Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 2
Hann kynntist heimspeki Nietzsches og kynnti sér hana til hlítar og eins og síðar kemur fram hafði Nietzsche varanleg áhrif á hugsun Kazantzalds. Hann hreifst af Nietzsehe fyrir djarfa heimspeki hans: Guð er dauður, hann var aðeins fölsk ímyndun, huggun fyrir aumingja; horfumst í augu við hráan raunveru- leikann og tökum afleiðingunum með karlmennsku, en til þess þarf hvorki meira né minna en das tíber- mensch, ofurmennið, súperman; horfumst í augu við dauðann og hyldjúpt tilgangsleysi lífsins og hrœð- umst ekki. Kazantzakis reyndi með Nietzsche að sætta algjöra örvæntingu við algjöra von. Vonin er líka huggun og þvi föisk og tefur fyrir frelsi manns- ins. Sé hann án vonar er lífið harla hráslagalegt og hiýtur að leiða af sér alvarlega örvæntingu. Gfur- mennið tekur örvæntingunni með ofurmannlegu hug- rekki og þarf ekki á voninni að halda lengur. Það er samt ekki aðeins trúin, sem Nietzsche telur hugg- un fyrir manninn, huggun, sem er um leið f(8sk vegna þess, að hann á að vera fær um að iifa án huggunar, listin er Uka huggun, lygi. Nietzsche full- nægði ekki hugsun Kazantzakis til lengdar, Nietzsche hafði aðeins rétt fyrir sér að hluta. Ofurmennið var ný blekking, ný huggun og ný guðsmynd, en svo erfið blekking, að maðurinn fékk ekki axlað hana, enda varð Nietzsche geðveikur. Það telur Kazantzakis m.a. sýna, að kenningin um ofurmennið sé óraunveru- leg og ósönn. Það er einnig eins og Kazantzakis vilji stundum meina, að árangur þessarar hrokafullu r kenningar Nietzsches um ofurmennið hafi birzt beint og óbeint i seinni heimsstyrjöldinni. 2. Næsti áhrifamaður á hugsun Kazantzakis er Búddha. Ahif hans á Kazantzakis eru ekki eins djúp- tæk og áhrif Nietzsches, þeirra gætir fyrst og fremst óbeint, þ.e_as. 1 iifsafstöðu, fráhvarfi frá daglegu amstii. Búddha hrífur hann sem ofurmennið, sem hafði sigrað efnið og veraldarvafstrið, lífsþjáninguna og Hfsóttann. 1 samtali Búddha og Ananda, eins og Kazantzakis hugsar sér það, tala þeir eitt sinn um hhm fullkomna frelsara mannsins, þá segir Búddha: ,,Hann er sá freisari, sem frelsar manninn frá frels- unium." Þannig sér hatnn Búddha fyrst í stað sem eins konar ofurmenni skv. hugmynd Nietzsches, frels- arann, sem er aJgjöriega frjáls, óttast ekkert og vonar ekkert En skjótt verður Kazantzakis fyrir áhrifum úr annarri átt, frá Lenin. » Lcnin hafði mikil áhrif á Kazantzakis og hneigir hugsun hans um skeið frá aðgerðarleysi búddismans að þjóðfélagslegum aísldptum. Hann hreifst mjög af byltingunni í Rússlandi 1917 og sama ár ákveður hann að hefjast handa og stofna fyrirtæki, námufyrir- tæki. Hann fer í þeim erindum tíl Grikklarads og hittir á leiðinni Georg nokkurn Zorba, sem hann rseð- ur til sín I vinnu. Zorba varð Kazantzakis meira en námuverkamaður eins og kunnugt er. Bókina um Zorha skrifaði skáldið árið 1946. Fyrirtækið fór reynd- ar á hausinn, en stjómimálaleg og félagsleg afskiptt Kazantzakis dvtna ekki fyrst um sinn. Honum er bo&ð tíl Sovétríkjanna og síðar aftur, þá ferSaðist hann Jengi um hið nýja ríkjasamband og skrifaði ferðapístla. Smám saman dvtnar áhugi hans á komm- únismanum unz hann segir að fuliu skilið við hann um 1980. Honum fannst kommúnisminn ekki upp- fyUa andlegar þarfir mannsins. Um skeið ferðaðist hanii vtða, um Palestínu, Egyptalænd, Spán og Italiu. r Á Italíu dvaldist hann löngum í borg heilags Franz, Assisi. HeUagur Franz var skáldinu afar kær og um hann skrifaði hann eina Ærægustu bók sma. Kazantzakis vann mikið að þýðingum á nútíma grisku, hann þýddi verk Darwins, Bergsons, Ecker- mánns, Nietzsches, Platons o.fl. Árið 1932 þýddi hann Divinia Comedia eftir Dante og litlu siðar lauk hann við það verk, sem gjaman er kallað aðalverk hans, það er epískt ljóð upp á 40 þúsund ljoðlínur og gæti kallast á íslenzku „Nútima Odysseifur". Þegar hér er komið sögu er Kazantzakis um það bil fimmtugur og verða nú nokkur þáttaskii í iifi hans. Hann fer að hugsa sjálfstætt á