Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 10
Heilagur Fj-ans talar við fluglana. Sannur lærisveinn Krists Nokkrir punktar am heilagan Frans frá Assisi Sveinn Ásgeirsson tók saman Fyrsti hluti FEGAR JÖL ERU HALDIN imeð kristnuim mörni'um, er fagn eð fæðingu Jesú Krists, sem sagt er frá í Nýja testament- inu. Hann er sagður einget- ánm, en hann var þó alla vega mannssonur, kvenmannssonur. Þess vegna er eðlilegt, að menn leitist við að skoða ævi- feril hans hér á jörð í sagn- íræðilegu ijósi eins og annarra manna. En þær heimildir, sem við höf'um við að styðjast, þola ekki á'eitna, sagnfræðil'ega gagnrýni, sem ýmsum er af ig>uði gefin. Eigi að síður er til- vera Jesú staðreynd, jafnmikil staðreynd og trú hvers og eins. En trú og sagnfræði eru sitt- hvað, þótt þær geti oft eins og ekki hvor án annarrar verið, þótt þær vilji það, fremur en inaaður og kona. Og hverrar trú ar, sem menn eru, reyna þeir aila jafna að renna undir hana sagnfræðilegum eða sannsögu- legum stoðium. Þannig er okk- ur kennt, að Jesús Kristur hafi fæðzt 25. desember árið núh, enda þóít aliir megi vita, að það fær ekki staðizt. Óneitan- jega munu allir kristnir menn vilja vita það með vissu, hve- nær hann hafi fæðzt og hvar, og hvaða dag hann hafi stigið upp tif himna. En það má heita von- iaust. Og þó eigum við von og trú. Það er meiri og minni stað- reynd. UF JESÚ OG KENNING- AR ÞÆR, sem honum eru eign- aðar, hafa verið kristnum mönnum fyrirmynd og leiðar- Ijós í orði og verki, en mjög mismunandi mikið af hvoru tveggja. En sá maður, sem hef- ur komizt næst því að feta í fót spor Krists, eins og þeim er lýsrt í Nýja testamentinu, er án nokkurs vafa heilagur Frans frá Assisi. Og þótt margt sé á huldu um æviferil Jesú, þá þekkjum við aftur á móti mæta vel lífssögu þeissa manns, sem samvizkusamlegast reyndi að þræða veg hans. Og því skal það f'ullypt hér, að á þeirri leið hefur enginn komizt með tærn- ar, þar sem Frans frá Assisi hafði hælana. Margt er óijóst um lærisveina Jesú, en við þekkjum þá sannsögulega, sem íylgdiu Frans frá Assisi á þess- ari göngu hans. VIÐ VITUM, HVERJIR VOBU FORELDRAR HANS, hvar og hvenær hann fæddist og dó. Og engin leynd hvílir yfir gröf hans. Það var í Ass- isi, smáborg á .Mið-Ítalíu, sem hann fæddist, hinn 26. septem- ber árið 1182. En hvaða tími er 1182? Til dæmis var Snorri Sturluson þá nýfarinn að 'ganga — sina braut. En hvers kouar tíimar voru þá á 1‘ali'U ? Reyndar eins konar Sturlunga- öld. Þar reis hver höndin — og borgin — upp á móti ann- arri. Þar geisaði vargöld og víg öid. Feneyjar réðust gegn Flór- enz, Fiórenz gegn Perugia, Per- ugia gegn Assisi, Assisi gegn Feneyjum og svo ko>ll af köldi. Keisarí barðist gegn páfa, fnreti gegm konungi, borgarar gegn aðli. En jafnframt var þetta blómaskeið riddaratima- bilsins. Þetta voru tímar kross- ferðanna, þeirra stórkostlegu fyrirtækja. Hin fyrsta var far- in 86 árum áður en Frans frá Assisi fæddist, en þegar hann var sjö ára, var lagt upp í þriðju krossferðina, og sjálfur áfti hann eftir að ktima við sögu þeirra og þá á allt annan hátt en nokkiur annar mað'ur. Hugsjón þátttakenda krossferð anna var að endurheimta hina heilögU gröf í Jerúsalem úr höndum Múhameðstrúarmamna. Enginn hefur þó með fuldri vissu getað vitað hvar hún var, og alla vega hlaut hún að vera tóm. Nútimamönnum