Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 5
BORIS SPASSKY I»egar Boris Spassky tefldi skák, drengiir, setti jafnan að honiim sáran og beizkan grát, þegar einhver varð til að máta hann. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og telst nú til meiri háttar tíðinda ef það ger Ist Boris Spassky varð heims- meistari, þegar hann sigraði sovézka meistarann Tígran Pet- rosjan í einvígi þeirra, þann 17. júni 1969. Spassky er lirokk inhaerður og fríður sýnum og sagt að hann likist öllu meira kvikmyndaleikara en meistara í þeirri kröfuhörðu list, skák- inni. Framkoma lians er við- felldin og hann þykir í flestu frábrugðinn mörgum skákmeist urum, sem beygja sig yfir skák borðið, taugaóstyrkir eða sem festir upp á þráð. Öryggi Iians kemur þar berlegast í ljós. „Þessi ungi maður er alltaf í góðu skapi,“ sagði Botvinn- ik, fyrrverandi heimsmeistari, um Spassky um svipað leyti og hann öðlaðist heimsmeistara- tignina. „Hann Iætur aldrei bil- bug á sér finna.“ Engan þarf að undra, þótt Spassky sé öruggur við skák- borðið, og í lieimi skáklistarinn ar. Hún hefur verið honuni nán ast allt, frá bernsku. Opinber- lega hefur Spassky titilinn blaðamaður til að láta lita svo út fyrir að hann hafi annað starf en fást við skák og megi þvi teljast áliugamaður. En blaðamaðurinn Spassky skrifar að sjálfsögðu aðeins og ein- vörðimgu um skák. Boris Spassky fasddist þann 30. janúar árið 1937 í Lenin- grad. Meðan Þjóðverjar sátu um borgina í siðari lieimsstyrj- öldinni, var hann ásamt fjöl- mörgum öðrum fluttur á brott í afskekkt sveitaþorp og þar lærði hann niamiganginn. I*eg- ar hann kom aftur til heima- borgar sinnar, að styrjöldinni lokinni, gekk hann í skák- klúbb fyrir æskufólk sem þar blómstraði og fyrstu þjálfun sína fékk hann xmdir handar- jaðri Vladimirs Sak, sem er þekktur sovézkur skákmaður. Og það eru þeir sem tefldu við Spassky á þessum árum, sem hafa látið þau orð falla um hann, að honum hafi liætt tii að bresta í grát, ef hann tapaði. En ellefu ára gam all var hann orðinn svo frá- bær í listinni, að segja má að hann liafi verið kominn i fremstu röð sovézkra meistara og átján ára gamall varð liann alþjóðlegur meistari. Aðeins undrabarnið Bobby Fischer og andstæðingur hans í væntan- legu einvigi rnn heimsmeistara- titilinn var yngri, þegar hann hlaut þann titiL Fisclier var aðeins 15 ára gamall. En Spassky er að þvi leyti ólíkur Bobby Fischer, að enda þótt skáklistin ætti hug hans og mestan tima, þótti hann ógn venjulegur og átti sín áhugamál önnur en tafl- mennsku. Ilann var t.d. áhuga- samiir um iþróttir og tók í skóla virkan þátt í félagslífi neon- enda. Hann lauk menntaskóla- prófi með afburða vitnisburði og hóf síðan nám við há- skólann í Leningrad árið 1954, þar sem liann lagði stund á sögu og lieimspeki, en viðfangs efni hans í prófritgerð við lokapróf var „skákin og staða hennar“. Spassky var við háskólanám, þegar hann vann sinn fyrsta sigur á alþjóðavettvangi í skák, það var þegar hann varð heimsmeistari imglinga árið 1955, í kcppni um þann titil, sem fram fór í Antwerpen. Upp úr því hófst hans mikla sigurganga í nokkur ár, en síð an tók að lialla tuidan fæti um hríð og það var ekki fyrr en 1964, að hann hóf að nýju þátt- töku í mótum erlendis. Aftur á móti vann hann þá hvern sigurinn á fætur öðrum, hann ávann sér rétt tU að skora á Petrosjan árið 1966, og að nýju árið 1969 og varð þá heimsmeistari, svo sem allamna er. Fyrstu árin var Spassky einkum þekktur fyrir örugga og yfirvegaða taflmennsku. En með árunum liefur hann gerzt bæði djarfari og harðsæknari. Hann þykir einhver stórkost- legasti varnarskákmaður heims, en sem sóknarmaður hef ur liann einnig sótt mjög í sig veðrið. í heimalandi sínu, Sovétrikj- unum nýtur Spassky mikiUar liyUi, enda skáklistin þar í há- vegum liöfð og stjórnvöld ieggja sig í lima að búa sem bezt