Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Side 4
 Ilóptir Vestur-fslendinjra vitjar ættjarðarinnar. Myndin er tekin á Akureyri. Greinarhöí- undur er lengBt til hægri. Á nýafstaðinni ferð minni um Vestur-Kanada, frá Winni- peg til Vancouver, hitti ég mik- inn fjölda fólks og átti tal við afar marga. Á undanförnum ár- um hefi ég einnig haft náin kynni af mörg hundruð manns í ferðahópum, sem komu víðs- vegar að frá Kanada og Banda ríkjunum. Er við það er bætt kynnum mínum á 10 ára dvöl í Mandtoba, 1928—38, tel ég, að ég hafi aflað mér mjög ýtar- legra og viðtækra kynna af ís- lenzka þjóðarbrotinu í Vestur- heimi og að ég geti því dregið upp sæmilega raunsanna mynd af ástandi þess í dag en um leið dálitla beinagrind af sögu þess. Islenzku byggðirnar í Vest- urheimi mynduðust að lang mestu leyti á síðustu 3 áratug- um 19. aldar. Þeir voru t.d. fyrsta ekki-enskumælandi þjóð- arbrotið, sem settist að í Manitoba, voru á timabili all áberandi í þjóðJífi þess fylkis, en hurfu svo í skuggann af innflytjendaflóði fólks af öðr- um þjóðernum. Fjöldi þeirra varð heldur aldrei mikiil og margar byggðirnar fámennar. Fyrsta kynslóðin átti erfitt uppdráttar enda var megin byiggðin Nýja-lsland ekki val- in vegna frjósemdar heldur nytja af Winnipegvatni. Þetta íólk barðist hetjulegri baráttu og fómaði miklu til að koma bömum sínum til einhverra rnennta, vitandi það hinn nauð- synlega grundvöil til gengis og frama. Flestir lögðu mikla á- herzlu á að samlagast hinu nýja umhverfi sem bezt og ná tökum á því, en minni á að við- halda íslenzkri tungu og menn ingarerfðum. Útkoman varð sú, að næsta kynslóð haslaði sér völl á ótrúlega mörgum sviðum, ekki sízt menningarlegum. ís- lendingsheitið varð til gildis- auka en þetta var orðið kanadískt fólk, sem hiklaust valdi sér maka af öðrum þjóðernum og samlagaðist fyllilega hinu yfirgnæfandi engilsaxneska umhverfi. Það hafði einnig fyrir augum sér fólk af síðarkomnum þjóðern- um, sem átti í svipuðum erfið- leikum og foreldrar þeirra, máske öllu meiri vegna skorts á menningarerfðum. Tvær Iieimsstyrjaldir ýttu mjög und- ir þessa þróun, því að land þeirra tók öfiugan þátt í þeim báðum og hið íslenzk ættaða fólk varð fljótlega trúir þegn- ar sins föðurlands. Er tók að líða nokkuð á tuttugustu öld- ina fóru hinar minni byggðir að missa eigind sína og um hana miðja hafði hin fjölmenna nýlenda S Winnipeg, báðum megin Sargent Avenue, dreifzt að mestu út um alla borg. Samtímis þessari þróun rak Sslenzka þjóðarbrotið öfluga þjóðræknisstarfsemi, en bar sjaldnast gæfu til að vera ein- huga um hana, samanber hóp- ana tvo til tslands 1930. Kirkju deildir urðu tvær og blöðin tvö, sem hrörnunin þó að lok- um leiddi saman. Margir héldu dauðahaldi í ísienzka tungu, töldu að ef hún glataðist færi annað einnig forgörðum. En það komu aðrir fram á sjónar- sviðið, sem héidu þvi fram, að svo þyrfti ekki að fara. íslenzk ar menningarerfðir væri hægt að varðveita að einhverju leyti á enskri tungu. Þessir menn hófu útgáfustarfsemi og stofn- uðu félög, sem hafa eflzt veru- iega á sáðustu árum. En enn á þjóðarbrotið 1 innbyrðis deil- um, sem það vonandi ber gæfu til að jafna fljótlega. Og nú er þriðja, jafnvel fjórða kynslóð- in komin fram á sjónarsviðið. Fer allt í glatkistuna með þeim eða hvað? Fyrir tæpum 20 áruim hófst nýr þáttur i lífi þjóðarbrotsins vestanhafs, pilagrimsferðir ein staklinga og hópa heim til gamla draumalandsins. Stórir hópar fóru að visu til Islands árið 1930, en efnahagskreppa og heimsstyrjöid koonu í veg fyrir framhaid á þvi. En með batnandi efnahag skapaðist á ný grundvöllur fyrir slíkum ferðum og sumarið 1953 kom FUnnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, þáverandi prófess or við Manitobaháskóla, með fyrsta hópinn til Islands. Þess- ir hópar voru heldur strjáiir og fámennir í fyrstu og í þeim að mestu leyti eldra fólk fætt hér heiima, og