Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 14
SKflRPHBÐIWW... H3ó TlL "HJtNB (HRdAXDS. ÖSSURflRSONHR) ocí FÉIX IWNN Á BBJC HFTUH ... MV£UR. FLOSI GEKK FHmflNíÐ Htí-SUWUW 0(5 H7UVS 7KEMH. NxMLS áööu "... Od IAX7NVW\. VER 'LÁTA TAKA ELD SEK SK^dmST' ÞEIH TdKU iTd- BLD... KIR KflRT OO GETMUR OG HELÓI ... SHR.ÐU MJXRSA MENJM, EAT PBIR FEOSI GATU BKKI HÐ GERT- FLOSI 7TÆLTI:" VÉR HöPCTM. FENOID 2AIK1WN SKAPA R TTÖNHOM. VORtM... WO" ER PAÐ SEÐ, AÐ VÉR OE'TVM HA Eldl 2HBE> VOFNUT'Í SoTT Tvenn tímamót Framhald af bls. 2. ar við notkun né valda um- hverfisspjöllum, sé rétt á hald ið. Vér höfum því enn óvenju mikið svigrúm til efnahags- legra framfara og nýtingu auð linda, áður en að fer að kreppa og þróunin i þessum efnum fer að rekast alvarlega á önnur gæði, sem vér viljum njóta og varðveita. Oss mun þó sízt veita af tímanum til þess að átta oss á eðli vanda- máianna, því að hin óhjákvæmi lega breyting þjóðfélagslegra markmiða getur ekki átt sér stað, nema á löngum tíma. Mér virðast þær þjóðfélags- legu breytingar, sem framund- an eru, hljóti að verða á marg- an hátt sambærilegar við það, sem átti sér stað á 18. og 19. öld, er hið gamla miðaldaþjóð- félag vort breyttist í nútima- ríki. Framundir lok 18. aldar var ísland efnahagslega staðn- að samfélag, þar sem lífsvið- horf almennings og allir þjóð- félagshættir miðuðu að því einu að viðhalda því, sem fyrir var. Ég hef hér áður bent á hinn mikla hlut, er upplýs- ingastefnan og frseðslustarf kirkjunnar átti í því að breyta menningarlegri og félagslegri stöðu alþýðu landsins. Engu að síður tók það 19. öldina alla að sannfæra íslendinga um það, að raunverulegar efnahagsleg- ar framfarir væru mögulegar, og að leggja grundvöll þeirra lífsviðhorfa, sem eru skílyrði slíkra framfara. Smám samam fór þó árangur þessara umskipta að koma í Ijós og efnáhagslegur hagur þjóðarinnar að batna með vax andi hraða. Og nú er svo kom- ið hér á landi, eins og í flest- um löndum á svipuðu þróunar stigi, að hagvöxtur og vaxandi velmegun ár frá ári er ekki að- eins talið æskilegt hnoss, held- ur bein lífsnauðsyn. Öll þjóð- félagsbyggingin hefur aðlagað sig að hinum nýja vaxtar- hraða, svo að fyrir flesta er hagvöxturinn orðinn eini mæli kvarðinn á raunverulegar framfarir. Og þetta kemur ekki aðeins fram í kröfum um sibatnandi lifskjör, heldur eru allir helztu þættir samfélags- ins, atvinnuvegirnir, menntun arkerfið og vísindin, helgaðir þjónustu við þetta meginmark mið nútímans. Eigi stefnumið þjóðfélags, sem fallið er í svo fastan far- veg, að breytast i grundvall- aratriðum, og í þá átt sem ég hefi áður lýst, biður komandi tíma djúptæk endurskoðun and legra og efnahagslegra verð- mæta. Og frammi fyrir slíkum vanda megum vér ekki gleyma þeim lærdómi og styrk, sem vér getum sótt til forfeðra vorra, þótt kjör þeirra og við fangsefni hafi um flest verið ærið ólík. Þannig stöndum vér nú að ýmsu leyti í svipuðum sporum og H-annes biskup Finnsson um það bil, er bisk- upsstóll var niður lagður í Skálholti. Einnig hann var tímamótamaður, er reyndi að sameina dýrmætan menningar- arf þörfum og vísindum nýs tíma. Allt starf lians var gætt skilningi á þeim þjóðfélags breytingum, sem þá voru rétt að hefjast, en áttu eftir að skila Islendingum lengra fram á v eg veraldslegs gengis en nokkur gat séð fyrir. Og þótt biskupssetrin fornu hafi orðið fórnariömb þeirrar þróunar, getum vér varia annað sagt en hún hafi verið þjóðinni til blessunar fram á þennan dag. Og nú á nýjum tímamótum bæði í þróun þjóðfélagsins og i sögu Skálholtsstaðar, hljót- um vér að vona, að framtíðin eigi eftir að sýna, að endur- reisn Skálholts á nýrri öld og nýjum grunni marki ekki síður spor en niðurlæging þess áður fyrr. Því að sú er trú mín, að í andlegri endurnýjun geti is- lenzka þjóðin dregið mikla næringu úr þeim djúpu rótum sögu og menningar, er hér standa í jörð. Það er ekki á mínu færi að ræða af neinu skynsamlegu viti um það sem nú er unnið í uppbyggingu Skálholtsstaðar. Ég vil segja það eitt, að ég vildi sjá veg hans sem mestan sem höfuðstað kristinnar kirkju á Islandi. Sérstaklega vildi ég færa fram þá ósk, að þau menntasetur, sem nú eru að risa í Skálholti, megi taka hinn siðasta biskup, er hér sa^ til fyrirmyndar um raunsæi, víðsýni og vísindalegan áhuga, ekki síður en um mannúð og hófsemi. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.