Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Blaðsíða 12
Jón Trausti á vegamótum með Þórdísi. Lýsing hennar og framkoma sé „ekki aðeins afar óeðldieg og ólcvenl&g, nsestum því hneykslanleg. Hún er lát- in elska mann sinn afar heitt, en samt sem áður verður hún bálskotin í biskupmum.“ „Þyk ir oss lítt trúlegt, að menn vikni mikið af hugarstríði Þór- dísar, áður en hún gengur bisk upi á hönd. MLklu ldklegra að hjá áhorfendum vakni fremur viðbjóður á kvensnipt þessari, er gleymir öllum sikyldum sín- um af girndarhug til biskups, öðru vísi kemur þetta ekki fram í leiknum, því að þótt höf. sé að reyna að gera hana göf- ugri en hún er, þá tekst honum það ekki. Harrn ræður ekki við þessa tvískiptingu á ást henn- ar til Teits og biskups. Leysing in á þeim hnút fer öll í handa skolum, eins og eðlilegt er.“ Höfundur hafi ætlað að sýjia baráttu milli „hjúskaparást- ar og skyldurækni konunnar annars vegar og óbundins ást arlifs hennar og óleyfilegrar nautnar hins vegar,“ en að svo laklega hafi tekist að leysa þessa þraut stafi að nokkru leyti af því, að friðiilinn sé „Llla valinn,“ en þó aðallega af hinu, að verkefnið sé skáldinu ofvaxið. Ekki takist að „gera breyskleika og hrösun Þórdís ar afsakanlega fyrir lesandan- um, heldur þvert á móti. Afdrif hennar geta ekki hrært nokk- urn mann til með auimkvunar. 1 meðvitund lesenda verður hún litið annað en lauslát kven snipt, óhemjuleg og ókvenleg í fyllsta máta.“ Þjóðviljinn birtir 19. júlí rit- dóm eftir Bjarna Jónsson (ekki frá Vogi), og segir í fyrirsögn að leikritið sé eftir Guðmund prentara Magnússon. Ritdómar inn telur höfundinn skorta skilning og þekkingu á sögu þeirra tima sem um sé fjallað — en ímyndiunarafl hans taum- lítið svo allt endi í ógöngum, og þá sérstaklega „fáránlegt ástarlíf Þórdisar." Leikurinn hefði átt að heita „Rembihnút- ur ástarinnar", eða eitthvað þvilíkt. „Þetta er þá leikurinn sem Alþing 1903 sæmdi verð- launum," segir ritdómarinn hneykslaður. Höfundurinn sé nú að feTðast borg úr borg, vaði andlega strauma, en „bara hann drukkni nú ekki i þeirri Brúará, því svo eru þeir straumar, sem aðrir, að þeir geta vaxið smámennum yfir höfuð. Og þá er ver farið en heima setið!“ Leikurinn sé þreytandi og stirður til flutn- ings og engir fjörsprettir. „Það er alltaf þetta sama kollhríðar- lausa langviðri, sem alþýða kallar síekju.“ — Ritdómurinn er lítið annað en naglalegar skammir. En nú réttir þriðja skáldið Guðmundi Magnússyni vinar- hönd. 1 Fjallkonunni er 9. sept ember grein eftir „Teit“ — sem Stefán Einarsson segir að verið hafi enginn annar en Benedikt Gröndai. Hann skopast að hinu dramatiska viti í ritdómum Þjóðólfs og Þjóðviljans. „Fyrst er nú það að sérhvert skáld eða listamaður hefur fullt leyfi til að fara með efni sitt eins og honum þóknast" — en þessir ritdómarar heimti að allt sé „sniðið eftir þeirra höfði.“ Skáldið hafi aldrei ætlað að gera Þórdísi að „ideaii eða fyrirmyndarkvenmanni, eins og þeir ætlast til — og svo má spyrja: Hvað hirðir ástin um? Brýtur hún ekki alla hlekki? Slítur hún ekki öll bönd?“ Ef fundið sé að því að skáldið geri annan mann úr Jóni Geir- rekssyni en hann hafi verið, þá megi lita til annarra skálda „sem ekki hafa verið taldir af verri endanum, og spyrja hvort Macbeth og Hamlet hafi í rauninni verið eins og Shake- speare lýsi þeim, eða Egmont í leik Goethe og María Stuart í leik Schillers.“ — „Málið og rímið er gott hjá Guðmundi, hvað sem þeir segja, sem ekki hafa hugann á öðru, en rífa alit niður.