annan hátt en áður. Hugsun hans er engu að síður rækilega mótuð af Nietzsche, Búddha, Lenin og síðast en ekki sízt Kristi. Kazantz- akis er sjálfur hinn mikli nútíma Odysseifur, sem gengur sina miklu, miklu göngu frá Fransiskanaskól- anum á Krit og kemur svo aftur eftir langan tíma. Heimsstyrjöldin síðari skall á og síðar griska borg- arastyrjöldin. Eftir hana gegndi Kazantzakis um skeið embættí menntamálaráðherra Grikklands. Hann sagði af sér þvi embætti, yfirgaf Grikkland og settist að í Frakklandi og vann um skeið sem yfirmaður þýðingadeildar UNESCO. Hann sagði þvi starfi lausu innan skamms og helgaði sig ritstörfum á ný og var hann þá 65 ára. Bjó hann um siig á fögrum, rólegum stað ásamt seinni konu sinni, sem hann kvæntist 1945, Helen Kazantzakis. Hún gaf út ævisögu hans eftir dauða hans. ______________8.______________ ■ - Á þessu síðasta tímabili ævi sinnar skrifar Kaz- antzakis þekktustu verk sin. Fyrst kemur út „Griska dymbUvikan" (sem heitir í bandariskri útgáfu „The Greek Passion“ en í enskri útgáfu „Christ Recruci- fied“), sem er meistaraverk. Þessa merku bók lauk bann við á tveimur mánuðum. Á næstu níu árum skrifaSi hann átta bækur og meðal þeirra eru fræg- ustu bækur hans „Frelsið eða dauðann" (Freedom or Death), „SSSasta freistíng Krists" (The Last Tempta- tion of Christ), „Heiiagur Franz“ (Saint Francis) og „Skýrsla til Greco“ (Report to Greco). Á örfáum ár- um varð hann þekktur um alla Evrópu, bækur hans þýddar á tugi tungumála og hann tilnefndur oftar en einu sinni sem Nóbelsverðlaunahafi. Hér verður ekki greint nánar frá hinni merku lífssögu skáldsins. Hann lézt á sóttarsæng í Freiburg i Þýzkalandi 1957, hafði veikzt á ferðalagi um Kína. Þá var hann dáður um allan heim, dáður og umdeildur. Verður nú gerð nokk- ur grein fyrir hugmyndum hans um lífið og tilver- una eftir því sem hægt er að gera á skipulegan hátt, en það er hreint ekki svo auðvelt vegna þess, hversu mjög hann hneigist að mystik þannig að hugsun hans verður ekki auðveldlega færð í fjötra hugtaka og rökrænnar hugsunar. Það eru sviptingar í huga hans, hann stendur í stanzlausri baráttu. Hann tekur lesandann með í þá hlóðugu baráttu, sem háð er í huga hans um tíl- ganig lífsins, frelsið, vonina og óttann. Hann skrifar ekki yfirborðslega, hann skrifar ekki til að skemmta lesandanum, ekki heldur til að skemmta sjálfum sér. Jafnvel Zorba gegnir mikilvægu hlutverki í ferð Kaz- antzakis sem nútíma Odyssedfs, þessari ferð, sem eitt af andlegum skyldmennum hans hér uppi á ls- landi kallaði „ferð án fyrirheits". Faðir hans var strangur og miskunnarlaus við hann, hann óttaðist föður sinn og segir: „Það var faðir minn sem breytti blóði mínu í blek.“ Þannig ber að skilja Kazantzakis. Hann segir svo um sjálfan sig í formála að „Síðasta freistmg Krists": „Ég hef aldrei fylgt Kristi á hans blóðugu ferð upp tíl Golgata með slíkri skelfingu. Fg hef aldrei endurlifað lif hans og þjáningu með slíkri ógn, sMimnigi og kærleika sem þær nætur og daga, er ég skrifaði „Síðasta freisting Krists“. Meðan ég skrifaði þessa játningu um pínuna og hina miklu von mannkynsins varð ég svo hrærður, að augu mtn fylltust tárum. Ég hef aldrei fundið blóð Krists falla dropa fyrir dropa inn í hjarta mitt með slíkum un- aði, svo ofboðslegri kvöl.“ Hér skal bent á mótsögn í lifi og ritum skáldsins, mótsögn, sem við nánari at- hugun er ekki mótsögn, þ.e.a.s. hann kallar Krist „hina miklu von mannkynsins" en á legsteini sinum segist hann vera án vonar og frjáls, á þverstæðukennd an hátt verður von og ekki-von það sama í verkum skáldsms. Kazantzakis er skáld föstunnar, samt kemur hann úr jarðvegi þeirrar kirkjudeildar, sem er kölluð kirkja upprisurmar. Þannig er hann fuliur af mótsögnum, ekki endilega þversögnum, sem gerá út af við hver aðra, heldur skáldlegum andstæðum, sem fylla hver aðra upp samkvæmt grískri dialektik, og sem þeim ein um ef til vill leyfist að nota, sem skilur mýstik, sem þor ir að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn