Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1971, Blaðsíða 5
„J'a, þar Iiofíirðti á rettii a<5 sta«<la,“ sagði hann. Hún stóð nú upp og gekk yfir til hans. „I»ú ert yndislegur,“ sagði hún og það var eins og orðin kæinu upp úr síróps- krukkii. Svo sótti hiin blað og blýant og tók að lesa fyrir auglýsingu, seni átti að fara í Vísi daginn eftir. Lík- lega vildi hún með Jiessari samvinnu imdirstrika það enn ra-kilegar, að þetta væri ákvörðun þeirra beggja. Um nóttina svaf Dabbi illa. En næsta morgun fór hann með auglýsinguna á stfgreiðslu Vísis. I»eir lofuðu að koma henni í blaðið samdægurs. Dabbi lét aft ur dymar og rölti áleiðis í vinnuna. Hann var þungur á sér og lífið fór óíuktarlega í hann, misíur í hugsun- inni rétt eins og heiiinn hefði verið lagður í deigan klút. Þegar hann kom niður á bilalager fór hann í samfestinginn, sem beið hans þar sem hann hafði stigið upp úr honum kvöldið áður. Það var farið að reka á eftir honum með blístri og alls kyns skarkala og þegar hann opnaði afgreiðslulúguna birtust oliukámugar lúkur nær samstundis, fálmandi gegn- um ósýnilegan kolsýrlingsvegg. Á hverjnm morgni greip hann þessi sama tilfinning. Honum fannst risastór marg- fætla vera um það bil að hremma sig. „Fáðu mér kúplingsborða,“ öskraði einn verkstæðismaðurinn. „Pakkdós," sagði annar. Allir vom þeir með tvist í hendi og stundiim lömdu þeir í járnvarið afgreiðsluborð- ið með skiptilykli eða rörtöng, þannig að aJlt lék á reiðiskjálfi. Þetta kölluðu þeir kímnigáfu og langt, langt inni í sldtngiim andlitum þeirra vottaði fyrir brosi. „Hvemig lízt þér á kosningarnar í vor?“ sagði karlskröggur, sem var Habba til aðstoðar við afgreiðsluna. Alltaf þetta sama dag út og dag inn. „Hvernig lízt þér á kosníngarnar í vor? . . . Hvernig lízt þér á kosning- arnar í vor?“ I>að vTar máttur endnr- tekningarinnar, sem þessi elliæra sál var búin að koma sér niður á. Þegar um hægðist reyndi Dabbi að leiða athygli gamla mannsins frá stjórn málnm. Hann talaði um Borgarfjörð, fæðingarsveit karlsius, doða í sauðkind inni, nyt í kúnum og heimtur þeirra Borgfirðinga af fjalli. En það reyndist erfitt að halda honum við efnið. Hann var mest úti á þekju, samræðurnar kannski komnar niður í Leirársveit, en hugur gamla mannsins enn uppi í Skila- manriahreppi. Seinni partinn lét Dabbi karlinn telja skrúfur. l>að var raunar helber óþarfi, en betra að liann tautaði einhverja talnaröð npphátt við sjálfan sig en hafa hann hangandi yfir sér. I fyrstu gekk þetta ágætlega og Babbi hafði nveira að segja næði til að lesa Vísi, fann þar auglýsinguna, sem Iiann hafði farið með fyrr um daginn. En Adam var ekki lengi í Paradís. „Sagði ég 1089 eða 2089?“ heyrðist inn- an úr skoti. „l>egiðu,“ sagði Dabbi. „Haaaaa,“ sagði karlinn og niyndaði trekt við eyrað. „Þegiðu,“ endurtók Dabbi, en karlinn heyrði ekki neitt. Á mínútunni sjö fór Dalibi vir sam- festingnum og stimplaði sig út. Það var gott að komast undir bert loft og á leið- inni niðiu* á torg, fann hann hvemig kolsýrlingsviman rann smátt og smátt af homim. Veröldin varð nokkurn veg- in óbrengluð, húsin staðnæmdnst og staurar allir vissu lóðrétt upp af jafn- sléttu. Hann náði í gott sæti í stræt- isvagninum og hundrað fullpinklaðar, óíéttar keriingar hefðu ekki fengið haim til liess svo mikið sem hreyfa aðra aúgnabrúnina, hvað þá að standa upp. Þegar hann kom heim, var