er erfitt að gera sér grein fyrir þeirri trúarhreyfingu, sem fyi'iiti aiþýðu manna slikum eid móði. Allir hafa vissulega ver- ið öruggir um velþóknun guðs og umbun á himni, en jafnframt freistaði riddaranna frægð og ..’aími á jörðu og veraldlegur auður úr hendi heiðingjanna. En það verður að skyggnast lengra til að skiilja það hugar- far og sálarástand, sem skýrir afstöðu fjölda manna til kross- ferðanna og þátttöku i þeim, þótt sumt hljóti að verða of- vaxið skilningi fiestra manna. Það var á tímum Frans frá Ass- isi, árið 1212, að farnar voru hinar einstæðustu og hörmu- legustu herferðir, sem veraMar sagan getur um. Það voru krossferðir bama frá Frakk- landi og Þýzkalandi, en þau héldu þaðan tugþúsundum sam an vopnuð og brynjuð sakleysi sínu eihiu og með ónógar vistir aðrar til svo langrar ferðar. Hún varð helciur aidrei eins lön.g og til var ætlazt, að minnsta K»sti ekki i rétta átt, og ollu því. grimm öriög. Fæst þeirra áttu afturkvæmt. EN ÞRATT FI RIR TRUAR- VAKNINGAR og krossferðir verður ekki sagt, að sérstakur heigibiær hafi verið yfir 811 u þjóðiífi suður' þar á þessum tima, en þó hafði það þróazt verulega í átt tii aukinnar sið- fágunar og menniingariegri sam skipta manna. Það kemur glöggt fram í riddarahugsjón- inni. Hreysti og hugrekki skyldi beita í þáigu hins góða og göfuga. Hetjan varð vernd- ari þeirra, sem voru minni- máttar. KJddarinn varð að 'heita þvi að vernda kristná trú, berjast gegn hvers konar órét’ti, vera munaðarlausum skjól og hiíf sem og jómfrúm og ekkjum, og vera trúr kon- nnigi og föðuriandi. Enn þann dag i dag er orðið riddaraiegur notað sem víðtækt lofsyrði. Riddarinn lifði síðan um lang- an aMur í riddarasögum og kvæðum, i rómantislkum skáJd- skap. Nafnið er af þvi dregið, að hann átti uppruna sinn í rómönsku landi, það er Frakk- iandi. Þaðan bárust riddara- sögurnar viða og hratt. Slíkar urðu vinsældir þeirra. Til Norð- ■urálfu Oig þar með Isiands bár- ust þær f'ljótt. Þar kemur Hákon gamli við sögu, meðan hann var ungur, en hann var menntaður á Evrópuvúsu. Árið 1226, eða sama ár og Frans frá Assisi dó, lét hann þýða söguna af Tristram og Isönd á norskiu, fyrsta aiira riddarasagna. Þær hafa síðan fiestar varðveitzt í íslenZkum handritum. Þetta timabil, sem hér um ræðir, snertir á ýmsan hátt íslenzka sögu, ekki aðeins bókmennta- sögu, heldur einniig á víðtæk- ari hátt, -þar sem íslenzkir höfðingjar tiðkuðu mjög ferðir suður í lönd, helzt til Róma- borgar, á þrettándu öld. Meðal þeirra má nefna Hrafn Svein- bjamarson, Kolbein unga, Órækj'u Snorrason, Brodda Þor ieifsson, Ásgrim Þorsteinssom og Gissiur Þorvaldsson. í för með Gissuri var m.a. Árni beiskur, en honum var eignað banasár Snoira Sturlusonar. Og það var árið 1233, sem Sturia Si'ghvatsson fékk lausn aiira sinna mála í Rómaborg og föður sins og tók þar stórar skriftir. Var hann J'eiddur ber- fættur á milli allra kirkna í Rómaborg og hýddur fyrir íraman flestar höfiuðkirkjur. Sagan segir: Bar hann það dren'gili.ga, sem iiWigt var, en ílest fólk stóð úti og undrað- isk, barði á bnjóstið og harm- aði, er svá fríður maður var svá hörmuliiga leikinm, og máttu eigi vatni halda bæði 'konur og karlar. (Það er: feniguj eigitára faundizt). TALIÐ ER, Að MEIRI HLUTI ISLENDIN GASAGNA sé ritaður á 13. öld, og áhriía riddarasagnanna ’ekur að gæta, eftir