Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1971, Blaðsíða 4
Hvað ungur nemur verða snorlin af. Og tvímæla- laust tel ég sögur hans ágæt- an undirbúning fyrir bók- Tnienntalestuir á fullorðinsárum. Meðal annars má telja sögum Stefáns til gildis, að hann lýs- ir börnum sem samfélagsþegn- um. Þó barn eða börn gegni aðaiihlutvePki i sögu, er jafn- an fólk á öllum aMri í kring- um þau; föllk, sem er auðvitað ófiulílkomið eins og þau sjálf svo sem gerist og gengur í ver- uauii. Einnig eru söguæ Stefáns ■biessunarlega lausar við tilbú- inii barnaskap; enda gagins- laust að setja slíkt á svið; börn sjá gegnum uppgerð og láta- Iseti ekloi siðui- en eldri les- endur. Ármarrn Kr. Einarsson er mikilvirkur barnabókahöfund- ur, hefur skrifað bæöi skáld- söguæ og smásögur fyrir börn. Tek ég smásögurnar fram yf- ir, sé við listatök miðað. Sög- ur Ármanns einkennast af hug kvæmnisiegri bygging. Og mjög skírskota þær til imynd- unarafls lesendanna. Sögu- þráðurinn er alla jafna spenn- andi, enda hafa sögur Ár- manns hlotið vinsældir að verðleikum og verið þýddar á •önnur mál. Víða er lýst átök- tim miili ba/rna og fullorðinna eða barna innbyrðis, og oft má ekfki á milli sjá, hvernig fer. En aldrei fer svo, að ekki finnist lausn á vandanum. Ég tittek sem dæmi söguna Óli í Státrarahúsinu og Pétur i Efstak-oti í bókinni Yfir fjöll- in fagurblá <2. útg. 1'970); Óli er stór og sterkur og notar krafta sina óspart til iitls; með- al annars til að hrekkja og pina Pétur litla, sem ræður ekki við hann. En svo fer, að Pétri kemuir snjaBræði í hug. Kennarinn þeirra tilkynn- ir sumsé, að kaupmaðurinin i plássinu hafi gefið heljarmik- inn sælgætispoka, sem eirahver einn nemandi muni hljóta í sérstöku viðurkenningarskyni daginn eftir. Pétur litli skrif- ar nú bréf, þar sem segir, að sá, sem komi i skólann í örg- ustum lörfum og fátæk- legast búinn, skuli hreppa hnossið. Undir bréfið skrifar hann nafn kaupmanns, og læt- ur það svo verða á vegi Óla, sem trúir og býtur á agnið og verður sér til athlægis í skói- anum fyrir vikið. Pétur fær sælgætið að verðlaunum fyrir góða hegðun í skólanuon og dugnað við námið. Býður hann svo öllum úr pakanum, einnig Óla, og er það vita- skuld hámark hefndarinnar, því þá skilst Óla, að Pétur hef- ur ginnt hann eins ag þurs. „Og upp frá þessu lagði hann niður þann ljóta sið að hrekbja og stríða skólasystkinum sín- um.“ Slíkur endir hlýtur að vera öllum söguhetjunum hag- stæður, einnig Óla, því þess er hvergi getið í sögunni, að neitt hafi amað að honum utan hrekkjanáttúra hans. Að öðru leyti er hann svo vel af guði gerður, að lesandinn hlýtur að sjá hann fyrir sér sem nýtan mann, þegar sá ljóðurimn er burtu numinn. Jenna og Hreiðar Stefiáns- son hafa líka verið miki’Iivirk- ir barnabókahöfundar og auk þess skrifað fyrir unglinga Ég nefni hér bækurnar Stelpur i stuttuim pilsum og Stúlka með ljósa lokka, sem haÆa að geyma eina, samfellda sögu. Jenna og Hreiðar skirs'kota minna tiii ímyndunaraflsins en Ármann, en leggja þvi meiri áherzlu á góð fordæmi, og hef ég mefnd- ar bækur þá sérstaklega í huga. En i þeim gerist þetta markverðast; Ung stúlka stundar nám i landsprófsdeild. ForeMrar hennar eru dável efnuð og hafa búið bömum sin Framhald á bls. 11 | * Óþarflega lélegar teikningar einkenna kápnr margra barnabóka. Sparnaður • • Smásaga eftir Orn H. Bjarnason Trabantbill, — það var draumurinn. Ef guð lofaði ætluðu þau að festa kaup á honiini að vori. En til þess urðu þau að leg-gja hart að sér, og það höfðu þau lika gert. Dabbi hafði dregið i við sig um einn og annan óþarfa, var til að mynda kominn ofan i tiu sígarettur á dag og strætisvagna notaði hann ekki nema heim á kvöldin. „Þú hefur gott af smá hreyfingu,“ sagði konan þá sjaldan hann reyndi að merja út aukamiða i vagninn. Um tima hafði hún viljað þvæla hon- um yfir i neftóbak og beitt til þess vísindalegiim rökum upp úr erlendum timaritum. „Sígarettur eru iifshættulegar," hafði hún sagt, en hann hafði varizt drengi- lega. „Neftóbak sogast upp í heiLa mann- eskja.“ „Hvaða heila?