eiginkon- an í góðu skapi. Angan af mediser- pylsu umlék hana og Dabbi sá rauð- beður á undirskál. Hann settist í eld- húsið og hún snarsnerist í kringum hann, eins og hann væri gestur á sínu eigin heimili, gaf hommi meira að segja sultutau ineð pylsunni. Eftir mat- inn fíýtti hún sér að þvo upp, ekkert slen eða illgirnislegur hávaði í linífa- pöruni. Simhringingum hafði ekki Jinnt frá því blaðið kom út, sagði hún, sumt hafði viljað leigja stofuna óséða, ár fyr irfram, sama hvTer leigan var. En hún hafði sagt fólkinu að koma, vildi sjá framan í það. „Svona nú,“ sagði hún, þegar hún var búin að gefa Dabba kaffisopa, „lokimi eldhúsinu, svo að ólyktin fari ekki inn í stofu og lækki hana í verði.“ Hún stjakaði honum á undan sér og það var gott, fannst honum, að sjá hana svona hýra. Um áttaleytið tók fólk að streyma að. Á fyrsta hálftíma komu milli tiu og tutt- ugu manns. Önnur eins sýnishom af hinu hrjáða mannkyni hafði Dabbi aldreí séð. Það var með ólikind- um hvrers konar fólk var í húsnæðis- hraki í þessum bæ. Þarna var mein- lætafólk af öllu tagi. Umkomulausar ekkjur. Konur sem sögðu da-da framan í börnin. Afspymurólegir iðnaðarmenn. skrælnaðir í lófxmuni og með þung augnaiok, sem minntu meira á svefu en vöku. Allra þjóða kvikindi í striga- skóm og gulum vatnskápum. Stelpu- rassgat, sem virtist halda að lífið væri einn óslitinn indíánaleikur, en almennt eins og heilt fótgöngiUið hefði átt leið um hana. „Þarna get ég haft. radíógranunófón," sagði luín og vildi augljóslega slá ryki í augu þeirra með þessari ótviræðu eignayfirlýsingu. „Kg veit sveimér ekki,“ sagði Dabbi þegar stúlkan var farin. „Hvernig leizt þér á enska rithöfundinn ?“ spurði konan. Dabbi hugsaði sig nm . . . Andskotinn að ég láti einhvern. listafír vera að sníglast hér heima við allan daginn, eldri telpan í skólanum en sú yngri skaðræðislega ómálga. Upp hát.t sagði hann: „Æ, held maðiir kann- ist við þessar landeyður, sem koma hingað og þykjast vera mikilmenni.“ „Mér fannst liann SVO ágætur," sagði konan. „Úff . . . sástu skeggið . . . og augna- ráðið? Ekki kæmi mér á övart þó að þetta væri þessi lestarræningi, sem slapp úr fangelsi hjá þeim í vor.“ Hún leit á hann niður eftir nefinu á sér, að homim fannst úr svimandi hæð. „Æ, skelfilegt þurrkloft ertu, Dabbi minn.“ „En hávaxna konan?“ sagði hann og lét hana ekki slá sig út af lag- inu. „Mér sýndist það vera hálfgerð gleið- álka,“ sagði hún, „ank þess kann ég ekki við fólk, sem þykist vera barn- gott.“ Aftur var hringt og Dabbi fór til dyra. I gættinni birtist afar ljót kona með þess háttar nef, sem rignir og snjó- ar ofan í. Hún var smágerð og mjóir fætur hennar skröltu innan i uppháum gúmmíbomsum. Dabbi ætlaði að segja heuni, að búið væri að leigja stoíuna, en í |)\í skauzt hún fram hjá honum. Hún mínnti á sápu og augun í henni minntu líka á sápu, grænsápu. „Ég get borgað ár fyrirfram," sagði hún formálalaust. Þau litu undrandi á hana. „En skriflegan samning vil ég fá,“ bætti hún við, „til minnst tveggja ára.“ Hún virtist ekki hafa nokkurn áhuga á verðinu, en tók að æða um allt, hnusaði út í loftið, settist í hægindastóla og spnrði um venjur fjöl skyldunnar og háttalag, hvort þau hjónin skemmtu sér mikið, sagðist hafa andstyggð á víni og vera hrædd við fulla menn. Tommustokk hafði hún meðferðis og sló máli á stofuna. Til þess að kóróna allt lagði hún svo frarn ævintýraleg meðmæli. Þau voru rituð á löggiltan skjalapappír, en neðst var undirskrift mannsins, sem hafði leigt henni áður. I skjalinu stóð meðal ann- ars, „fröken Elínborg er einstök reglu- manneskja, háttprúð og skil\Tis.