Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 1
Ottó von Bismarck, járn- kanslarinn þýzki, sagði ein- hverju sinni: „Hafi ég konurn- ar með mér, þá er ég úr því ekki smeykur við karlmennina. í>að verður þá hægt að ráða við þá. Mér hefur alltaf þótt •það iíla farið, að betri helm- ingur mannkynsins hefur eigi meiri áhx-if á pólitíkina en nú er. Ég heimta ekki, að konur skuli tala í Ríkisþinginu, en ef þær hefðu dálitið meiri áhri'f á þingkosningarnar en hingað til, þá held ég færi betur.“ Það verður nú viðfangs- efni þessara fya'irlestra að rekja sögu þess, að íslenzkar konur fengu kosningarétt og kjörgengi, og þá. ekki aðeins til alþingis,. eða hinn pólitíska rétt, sem menn nefndu sv.o, heldur einnig kosningarétt þeiri'a og kjörgengi til sveit- arstjórna. Inn í þetta spjall fléttast og menntunarrétt- indi og réttur kvenna til emb- ættisstarfa. Það er upphaf þessa máls, að með konunglegri tilskipun frá 29. ágúst 1862 var sett reglu- gerð, þar sem Akureyri voru veitt kaupstaðarréttindi. 1 3. gi'ein þessai'ar reglugerðar segir svo: „Kosningarétt hafa aQlir fullmyndugir menn (í danska textanum: aile fuld- myndige Mænd) sem ekki eru öðrum háðir sem hjú og hafa verið búfastir i kaupstaðnum siðasta árið, þegar þeir að minnsta kosti borga 2 rikisdali í bæjargjöld á ári.“ Þessi kosn ingaréttur var veittur með skil- yrði um óflekkað mannorð og eigin f járforræði, og fylgdi honum þá einnig kjörgengi. Ákvseði reglugerðarinnar um kosningaréttinn voru sam- hljóða ákvæðum í stjórnar- frumvarpi, sem samþykkt hafði verið á alþingi 1861, en danska stjórnin hafði látið semja að óskum og eftir tillögum Akur- eyringa. Nú er vafalitið, að hinn danska texta regJugerðar- innar hefur átt að skilja svo, að þar væri einungis átt við karlmenn (Mænd), en þar sem þetta var þýtt á 'islenzku: allir í’ullmyndugir menn, var talið vafasamt síðar, hvort með þessu væri ekki bæði átt við karla og konur. En eitt er vist. Þegar eftir gildistöku reglu- gerðarinnar vildi kjörstjórnin á Akui’eyri ekki sytnja konum kosningaréttarins. Því miður hef ég ekki fundið kjörski'ár við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri frá þessum tíma, svo ekki verður séð, hvort kona hefur komizt .þar inn kærulaust, en sjálfar kjörbæk- urnar eru enn t il, og þar er skráð skýrum stöfum, að í fyrstu bæjarstjói’narkosningu á Akureyri 31. marz 1863 hafi fyrsti kjósandinn verið Madame Wilhelmine, og eins og þá var titt, er einnig tilgreint, hverja hún kaus. Maddama Vilhelmina Lever, höndlunar- borgarinna, er þvi ekki aðeins fyrsti kjósandi til bæjarstjórn- ar Akureyi'ar, heidur fyrsta konan, sem kýs í sveitarstjórn- arkosningum á íslandi. Hún kaus einnig skoðunarmann bæjarreikninga þetta sama ár, og 3. janúar 1866 er bókað, að Mad. Vilhelmine Lever hafi kosið. Síðan sést nafn hennar ekki fi'amar í kjörbókum Ak- ' ureyi'ai’kaupstaðar, enda tók nú að haila undan fæti fyrir henni. Um ViiheJmínu þessa hef ég fyrr í vetur flutt sér- stakan útvarpsþátt, svo að um hana vérður ekki fjölyrt að sinni. En vért er að hafa það í minni, að hún kýs fyrst 18 árum áðúr en iög um takmark- aðan kosningai'étt íslenzkra kvenna til sveitarstjórna eru staðfestl Ekki veit ég, hversu fjöltal- að hefur verið útifrá um Vil- heimínu Lever og kosningarétt kvenna á Akureyri, en hafi þetta spui’zt út og þótt sæta tíðindum, sem ég efa, þá virð- ast menn ekki hafa kippt sér upp við siíkt, þvi að 26. jan. 1866, er sett var reglugerð um kaupstað á ísafirði, var 3. grein hennar höfð orði til orðs eins og í Akureyrarregiugerð- inni, og sömu ákvæði um kjör- gengi einnig. Ekki er mér kunnugt um, að nokkur kona á Isafirði hafi að óbreyttum Qandslögum kosið í ki-afti þess- arar reglugerðar. Tilskipun