“ kom þá. IJf þeirra var að sönnu heldur vlð- burðasnautt og ekki jók fæðan á til- breytinguna, fiskur og kartöflur meg- inuppLstaðan, en munaðarvarning sáu þau hjónin ekki nema í búðargluggum og litu þá undan. „Eigum við ekki að hafa kjöt annan hvern sunnudag?" hafði Dabbí spurt skönmiu eftir að þessi Trabantbíll kom til sögunnar, en fengið þvert nei. „Bara hrossakjöt eða þá belju?“ „Nei,“ hafði konan sagt, „þú ert nógu andskoti feitur og luralegur.“ Þetta pislarvætti hafði fært þeim hjónuin nokkra innistæðu á banka. Stunduin eftir að þau voru liáttuð, sótti Dabiii sparisjóðsbókina undan rúmdýn unni. Þau lögðu saman tölurnar í henni, töldu rétt að ganga úr sluigga um, að þeir í bankanum hefðu ekki gert neina skyssu. Á þessum augnablikum fundu þau svo glöggt, að þau elskuðu hvort annað. Það var aðeins eftir gengisfell- ingar, að skyggði á hamingju þiíirra. Og í eitt skipti hafði konan farið að orga. „Stjórnmálamenn eru fifl,“ hafði hún sagt, en strax og hiin var búin að jafna sig, tók hún orð sín aftur, sagði að Jietta væru góðir menn og gerðu sitt bezta. Þeir væru bara ekki duglegri í vinnunni sinni en þetta. „Þjóðin er ung,“ hafði Dabbi sagt, „þeir eru að æfa sig manna greyin.“ Svo var J>að eitt kvöld, búið að svæfa börnin og þau lijónin sátu inni í stofn og létu fara vel um sig. Það var liaust og septemberliijan í giuggakist- unni um það bil að springa út. Dabbi var að reykja síöustu sígarettu dags- ins, en konan að Iesa í bók. Hann and- aðl reyknum djúpt, djúpt að sér og reyndi að fá út úr hverjum smók J»ó nokkuð meira en sanngjarnt var að ætl- ast til. f gegnum bláan mökkinn sá bann konu sína og bann undraðist Jiessa manneskju, lestrarfýsn hennar og hvernig hún svona vel gefin og fróð um marga hluti, gat verið gift réttiun og sléttiirn lagermanni. Það var ekki einasta að hún hefði gagnfrawíapróf og þroski hennar numið staðar þar. Nei, ó-nei. Hún var stöðugt að mennta sig, ias alit sem hún náði í, ekki aðeins bækur, heldur bókstaflega alit, leiðar- visa utan á pökkum og dósum, ef ekld vildi betur til. Jafnvel Borgarbóka- safnið var ekki nógu viðamikið, til þess að seðja þessa hungruðu sál. Húiu spændi í sig hvern rekkann af öðrunu og kvartaði undan því, að þeir á safn- inu væru ekkl nógu duglegir að panta bækur. En með öðrum orðiun, þau sátu þarna og létu sig hafa það gott. „Mér var að detta svolítið í hug,“ sagði konan og leit upp úr bökinni. Dabbi hrökk við. í áralangri sambúð, hafði læðzt inn hjá honum nokkur ótrú á hugdettum liennar. „Hvað segirðu um að leigja út stof- una?“ spurði hún. „ÞESSA stofu?“ sagði Dabbi undrandi og benti ofan í gólfteppið. ,,.Iá, vitaskuld," sagði hún óþolinmóð. „Hvar eigum við Jiá að vera?“ spurðí Iiann. „Nú en i svefnherberginu eða frammi 5 eldhúsi," svaraði hún og J»að sáust ekki minnstu svipbrigði á andliti hennar. Dabbi \ar að vísu fégráðugur og banka bókin honiun ekki síður kær en henni. En betri stofan . . . nei það var e-inum of langt gengið. „Hvað um húsgögnin?" sagði hann. „Leigjum þau með og tökum inn góðan pening," svaraði hún. f svip hennar var nú kominn óstöðvandi þnngi og í aug- uniun nýíslenzkur glampi, J»ess háttar sem Dabbi kannaðist svo vel við úr blokkinni. „Eldhúsinnrétting úr harð- viði,“ sagði glampinn, „mosaik í bað- herbergið, ailt tipptopp og finna en hjá fólkinu á móti.“ „Já, en frímerkjasafnið mitt?“ tuldraði Dabbi. „Ég skal rýma nærbuxnaskúffuna,“ sagði konan, „þú getur haft það þar.“ Sígarettan var nú farin að brenna hann í fingurinn og hann fieygði henni í ösluibakka. Honum varð hugsað til skapsmuna konu sinnar, þessa síkvika fyrirbrigðis, sem reið eins og holskefla yfir þetta heimili. Hvert átti hann að leggja á flótta með sæng og kodda, þeg- ar svefnherbergisóeirðir næðn há- marki og stofan teppt? „En gestir?“ sagði hann og greip í síð- asta hálmstráið. „Þeir eru fyrir löngu komnir úr möð,“ sagði liún. Ja, hún er sveimér ákveðin, hugsaði hann og svo hugsaði hann um hvað Iífið er stutt og hann nennti ekki að pexa við hana. „Nú, ja-ja, þú ræður," sagði hann þreytulega. „Ræð ég? . . . Nei, ég held mi siður. Það verður að vera samkomulag um þetta,“ sagði hún. „Þá J»að.“ „Auðvitað . . . það fer aldrei vel ef annar aðilinn tekur völdin í sinar hendur.“ 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.