því sem líða tekur á öMina, en þeirra verður til dæmis vart í Njáiu. Og það segir siina sögu, að meðal ann- ars fer brátt að bera á nafn- giftum úr riddarasögum i ætt Oddavenja, svo sem Randalin, Riikiza og Karlamagnús. Aítur á móti virðist svo sem ricldara huigsjónin sjáJl'f, dyggðir henn- ar og kurteisi, haíi ekki haft veruleg áhrif hér á landi á Sturlungaöld. EN HVERFUM SVO AFTUR TIL HINS EIGINLEGA sögu- sviðs þessarar frásagnar, Mið- ítaK'U, en þó með viðkomu í Provence í Suðui’-Frakklandi. Það er sóCríkit, frjósamt og fag- urt land, sem á þessurn tíma var nær sjálfntætt greifadæmi. Þar voru heimkynni hinna fnægu trúbadúra, farandsöngv aranna. Þeir ortu og sun.gu riddarasöngva, sem fjöMiuðu fyrst og fremst um þá hilið ridd arahugsjónarinnar, sem að kon um og ástum sneri. I Provence virðist lífsgieði hafa verið hvað mest i Evrópu um þessar mund ir, og farandsöngvararnir ferð- uðust víða um lönd og sungu fyrir háa og lága. Náðu þeir feikiiegum vinsældum og söngv ar þein-a slikri útbreiðslu á skömmum tíma, að helzt minnir á bítilsöngva undanfarinna ára. Farandsöngvóiramir ferðuðust með sitt stren.g3ahljóðfæri, lút- una. Provenoe varð drauma- land unga fólksins. Þaðan kom igleðin, skáidskapurmn, söngur inn og dansinn. Og enda þótt gaman væri að fá farandsöngv- ara i heimsókn þaðam, þá hliutu þeir, siim þanmig voru sinnaðir, að vilja helzt sjálfir sækja þetta gleðimnar land heiim. En það var ekki á fátækra manna færi að ferðast lamgt í þá daga. Eln einn af þeim, sem kunini að meta konur og vSm', sömg og dans og hafði vei efni á þvi og kom oft í heimsókn til Pro- vence, var auðu.gur vefnaðar- vörukaupmaður frá Assisi á It- alíu, Pietro Bemadiome að mafni. Honum leið hvergi betur em í Provence. Og svo fór, að hanm tók hið eiskaða Provence með sér heiim til Asaisi — I gervi fagurrar, provenckrar stúiiku, sem hann kvæmtist. IIKSTA BARN SITT EIGN UÐUST I*AU 26. september 1182. Pietro Bernadome var þá að heiman í viðski'ptaerimduim, og i f jarveru hans var barnið skírt Giovanmi, eða Jóihannes. En þegar faðirinn kom heim, breytti hann nafnimu: sonurinn skyldi hieita Frans í heiðurs- skymi við iand móður hans. Og það var spámannlega gert, því að skyldlieiki sonarims við land og þjóð farandsöngvaramna átti eftir að koma gíöggt fram. I smáborginni Assisi, sem stendur á hæð í hlíðum Appen inifjalla um það bil miðja vegu rnilQi Rómar og Flóremz, ólst Frans upp. Þetta var dæmi'gerð miðaidaborg, umluikt múrum, steimlagðar göturnar þrömgar, diirranai’ og ólhreinar og and- rúmsloftið var oft blandið ólýs anlegri óþefjan, þegar heitt var í veðri. Hreiniætisráðstafanir voru litlar, en þó meiri en eng- ar. Sorpeyðinigu önmuðust fyrst og fremst svtím, en borigar stjóirinm veitti svímaeigéndum leyfi til að láta svínin ganga sjálfala uim götur borgar innar. Þannig var þetta i öE'um bongum. Til dæmis hafði hblds- veikraspitaMnn í Bologma einka leyffi á þvl að fóðra grísi sína þar á götum. Svinin nutu virð- ingar bongaranma og vei-mdar heilags Antóniusar. Heiisufar oig lif var ótrygigt í þessum borgum. ÓHÓF HINNA EFNUÐU BORGARA birtist ekki í hús- mæði eða 'húsbiinaði, heldur 1 matareeði og klteðaburði. Og í samreeoni við náttúruna og 9. april 1972 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSIINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.