Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 1
AÐ VONA EKKERT OG ÓTTAST EKKERT Ég sagði við möndlutréð „systir, talaðu við mig um Guð“. Og möndlutréð blómstraði. ÞESSI orð leggur Kazantzakis heilögum Franz frá Assisi í munn í bók sinni „Heilagur Franz“. En hver var Kazantzakis? Hann er þekktur að nafninu tii hér og um allan lieim vegna Zorba. En hann samdi einnig aðrar bækur ekki síður inerkilegar. Verk Kazantzakis eru afar mikið lesin vestan hafs og austan, hann ’er tal- inn mcðal merkustu rithöfunda Evrópu á þess- ari öld og kom oftar en einu sinni til greina sem Nóbelsverðlaunahafi þótt ekki yrði hann þess heiðurs aðnjótandi ef til vill mest af póli- tískum ástæðum, þar eð hann var útlægur frá heimalandi sínu, Grikklandi, mestan liluta æv- innar. Hér verður reynt að gera nokkra grein fyrir skáldinu og heimspekingnum Kazantzakis og sýnd tcngsl hans við guðfræði samtímans, en Kazantzakis er einn þeirra rithöfunda, seni hafa vakið mikla athygli meðal guðfræðinga. 1. Nikos Kazantzakis er fæddur á eynni Krít 2. des- ember árið 1885. Hann lézt í Freiburg í Þýzkalandi 26. október árið 1957. Lík hans veur flutt til HeraMei- on á Krít og grafið þar. Á leiðinu er legsteinn, sem á standa þessi orð og hann sjálfur valdi: „Ég vona ekkert, ég óttast ekkert, ég er frjáls.“ Þessi orð eru eins konar yfirskrift yfir lífi hans, baráttu hans fyrir frelsi, hann vildi vera frjáls, öl.lu óháður, þar með von og ótta. Enda þótt hann hefði borið hróður Grikk- lands viða og verið menntamálaráðherra landsins um skeið, fékkst hann ekki grafinn í Aþenu á kirkju- legan hátt vegna þess, að hann var í óformlegu banni grísku kirkjunnar. Auk þess var hann á svarta Hst- anum yfir bókmenntir hjá rómversk-kaþólsku kirkj- unni. Kazantzakis var stoltur af hinum krítverska upp- runa sínum. Á Krit gekk hann í skóla sem rekinn var af Fransiskanamunkum. Þeir vöktu áhuga hans á heilögum Franz og Frakklandi. Hann hreifst af hetjum Krítar, sem börðusit fyrir sjálfstæði eyjarinn- ar; kemur þetta sniUdarvel fram í verkum hans, ekki sízt í annairi af tveimur bóka hans, sem þýddar hafa verið á islenzku „Frelsið eða dauðann“ (hin er Zorba). Hafa ber í huga þennan uppruna Kazantzakis, hina miskunnarlausu baráttu fyrir frelsi Kritar og hlut trúarinnar (hinnar grisk-kaþólsku trúar) í þeirri baráttu; heiiagur Menas, sem tilheyrði löngu liðinni tíð, stendur frelsisihetj unum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Griskur félagi minn hefur tjáð mér, að Kazantzakis skrifi flestar bækur sínar á krítverska mállýzku og sé hann í heimalandi sinu ekki sízt met- inn vegna stiiisniildarinnar. Hann hélt til Aþenu og lauk lögfræðinámi i há- skólanum þar, fór því næst til Parisar til framhalds- náms og kynntist þá og hreifst mjög af franska heim- spekingnum Henri Bergson og kenningu hans um élan vital eða lifskraftinn, samspil eínis og anda. Uppfi’á þessu tekur við afar frjósamur kafli i ævi skáldsins. Hann fer til klaustraeyjarinnar Aþos í Makedóníu og dvelst þar í einiu klaustranna í hálft ár, aleinn í litlum klefa. Hann velti því jafnvel fyrir sér að gerast munkur. Hann hvarf þó frá þvi ráði og hélt á ný á vit heimsmenningarinnar og dvaidist víða í Evrópu á næstu árum. Um Nikos Kazantzakis Eftir sr. Gunnar Kristjánsson á Egilsstöðum 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.