Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 7
beið hjá teinunum meðan lest- in ók milli trjáviðarstakka inná stöðina, þá óskaði ég þess að ég hefði mátt deyja áð- ur en ég færi að elska nokk- urn annan en hana. Hún var brosandi, sólin skein á yndis- legt andlit hennar útitekið af sól og mjöll, fallega skapað, og það sló rauðum gullbjarma á hár hennar í sólskininu og hár ið hafðd feingið að vaxa í fal- legri óreiðu allan veturinn, og mr. Bumby stóð hjá henni, bjarthærður og hnubbaralegur með veðurbitnar kinnar eftir veturinn eins og hver annar góður Vorarlberg-dreingur." Um vorið buðu Pfeiffersyst- ur Hadley ásamt Bumby í öku- ferð. um Frakkland. Hadley var heilluð af landslag- inu og gömlu kastalarústun- um, en Pauline sar annars hugar og svaraði önuglega, ef á hana var yrt. Að því kom, að Hadley spurði Virginíu, hvort þetta gæti staðið í sam- bandi við Ernest og Virginia svaraði: „Ég held þeim þyki mjög vænt hvoru um annað." Á heimleiðinni var Hadley hin þöglasta. Vorið var votviðrasamt, og Hemingvraymæðginin voru með slæmt kvef, Bumby líklega með kighósta. Ernest átti bágt með svefn eins og oft áður, og heimiiislífið var allt fremur dapurlegt. Dag einn sagði Hadley við Ernest, að hún hefði ástæðu til að halda, að hann væri ástfanginn af Pau- line. Ernest reiddist og eld- roðnaði, þetta hefði Hadley ekki átt að segja, þvi að með því hefði hún slitið síðustu böndin, sem bundu þau. Hann þaut út og gekk um regnvot- ar göturnar, en Hadley sat inni og grét. Næsta sumar dvöldust þau Ernest, Hadley og Pauline sam- an á hóteli í Juain-les-Pins, unz Ernest fór ásamt Pauline og fleirum til Spánar, en Hadley varð eftir i Frakk- landi og stundaði sjúkan son sinn. Þar kom að hún sendi Ernest og Pauline skriflegan skilmála: Ef þau Ernest og Pauline sltu samvistir í hundrað daga, en væru ást- fangin eftir sem áður, skyfdi hún gefa þekn eftir skilnað. Ernest og Pauline fannst vissara, að úthaf skildi þau að, svq að Pauline sigldi til Banda- ríkjanna og heimsótti foreldra sína í Arkansas. Fjóra daga var hún að safna kjarki, unz hún sagði þeim frá fyrirhug- uðu hjónabandi. Hinni strang- kaþólsku móður hennar brá við þessi tíðindi og fyrstu orð hennar beindust að eiginkon- unni vanræktu: „Hvernig líð- ur henni? Hvernig tekur hún þessu?" spurði hún hvað eftir annað og tárin streymdu úi1 augum hennar. Pauline notaði tímann i Arkansas til hvíldar og hress- ingar. Hún hjólaði sér til skemmtunar á drengjahjóli og drakk mjólk til að reyna að ná aftur upp kílóunum, sem hún hafði misst við ástaræv- intýrið. Hún las heilmikið, górði upp kápu og kjóla fyrir móður sína, spilaði bridge og lét toppinn vaxa, svo að hún gffeti skipt í vanganum. Daglega skrifaði hún Ernest gámansöim og fyndin bréf, en í október fékk hún all't í einu ■ Hemingway með fyrstu eiginkonu sinni, Hadley, á brúðkaupsdegi þeirra 1921. Með Pauline, eiginkonu nr. tvö, í Ernest flautaði, þegar hann þjáðist. Hér ligg- San Sebastian. ur hann særður á spítala í Milanó í júlí 1918. Foreldrar skáldsins i heimsókn hjá syni sínum í Key West vorið 1928. Lengst til hægri er Pauline Pfeiffer, önnur eiginkona Hemingways. þunglyndiskast. „Ég veit ekki, hvað veldur því,“ skrifar hún, „kannski guð.“ Skjmdilega kom það yfir hana, að þau hefðu ekkert tækifæri gefið Hadley, aðeins útilokað hana griimmdarlega úr iifi sínu. Þetta tók Emest óstinnt upp og skrifaði Pauline um erfið- leika sína og sálar>kvalir og jafnvell boi'laleggingar um sjálfsmorð, nú yrði Pauline að standa sig, það sem eftir væri, nú stæðu þau tvö saman gegn heiminum. Hann trúði vini sinum, rit- höfundinum Scott Fitzgerald, fyrir ástandinu, Hadley væri ágæt, aJlit væri þetta honum að kenna. Alltaf siðan Pauline kom og dvaldist með þeim um jólin i Austurriki, hefði hann verið sem i helvíti og átt við áhyggjur og svefnleysi að striða. Og þegar kvisast tók um skilnaðinn, og vinir