Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 12
Hannes Hafstein UM KOSNINGARETT að'konum gefið þér? Vitið þér — hvað: ég veit enga ambátt um veraldar geim, sem var ekki borin með réttindum þeim. Þeim réttarins lögum að ráða sér sjálf •og ráða til f ulls og að vera ekki hálf! Hvað þoldir þú, píndist þú, móðurætt mín? <j, mannl- Imur, karlheimur, blygðastu þin! Á Eyrarbakka var, eins og í Reykjavík, haldin hátíð, og frtóð fyrir því stjórri kvenfélags ins á staðnum. Gengu þær íyrst i skrúðgöngu og fjórar -konur í skautbúningi fremst- ar- til fundarstaðarins. Þar •voru ræðuhöld og söngur. Síð- an söfnuðust þær saman inni að kaffidrykkju ásamt ýmissi amaarri glaðværð fram á nótt. Kvenréttindafélagi Islands -barst samfagnaðarskeyti frá al- þjóðasambandinu (I.W.S.A.) og annað frá kosningaréttarlands iélagi sænskra kvenna, en þær Jwfðu enn ekki fengið sambæri leg réttindi. Árið 1916 standa fyrir dyr- ttm tvennar kosníngar, bæði landkjör sex alþingismanna í stað konungkjörinna þing- manna, sem hurfu úr sögunni með hinni nýju stjórnarskrá, Og svo þingkosningar í gömlu kjördæmunum. Strax á árinu 1915 ræðir Briet í Kvennablað inu, hvernig konur eigi að snúa sér í landkjörinu næsta ér, einkum hvort þær eigi að bjóða. fram sérstakan lista eða hafa samvinnu við pólitísku ílokkana, fá sina fulltríia á lista þeirra. Henni finnst fyrri itosturinn hæpinn, minnir á, að «nn séu' það aðeins fertug- ar konur og eldri sem hafi kosn ingaréttinn, og hætt við, að roargar hinna e^dri muni ekki ssekja kjörfund. Og þar að auki myndu margar konur vera svo miklir flokksmenn, að þær fengjust ekki til að kjósa aðra Jista en þá, sem þeirra pólitísku flokkar byðu fram. Hitt væri heppílegra að hugsa fyrír konum sem frambjóðend um til þingmennsku og fá þær teknar á Hsta karlmannanna. Samvinna karla og kvenna væri eðlilegust, ef hún væri ósvikin og undirhyggjulaus á báðar hliðar. En hver sem niðurstaðan yrði, þá væri sjálfsagt fyrir þær konurnar, að hafa mikil sam- tök og undirbúning fyrir kosn ingarnar. Hrert einasta kven- lélpg ætti að hreyfa þessu máli og gera sér það ljóst, að virð- ing kvenna lægi við, að þær sæktu vel fyrstu kosninguna og legðu fram góðan og mik- inn skerf til þess að fá sam- vizkusama og heiðarlega menn á fyrsta þingið, sem þær kysu til. Svo mörg voru þau orð Bríet- ar siðla árs 1915. Niðurstaðan varð sú, að konur buðu ekki fram sérlista. Sjálf varð Briet í fjórða sæti á lista heima- stjórnarmanna, og er hún eina konan, sem tekin var á lista, en þeir voru alls sex. Kjósend ur heimastjórnarlistans gerðu nokkrar breytingar á röðun hans, þannig að t.d. Guðm. Bjömsson landlæknir færðist úr 2. í 3. og Briet úr f jórða sæti i fimmta. Þetta var örlagaríkt. Listinn fékk 3 menn kjörna, og þegar Hannes Hafstein lét af þingmennsku 1918 hefði Bríet orðið alþm., ef engar tilfærsl- ur hefðu verið gerðar fyrst kvenna 1918, svo sem hún átti sannarlega skilið. En kjörsókn var ekki bermileg aðeins 10,3% þeirra greiddu atkvæði í landkjörinu, og illa launuðu þær Einari Arnórs syni, sem Kvennablaðið' hafði á sínum tíma lofað stuðningi, ef hann kæmi fram stjórnar- skrán-ni. Listi, þar sem hann ¦var efstiw, betð storfeTJðan 6- sigur. 