Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Síða 9
„Ég höfða til þess, sem maðurinn hefur fram yfir ugluna, en ekki þess, sem hún hefur fram yfir manninn66 Tímarás 1969 fyrr en þeir eru búnir að gera ótal skissur og hafa hina end- anlegu útikomu svo til alveg i huga. Ert þú ein.n þeirra? — Það eru til margar mis.mun- andi leiðir að markinu oig hvað mig áhrærir, tek ég enga sér- staka fram yfir aðra. Ég legg persónulega mikið upp úr því að „impróvisera" jafnóð'um og ég vinn, og þá stiundium fleiri en eina mynd í senn. Hinsvegar hef ég oft myndirnar nokiíurn- veginn tilbúnar i h.uganum áð- ur en ég byrja á þeim, en sikissiur geri ég sjaJdan. Þær vilja drepa fersikleika u.ppruna liegra hugmynda, enda eru skissur óft miklu betri loka- myndinni, svo sem al’kunnugt er í hópi lis.tamanna. Þó er oft nauðsynlegt að gera frum- myndir, einkum i sambandi við viðamikil verkefni. — í hinum nýrri verkum þín- um má sjá, að þú notár jafnvel einn lit á allan myndflötinn. Skiptir þá málverkið orðið minna máli en form.ið eða sjálf lágmyndin, sem þú svo oft mót- ar á ýmsa vagu ? — Magn og fjöidi liita skipia litlu í máiverki. Það er tján- ingarhá'tturinn, og það sem form einstakra mynda krefur, sem máli skipta. Sumt nýt- ur sín bezt í einum lit en ann- að í tíu litum. Ég iæt litinn ekki ráða ferðinni, heldur hag- nýti ég mér hann svo sem verða vill. Útfærsla lágmynda eða relief-málverks krefs.t oft ein- faldra lita, en ekki nærri alltaf. Ég spila meira á g.rafíska dýpt litarins en fegurðargildi hans og þannig séð, hef ég siður en svo misst sjónar á grafíkinni. Litið á myndir Hembrandts, Dúrers og Goya eftir að þeir höfðu kynnzt og unnið í hinni grafísku tækni. Þá breytt- ist viðhorf þeirra til litarins. Litirnir urðu dýpri og fyllri og nálguðust meira sjálfan upp- runaleikann. Hjá mér er það formið hv.erju sinni og hughrif mín til þess sem ráða litnum. — Áttu erfitt með að selja og sjá af þessum gömlu myndum, sem þú hefur haft lengi nálægt þér? — Það fer eftir því hvert imyndirnar lenda og hvern- ig farið er með þær. Annars tel ég málaralisit miðlun og með það sjónarmið í huga væri hrein sérvizka og eigingirni að sjá eftir myndunum í góðar hendur, þar sam þær þjóna til- gangi sinum. Ef menn vilja eignast. myndir minar, verða þeir að kaupa þær af glöðu geði og á fulJu verði. Annars eru þær engum fala.r. — Kenningarnar eru orðnar margar um það, hvernig mynd- Iistin eigi að vera, og fyrir hvað hún eigi að standa. Sum- ir hafa sagt, aö sú myndlist sé hálfgert ömark, sem ek’ki gefur að emhverjú Jeyti hugmynd um samtimann. Finnst þér þú gera það á einhvern hátt? Eru til dæmis þessir líkamshlutar af brúðum tákn fyrir eitthvað úr s'aimtímanum? — Þær myndir mínar, sem þú átit við hér, eru tákn fyrir varandi stund, þótt liðin sé. Ég upplifi brúðurnar svipað og börnin, sem áttu þær og reyni að láta þær endurvarpa þess- um horfnu tilfinminigum í vit áhorfandans. Hvað eru annars horfnar tilfinningar og hvað ókomnar? Getiur þú sagt mér hvorum megin endirinn á eilífð- inni er? Auðvitað er allit frarn- rás; ’til dæmis á fréttin um fæð- inigu Krists og upprisu eftir milljónir ljósára til ótal hnatta í himinhvolfinu. Margir tala af sönnum innblæstri um hvað Guð sé og eru þar skiptar skoð- anir, en hver getur sagt okk- ur hvað Guð er ekki? — Það mega aðrir svara því og kannski erum við komnir fuHlauigt. út í hiimingeiminn og eiiífðina með þetta spjalil, en svo við höldum ökkur dáliitið meira við jörðina, þá er stund- um um það rætt, að ein mynd sé stofulist og önnur ekki og þá er líklega ábt. við, hvort myndir hafa skreytigildi eða ekki. Hvernig litur þú á þetta; finnst þér stofulist vera skammaryrði? — Ég hef oft velít þessu fy.r- ir mér og hef rætt þetta atriði á ýmsa vegu við þá, sem hæst hrópa um slika list og fundið magurt nesiti í þeirra mal. Ef list hefur ekki þjóðféla.gsilegt innihald er hún gjaman stimpluð stofulist. En ég álít það eitt stofulist þeg- ar fólk leitar að myndum á gulan veigg, eða að mynd- um sam fara vel við rauðan plusis'sófa með rósum. En það er ekki stofulist, sem heíur í sér neista af listrænu gildi. Það var til heilimiikið af þjóð- félagslieigri list um aldamótin, en taktiu eft.ir þvi að hún hef- ur ekki verið dregin fram af forvígismönnum nútíma þjóðfé- lagsliegrar listar og vertu viss um, að þegar þeir þurfa ekki lengur á þessari list að halda, munu