Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 7
„ÞÁ er síðasta vígið falliö,“ sögðu íhalds- samir kollegar mínir, þegar úrslitin í þingkosningunum í Sviss voru kunn. Þar tóku konur þátt í þingkosmngum í fyrsta sinn og gengu ötullega fram í baráttunni með þeim árangri, að sjö konur voru kosnar á svissneska þjóðþingið, sem skip- að er 200 fulltrúum. Á kjörskrá voru konur fleiri en karlar og kosningaþátttaka kvenna var yfir 80%. Það er einkar at- hyglisvert, þar sem því hefur löngum verið haldið fram, að konur í Sviss kœrðu sig ekkert um kosningarétt; þœr vœru svo afskaplega vel sáttar við að láta karlmennina um þetta allt saman. 1 Sviss eins og annars staðar þurfti harðar baráttumanneskjur til þess að hrínda hagsmunabaráttu kvenna af stað og vekja þœr úr dvala. Þar eins og í öðr- um löndum voru þœr kallaðar illum nöfn- um, sagðar úrillar og ólukkúlegar kerling- ar, sem vœru að neyða þorra viðkvœmra og blíðlyndra kynsystra sinna út í rétt- indabaráttu, sem þœr kœrðu sig ekkert um að heyja. Mér eru minnisstœð orð eins kunningja míns, er hann lét falla fyrir skömmu í umrœðum um rauðsokkur og kvenrétt- indákonur. „Þessar konur“ sagði hann, „eru vonsviknar manneskjur og óánægð- ar og geta ekki stillt sig um að taka það út á karlmönnum og ánœgðum konum.“ Þetta var sagt með venjulegri vandlætingu manns, sem þrátt fyrir góða greind og umburðarlyndi í flestum efn- um telur kvenréttindabaráttu hina mestu óhœfu. Það er furðulegt að heyra svona um- mœli enn í dag — og það frá manni, sem er ekki nema á miðjum aldri. Hann geng- ur í fyrsta lagi út frá því, að allar kon- ur, sem vilja aukið svigrúm og réttindi í þjóðfélaginu séu vonsviknar og óánœgð- ar. Það er auðvitað rangt og nœgir í þeim efnum að benda á kröfur kornungra kvenna, sem glaðar og reifar leggja út í langnám og störf við hlið skólabrœðra sinna. Hins vegar hefur þessu sjálfsagt verið svona farið um margar konur, fyrr og síðar. Fjölmargar konur hafa ekki haft hugmynd um stöðu sína í þjóðfélaginu fyrr en þær höfðu t.d. beðið skipbrot í hjónabandi og skilið við mann sinn eða misst hann og orðið að taka við forsjá heimilis og barna. Aðrar hafa ef til vill orðið vonsviknar og óánœgðar vegna þess, að þœr vildu ekki hafa atvinnu af því að vera giftar og ráku sig á hverja hindrun- ina af annarri, þegar þœr œtluöu að ganga aðrar götur þjóðfélagsins. En ef konur eru óánœgðar — eiga þær þá að setjast út í horn og sætta sig við ástandið sem veldur þeim óánœgju? Skyldi þeim ekki fremur bera að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi ástœðun- um? Þá er og Ijósrt, að allur þorri kvenna, sem frá upphafi hafa barizt fyrir aúkn- um rétti og starfsmögúleikum sjálfra sín og kynsystra sinna hafa ekki verið að „taka út“ óánœgju sína á meðbræðrum sínum og systrum, heldur fyrst og fremst veriö konur, sem höfðu hugrekki til að beita sér fyrir breytingum og réttlœtis- kröfum. Ef þœr hafa „tekið út“ óánœgju sína á öðrum, má segja það sama um hvern þann hóp innan þjóðfélagsins, sem rís upp gegn öðrum og krefst réttinda sér til handa eða breytinga á skipulagi, sem kemur einum vel en öðrum illa. Loks mœtti víkja aðeins að hinum „ham- ingjusömu“ konum, sem kunningi minn talaði um. Vissulega eru margar kotiur hamingjusamar við heimilisstörf — þó þær séu sennilega ekki eins margar og menn halda. Það er jafnfráleitt að krefj- ast þess, að þær neiti sér um að gegna því starfi, ef þær hafa áhuga á því og þaö er rangt að œtlast til þess að gift kona og móðir, sem ekki hefur áhuga á hússtörfum einum sé dœmd til að gegna þeim eingöngu. Skynsöm húsmóðir œtti hins vegar að gera sér grein fyrir því, að ekki er víst, að hún eigi þess alltaf kost að sinna þessu starfi einu eða njóta for- sjár eiginmanns. Og hún veit ekki hver framtíð er búin dóttur hennar ungri. Því