stundum, þegar hugtök og rökræn hugsun nægja ekki til tján- ingar. Hann leiðir lesandann út á barm þess, sem Nietzsche kallaði „the abyss of nothingness" eða hyl- dýpi tómleikans. Hann leiðir ferðina upp að krossin- um, inn í örvæntingu Júdasar og náttúrulega gleði Zorba. Hann segir um sjálfan sig: „Ég veit að ég verð aldrei fuilkominn listrænt séð vegna þess að ég reyni af ásetningi að fara út fyrir takmörk listar- innar, og þess vegna er samræmmu, innsta eðli feg- urðarinnar, raskað. Því meira, sem ég skrifaði, því betur laukst það upp fyrir mér, að ég var að berj- ast, ekki fyrir fegurð heldur fyrir freisun . . . ég var maður i baráttu og þjáningu, maður, sem teitar frelsunar." Kazantzakis skrifar ekki tíl skemmtunar, hann er skáld föstunnar, þjáningarinnar — en jafn- vel íastan á sinn djúpa tón hinnar æðstu gleði, fast- an er eitthvert stórfenglegasta samspil þjáningar og gleði, sem til er undir sólinni. 4. Hvers vegna skyldi Zorba njóta slíkra vinsælda, sem raun ber vitni? Svarið er í sjálfu sér afar ein- falt hverjum þeim, sem þekkir hugsun Kazantzakis. Zorba er ekki úr takt við mannlega hugstm og til- finningu, þvert á móti er eitthvað manntegt og „sköp- unarlegt" (svo nofcað sé allt að þvi guðfræðilegt orða- lag) við Zorba. Við sjáum andstæðumar Georg Zorba og Nikos Kazantzadcis eða eins og þeir heita í sögunni Zorba og Nikos. Nikos er „inteltectuai“ eða eins kon- ar nútíma „skriftlærður", Zorba er „bara venjulegur alþýðumaður". Nikos þekkir bækumar, menninguna og kenningarnar og hann dáist að Zorba fyrir að geta tjáð sig á „sköpunarlegan" hátt, eða eðlilegan hátt í dýpstu merkingu, Nikos getur hvorki tjáð gleði né sorg á eins sköpunarlegan og eðlilegan hátt og Zorba. Þessi atburður eftir dauða ekkjunnar er afar lýsandi fyrir þessa tvo óiiku menn: „f þessari sjálfs-huggun, sem ég hafði öðlazt, var ég að þvi kominn að tala um ekkjuna; Zorba réttí fram sinn langa handlegg og setti stóru höndina sína fyrir munninn á mér. „Þegiðu," sagði hann dúðraddaður. Ég hætti, skammaðist mín. Þannig er raunveru- legur maður, hugsaði ég og öfundaði Zorba af sorg- inni. Maður með heitt blóð og sterk bein, sem lætur tárin renna niður kinnamar þegar hann þjáist, og þegar hann er glaður skemmir hann ekki ferskleika gleðinnar með þvi að sigta hana gegnumn síu heim- spekinnar. Hvi skyldi manni ekki detta í hug Goethe er hann sagði: „Grá, minn kæri vin, grá er öll teoría." Eða sjálfur Lúther i visubrotinu, sem eignað er honum: „Hver sem ekki elskar vin og konur og söng/verður heimskingi ailt Mfið.“ Nikos er hræddur um að verða þessi heimskingi í sköpuninni, sem er að öðru leyti í samræmi. Á bak við Zorba Kazantzakis er sköpun- artrú grísk-kaþólsku kirkjunnar, kenning, sem áttí sér tiiveru í vesturkirkjunni í öndverðu eins og sjá má af orðum og kenningu Ágústlnusar kirkjúföður: „Sköpunin er góð í sjálfri sér,“ allt, sem er fflt, kem- ur innan frá manninum sjálfum, sem er faUinn. Nikos finnur sjálfan sig lífsfirrtan, framandi í samræmi sköpunarinnar. Aiit, sem fjailar um Mfsfirringu á ein- hvern hátt virðist eiga hljómgrunn í ríkum mæli í háþróuðum menriingarlöndum, ef til vill vegna þess, að menn finna sig hafa raskað jafnvægi sköpunarinn- ar i náttúrunni og ekki sízt í sínu innra lífi. Menn öf- unda Zorba af hinni fuilkomnu gleði og líka af hinni fullkomnu sorg, eða með orðum Kazantzakis einfald- lega af því að vera „raunverulegur maður“. Eins og innan sviga er athygMsvert að sjá ofurlitla mýstik, sem gægist fram í bókinni Zorba. Mýstikin kemur fram með krafti síðar og bezt í .bókumi „Skýrsla til Greco“, sem er eins konar úttekt skálds- ins á sjálfu sér. Hann bregður fyrir sig mýstík í skýr- imgunni á viðskiptum Zorba við Dame Hortense, sem kemur fram sem eins konar skuggahrot af „ideunni“ 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS_____________________________________________________________________19. marz 1972 ►

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.