“ Þau voru sem steini iostin og áður en Dabbi fékk áttað sig, var búið að skrifa und- ir húsaleigusamning og konan farin. Tvær khikkustundir liðu. Þau sátu frammi í eldhúsi og voru að fá sér mola- sopa. Allt í einu heyrðist skark mikið og háreysti úti fyrir. Dabbi lyfti gaid- ínunni og kom þá auga á kerlinguna. Hún stóð hjá sendiferðabíl og var að snatta tveimur \Tinnuklæddiun mönnum. „Þarna er hún blessunin,“ sagði Dabbi og konan hallaði sér yfir öxl hans. „Hvað eru þeir að rogast með?“ spurði hún og Da.bbi fór að gá betur. ,,.Iá, þvílik nuibla.“ „Mér sýnist þetta vera harpa,“ sagði konan. „Já, svei mér þá, logagyllt harpa.“ Þau litu agndofa hvort á ann- að, en vissu ekki enn, hvernig bæri að túlka tilkomu þessa sérkennilega hljóð- færis. Það heyrðust skrækar fyrirskip- anir úr stigaganginum, en síðan opn- uðust dyrnar. Þau flýttu sér fram að skoða spilverkið. Kerlingin hringsnerist í kringum mennina og þegar henni lík- aði ekki meðferð þeirra á hörpunni, potaði hún í þá með regnhlíf. „Hvers konar fyrirtæki er þetta eigm- Iega?“ hrökk út úr Dabba, „Ungi ínaður," sagði konan og munnur hennar varð eins og sól teiknuð af smá krakka, í miðju eitt pínulítið núll, en ótal hrnkkur þaðan út í frá, „ímgi mað- ur, kallið ekki hörpuna mína fyrir- tæki.“ „Spilið þér á þetta?“ spurði kona Dabba. „Ég er í Symfóníunni,“ svaraði hún, án þess svo mikið sem lita til hennar. Dabbi var ekkert inni í tónlist, en hann vissi að symfónía var eitthvað mjög varhugavert, Jíæsta morgun fór Dabbi til vinnu sinnar eins og venjulega, En það var ekki fyrr en um kvöldið, þegar hann kom heiin, að hann áttaði sig tU fnUs á því, hvers vegna fröken Elinborg hafði fengið svona ljómandi góð með- mæli. Hún hafði verið að æfa sig niest- an hluta dagsins, sagði konan, og enn mátti heyra hana plokka strengina. í fyrstu reyndu þau hjónin að haMa uppi nauðsynlegustu samra“ðtmi, en það var ekki viðlit. „Farðu inn og segðu henni að hætta þessum hávaða," öskraði Dabbi. „>Tei, far þú,“ sagði konan. Uengra kom ust þau ekki, þvi nú yfirgnæfói hörpu- leikurinn aila mannlega raust. Þau litu þögul hvort á annað og skilnaðaranð- rúmsloftið gnifði sig sem óðast yfir allt. Bráðum yrði farið að gnísta tönnum. Dabbi var öskureiður, ekki sizt út í sjálfan sig, fyrir að hafa látið þessa músikölsku kerlingartruntu uarra sig. Ekki nema það þó, tveggja ára skrif- legur samningur. Hann hafði enga Iyst á kvöldmatnum og þegar hann fann að iliskan var að ná undirtöknnnm, rauk hann út og skellti á eftir sér. Lengi, lengi gekk hann nm götnrnar iiamstola af reiði. Hann sá fyrir sér fröken Elínborgu, mjóir fætur innan í ljósum ísgarnssokkum og svo harpan, loga- gyllt. Ja, — þessi Trabantbili ætlaði að verða þeim áýrkeyptur. í mörg ár hafði hann lagt liart að sér til þess að kom- ast yfir íbúð og nú var svo komið, a«5 luuin gat hvergi tyllt sér nema á ein- hvern valtan eldhúskoll. Þetta hugsaði liann og gekk áfra.m, en tíminn flaug lijá. Þegar hann ltom heim aftur var harpau hljóðnuð og eiginkonan komín í bólið. Hún var að lesa í bók elns og fyrri daginn. Framliald á bls. 10 12. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.