Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Qupperneq 5
— T stðCvunum. — Erum við þar enn? 1 gömlu stöðvunum ? -—Já, við erum þar. Hietanen velti sér með erfið- ismunum á hliðina og stundi hátt. Svo féll hann aft- ur á ba!kið og dró and- ann þungt og óreglulega: — Eru fleiri en við hérna? -— Já, nýju mennirnir. — Láttu mig hafa byssu. — Vertu rólegur. f>ú verður kominn á sjúkrahúsið von bráð ar. — Ég get ekki meira. Höfuð- ið brennur. Ég hef þetta ekki af . . . Láttu mig hafa hana . . . Ég er hvort eð er dauðans mat- ur. — Nei, það geri ég ekki. Þú deyrð ekki. Þetta er ekki al- varlegt. Nefið er brotið annað er ekki að. Hietanen byrjaði að velta sér og brjótast um og Koskela sendi nýliðana á móti sjúkra- berunum til að segja þeim að flýta sér. Skothriðin var alveg þögn uð, og Koskela lét kalla á mennina til að kveðja Hietan- en. Enginn vissi hvað hann átti að segja, þetta var meira ólán en tárum tæki og gömlu glettn islegu kveðjuorðin áttu heldur ekki við hér. Hver á eftir öðr um snertu þeir þögulir hönd Hietanen sem kreppt var um stöng börunnar. Hann reyndi að gera að gamni sínu: — Ég hef engin augu lengur, svo ég get ekki grátið, því mið- ur. Enginn svaraði, og hann skildi að það var vegna þess að samúðin varnaði þeim máls, og til að brynja sig gegn henni sagði hann harðhnjóskulega: •— Það gildir mig raunar einu, Ég hef ekki áhyggur af því. Ég vil ekki að þið standið hér og sýtið. Sjúkraberarnir lyftu börun- um og lögðu af stað. Það síð- asta sem þeir heyrðu til Hiet- anen var langt sársaukafullt óp. Þeir þekktu Hietanen og vissu að hann hlaut að líða óbærilegar kvalir úr því að hann æpti svona. Koskela fylgdi börunum eft ir upp á veginn. Sex særðir menn voru þar fyrir. Karilu- oto hafði hringt á sjúkrahús- ið og beðið um bíl, og aldrei þessu vant var bill til reiðu þar. Sjúkrabillinn var endur- byggð fólksflutningabifreið. Hann hossaðist nú í áttina til þeirra eftir afleitum veginum. Særðu hermennirnir fylgd- ust áhyggjufullir með þvi, hve þjösnalega bílstjórinn sneri við á stórgrýttum veginum. Þeir óttuðust að eitthvað bil- aði, og þeim var mikið í mun að komast héðan sem allra fyrst. Áhlaup óvinanna gat haf izt á hverri stundu. En bílstjór- inn var náungi sem kunni sitt verk. Sjúkrabílstjórunum hafði lærzt að keyra vegi sem aðrir hefðu tæpast hætt sér út á með hestvagn. Þeir vissu að þeir háðu kappakstur við dauð- ann, því að oft var líf manna undir þv! komið að þeir kæm- ust á skurðarborðið í tæka tið. Þeim sem mest voru særðir var komið fyrir fremst í biln- um. Hietanen vissi mætavel að verst var að liggja aftast, en engu að síður lét hann manni sem fengið hafði skot í mag- ann eftir plássið sitt. Verkina lagði frá enninu og aftur í hnakkann, hrygginn og hand- leggina. Einn sjúkraberanna hvíslaði að Koskela að vel gæti svo farið að Hietaneu dæi, ef brotið hefði gengið djúpt. Koskela lagði ekki trúnað á það. Hann taldi að hann gæti ekki verið með meðvitund, ef sárið væri djúpt. Hann faðm- aði Hietanen og sagði: — Nú ríður á að taka hlut- unum með stillingu. Það er vel hægt að hugsa sér lif án sjón- ar. Við hittumst aftur ef við lif um. Ég kem og heimsæki þig eins fljótt og ég get. En Hietanen leið svo miklar kvalir að hann nam ekki það sem Koskela