hans spurðu um ástæðuna, var svar hans alltaf: „Af því að ég er óþokki." FuiWjós varð honum missir sinn, þegar hann fék'k lista frá Hadley yfir þá muni, sem hún bað hann að sltila sér i hina nýju íbúð sina. Hann fékk lánaðar hjó.'lbörur og ók þessu í nokkrum ferðum. Þar á meðal var spánskt málverk, „Bóndabærinn“, eftir Joan Míró, en mynd þessa haf ði hann gefið Hadley á 34. af- mælisdegi hennar og hún síð- an hangið yfir rúmi þeirra. Sagan segir, að Ernest brysti i grát, þegar hann losaði fyrsta hjólbörufarminn. Aðskilnaðardagarnir 100 urðu 107. Þá kom Pauiine á skiipi til Cherbourg. Þar tók Erniest á móti henni, sólbrennd ur eftir skíðaferð með vinum sínum. Þau tóku sér langt vetr- arfrí og voru á skíðum í ölp- unum 27. janúar 1927, þegar skilnaðurinn við Hadley varð löglegur. Á móti ósikum Pauline var brúðkaupinu frestað fram í maí. Ernest fannst ekkert liggja á að gifta sig aftur. Seinna sagði hann föður sín- um, að jafnvel eftir að laga- legur skilnaður var fenginn, hefði hann vel getað hugsað sér að snúa aftur til Hadiey. Næst sá hann hana síðla hausts Frá Parísarárunum. Hadley, fyrsta kona Hemingways, held- ur á syni þeirra. i París og þótti hún fallegri og blóonlegri en nokkrú sinni fyrr. Hún hafði nú náð full- komnu valdi yfir sjálfri sér og tárum sínum og tók öllu með ró og gaf honum í skyn, að hún væri orðin ástfangin af öðrum. Það var þó ekki fyrr en 6 árum síðar, að hún gift- ist Paul Soott Mowrer í Lond- on, en hann var þá nýskilánn. Hann var Evrópufréttaritari fyrir Chicago Daily News og var í þann veginn að fara til Cicago til að taka við rit- stjórastöðu við blaðið. Seinna átti Emest í bréfaviðskiptum við Hadley og sagðist alltaf dá hana meira eftir þvi, sem hann kynntist fleiri konum. Ef hiimnariki væri nokkuð, sem hægt væri að njóta hér á jörðu fyrir dauðann, hefðu þau Hadley fengið væna sneið af því í Svartasikógi og Pamp- iona á árunum 1922—3. Undir bréfin skri'faði hann gamla gælunafnið „Tatie“. En þó að útlit Hadley væri gott, þegar hún hafði náð sér eftir skilnaðinn, verður ekki hið sama sagt um útlit nýju eiginkonunnar. Hún var nú ófrísk í fyrsta sinn, 32 ára gömul, og átti það ekki vel við hana. Rithöfundurinn Sinclair Lewis var kunmingi Ernests og hafði hitt hann áð- ur með Hadley. Hann hafði ekki heyrt um skilnaðinn eða seinni giftinguna og brá þvi heldur en ekki, þégar hann sat boð Ernests og upp- götvaði „að þessi litla, föla 6g frsmur illa útlítandi og mjög þögla kona var nýja frú Hemingway". ' Pauline kaus að fæða frum- burð sinn á amerískri grund eins Oig Hadley á sínum tíma. Hemingwayhjónin fluttust því til Bandaríkjanna. Pauline var mjög veik um meðgöngutim- ann og svo fór, að taka varð drenginn Patrick með keisara- skurði. Það gerðist i Kansas City. Um þetta leyti hóf Ernest að skrifa sögu sina „Vopnin kvödd", en þar d'eyr önnur að- alsöguhetjain af barnsförum. Yngri somur þeirra, Gregory, var einnig tekinn með keisara- skurði þrem árum seinna í sömu bong. En heimili þeirra var í Keý West við suðurodda Florida. Þarna eignaðist Ernest fyrsta hús sitt, stórt gamaldags timb- urhús, sem stóð á fögrum stað nálægt hafinu, umlukt pálma- trjám. Key West er við syðsta odda Bandaríkjanna og þaðan er aðeins hálftkna flug til Kúbu. Þama geisa stundum fár viðri og ílóð, en venjulega er þarna rólegt og loiftslagið er hllýtt og milt. Á milli þess sem Heming- way vann við ritstörf, fór hann á sjó eða stundaði lítinn bar í útjaðri bæjarins „Sloppy Joe’s bar“. Leicester bróðir hans segir í bók sinni frá ótal veiðiferðum, sem þeir fóru saih an og því, hve stoitur og ham'- irngjusamur Ernest var, þegar hann eignaðist snekkju sina „Pilar". Á sumr'n dvaldist fjöl- skyldan oiftast á Nordquist- býlinu í Wyoming ásani't Bumby, og þar gekk Patiline um á gallabuxum með drengjá- koll. Niðurlag í næsta blaði. 19. márz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.