að skákmönnum sinum og glæða áhuga meðal ungmenna á þessari göfugu andans iþrótt. Spassky er tvikvæntur, með fyrri konu sinni átti hann tvö börn, en eitt á liann með þeirri siðari. Hann þykir glaðvær samkvæmismaður og manna skemmtilegastur í viðræðiun, þegar sá gállinn er á honum. Hann er sagður vel heima í bók menntum og iðkar enn talsvert íþróttir, enda þótt skákin taki að sjálfsögðu mestan tima lians. Hann þykir hafa sjálfstraust i betra lagi, cnda þótt hann standi langt að baki ýms- um öðrum, s\ o sem þeim Fisch- er og Bent Larsen, hvað digur- mæli snertir. Bobby Fischer var ein- hverju sinni beðinn að nefna tíu mestu skáksniUinga fyrr og síðar. Aðeins þrír núlifandi meistarar urðu þeirrar náðar aðnjótandi að komast á listann. Auk Spasskj s voru það sovézki meistarinn MikliaU Tal og Bandarikjamaðui'inn Samael Reshevsky. undirbúa nú páskamáltiðina. Það er brauð og fiskur, lamba kjöt og vín. Þegar þeir hafa matazt þá laugar Jesús fætur lærisveinarma: tákn um auð- mýkt og kærleika. Þá segir hann með hanmþrunginini ró: „Einn ykkar mun sviikja mig.“ Það slær skelfingu á hóptnn og meðan þeir ra-ða hástöfum saman laumast Júdas í burtu. 1 guðspjallinu endursegir Jó- hannes bænina sem Jesús bað við kvöldmáltiðlina. 1 ö'.Qiu Nýja testamentinru kiemur ekki skýr- ar í Ijós kærleikur hans til þeirra en einmitt í þessari bæn: „Faðir ég hef opinberað nafn þitt fyrir þeim, er þú valdir handa mér. Ég bið fyrir 9. apríl 1972 þeim. Meðan ég var hjá þeim varðveitti ég þá í þínu nafni og enginn þeirra hefir glatazt nema glötunar sonurinn. Nú kem ég til þin; þó, þetta tala ég meðan ég enn er í heiminum, svo að þeir megi enn gieðjast með mér. Varðveittu þá frá hinu illa. Helgaðu þá sannieik- anum.“ Við sjáum nú Jesú fyrir okk ur. „í ákafri geðshrærinigu hið innra.“ Hann veit, að nú verð ur hann að deyja. Til að sýna hve hræðiliegar kringumstæður hans eru, séðar frá mannfeg- um sjónarhóii, feilur öll hans jarðneska tilvera saman. Sím- on Pétur, Jakob og Jóhannes taka hanm með sér út í Gebse- manegarðinn tiil styrfktar á þess um síðustu þjáninigarstundium, áður en hann, er tekinn fastur. En hann var einn — því þeir sofnuðu. — Nokkrum stiundum síðar afneitaði Pétiur homium þrisvar! Jesús stóð nú alveg einn. Kærleikur hans var mikill til lærisveinanna þann tíma, er þeir ferðuðust saman og störf- uðu og hann elskaði þá til hinztu stundar þrátt fyrir allt. Þennan kærleika fær hann endurgioldinn, meðan hann enn er á lífi og hangir á krossin- um, því Jóhannes, sem verið hefir honurn kærasbur er hjá honum. Það er iionum, þess- um trúfasta unga manni sem hann felur móður sína Maríu og biður hann að annast sem sina móður. Þannig varð hinn síðaisti hlekkur milli hans og manwkynsins smíðaður — þvi lærisveinannir voru nú orðnir hans eigin f jölskylda. Ellefu lömb án hirðis, hvað miun nú verða um þau? Post- ulasagan segir frá þvi, að eft- ir himnaförina hafi lserisvein- amir safnazt saman í Jerúsal- em og þá hafi þeir valið þann 12ta i staðinn fyrir Júdas, það var Mattheus. Þeir vissu þá að þetta var ekki endiriran, heldur byrjunin! — Innblásnir af krafti amdams gengu þeir Um og kynntu boðskapinn um lif og upprisu meistarans frá Nasaret. Jakob sonur Zebedansar var sá fyrsti, sem leið pislarvættis- dauðann. Hainn var hálshöggv- inn að skipan Karódesar. Pét- ur ferðaðist alia ieið til Róma- borgar, til þess að útbreiða boð skapinn og þar var hanm kross festur. Þá var Neró keisari Rómaveldis. Næstum allir tæmdu þeir að lokum þann bik ar er herra þeirra og meisfari hafði drukkið af og létu þann- iig lif sitt fyrir trúna. Eins og Jóhamnes hafði sagt og séð fyrir, sigraði boðiskapur þeirra um siðir. Rúmum 3 öld- um eftir daga þeirra, beygði hið voldiuga Rómaveldi sig fyr ir trúnni og kenningum meist- arans mikla frá Nasaret. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.