sagði. Hann muldr aði milli stunanna: — Vertu sæll. Og heilsaðu drengjunum kærlega frá mér. Segðu þeim að vera varkárir. Koskela stóð lengi þögull og horfði á eftir bilnum, og stóð enn í sömu sporum þegar hann hvarf fyrir beygju á veginum. Svo kveikti hann sér í vindl- ingi og gekk hægum skrefum til stöðvanna. Þótt hann hefði lengi verið fjarverandi frá sveit sinni, fannst honum enn sem hann ætti heima þar og hvergi annars staðar, og eitt- hvað af honum sjálfum fór með hverjum manni sem hvarf. Gamla sveitin var í vitund hans órjúfanlega tengd sigrun um og andrúmsloftinu á fyrstu dögum stríðsins. Með hverjum manni sem heltist úr lestinni, hvarf einnig hluti af þessu andrúmslofti, og eftir var að- eins vonleysið og tilgangslaust brjálæði stríðsins. Hietanen var auk þess sá mannanna sem Koskela hafði verið tengdur sterkustum böndum, og sá þeirra sem erfiðast var að hugsa sér blindan. Koskela hratt þessum hugs- unum frá sér. Hann kunni manna bezt að útiloka þær hugsanir sem gagnslaust var að dvelja við. Enn einu sinni kæfði hann þessa sársaukafullu tilfinningu, sem spratt af tilgangslausum mann drápum og titgangslausum þján ingum. Það var sama tilfinning in og gert hafði hann æfan af reiði þegar Lehto skaut fang- ann forðum. En hér var ekkert rúm fyrir mennskar tilfinning- ar og Koskela var nú með all- an hugann við vélbyssurnar, hvar heppilegast væri að stað- setja þær. Sjúkrabillinn ruggaði á veg- inum með stynjandi farm sinn. Bílstjórinn sneyddi hjá verstu ójöfnunum. Hjúkrunarmaður- inn tók á púlsi eins hinna særðu. Svo rétti hann úr sér og hvíslaði að bilstjóranum: — Hann lifir ekki þangað til við komumst á leiðarenda. Bílstjórinn svaraði ekki. Aksturinn krafðist allrar at- hygii hans. Upplýsingarnar voru þar að auki óþarfar. Hann ók eins hratt og hann gat. Aftast í bílnum lá Hietan- en og reyndi af öllum kröftum að hemja börurnar, þvi að hver einasti hnykkur olli honum sár um höfuðkvölum. Verkirnir byggðu út harmi hans yfir ör- 'lögum sínum og tilhugsuninni um það lif sem biði hans. Hann óskaði sér þess að annaðhvort lyki ökuferðinni sem fyrst ell- egar hann fengi að deyja. Við og við, þegar kvalir hans urðu óbærilegar, yfirgnæfðu óp hans stunur hinna. Þegar þeir nálguðust hlíðina þar sem bækistöðvar Sarastie voru staðsettar yfirgnæfði skothrið hávaðann í vél- inni, en þeir veittu henni enga sérstaka athygli. Fyrir neðan hlíðina var beygja á veginum og þegar þeir höfðu tekið hana brotnaði framrúðan í mél. Bil- stjórinn féll fram á stýrishjól- ið og þaðan yfir hjúkrunar- manninn sem lá á gólfinu hjá gírstönginni. Bifreiðin stakkst niður í skurðinn við veginn og stöðvaðist. Kúlur götuðu yfir- bygginguna og eldtunga flökti upp úr vélarhúsinu. Hietanen reis á fætur þegar hann rankaði við sér eftir högg ið. Umhverfis hann kváðu við óp og stunur. Hann fálmaði sig að afturdyrunum og hratt þeim upp. Afleiðingin varð ný kúlnademba. Maður greip um ökla hans og hrópaði. — Billinn brennur . . . bíll- inn brennur . . . Hjálpaðu mér út.. — Hvar eru bílstjórinn og hjúkrunarmaðurinn? hrópaði Hietanen — Dauðir. Hjálp! Hietanen skaut manninum út um dyrnar og fálmaði sig fram eftir bilnum, kallandi: — Þeir sem komast ekki út hjálparlaust taki í hendur mín ar og ég dreg þá. En þeir