um sveitarstjórn á íslandi var gefin út 4. maí 1872, og koma þá hreppsnefnd- ir til sögunnar. Þriðja grein þessarar tilskipunar hljóðar svo: „Kosningarétt og kjör- gengi til hreppsnefndar á hver búandi niaður í hreppnum sem hefur ófiekkað mannorð, er 25 ára að aldri og er ekki öðrum háður sem hjú, ef hann síðasta árið hefur haft fast aðsetur í hreppnum og goldið til hans þarfa, stendur ekki í skuld fyrir þeginn sveitar- Um kosningarétt !te,.,sS °s kjörgengi íslenzkra kvenna Eftir Gísla Jónsson menntaskóla- kennara FYRSTA GREIN styi'k og er fjár síns ráðandi." Svo mun hafa verið skilið, að með orðunum Iiver búandi mað- ur í hreppnum væri eingöngu átt við karlmenn, enda veit ég ekki til þess, að nokkur kona hafi kosið til hreppsnefnd- ar eftir þessari tilskipun. Þó er orðalagið hér engan veginn ótvirætt, svo sem brátt sést. Á alþingi 1879 var flutt frumvarp um stjóm safnaðar- málefna. Flutningsmenn voru sr. Arnljótur Ólafsson (1. þm. N.-Múl.), sr. Þórarinn Böðv- arsson (2. þm. G.-Kjós.), og Einar Ásmundsson bóndi í Nesi (1. þm. Eyf.). Fjórða grein þessa frumvarps var svo: „Hver sóknarmaður, sem geld- ur til prests og kirkju, hefur atkvæðisrétt á safnaðarfundi og kosningarétt og kjörgengi til sóknarnefndar." Um þessa grein var lítið rætt, og varð hún óbreytt að lögum. En at- hygli vekur ræða Jóns Péturs- •sonar (3. konkj.) um þetta atriði, einkum vegna þess, að hann var þá æðsti dómari á ís- iandi, forseti landsyfirrétt- arins. 1 Alþingistíðindum er ræða hans endui'sögð á þessa ieið: „Jón Pétursson kvað sér þykja frumvarpið gott og mjög svo frjáislegt, t.d. í þvi að gefa konum og körlum jafnrétti, það væri. mikið nýmæli, en hlyti þó að vera meiningin í frumvarp- inu, þar serri öll réttindi vaéru bundin við það, að hlutaðeig- andi gyidi tid þi;ests og kirkju, en það gjörðu jafnt búandi konur sem búandi karlar. Eft- ir þessu gætu konur komizt í sóknarnefnd, en þar sem sókn- arnefndarmenn ættu lika að vera meðhjálparar, þá gæti hann eigi neitað því, að hann mundi kunna lakar við að sjá konu vera meðhjálpara .. Þessum skilningi háyfir- dómarans var ekki andmælt, og hér er vert að staldra við orð hans, bnandi konnr, sbr. orð til skipunarinnar frá 1872, að hver búandi maður o.s.frv. skuli hafa kosningarétt og kjör gengi. Þorlákur Guðmundsson er maður nefndur, f. 1834, d. 1906. Hann var íyrst bóndi á Mið- feiii í Þingvallasveit, siðan í Hvammkoti (Fífuhvammi) á Seltjarnarnesi og loks i Eski- hlið við Reykjavík. Þoriákur var maður óáleitinn, en fastur fyrir og höfðingjadjarfui', orð- snjall og braut upp á ýmsum nýjungum. Hann var þingmað- ur Árnesinga 1875—‘99. Á fundi neðri deildar alþingis 12. júií 1881 kom á dagskrá fi'um- varp Þoi'láks Guðmundssonar (1. þm. Árn.), svohljóðandi: „Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi eða á einhvern annan hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningarétt, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd og á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ár-a og að öðru leyti fuiinægja öllum þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum réttind- um.“ Þoi’iákur flutti með frum- varpi þessu stutta framsögu- ræðu, taldi, að allir mundu verða að kannast við, að rétt- ur islenzkra kvenna hefði um margar aldir vei'ið fyrir borð borinn. Hann tók til dæmis, að ekki væru liðin nema 30 ár, siðan systur hefðu tengið jafn- rétti móts við bræður til arfs. Áður en við hlýðum á fleiri af í'öksemdum Þorláks, skulum við hyggja betur að þessu með erfðajafnréttið. Það mál var rætt á alþingi 1847, öðru ráð- gefandi alþingi íslendinga. Heizti taismaður erfðajafnrétt- isins var Páll Me’steð eidi’i, i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.