ber hinni hamingjusömu húsmóður eins og öðrum að stuðla að auknu svig- rúmi konunnar til að lifa sem sjálfstœð- ur einstaklingur í sínu samfélagi — ein- staklingur, sem á jafnréttisgrundvelli á þess kost að velja sér sjálfur þá Ufsbraut, er hann vill ganga, hvort sem sú braut liggur til umönnunar bús og barna eða til annarra starfsgreina þjóðfélagsins jafn- framt. Margrét R. Bjarnason. memnimir, þar á meðal Oinn- tin Hogg og Peter Thorney- croft studdu heils hugar. Það var aðeins ein rödr1 s?m gerði athuigasemdir við orð Churehills — Alec DouMas- Hcxme, sem þá hét Dungiass Jávarður. Hann krafðist þess að fá að vita hvers konar al- þjóðaábytrgð Bretar myndu fara fram á. Dunglass kvaðst vera „andvígur þessari ráðstöf- un í grundvallaratriðum". Hann viðurkenndi að vegna vaddajafnvægis kynni þessi skipam mála að vera nauðsyn- leg, em harm kvaðst ekki treysta sér til að skrifa undir það sem „réttlætisgerð". Styrjöldin var ekki hálfnuð, þegar Sir Alec fór að íhuga, hvað myndi verða er henni lyki. Sérstaklega var honum hugleikið, hver yrði hlutur Rússlamds á vettvamgi heims- mála. Hanm átti það sameigin- legt með möngum ungum mönn um í Bretlandi á þessum árum, sem óttuöust Sovétmenn meira em þeir vantreystu Adolf Hitler. Sem styrjöldin dróst á lang- inn mögmuðust grunsemdir hans í garð Sovétrí'kjanna, enda þótt hanm gerði sér jafn- framt æ ljósari grimmd og harð ýðgi nasistanna. Ræður hans frá þessum árum einkenn- ast af því að hanm vill vara al- heim við því sem geti gerzt er hiidarleiknum er lokið. Sumir sem kymnt hafa sér málflutn- ing hans frá þessum tíma kalla hann „fyrsta spámann kalda striðsins". Þegar Sir Alec hóf síð- am meiri afskipti af stjórmmál- um og varð utanríkisráðherra í fyrra skiptið var það honum fjötur um fót að mörgu leyti að sá forsætisráðherra sem hann varð þá að hlýða var ekiki sam- mála honum í viðhorfi hans til Sovétrikjanna, enda var þá kalda stríðið löngu um garð gengið. Harold MacMillam skrýddist loðkápu sinni, flaug til Moskvu til viðræðna við sovézka leiðtoga og virtist uma vel faðmlögum þeirra og vinsamlegri framkomu. Honum var líkt farið og Churchiil og Kennedy, að hann trúði þvi að unnt væri að ná samkomulagi við Rússa og hann varði tii þess ómældum tíma og mikilli orku. Sir Alec var ekki uppnæm- ur fyrir Moskvuheimsókm MacMillans, fremur en hamn hafði verið er Churchill kom heim frá Jalta. Að sjálfsögðu varð hann að sýna fyllstu var- kárni og láta ekki andúð síma of berlega i ljós. Aðstaða Sir Alecs er nú ólikt þægilegri, þar sem hann þjónar nú for- sætisráðherra, sem lítur þessi mál sömu augum og reyn- ir ekkert til aö draga úr Sir Alec í afstöðu hans til Sovét- rikjanna. Sumir segja að skoðanir Sir Alecs á heimimum hafi farið úr tizku fyrir mörgum árum. Engu að síður hefur hann afl- að sér álits um gervallan heim fyrir skarpskyggni sína og gáfur og fáir leyfa sér að ef- ast um dömgreind hans. Og enda þótt margir líki hon- um um sumt við Dulies heit- imm, þá er málflutningur hans allur kurteislegri og hófsam- an en hins bandaríska utan- rikisráðheiTa. Hann heldur staðfastlega fram skoðunum sinum og fiaggar þeim ekki nema hann teiji á þvi raunhæfa þörf. Þetta á sér einnig rætur í þvi, að hann hefur óbilandi trú á gildi þess að ræða við fóik. Sá eiginleiki hans gerði honum tiltölulega hægt um vik í New York í fyrra að segja ýmsan óheppilegan sannleika um tvískinnungslega stefnu Bandarikjamanna gagnvart Kína. Hann lítur svo á, að Al- þýðulýðveldið sé hinn eini rétti fulltrúi kínversku þjóðarinnar og hann lætur ekkert hagga sér frá þeirri sannfæringu. Styrk- ur hans feist líka í þeirri miklu reynslu, sem hann hefur aflað sér á löngum stjórnmála- ferli. Hann er að vísu hlynnt- ur Ihaldsflokknum, en innan- ríkismál að öðru leyti vekja Mtt áhuga hans. Innanríkismál lít-ur