sem gat talað is- lenzku. En á síðasta áratug fóru þessar ferðir að njóta vax andi vinsælda, hóparnir stækk uðu og konur og menn af ís lenzkum ættum fóru að taka mállausa maka með sér, sem létu sér vel líka. Athyglisverðasta þróunin í þessum hópum, og um leið sú ánægjulegasta, varð þó sú, að foreldrar, afar og ömmur fóru að koma með yngstu kynslóð- ina með sér og það er þetta unga fóik, sem virðist hrífast mest af landi feðra sinna og fyllast áhuga fyrir því að fá tækifæri til lengri dvalar svo að það megi læra tungutak þess og kynnast fomri menn- ingu. Flest var af slíkum ungl- ingum í hópnum, sem kom sl. sumar og ég kynntist flestum þeirra nokkuð, nokkrum tölu- vert náið. Ég fullyrði, að und antekningarlaust hafi þeir orð- ið fyrir mjög sterkum áhrifum og þeirra stöðuga viðkvæði og spurning var: „Hér er dásam- legt að vera. Hvernig getum við komizt hingað til iengri dvalar?“ Á nýafstaðinni ferð minni um Kanada hitti ég aft- ur allmargt af þessu unga fólki, sumt leitaði mig uppii. Viðkvæði þeirra var enn hið sama og það gladdi mig mikið. Hvernig er svo ástand is- lenzka þjóðarbrotsins í Vestur heimi í dag? Þeirri spumingu mun ég nú leitast við að svara á sem raunsæjastan hátt. Eins og áður var á minnzt, þá eru sumar aí hinum fámenn ari islenzku byggðum að mestu leyti horfnar sem slíkar. Þær stærri hafa að mestu leyti enn sinn heildarsvip en eru smám saman að liðast í sundur. Is- lenzik tunga er að mestu leyti horfin af vörum fólksins í dag legu tali. Margir geta þó talað hana ennþá mjög sæmilega en málfar þeirra er mjög ensku- skotið eins og eðlilegt er. Mun færri geta lesið islenzku sér til fulls gagns og enn færri skrif- að hana. Grundvöllurinn fyrir félagslegum samtökum, byggð- ur á notkun islenzkrar tungu, er því stöðugt að vei'kjast, is- lenzku kirkjurnar að mestu liðnar undir lok og blaðið lifir á styrk héðan að heiman, fær héðan prentara til að setja is- lenzikuna. Samtimis þessari hrörnun hefur átt sér stað nokkuð jáikvæð þróun í félags starfsemi og öðru, sem byggir á notkun enskrar tungu og all- víða virðdst vera fyrir hendi töluverður áhugi fyrir að efla þá starfsemi og vitanlega um leið leitast við að viðhalda ís- lenzkunni eftir föngum. Þó á þessi starfsemi við margskonar erfiðleika að etja, hópamir eru fámennir og einnig mjög dreifð ir. Og þá er komið að næstu •spurningu, sem er tvíþætt: „Ber heimaþjóðinni að styrkja þessa starfsemi og ef svo er, hefur hún gert það á nægum mæli?“ Við fyrri lið spuminigarinn- ar er svar mitt hikiaust já en við þekn síðari álika hiklaust nei. Vissulega er það heima- þjóðinni í hag, að islenzk tunga og menningarerfðir lifi sem lengst á meðal fólks af íslenzk um stofni vestanhafs, ekki sizt þar sem þetta fólk er undantekn ingarlítið landi feðra sinna til mikils sóma. Hitt er stað- reynd, að við höfum vanrækt að sinna þessu mikilvæga máii, satt að segja verið á sumum sviðum frekar þiggjandi en veitandi fram að þessu. Jafnvel styrkurinn við Lögberg-Heims- kringlu hefur verið naumur. Hér er starfandi þjóðræknisfé- lag, það hefur unnið ýmislegt þarflegt, en býr við þröngan hag. Ýmsir menn hafa farið vestur, setið á þingum, ferðazt um og halda fyrirlestra, flest þó á Islenzku að því er ég bezt veit. Vert þykir mér að geta þess, að minnisstæðasti gestur- inn af þeim öilum, að hinum ólöstuðum, mun Ásgeir Ásgeirs son, forseti, hafa orðið. Nokkr- ir góöir listamenn hafa einnig skroppið vestur og fengið hjart anlegar viðtökur. Þessa ónógu, heldur fálm kenndu aðstoð, þarf að efla veruiega og ekki siíður skipu- leggja hana vel. Það á að senda vestur kennara í is- lenzku til að halda námskeið, bæði fyrir byrjendur og þá, sem eitthvað kunna. Það á að senda fyrirlesara til alhliða fræðslu um land og þjóð, þeir verða að vera jafnví-gir á is- lenzku og ensku og frambæri- Framhalð & bls. 14. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.