Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1971, Side 10
Um kosningarétt og kjörgengi íslenzkra kvenna Framh. af bls. 3 um mönnum og afla þeim frægð ar og vinsælda meðal frjáls- lyndra manna í útlöndum, seg- ir hann. Þetta var og óviða komið á í Evrópu. Þó hafði mjög takmarkaður hluti (kvenna fengið kosningarétt til sveitarstjórna í Englandi, Sví- þjóð og í ríkara mæli í Finn- iandi, sem ætíð var í farar- broddi í þessum efnum í Evr- ópn. í Danmörku máttu konur t.d. bíða til 1918 eftir þessum réttindum. Hér heima virðist mér, að lögin hafi ekki vakið mjög mikla athygli, og konur létu sér heldur óbrátt um að nota hin fengnu réttindi. Fyrst kvenna varð til þess, svo að ég viti, Andrea Guð- mundsdóttir saumakona á ísa- firði 2. janúar 1884, og 2. janú- ar 1885 kaus Anna Þorleifs- dóttir ekkja á Akureyri til bæjarstjórnar þar. Má vera, að íleira slíkt fyndist, ef vandlega væri leitað í kjörbókum frá landinu öliu. Það skýtur því meira en lítið skökku við í frétt ísafoldar um bæjarstjóm arkosninguna i Reykjavik 3. janúar 1888, en þar sagði: „Bæjarsfjómarkosning þessi verður iiklegast einhvem tima talin merkileg í sögu landsins fyirir það, að það mun hafa verið í fyrsta skipti, er kona hefur hagnýtt sér kosningarétt þann til sveitarstjómar, sem konum hér á landi var veitt- ur með lögum fyrir nær 6 ár- um og frægt er orðið viða. Þær sfóðu nú 10—12 á kjörskrá hér sem áður. Ein hafði nú loks einurð á að koma á kjörfund." Þetta voru orð Isafoldar, og konan, sem átt er við, var Kristín Bjamadóttir frá Esju- bergi, en þá höfðu sem sagt að minnsta kosti þrjár aðrar kon- ur á íðlandi haft í sér einurð þá sem Isafold talar um. Vikjum nú aftur að lögunum, sem alþingi hafði samþykkt 1881 um bæjarstjóm á Akur- eyri, þar sem konum var veitt kjörgengi. Ekki hlutu þau náð íyrir augum Nellemans tslands ráðherra í Kaupmannahöfn, þegar undir hann var borið, hvort konungur skyldi stað- Útcefandi; U.t. Árvxkur, Reykjavik Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson Kltstjórar: Matthías Johannessen Eyjólfur KonráO Jónsson A&UtíarrlUtJ.: Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gisli Slturðsson Autlýsincar: Árnl Garðar Kristinsson RlUtJórn: Aealstrwtl 6. Síml ltl«* festa þau. Athyglisvert er, að landshöfðingi, Hilmar Finsen, hafði ekkert haft við frum- varpið að athuga í meðferð þingsins, en harun fékk nú Ak- ureyrarfrumvarpið i höfuðið aftur með bréfi íslandsráð- herra 23. mai 1882. Þar segir: „Að visu er lagafrumvarp þetta í flestum atriðum ssim- kvæmt þeim lögum, sem annars gilda sem stendur um sveitar- stjórn á íslandi, einkanlega til- skipun 20. april 1872 um bæj- arstjóm í kaupstaðnum Reykjavik. En auk þess að það víkur frá þessari tilskipun í ýmsum atriðum, er ráðgjafinn sér eigi næga ástæðu til að bregða útaf, er einkum þó ein ákvörðun í þvi svo löguð, að ráðgjafinn hefur fyrir þá sök eigi getað ráðið til, að það næði staðfestingu. Því að þar sem konura í 4. grein frumvarpsins er veittur eigi kosningaréttur aðeins, heldur og kjörgengi í bæjarstjóm, þá er hvort tveggja, að það er óráðlegt í sjálfu sér, enda er það og í beinni mótsögn við lagafrum- varp það, er alþingi samþykkti um kosningarétt kvenna." Og verður þetta siðasta að sjálf sögðu ekki hrakið. Þá segir í bréfinu, að auð- sætt sé, að alþingi hafi kannazt við, að eigi væri ástæða til að veita konum kjörgengi yfir höf uð, og virtist ekki ástæða til að gera umdantekningu í einu sveitarfélagi. Ráðherra lagði því til við konung, að hann synjaði frumvarpinu staðfest- ingar, enda gerði konung- ur svo. Stjórnin lét nú endursemja Akureyrarfrumvarpið og lagði það í nýrri mynd fyrir alþingi 1883. Þá er fjórða greinin orðin svo: „Kosningarétt hafa alllir karimenn í kaupstaðnum, sem orðnir eru fullra 25 ára að aldri, þegar kosning fer fram, eru eigi öðrum háðir, hafa ver- ið heimilisfastir í kaupstaðnum eitt ár, hafa öflekkað mamnorð, eru fjár síns ráðandi og eigi lagt af sveit, eða hafi þeir fengið sveitarstyrk, þá endur- goldið hann eða verið gefinn hann upp, en greitt skulu þeir hafa að minmsta kosti fjórar krónur I bein bsejargjöld síð- asta árið. Kosningarétt hafa og ekkjur og aðrar ðgiftar konur, er fullnægja skilyrðum þeim, er sett eru í lögum 12. maí 1882 um kosningarétt kvenna, og í grein þessari. Kjörgengur er hver sá karlmaður, sem kosiningarétt hefur.