1 kjördæmakosnijngunni fcusu rúm 30% kvenna, og næst þegar þær máttu ganga að kjör borðínu, um sambandslaga- samninginn 1918 var kjörsókn þeirra enn ekki meiri en rúm- lega 24 af hundraði. En rétt er í þessu sambandi að minnast aldurstakmarksins frá 1915. Af samþykkt sambandslag- arma 1918 leiddi ný stjórnar- skrá, sem tók gildi 1920. Var þar fullt og skílyrðislaust jafn ræði með konum og körlum um kosningarétt og kjörgengi til alþ. Tveimur árum síðar, 1922, skyldi kjósa þrjá landkjörna þingmenn. Konur buðu þá fram sérlista, og fékk hann svo mikið fylgi, að efsti maður listans, Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri Kvennaskólans, hlaut kosningu og er þvi fyrsta konan á alþingi Islendinga. Þar átti hún sæti til 1930 og skip- aði það með sóma. Góðir hlustendur. Nú liður mjög svo að lokum þessa spjalls, og mál er að linni. Að- eins er nú eftir að hyggja að sveitarstjórnamálum. Svo hafði yverið skilizt við árið 1909, að vinnuhjú höfðu enn ekki kjörgengi, þótt þau fengju kosningarétt, og konum var heimilt að skorast undan kosn- ingu. Ákvæðinu um vinnuhjúin var breytt til samræmis við kjörgengi til alþingis smátt og smátt í hinum einstöku kaup- stöðum á árunum 1917—1924, fyrst á Akureyri og Isafirði og síðast i Reykjavík. Höfðu þá vinnukonur í bæjum fengið kjörgengi, en ekki í sveitum og sjávarþorpum. En i öllum kaup stöðunum var haldið því á- kvæði, að konur mættu skor- ast undan kosningu. Stjórn Ihaldsflokksins flutti á alþingi 1926 samræmingar- frumvarp um bæjar- og sveit- arstjórnir. Þar sagði svo: „Rétt til að kjósa hrepps- nefndir, sýslunefndir, bæjar- fulltrúa, borgarstjóra og aJIa aðra starfsmenn í hreppum og kaupstöðum, sem almenningur kýs, hafa allir, konur sem karl ar, ef þeir 1) eru fullra 25 ára gamlir á kjördegi, 2) eru fjár síns ráðandi, 3) eru ísl. ríkis- borgarar eða hafa jafnréttí við þá, 4) hafa átt Iðgheimili i kjördæmi síðasta áríð fyrir iijördag, 5) hafa óflekkað mann orð og 6) standa eigi í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk. Gift kona telst fjár síns ráðandi, þótt hún eigi óskilið fjárlag með manni sínum." Kjörgengi skyldi fylgja þessum kosninga rétti, og var þetta samþykkt óbreytt. 1 3. grein frumvarpsins sagði: „Skylt er hverjum karlmanni, sjálfum sér ráðandi, yngri en sextugum og heilum og hraust um að taka víð kjöri í hrepps- nefnd og bæjarstjórn. Þeim er setið hefur 6 ár samfleytt eða lengur I nefnd, er þó óskylt að taka kjörí til hennar fyrr en 6 ár eru liðin, síðan hann átti þar siðast sæti. Rétt er konum að skorast undan kosningu." , Þetta breyttist í meðförum þingsins og varð svo í lögun- um: Skylt er bæðí konum og körlum, sjálfum sér ráðandi, yngri en 60 ára og heilum og hraustum að taka kjöri. Síðan kom óbreytt ákvæðið um sex árin. En hlutur karla og kvenna var gerwar toiwxmg- is hinn sami. TJm þetta hafði orðið furðu langvinnt þras, sem ég skal ekki þreyta menn á að rekja, en Ingibjörg H. Bjarna- son og Halldór Steinsson lækn ir (þm. Snæf.) fluttu sitt í hvoru lagi breytingartillögurn- ar um sömu réttindi og skyld- ur karla og kvenna í þessu efni. Var það samþykkt með mjðg naumum meirihluta, að lokum með eins atkvæðis mun í neðri deild að viðhöfðu nafna kalli. Skílst mér þá, að þar hafi konur fengíð algert jafn- rétti við karla um kosníngarétt og kjörgengi á Islandi, hvoi't heldur var til alþingis eða sveitarstjórna, og skemmtilegt, að fyrsta konan sem átti sæti á alþingi og kosin af sérstökum kvennalista, skyldi eiga veiga mikinn þátt í að binda enda- hnútinn á jafnréttismálið að þessu leyti. Fleur Framh. af bls. 8 Hampshire. Hann vantar leik- konn í hlntverk brezku stúlk- nnnar í myndinni um París í ágúst, mánuðinum, sem allir fara í sumarfrí sem það geta og París er full af gras- ekkjumönnum, sem komast ekki burtn vegna vinmi sinnar. AHs sækja 180 stúlkur um hlut- verkið, en úr bunkanum af myndiun, sem þær senda hon- um, velur Imnn eina, myndina af Siisíiii. ISftir því, sem töku myndar- innar miðar áfram, verður leik- stjórinn æ hrifnari af þessari ungu leikkonu. Hann, sem ját- að hefur fyrir vinum