“ „Yfirieitt álát ég að þessi ljóðieikur sé vinningur, sem verðskuldar þakklætd, en ekki tóma niðurrifninigiu.“ I íS'lenzkri gagnrýni frá þess um timum gætir oft þeirrar skoðunar að persónur í skáld- skap eigi umfram allt að vera „sjálfum sér samkvæmar" — eins og slíkt væri eitt aðalein- kenni mannanna. 1 Isafold 31. ágúst er ritdómur um Teit eftir x — hver sem það kann að hafa verið. Honum virðist of- raun að skilja að kona geti átt í baráttu vegna ástar til tveggja manna. „Slík tvöfeldni eða tvísikipting ástarinnar er næsta óeðlileg," og geri Þór- dísi „ónáttúrlega". „Hin sorg- legu afdrif hennar vekja enga harmstilfinning. Og þetta rýrir gildi ijóðleiksins stórkostlega." Þótt leikurinn haíi „misheppn- ast sem heild" séu þó margir kaflar góðir, og Guðm. Magn. létt um að yrkja, iip- urt og slétt. „Skáldæð hans rennur ekki með neinni tregðu; hún bunar.“ Mjög sé virðingar vent hve Guðmundur hafi kom ist lanigt, þrátt fyrir örðug kjör, og full ástæða til að ætia að honum takist befcur i næsta skipti. Þessum ritdómi svarar Guðm. Magn I ísafold 10. september, vonar að höfundur hans þekki .h'Ugarástand, þ£ir sem tvær sterkar tilfinningar vega jafnt,“ eins og þegar tvær meta skálar ekki geti komist i jafn- vægi. Slík tvískipting i sálar- iifinu geti orðið til þess að fólk stytti sér aldur. Hann finnur ástæðu til þess að þakka rit- dórnaranum fyrir að hafa skrif að af kurteisi um það sem hon um þótti að verki sinu — enda var á þessum tímum fuli ástæða til að þakka alla slíka viðleitni I blaðaskrifum. Lestina retour ritdómur í Reykjavík 11. nóvember, þar sem segir að ónát'túra sé að yrkja sjónleik í Ijóðurn, og löngu úrelt. Að vísu hafi það verið igert til skamms tirna, en ritdómari segir að quid licet Jove, non licet bove, það sem Henrik Ibsen leyfist, „það þoli rnenn ekki Gvöndi leikprent- ara.“ Samtöliin séu þó heldur lipurt rxmuð, „rinjuð mærðin rennur fram úr höfundinum, eins og vatn í bunustokk." En ekki vill ritdómarinn taka und- ir þá aðfinnslu, að óhiugsandi sé að kona unni tveimur mönnuira; slíks hafi verið dæmi á öilum öldum, bæði um karla og konur. Þó verður siðar ekki annað á ritdómara skilið en að síkáldið hafi gert Þórdísi að „skækju" og mann hennar að „fyllirafti", en hvort tveggja er alger fjarstæða. Teitur verftur einu sirxni drukkinn í veizl- unni í upphafi leiksins, en hvergi er meitt gefið í skyn um að hann sé yfirleitt drj’kk feltldur. Ritdómurinn er skrifað ur af auðsæiri persónulegri óvxrðingu á höfundi verksins. 4. Guðmundur Magnússon er komirxn úr utanförinni og aft- ur í prenthúsið sitt. Þar á hann eftir að standa við setj- arakassann enn í mörg ár. En auðvitað er hann ekki fyrr kominn heim en hann byrjar á nýju skáldverki; eftir dreng- skaparbragð Alþingis má ekki dragast að hann sýni betur en áður hvers hann er megnugur. Hann hefur nú ákveðið að freista þess sem hann bezt ætti að geta — skrifa skáld- sögu úr sveit á Norðurlandi, frá þeim ‘timum þegar hann var að aiast þar upp. Enginn vafi er á að manni með hans bjart sýnu lund dreymir um að þetta geti orðið verulega góð bók. En jafnframt skilst honum að hér kemur fleira til greina en ágæti verksins — ef það á að duga honum til viðurkenningar og gengis. Það er ekki heppi- legt að hann skuli vera prent- ari. Samkvæmt hugmyndum manna um skynsamlega verka- skiptingu eiga aðrir menn að skrifa bækur en þeir, sem síð- ar annast setningu þeirra í prenthúsi. Auk þess hafði blaðadómum tekist að koma óorði á skáldgáfu hans. Og svo var hann fátækur og algerlega óskólagenginn. Nietzsche segir: „Það nægir ekki að skrifa góða bók. Þér verður iíka að leyfast að hafa skrifað góða bók.