“ í athugasemdum stjórnarinn- ar við frumvarpið er getið bréfs ráðherra til landshöfð- ingja, og þar segir einnig, að baejarstjórn Akureyrar hafi lýst því yfir, að hún væri ekk- ert á móti þeirri breytingu, að kjörgengi kvenna yrði niður fellt. En hvað sem því liður, var hinn upphaflegi flutnings- maður, Einar Ásmundsson ekki ánægður. Hanin sagði við 1. umræður um nýja stjórnar- frumvarpið, að kunnugt væri, að frumvarpið, sem synjað var um staðfestingu, hefði ver- ið samið af þinginu fyrir tveim árum og efri deild vandað það eftir föngum, enda hefði það gengið nærri umræðulaust og óbreytt gegnum þingið. Það hefði því verið ætlandi, að frumvarpið hefði verið hagan- legt og átt vel við og mundi því öðlast staðfestingu stjórn- arinnar. „En þetta hefur farið á annan veg. Stjórnin fann hér þá hneykslunarhellu, sem felidi það. Þetta voðalega atr- iði var sú heimild, sem frum- varpið veitti til að kjósa kon- ur í bæjarstjónnina. Af þessari ástæðu neitaði stjórnin að sam- þykkja frumvarpið, en hefur nú lagt fyrir þingið annað frumvarp, að mestu samhljóða hinu, nema hvað þessi heimild er numin burt, þvi í þessu stjórnarfrumvarpi er mjög lögð áherzla á, að karlmenn einir verði kosnir í stjórnina. Já, þetta er tekið fram með þeirri áherzlu, að ég hefi eigi í nokkr um lögum séð slíka áherzlu lagða á kynið. Þrátt fyrir þetta ætla ég þó fyrir hönd kjósenda minna að sætta mig við þetta frumvarp.“ Fleiri tóku ekki til máls við 1. umræðu, og við 2. umræðu sagði Einar reyndar, að hann felldi sig yfir höfuð vel við breytingar stjórnarinnar á frumvarpinu. Á kjörgengi kvenna var ekki framar minnzt. Fór svo frumvarpið umræðulaust og mótatkvæða- laust gegnum neðri deild, og var þar nú engiran til að mæla fyrir kjörgengi kvenna, enda Jón landritari horfinn af þingi og þess um heimi. Sama ár, 1883, flutti Þor- steinn Thorsteinsson, brauð- bakari og kaupmaður (1. þm. Isaf.) frumvarp til laga um bæjarstjórn á Isafirði. Þar eru ákvæði um kosningaréttinn og kjörgengið tekin orðrétt upp úr stjórnarfrumvarpinu um bæjarstjórn á Akureyri. Ekk- ert var rætt um kjörgengi kvenna í sambandi við ísa- fjarðarfrumvarpið, og fór það umræðulítið og andspyrnulaust gegnum þingið. Áður en næsta alþingi kæmi saman 1885, hóf nýtt blað göngu sina í Reykjavík, Fjall- konan, undir ritstjóm Valdi- mars Ásmundssonar. Með Waði þessu eru kvenréttindi tekin til opinberrar umræðu utan sala aiþingis. í 1. og 2. tölublaði 2. árgangs, 1885, er löng hugvekja um kvenfrelsi, þar sem mælt er með því á öllum sviðum og ítarlega fjallað um stöðu kvenna bæði erlendis og hérlendis. Verður að ætla, að ritstjórinn sjálfur sé höfundur. Hann kvæntist þremur árum seinna Bríetu Bjamhéðinsdótt- ur, sem mjög á eftir að koma við þessa sögu. Ekki segir Bríet berum orðum, er hún minnist þessarar greinar löngu seinna í ræðu 7. júlí 1915, að Valdimar væri höfundurinn, en hún segir, að þetta sé fyrsta greinin, sem hún hafi lesið i ís- lenzkum blöðum um kvenrétt- indamálið. En í 11. blaði sama árgangs, 5. júní 1885, hefst grein, sem nefnist Nokkur orð um nienntun og réttindi kvenna eftir unga stúlku i Reykjavík, eins og segir í undirfyrirsögn. Vitir greinarhöfundur uppeldi kvenna og krefst sömu mennt- unar og uppeldis fyrir dætur og syni. Drepur og lítillega á kosningarétt sjálfstæðra kvenna í sveitarmálum, sem illa sé notaður af þeim konun- um, þó að töluverða þýðingu hafi. Greinin var undirrit- uð Æsa, og leiddu menn mjög getum að því, hver vera myndi. Játaði Briet síðar að vera höf- undurinn, og væri þetta sín fyrsta ritgerð og sömuleiðis fyrsta ritgerð, sem hér á landi birtist eftir konu. Aðal drætt- irnir í ritgerðina hefðu orðið til, þegar hún var aðeins 16 ára, en lengi hefði hún ekki árætt að sýna hana neinum. Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist 1856 á Giljá í Vatn.sdal, dóttir Bjarnhéðins Sæmunds- sonar og Kolfinnu Snæbjarn- ardóttur. Kolíinna og sr. Arn- ijótur Ólafsson voru systkina- böm, og eftir andlát föður síns fór hún til Amljóts frænda sins og fékk að gramsa i hinu fágæta bókasafni hans. Var hún síðan á kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1880— ‘81 og lauk prófi með yfirburð- um eftir eins vetrar nám. Þá var hún um hríð heimiliskenn- £iri hjá Þórði Guðjohnesen kaupmanni á Húsavik, en flutt- ist síðan til Reykjavíkur og fékkst lítils háttar við kennslu, unz hún giftist Valdi- mar Ásmundssyni ritstjóra, sem fyrr segir. Þá er komið að manni þeim, sem fyrstur lagði til að lög- leiða kosningarétt kvenna til alþingis. Það er áðurnefndur Sighvatur Ámason bóndi í Eyvindarholti í Vestur-Eyja- fjallahreppi. Árið 1885 flytur hann á alþingi þetta frumvarp: 1. grein. Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyr- ir búi eða eiga með sig sjálf- ar, skulu hafa kosningarétt til alþingis, ef þær fullnægja skil- yrðum þeim, sem körlum eru sett í 17. grein stjórnarskrár- innar. Frainh. í næsta blaói. J. Guðmundur Magnússon byrj- ar utanferð sína 1904 með því að fara upp úr áramótum til Kaupmannahafnar, og dvelur þar um tíma, Honum er nú ofar lega í huga að reyna að komasit hjá því að halda áfram við prentarastörf, þegar heim komi; geta séð sér farborða með öðru móti, og svo að meiri tómstundir verði til skáldskap- ax. Hannes Hafstein kemur tíl Kaupmannahafnar í febrúar 1904, nýskipaður ráðherra. Guðmunclur Magnússon skrifar honum: „p.t. Kaupmannahöfn, Ny Ösitergade 10. 25. febrúar 1904. Hæsitvirti ráðherra! Af því ég tel það efasamt að yðar Excellence geti veitt mér áheyrn þann stutta tíma sem við báðir erum hér í Kaup- mannahöfn, ræð ég það af að skrifa yður þessar línur, sem þó eru að mestu leytd privat, þó þær annars ei,gi að flytja yður erindi, sem er mjög þýð- ingarmikið fyrir mig. Um leið og ég leyfi mér að óska yðar Excellenoe til ham- ingju í tilefni af stöðu yðar, get ég ekki bundist þess að láta í ijósi hjartanlega hluttekningu í tilefni af hryggðartilfelli því, sem nýlega hefur borið yður að höndum. (Hannes Hafstein hafði þá nýiega misst elztu dót't ur sína.) Mér þykir það leitt ef ég þarf að baka yður áhyggjur og fyrirhöfn með erindi mínu, en það er í sambandi við það mái efni, sem nú liggur mér þyngst á hjarta, sem sé hvort ég get nokkuð fengið að gera þegar ég kem heim úr utanför minní. Ég hefi gert mér far urn það þann tíma, sem ég hefi dvaliö hér að búa mig undir það að verða hverjum öðrum jafn fær í hverja algenga skrifara- stöðu jafnframt því sem ég hefi stundað það fagurfræði- lega og heimspekilega, því staða er ekki takmark heldur meðal fyrir mi,g, og þess vegna stendur mér það ekki á m’klu hvað ég fæ til að gera ef ég aðeins gæti fengið eittbvaó. En svo hefir mér að hinu leytinu hugkvœmst að reyna sjáJfur að skapa mér borgara- lega stöðu, með umboðs- mennsku eða einhverju þess- háttar, sem gæti gefið af sér lifsviðurværi, og nú kem ég að erindinu. Bandaríkin í Norður-Amer- iku hafa nú sem st-’ndur e"gan konsúl á Islandi. Ég hefi hitt general-konsúlinn hér að máli og farið í krimgum það við hann að verða skinaður kons- ÚH, og hann hefir tekið máli mínu vel og sagt mér að sr '.cja. Hann álítur æskilegt að hafa 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.