sonar og Guðs anda heilags, jómfrú Mariu og svo margra dýrlinga sem verða mátti. Þessi drykkja fór að sjálf- sögðu virðulega fram, með við- eigandi orðum og formálum. Og varla mun nokkur miðaldadýr- lingur hafa talizt móðgaður, þótt hans væri minnzt í slíkri skál við hátiðlegt tækifæri. Frá eigin ævi þekktu þeir vel til heilbrigðs þorsta, sem leiddi af miklu saltmeti þeirrar tiðar. Þessum sið hefur líka verið við haldið fram á okkar daga, er islenzkir stúdentar drekka í minningu heilags Þorláks (dá- inn 23. des. 1193) daginn fyrir aðfangadag. Á biskupssetrinu á Hólum voru þrettán silfurslegin horn 1374 og -96 og í Skálholti voru sautján silfurslegin horn árið 1548 og eitt koparslegið, árið 1674 voru þau átján og sautján 1698. íslenzk drykkjarhom lentu oft á hrakningi — engu síður en íslenzk handrit. Mörg hafa ugglaust glatazt, en þó er vit- að um 25 til 30 á söfnum nú, þar af nokkur á National- museet í Kaupmannahöfn. Islenzkur áhugi á fornminj- um, sem varðveitzt höfðu, og enduruppgötvun slikra minja leiddu til útflutnings, ekki að- eins á handritum, heldur einn- ig á drykkjarhornum og öðr- um forngripum. Þegar Peter Rabe(n), að- míráilll, (dáiinn 1727), stiíitaimit- maður Islands og Færeyja, hélt frá íslandi haustið 1720, hafði hann tvær kistur með jarða- bók Árna Magnússonar og Páils VidaOíins i liestarrúmi f;rei- gátu sinnar, en auk þess fimm- tíu og þrjá kassa, sem höfðu að geyma einkaeign Árna Magnússonar, m.a. handrit. Mikinn hluta þeirra hafði Árni Magnússon haft með sér frá Kaupmannahöfn til Islands ár- ið 1702. En auk alls þessa flutti Raben aðmíráll með sér sautján drykkjarhorn, er varð- veitast skyldu í konunglega listasafninu i Kaupmannahöfn. Þessara gripa hafði verið aflað sem hér segir: Raben hafði kynnzt Jóni Vídalin, Skál holtsbiskupi, sem í æsku hafði gegnt þjónustu í sjóher kon- ungs. Hafði Jón fært Raben fjögur af drykkjarhornum biskupssetursins til Hafnar- fjarðar. Þann 25. ágúst 1720 sendi biskup svo afganginn, þrettán drykkjarhorn, „er hér liggja sem hverjir aðrir forn- munir við dómkirkjuna" ásamt öxi Skarphéðins, „Rimmugýgi". Fimm dögum siðar varð bisk- up bráðdauður á ferðalagi. Eftirmaður hans saknaði drykkjarhornanna og lét rita ekkjunni, veleðla frú Sigríði Vídalín, og bað hana útvega kvittun konunglegrar hátignar, eða a.m.k. viðurkenningu hr. stiftamtmannsins, að hann hafi látið færa hornin konunglega listasafninu í Kaupmannahöfn. Þann fjórða ágúst 1722 ritaði ekkja Jóns Vídalins Raben að- mirál, þar sem hún kemur þessu erindi á framfæri. í svar- Koiiungshormð. 24. jamúair 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.