sem geta hjálpi sér sjálfir. Allir aft ast í vagninn! Einn hinna særðu greip hönd hans, og honum tókst að draga hann að afturhurðinni, þótt átakið yki á höfuðþraut- irnar. Maðurinn veinaði og stundi þegar særðar lend- ar hans drógust eftir gólfinu. I upphafi voru hinir særðu sex talsins, en tveir þeirra höfðu beðið bana í sömu kúlnademb- unni og drap bílstjórann og hjúkrunarmanninn. Meðan Hietanen var að draga mann- inn út, hrópaði sá eini sem á lífi var fremst i bílnum: — Hjálpaðu mér! Bill- inn brennur . . . ég er fóta- laus ... ég get ekki.. Hósti kæfði hrópið, því að bíllinn var fullur af reyk. Hietanen, sem nú var kominn að afturdyrunum með hinn manninn í eftirdragi, hrópaði um öxl sér: — Ég kem strax. Ég skal ekki bregðast þér. Sá sem fyrstur komst út úr bílnum var sami nýliðinn og Hietanen hafði verið að hjálpa þegar hann særðist sjálfur. Hann var mun minna særður en Hietanen, en hann var viti sínu fjær af skelfingu og ófær um að hjálpa félögum sínum. Hann reyndi að komast i skjól af bílnum — en kúla i hnakk- ann stöðvaði hann. Þegar Hietanen hafði dreg- ið manninn að bakdyrunum sté hann út og ætlaði að fara að taka hann 4 fangið til að leggja hann frá sér, en þá hrópaði maðurinn hamslaus: — Beygðu þig, beygðu þig . . . Þeir hafa séð þig — þarna . . . Hann mælti ekki fleira. Kúlnademba skall á þeim og maðurinn bærði ekki á sér meir. Hietanen féll hægt á hliðina. Líkami hans skalf með- an vélbyssan hamraði viðbótar skammti af blýi inn í hann. Urho Hietanen undirforingi var orðinn áhyggjulaus á nýj- an leik. Eldurinn hafði Iæst sig um bílinn og hann brann með braki og brestum, og langa hríð heyrðist hóstakjöltur og hálfkæfð óp: — Komdu og hjálpaðu mér . . . Af hverju yfirgafstu mig? Heyrið þið ekki? Ég brenn upp! Það er kominn eldur I teppið . .. Svo heyrðist aðeins hóstinn lengi vel — unz hann breytt- ist í hræðilegt öskur: — Hvert fóruð þið djöflarn- ir ykkar? Ég brenn hér . . . Komið með vélbyssu og ég skal murka ykkur niður ... Það var hóstað enn, og síðan var sagt með slitróttum bænar- rómi: — Nei . . . nei ... nei .. . þetta er jú Rauði krossinn . . . Kæru þið þarna . . . hættið . . . hættið . . . Ég brenn . . . hættið . . . . . . Rauði krossinn .. . Elduriinn snarkaði. Hátt í himinbláma sumarsins drundu hreyflar sprengjuflugvéla. Og í suðri, í áttina til Ladogavatns, þrumdu fallbyssur. Hinn hávelborni fríherra, marskálkurinn af Finnlandi, Karl Gustav Emil Mannerheim, á afmæli í dag, og er herinn að halda daginn hátíðleg- an. Koskela liðsforingi, stríðs- hetja og einstakur hæglæt- ismaður af bændaættum, hefur setið að sumbli með sveit sinni og drukkið ósleitilega með þeim svo kallaða „kilju", sem mennirnir hafa bruggað. Koskela Iætur eitt yfir sig og sína menn ganga og dvelst að staðaldri með þeim, en bland- ar ekki geði við hina foringj- ana. f kaflanum sem hér fer á eftir gerir hann þó undantekn- ingu. m. Nokkrir foringjar herfylkis- ins höfðu safnazt saman i byrgi vélbyssuherdeildarinnar til að halda daginn hátíðlegan. Byrg- ið var hagkvaamasti staðurinn í þessu skyni vegna þess að það var fjærst víglínunni. Það var ástæðan fyrir valinu, en ekki vinsældir Lamnio. Meðal foringj anna var Kariluoto sem dubb- aður hafði verið upp í liðsfor- ingja í