þeir varpa henni fyrir róða. — Nú ert þú fasitamaður á listamannajötu hins opinbera. En ertu ánægður með stuðning rikisins við mynðlistina og ertu ánægður með þann þátt, setm arkitektar ætila mynd- list og skreytinigum, þegar þeir teikna meiriháttar byggingar? —. Ég fastamaður? Nei, það er misskilningur. Enginn er fastamaður á þeirri j’ötu fyrr e.n hann kems.t í efri launa- flokkana.. Ég hef fengið laun úr lægsta flokki í -örfá ár í röð, en áður va.r ég nær afskiptiur í heilan áratug. Með stuðning hins opinbera er ég alis eikki ánægður. Mikið er hægt að igera með viljanum einum, en óttinn við að það kosti pen- inga, virðist jafnvel halda aft- ur af viijanuim. Listin má heizt ekki kosta neitt í þessu laudi. Efit.ir að formenn vinstri flokk- anna hafa árurn saman verið igifuryrtir á Afþmigi um smán- arpening til listamanna og haft á stefnuskrá sinni að stórhækka framlag 'til listastarfsemi við hverjar Alþingis- og bæjar- stjórnarkosningar í aldarfjórð- un.g, þá er mér ekki kunnug.t. 'Um neinar hækkanir á fjárlög- um þeirra, er þei.r nú hafa komizt til vaid.a. Að minnsta kosti er ekki hækkun á fjár- lögum tiil myndlistar og mér er kunnugt um, að skorin hefur verið niður fjárveitmg til Myndlista- og handíðaskóla Is- Iiands í fyrsta skipti i mörg á.r. Á sarna tírna eru stórauknar fjárveitingar ti! ýmissa annarra skóla í landinu. Ég álít, að nauðsynlegt sé að auðga lif fólks, ekki einungis með aukinni magafylli og þægindum; siikt felur einungis í sér kröfu uim ennþá meira. Eniginn er bættari þótt hann lifi nokkrum leiðinleigum og tilbreytinigar- lausum dögum eða árum len,g- ur. En listin lyftir manni í æðra veldi og veitir lífsfyll- ingu, svo jafnvel hversdags- leikinn verður áhugaverður. Ég er ekki ánægður með hlut arkitekta í heild, en ég veit að ýmsir í hópi þeirra hafa áhuga á að sinna meir þessum málurn. Sjálfur nýt ég þess í augna- blikinu, þar sem ég vinn að verkefni fyrir norðan. En hér hefur þetta verið vanrækt; líttu á alla þessa stóru og öm- urleigu vagigi í höfuðborginni, sem hrópa á skreytingu. — Nú ert þú fertugur og þe.t.ta er fyrsta yfirlitssýning þín. Finnst þér kominn tími til að málarar haldi yfirliitssýn.ingar svo ungir? — Ég er að vísu fertugur, en þó e.r þetita eng.in jubíleum- sýning og ekki heldur bein yf- irlitssýning í strangri merli- inigu. Miikliu frekar má túika þetta sem útteikt á starfi mínu sem málara efit.ir að ég fór að vinna af alvöru sjálfstætt áð loknu nær sex ára skóla- námi. Raunar bæti ég þremur árum við seinna. Þetta eru rnyndir sem hafa verið í salti Skammdegi 1955—1965 Sunnudagur í maí 1970 hjá hinum og þessum og i vinnustofu minni. Ég dreg þær fram i dagsijósið og spyr; Hvar ert þú; og hvert stefnir þú? Á þann hátt hyggst ég gera upp við fortíðina, hreinsa til i kring um mig og horfa fram veg- inn. Hinsvegar mun ég láta aðra um að s.an.ka saman mynd um eftir mig á yfirlitssýningu i st.rangri merkingu, þegar þar að kemur. Hvenær það verður og í hvaða formi það verður, er matsatriði, sem ég hef nú sem betur fer engar áhyggjur af. Hinsvegar er það öllum hol'l't að horfa yfir farinn veg og líta í ljósi þess skarplega til framtiðarinn.ar. Þetta er nokk- urskonar sjálfskrufning og ég tel að fleiri ættu að fara aö dæmi mínu. — Hefur þú á tilfinningunni að fólk geri meiri kröfur til þín vegna þess að þú ert gagnrýn- andi og tekur aðra málara í 'gegn? -— Ég tel mig hleypidómalaus- an mann og hef ekki hugsað út í slíkt. Ég má ekki vera að þvi að eyða tímanum í slíkan óþarfa. — Einn málari henti þér ú’ með augnaráðinu eftir því sem hann sagði. Hefur þér oft fund- izt þú vera óvelkominn á sýn- ingar, þegar þú kemur þar sern ga.gnrýnandi? — Eitthvað hlýt.ur að vera bogið við það, ef listamenn ött- ast svo gagnrýnendur, að þeir þora naumast að hleypa þeim in.n á sýningar sínar. Era t'l betri meðmæli okkur til handa þess efnis að þeir taki mark á manni öðrum fremur? I hrein- skilni sagt þá h.ef ég orðtð greinilega var við það, að þeir sem dæma aðra harðast, eru við kvæmastir fyrir gagnrýni sjálf ir. Það er vonlaust að gera þessu.m mönnum til geðs. Þeir telja, að maður skrifi aldrei nógu vei um þá, eða nógu illa um aðra. Það heyrir til und an.'.ekninga, að ég hafi fundið mig óvelkominn og nær alitaf gefur framieiðsia viðkom- andi ærniar ástæður til þeiss. Gísii Sigurðsson. 14. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.