hann á sem leiðindavafst- ur og bras, sem hann hefur ekki áhuga á að glima við. Alla ævi sina hefur hann sökkt sér niður í utanrikismál og hann færir sér fyllilega í nyt það sjálfstraust sem löng reynsla hans hefur smám sam- an veitt honum. Hann Itur ekki alltaf sömu augum á málin og ýmsir embætt ismenn utanríkisráðuneytisins, eins og deilurnar um vopnasöl una til Suður-Afríku sýndu; en hann leggur ekki á það of- urkapp að koma fram sínum málum og hann nýtur mikillar virðingar starfs- manna í ráðuneytínu. — Sjálfstraust er lika nauðsynleg ur eiginleiki fyrir brezkan ut- ánríkisráðherra. Flestir utan- ríkisráðherrar hafa á ýmsum timum látið i ljós að ógerning- ur sé að gegna þessu starfi; símskeyti berast á hverri mín- útu, ákvarðana er krafizt úr öilum heimshornum. Sir Alec lítur ekki svo á, að starfið sé honum um megn. Hann sinnir því af ótrúlegum þrófcti, útsjón arsemi og ósérhlífni, sem verð- ur að teljast aðdáunarverð, hvort sem allir eru sammála ráðstöfunum hans eða ekki. Sömu sögu er að segja um erlenda sendimenn sem sækja hann heim. Þeir ganga af hans fundi, sann færðir um að þeir hafi komið honum mætavel fyrir sjónir. Við þessi tækifæri er Sir Alec venjulega ekki margmáll, hann lætur gestinn um að tala. Hann hlýðir á mál hans af mik- illi kurteisi og skrifar stundum hjá sér, ef gesturinn er ákaf- lega iangorður. Sjálfur leggur hann þó lítt til málanna nema kurteisisorð og beiinir stundum til gestsins fáeinum markviss- um spurningum. Hann er Breti fram i fingur- góma. 1 minnum er haft þegar hann flaug heimleiðis eftir að hafa verið við jarðarför Nass- ers Egyptalandsforseta. Hit- inn hafði verið gifurlegur, þröngin og æsingurinn keyrðu úr hófi, allir voru að niðurlot- um komnir. Þegar Home var kominn upp í flugvél sína spurði brytinn hann, hvort mætti bjóða honum lisvatn að drekka. Hann svar- aði með þvi að spyrja, hvað klukkan væri heima 5 Bret- landi og var sagt að þar væri hún fjögur. — Fyrst svo er, sagði Sir Alee — ætla ég að biðja um tebolla. Andstætt við flesta utanrikis ráðherra og starfsmenn í utan- ríkisþjónustum ieggur hann ekkert ofurkapp á að eyða mörgum klukkutímum í að lesa blöðin á hverjum morgni; hins vegar lætur hann aldrei hjá liða að lesa u;m veðreiðar og íþróttir í Scottish Daily Ex- press. Einfaldar aðferðir hans við að nálgast ýmis mál hafa sína ókosti og vinir hans draga enga fjöður yfir það. „Það er ekki laust við að honum hætti til að draga úr mikilvægi ým- issa mála, þangað til aðeins ein spurning stendur eftir: Hvað kemur Bretlandi bezt,“ segir einn vinur hans. En vandinn er auðvitað sá að stundum er spurningin flóknari en Home vill vera láta. Annar sem þekk ir hann vel segir: „Mér finnst það enn ótrúlegt að maður sem er jafn þröngsýnn að mörgu leyti, geti trúað því í alvöru að hann hafi innbyggðan skiln ing á heimsmálunum." Þessari gagnrýni gæti Sir Alec sjálf- sagt svarað ámóta og hann hef ur gert þegar stjórnmála- leg hæfni hans hefur ver- ið dregin í efa: „Þeir sem segja að ég sé ek'ki í tengslum við lifið, vita ekkert hvað það er.“ Vissulega hefur bjargföst trú hans á eigin skarpskyggni og ágæti fleytt honum yfir fjöl- margar skyssur sem hann hef- ur gert; Múnchenarsamninginn á sínum txma en hann var þá einkaritari Chamberiains — og Súezsmálið ber hæst af þeim. jilörgum þykir athyglisvert, hversu góð samvinna hefur ver ið með þeim Heath, sáðan stjórn íhaldsflokksins tók við. Fátt benti til að þeir gætu starfað saman eftir þaö sem á undan hafði gengið. Sannleikurinn var vissulega sá, að Sir Alec afsalaði sér ekki forystuhlutverkinu í íhalds- flokknum af fúsum og frjálsum vilja, Edwaxd Heath þurfti verulega að beita sér til að koma honum frá. En nú hefur Sir Alec lagt ajlt sitt ráð og Framh. á bls. 14 14. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.