sínum, að hann hafi aldrei orðið verulega hrifinn af nokkurri konu, aldrei elskað af ástriðu, fær nú að kenna á alls óþekktri tilfinningu, afbrýðisemi. Þegar lokið er svo töku „Sögu Forsythe-ættarinnar", frægustu sjónvarpsframhalds- sögu, sem gerð hefur verið og til þessa hefur verið sýnd í 58 löndum, er Susan Hampshire orðin heimsfræg. Pierre Gran- ier-Deferre óttast, að hún hverfi honum með öllu, að frægðin sðpi henni með sér burtu frá honum. Hann hafði gert sér ferð til London, að sjá hana leika og naumast þekkt aftur stúlkuna sína, með síða, rauðgullna hárið, falið undir brúnni, stuttklipptri hárkollu Fleur. Hún lifir sig svo inn í hlutverkið, að hann er bæði heillaður og hræddur. Sum hlutverk breyta leikur- unum, sem þau takast á hend- ur og hafa áhrif á einkalíf þeírra. Fleur er hættulega skapsterk, svo einþykk, hcill- andi og vön að koma öllu sínu fram. Hver verða áhrif henn- ar á Susiin, sem lifir sig svona inn í hlutverkið? 1971: Pierre Granier-Deferre er löngu hættur að óttast um Susan. Hún er nú búin að vera eiginkona hans í fjögur ár og sonur þeirra^, Christopher, sem hún skírði svo í höfuðið á syni Fleur Forsytheættarinnar er bráðum ársgamall. Tvær síð- ttstn kvikmyndir leikstjórans Jmm Iéwhw mg „»>e cnat", sú síðari byggð á sögu eftir Sim- enon, hafa hlotið mjög góðar móttökur hjá almenningi. Kona hans hefnr nýverið fengið bandarisku sjónvarpsverðlann- in ,^mmy" öðru sinni, nú fyr- ir hlutverk sitt í „Sögu Churc- hill-ættarinnar", þar sem hún leikur hertogafrúna af Marl- borough, Söru Churehill. Og nýjasta myndin, sem hún hef- ur Ieikið í, „Frjálst líf", tekin í Kenýa í Afríku opnar henni von bráðar dyr Hollywood. Granier-Deferre-hjónin búa kyrrlátu og frjálsu Ufi í Paris, hvenær sem færi gefst á því. Þan berast ekki á og sækja ekki veizlur eða viðhafnarboð, nema nauðsyn krefji. Starfið hefur sameinað þau og það f jar lægir þau líka oft hvort frá öðru, án þess þó að skilja þau að. Er von til þess, að þau vinni saman að kvikmynd einhvem tíma síðar? — Það er ekki óhugsandi, svarar Pierre Granier-Deférre. Ég hætti ekki á neitt með þvi. Ég gæti ekki orðið ástfanginn af Susan á nýjan Ieik, ég er þegar eins ástfanginn af henni og hægt er að vera og astin hefur ankið mér traust, syo að ég er ekki afbrýðisamur lengur og get gef ið öðrum hlutdeild í henni — en nektarmyndir eru af og frá. Sigurður Sverrir Framh. af bls. 10 ákveðinn fjölda þessara mynda 8: Frá minum bæjardyrum séð eru hin reglulegu skrif mín í Morgunbl. tviþætt: Ann ars vegar upplýsingalegs eðlis, til að vega upp á móti" mark- lausu orðaskrúði kvikmynda- auglýsinganna og hins veg ar persónulegur dómur um viðkomandi mynd. (b) Ég reyni að dæma verkið á þeim grundvelli, sem það er gert, þ.e.a.s. hversu vel hðf- undi tekst að skila því frá sér, sem hann vildi sagt hafa í upphafi. 9: Það tel ég ákaflega hæpið. 10: Þegar ég var áhorfaindi og lesandi, gerði ég þær kröf- ur til kvikmyndaskrifa, að þau upplýstu mig um ýmis atr- iði og veittu mér aukinn skiln- ing á viðkomandi mynd. Til að vera fær um þetta, þarf gagn- rýnandinn að hafa staðgóða al menna þekkingu, geta lesið úr kvikmyndamáli og skýrt, hvað höfundur á við með ákveðn- um uppstillingum, hreyfingum og klippingum. 11: Já. Sight & Sound og Monthly Film Bulletin — Films and Filming — Film — Take One — Cinasté — Chaplin —• CTVD — American Cinemato- grapher — Today's Cinema —: (óreglulega: Kosmorama — Variety — On Film — etc.) (b) Þýðingar eru fráleit hug- mynd og tæplega grundvöilur til að gefa út blað um innlenda Jist, sem enn er ófædd. 12 LESBÓK MORGUNBLADSINS 19. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.