“ í litlu þjóðfélagi, þar sem all- ir vita allt um ai'la, getur slíkt leyfi verið torfenigið af hálfu ritdómenda eða lesenda. Sum- um kann að virðast að þú hafir í einhverjum efnum átt of gott, og þá kemur öfundin tii En líka getur verið að þú þykir vera sá smælingi, eða olnboga- barn, að tilvalið sé, og áhættu- laust, að níðast á þér. Guðmund Magnússyni rennir fastlega grun í, að sér — „Gvöndi leikprentara" — muni ekki leyfast að hafa skrifað góða bók. Honium dettur snjall ræði í hug — því hann er aldrei af baiki dottinn. Hann ætíar að taka sér höfundarheiti og halda því stranglega leyndu hver bak við dyljist — unz óhætt verði að gera það opin- skátt. Næsta bók hans skal verða eftir — Jón Trausta. Halla heitir skáldsaga hans. En þegar henni er lokið virð- ist fyrst sem ekki ætli að tak- ast að koma herxni á prent. Við vitum ekki hvernig hann hefur komið handritinu til helztu bókaútgefenda 1 ReykjavSt, nð með hvaða ummælum, en án þess þeir fengju fyrirfram að vita hver Jón Trausti væri. En enginn þeirra vildi „taka í mál að igefa söguna út,“ segir Þor- steinn Gíslason (í grein um Jón Trausta í Skírni 1917). Þá gerist það enn einu sinni að það verður eitt af skáidum landsxns sem reynisit Guðmundi Magnússyni bezt. Þorsteinn Gíslason tekur sögu hans að sér, ásamt Arinbirni Svein- bjarnEirsyrxi. Þeir gefa Höllu út 1906. Og nú gengur allt að óskum. Bókixmi er frábærlega vel tek- ið í blöðum og timaritum, og 'talað af þeirri hlýju og virð- ingu um hið ókunna skáld að óhugsandi má teljasit að svo hefði verið skrifað, ef vitað hefði verið hver skáidið var. BRIDGE Sveitir frá Bandaríkjunum og Formósu mættust í úrslitum heimsimeistaraikeppr.inmar árið 1970, sem fram fór í Stokkhólmi. Kín- versiku spilarax-nir þóttu standa sig mjög vel, eiinkum þó í sögnum, en bandarísku spilar- arnir þóttu betri í úrispili og vöm. Eftirfarandi spil er frá þessari keppni og sýnir hve harðir Kínverjarnir eru í sögnum, en því miður tókst þeim ekki eins vel upp þegar kom að því að vinna lokiasögnina. Norður Suð'ur A Á-D-9-6-5-2 ¥ K-5-3-2 ♦Á-K-2 Vestur A K-G-4-3 ¥ 10 ♦ G-9-5-4 * K-G-5-4 ♦ — ♦ ¥ ♦ * 10-8-7 Á-D-8-6-4 6 10-8-3-2 Austur ♦ — ¥ G-9-7 ♦ D-10-8-7-3 ♦ Á-D-9-7-6 Við aninað borðið sátu Kínverjarnir N.—S. og þar gengu sagnir þanmig: Austur — Suður — Vestur — Norður Pass Pass Pass 1 Lauf 2 Lauf 2 Hjörtu 5 Lauf 6 Hjörtu Dobl. Pass Pass Pass Áður en lengra er haldið, er i'étt að geta þess, að á himu boðinu, þar sem bandarísku spilaramir sátu N.—S., varð lokasögnin 4 spaðar, sem að sjálfsögðu vannist auðveldlega. Vestur lét út spaða 3 og nú gætti sagmJiafi sím ekki. Hamin drap með ási og Austur tromp- aði. Síðar í spilinu varð sagmhafi að gefa slag á spaða kóng. Hefði sagnhafi áttað sig á því, að doblun Austur var svonefnd LIGHTNER-DOBLUN, seim þýðir, að sá, sem doblai', biður féiaga simm að láta eitthvað óvenjulegt út. Vestur fanm út að hér ætti Austur við spaða-útspil og lét því í byrjum spaða 3. Hefði sagnihafi áttað sig á þesisu og gefið í borði þá hefði hanm uminið spilið og þeir grætt vel á spilinu í stað þesis að þeir töpuðu 27 stigum. Rétt en- að táka íram að 2ja laufasögn Austur þýðir að hann eigi langa lægri litina þ. e. lauf og tígul. BRIDGE ] 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.