Petrozavodsk; hann hafði falið einum undirforingj- anum stjóm sveitar sinnar og var nú kominn hingað til að taka þátt í hátlðinni. Hann hafði drukkið talsvert og var nú að tata um þá eigin- leika sem foringi þyrfti að vera gæddur: — Það er ekki hægt að hafa mótandi áhrif á Finna nema með góðu fordæimi. Auk þess verður maður að örva metnað hans. Hermaðurinn er haldinn vissri minnimáttarkennd gagn- vart foringja, og það verður að viðhalda þessari kennd, þvi að hún hvetur hermanninn til af- reka sem jafnað geti muninn á honum og foringjanum. En fyrst og síðast: Maður má aldrei sýna veikleika. Hvernig sem manni líður hið innra, þá verð- ur maður að vera harður sem steinn hið ytra. Lamnio sat þama fölur og áberandi ölvaður og dott- aði við borðið. Hann var í bezta einkennisbúningnum sín- um og tignanmerkin í röð og reglu á brjóstinu. Ungur for- ingi lá endilangur á bedda Lamnio og Iét nú til sín heyra: — Ó, bræður mínir i brenni- víninu. Mig langar . . . langar til Helsinki . . . borgar gleði og glaums . . . Kariluoto varð hugsað til Sirkka. -— Hægan, hægan, Jokke. Þú gerir mig hryggan . . . Ég man . . . ég man . . . Tangóinn sem við dönsuðum . . . Ta da dida- daa dida daa didiaa . . . Kariluoto var kímilegur þarna sem hann sat og sló tangótaktinn. ■— Tangóinn með Sirkka. Taa daa dii di . . . tadida daa diidi Mielonen hafði verið gerður brottrækur um skeið, og á bedda hans lá beinaber foringi með gleraugu. Hann yfir- gnæfði Kariluoto: • — Die Fahne hoch ... Horst-Wessel-söngurinn vakti Lamnio. Hann reis á fæt- ur og hrópaði: — Þjónn! Hermaður kom inn og stóð teinréttur. — Fylltu glösin. — Já, herra liðsforingi. Þjónninn skenkti i glösin og Lamnio lyfti sínu og sagði: — Skál herrar mínir. Skál fyrir öllum foringjum nær og fjær. Herrar mínir. Við erum hryggur hersins. Með okkur stendur eða fellur Finnland. Herrar minir, óhikað förum við þangað sem sverð marskálks- ins bendir. —■ Zum Kampfe stehn wir schon bereit, söng foring- inn með gleraugun og glösin klingdu. — Hryggur hersins, muldraði Mielonen hinum megin við dyrnar. — Þá ert þú með bein- kröm. Jafnvel Mielonen, svo róleg- ur og þjónustureiðubúinn sem hann var, virtist sem mælirinn væri fullur. Hann hafði feng- ið sig fullsaddan. Það var ekki fyrr en stríðið varð að kyrr- stöðuhernaði, að hann fann fyr ir þvi að marki, hvað það var að vera sérlegur erindreki Lamnio. Verst af öllu var hund ur Lamnio, sem Mielonen og þjóninum hafði verið uppálagt að kalla „Herra“. Mielonen hafði ásamt þjóninum bundið tiu kílóa stein um háls- inn á dýrinu og drekkt því í næstu tjörn, en strax daginn eftir hafði Lamnio orðið sér úti um annan hund hjá kunningja sínum i herráðinu. Þegar Mielonen sá Koskela gekk hann niður tröppurnar og opnaði byrgisdyrnar. Hon- um til mikillar undrunar sagði Koskela illskeyttur: — Hvers konar helvitis dyra- vörður ert þú? — Mielonen undirforingi, herra liðsforingi. Mielonen horfði framan í Koskela og veitti nú athygli starandi augnaráðinu. Þá vissi hann hvemig í pottinn var bú- ið. Koskela hélt áfram: — Fyrst svo er láttu þá vera að hlaupa til og opna dyr eins og samkvæmisþjónn. — Já herra liðsforingi. Mielonen var svo ruglaður, að hann gleymdi þvi að þeir 14. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.